Morgunblaðið - 28.07.1994, Síða 2
2 C FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
KVIKMYNDIR VIKUNNAR
Sjónvarpið
stöð tvö
FÖSTUDAGUR 29. IÚLI
■# I 01 4f| ►Hættuspil (Desp-
III. 4 I ■ I U erate) Bandarísk
sjónvarpsmynd frá 1987. Bátseigandi
í Key West lendir í útistöðum við vand-
ræðalýð sem er að smygla vopnum til
Kúbu.
LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ
VI QQ flC ► Þroskasumar
lll. LL.Uu pabba (The Summer
My Father Grew Up) Bandarísk sjón-
varpsmynd frá 1992. Þegar læknirinn
Paul Sanders skildi við konuna sína
til að taka saman við yngri konu fór
hann frá syni sínum líka. Allt í einu
vill hann vinna upp töpuð ár fjarri
syninum, en drengurinn er ekki sam-
vinnuþýður og strýkur þegar foreldrar
hans deila um hann.
FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST
M01 0(1 ►Olsen-liðið á Jót-
. L I.Lu landi (Olsen banden í
Jylland) Dönsk gamanmynd um ævin-
týri Olsen-liðsins á Jótlandi. í þessari
mynd bregða bófarnir sér út á land.
STÖÐ tvö
FOSTUDAGUR 29. JULI
VI 01 OC ►Eiginmenn og kon-
ni. L I.Ull ur Husbands and
Wives) Þau Sidney Pollack, Judy Dav-
is, Mia Farrow og Woody Allen fara
með aðalhlutverk þessarar mannlegu
og gamansömu myndar. Hjón á besta
aldri neyðast til að endurskoða hvað
þeim finnst um hjónaband, vinskap,
framhjáhald, traust, ást og rómantík.
kúlnahrfð Rapid
Kl.23.lt k
bestu gerð með Brandon Lee í aðal-
hlutverkinu. Hann fetar í fótspor föður
síns, karatekeppans Bruce Lee, og fer
hratt yfir í mögnuðum bardagaatrið-
um. Stranglega bönnuð börnum.
|f| QC ►Makleg málagjöld
l\l. U.UW The Final Alliance)
Will Colton á harma að hefna og nú
er komið að því að bijálæðingarnir,
sem myrtu fjölskyldu hans þegar hann
var að eins barn að aldri, fái að gjalda
gjörða sinna. Stranglega bönnuð
börnum.
VI. O |IC ►Meinsæri Russic-
M. 4.UU um) Bandarískur
ferðamaður er myrtur á Vatíkantorg-
inu og það verður til þess að páfi íhug-
ar að fresta friðarferð sinni til Moskvu.
LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ
VI 0(1 CC ►Mömmudrengur
M. 4U.UU Only the Lonely) John
Candy fer á kostum í þessari róman-
tísku gamanmynd um ógiftan lög-
regluþjón. Hann verður ástfanginn af
feiminni dóttur útfararstjórans og á í
miklum vandræðum með að losa sig
undan tangarhaldi móður sinnar.
VI OO ifl ►Hvískur Whispers in
1*1. 44.4U the Dark) Annabella
Sciorra, Jill Clayburgh og Alan Alda
eru í aðalhlutverkum þessarar erótísku
spennumyndar. Sálfræðingur hefur
kynferðislegar draumfarir eftir að einn
sjúklinga hennar segir henni frá elsk-
huga sínum. Hún leitar hjálpar hjá
samstarfsmanni sínum og í samein-
ingu leita þau skýringa í fortíð henn-
ar. Stranglega bönnuð börnum.
VI (I CO ►Mótorhjólagengið
lll. U.UU Masters of Menace)
Léttgeggjuð gamanmynd um skraut-
legt mótorhjólagengi sem hinn langi
armur laganna hefur augastað á. Þeg-
ar einn félaga þeirra deyr sviplega
ákveða þeir að mæta í jarðarförina
hvað sem það kostar. Bönnuð börn-
um.
VI O QC ►Váboðinn Some-
III. 4.49 thing Wicked This
Way Comes) Dularfullur tívolíhópur
slær upp tjöldum sínum í úthverfi
blómlegs, bandarísks smábæjar og
býður íbúunum úrvalsskemmtun -
gegn einum of háu gjaldi.
SUNIUUDAGUR 31. JÚLÍ
VI iq |in ►Ósýnilegi maðurinn
III. IU.UU Memoirs of an In-
visible Man) Nick Halloway lendir í
slysi á rannsóknarstofnun og verður
ósýnilegur. Nick kemst fljótlega að
því að það er ekki jafn spennandi að
vera ósýnilegur og hann hafði haldið
sem gutti.
Bönnuð börnum.
VI IjqC^Homer og Eddie
III. I4.UU Gamanmynd um tvo
furðufugla sem tengjast vináttubönd-
um og flögra saman í ævintýralegt
ferðalag.
VI 1C 1n►Loforðið A Promise
III. IU. IU to Keep) Ung kona
berst við krabbamein og hefur ekki
haft kjark til að segja fjölskyldunni
frá því. Þegar hún missir eiginmann
sinn sviplega þarf hún að horfast í
augu við þá staðreynd að börnin henn-
ar fjögur verði munaðarlaus þegar hún
deyr.
MÁNUDAGUR1.ÁGÚST
V| qq II) ►Piparsveinninn
M. 44.4U (The Eligible Bach-
elor) Sherlock Holmes er nýbúinn að
leysa erfitt og hættulegt sakamál þeg-
ar hann er beðinn um að hafa upp á
ungri konu sem hverfur á dularfullan
hátt á brúðkaupsdaginn sinn.
ÞRIÐJUDAGUR 2. ÁGÚST
Ifl qq flR ►Hreinn og
III. 4U.UU (Clean and
edrú
Sober)
Vönduð mynd um Daryl Poynter sem
lendir óvart á meðferðarheimili fyrir
eiturlyfjaneytendur.
FIMMTUDAGUR 4. AGUST
VI qi qc ►Leyniskyttan (The
III. 4 I.UU Sniper) Geðsjúkling-
urinn Eddie Miller er útskrifaður af
geðsjúkrahúsi fangelsis nokkurs og
hleypt út á götuna. Heima fyrir á
hann riffil með kíki og Eddie þráir
ekkert meira en að geta notað hann.
Honum stendur þó stuggur af löngun-
um sínum og hann reynir að koma
öðrum í skilning um andlegt ástand
sitt - en allt kemur fyrir ekki.
Bönnuð börnum.
VI qq qc ►Kviksyndi (Quick-
II1. 4U.U9 sand: No Escape) Doc
er spilltur einkaspæjari sem kemst á
snoðir um að Scott Reinhart, virðuleg-
ur arkitekt, hafi átt aðild að morð-
máli. Til þess að fá eitthvað fyrir sinn
snúð neyðir spæjarinn hann til að
leggja sér lið á glæpabrautinni og í
sömu svipan eru þeir báðir lentir í
bráðum lífsháska. Bönnuð börnum.
V| 1 (|C ►Blekkingavefur
III. I.U9 (Legacy of Lies)
Magnþrungin spennumynd um gyð-
ingafjölskyldu sem á í innri kreppu
vegna tengsla sinna við skipulagða
glæpastarfsemi.
BÍÓIN í BORGINNI
Arnaidur Indriðason/Sæbjörn Vaidimarsson
BÍÓBORGIN
Maverick ★ ★ ★
Fyrsta ásjálega mynd sumarsins, gam-
anvestrinn Maverick, kemur manni í
gott skap. Er hægt að fara fram á
meira af fisléttri afþreyingu?
Blákaldur veruleiki ★ ★
Tilvistarkreppu pítsakynslóðarinnar
gerð skil í mynd sem er alltaf full
meðvituð um meint ágæti sitt.
Hvað pirrar Gilbert Grape? ★ ★ ★
Ljúfsárt gamandrama um sérkenni-
lega flölskyldu í amerísku sveitinni.
Lasse Hallström leikstýrir á mjúku
nótunum og nær góðum leik úr leikur-
um sínum. Leonardo DiCaprio hinn
ungi vinnur leiksigur.
BÍÓHÖLLIN
Steinaldarmennirnir ★ ★ 'h
Útlitslega séð hefur tekist vel að flytja
Steinaldarmennina af skjánum á hvíta
tjaldið en innihaldið er rýrt. Leikhóp-
urinn stendur sig yfir höfuð fjarska
vel. Góð fjölskyldumynd.
Bíódagar ★ ★ 'h
Friðriki Þór tekst frábærlega að end-
urskapa horfna tíma sjöunda áratug-
arins í sveit og borg en myndin líður
fyrir stefnuleysi í síðasta hlutanum.
Góður leikur, sérstaklega þeirra í
sveitinni.
Löggan í Beverly Hills 3 ★ 'h
Þriðja löggumynd Eddie Muiphys er
hvorki fugl né fiskur og stjarnan má
muna sinn fífil fegri.
Lögregluskólinn: Leyniferð til
Moskvu 'h
Þetta langþreytta lögreglugengi nær
botninum á Rauða torginu.
HÁSKÓLABÍÓ
Steinaldarmennirnir ★ ★ 'h
Útlitslega séð hefur tekist vel að flytja
Steinaldarmennina af skjánum á hvíta
tjaldið en innihaldið er rýrt. Leikhópur-
inn stendur sig yfir höfuð fjarska vel.
Góð fjölskyldumynd.
Löggan í Beverly Hills 3 ★
Eddie Murphy má fara að athuga sinn
gang ef hann ætlar að halda þessu
áfram.
Græðgi ★ 'h
Byijar sem háðsádeila á öfund og
græðgi en kafnar að lokum í sykursæt-
um endi og vondum leik Michael J.
Fox.
Veröld Waynes II ★★
Myndin er í rauninni ekkert annað og
meira en bergmál fyrstu myndarinnar
um þessa kostulegu æringja. Á þó sín
augnablik.
Brúðkaupsveislan ★ ★ ★
Frumleg og skemmtileg tævönsk gam-
anmynd sem gerist á meðal tævanbúa
í New York og snýr hefðbundnu brúð-
kaupsbasli algerlega á hvolf.
Beint á ská 33VJ ★ ★
Hálfvitagangurinn í heimskasta lög-
reglumanni kvikmyndanna síðan
Clouseau var og hét gerist útþynntur
og þreytulegur.
LAUGARÁSBÍÓ
Krákan ★ ★ 'h
Fræg sem seinasta mynd Brandons
Lees sem lést af völdum voðaskots við
gerð hennar. Myrkur og drungalegur
og á margan hátt ágætur hefndartryll-
ir.
Serial Mom ★ ★ ★ V2
Hryllilega fyndin mynd í bókstaflegri
merkingu um hvemig John Waters sér
fyrir sér morðingja- og ofbeldisdýrk-
unina í Bandaríkjunum. Kathleen
Turner fer á kostum og hefur ekki
verið betri í mörg ár.
Lögmál leiksins ★'/2
Mæðuleg og þunglyndisleg svertingja-
mynd um lífið og körfuboltann í hörð-
um heimi. Hefur sáralítið nýtt fram
að færa.
Ogrun ★ ★ ★
Meinfyndin, óvenjuleg og vel leikin
áströlsk mynd um holdsins freistingu.
REGNBOGINN
Gestirnir ★ ★ xh
Lítil, frönsk kómedía um miðaldaridd-
ara sem ferðast til nútímans ásamt
skósveini sínum. Gott grín en varla
minnisstætt.
Sugar Hill ★
Metnaðarfull en mislukkuð, klisju-
kennd mynd um válegt líf blökku-
manna í stórborg.
Nytsamir sakleysingjar ★★
Max von Sydow er óborganlegur sem
kölski í fisléttri og meinlausri sumar-
mynd sem byggð er á grínaktugri
hrollvekju Stephens Kings.
Kryddlegin hjörtu ★ ★ ★ 'h
Ástríðufull, vel leikin og gerð mynd.
Mexíkóskt krydd í tilveruna.
Píanóið ★ ★ ★
Einkar vel gerð og leikin nýsjálensk
.verðlaunamynd um mállausa konu sem
kynnist ástinni í óbyggðum og píanóið
sem verður örlagavaldurinn í lífi henn-
ar. Gott mál.
Sagabíó
Járnvilji ★ ★
Fjölskyldumynd í Disneyhefðinni um
hundasleðakeppni á norðurhjara. Fátt
óvænt en prýðileg skemmtun.
Maverick ★ ★ ★
Eldhress gamanvestri með þremur
góðum 8tjörnum. Tekst það sem hon-
um er ætlað, að koma áhorfendum í
gott skap.
Ace Ventura ★ ★
Óttaleg hringavitleysa en óvæntur
smellur bæði í Bandaríkjunum og hér
heima. Furðulegast er að Jerry Lewis-
eftirherma skuli hitta svona í mark hjá
ungviðinu.
Stjörnubíó
Bíódagar ★ ★ 'h
Friðriki Þór tekst frábærlega að endur-
skapa horfínn tíma sjöunda áratugarins
í sveit og borg en myndin líður fyrir
stefnuleysi í síðasta hlutanum. Góður
leikur, sérstaklega þeirra í sveitinni.
Stúlkan mín 2 ★ Vl
Sykursætt, vel meint Hollívúddfrauð
sem tæpast á erindi til annarra en blá-
eygra unglinga á gelgjuskeiði.
Tess í pössun ★ ★ ★
Óvænt skemmtun um fyrrum forsetafrú
og lífverði hennar sem býður uppá
skondið sambland af Ekið'með Daisy
og I skotlínu. Góður leikur.
Fíladelfía ★ ★ ★
Tom Hanks fer á kostum í vandaðri og
timabærri eyðnimynd Jonathans Dam-
mes sem segir frá eyðnisjúkum lögfræð-
ingi er höfðar mál gegn fyrrum vinnu-
veitendum sínum. Áhrifarík mynd.
Dreggjar dagsins ★ ★ ★ ★
Anthony Hopkins vinnur leiksigur f hlut-
verki yfirþjónsins tilfinningalausa í frá-
bærri bíóútgáfu á skáldsögunni Dreggj-
ar dagsins. Hreinasta konfekt.