Morgunblaðið - 28.07.1994, Síða 5

Morgunblaðið - 28.07.1994, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1994 C 5 LAUGARDAGUR 30/7 Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Árni Johnsen færir Halldóri Sveinssyni, formanni Álseyjar- félagsins, hraðsuðupott frá Bjarnareyingum í tilefni dags- ins, til að auðvelda þeim eldamennskuna. Nýtt veiðihús í Álsey MYINIDBÖND Sæbjörn Valdimarsson í ÓNÁÐ HJÁ STÓRA BRÓÐIR SPENNUMYND Eignarnámsheimild (Eminent Domain) -k'kVi Leikstjóri John Irvin. Handrit Andrezej Krakowski og Ric- hard Gregson. Aðalleikendur Donald Sutherland, Anne Arc- lier, Jodhi May, Paul Freeman, Anthony Bate, Bernard Hepton. Bandarísk. Epic Prod. 1992. Myndform 1994. 95 mín. Ald- urstakmark 16 ára. Jozef Burski (Donald Suther- land) hefur hreiðrað ágætlega um sig í valdakerfi Póllands á árun- um fyrir Sam- stöðu. Er hátt- settur innan ör- yggislögregl- unnar og nýtur þeirra forrétt- inda sem staðan býður honum uppá. Einka- dóttirin er í skóla í Sviss, hann og kona hans (Ann Archer) lifa í vellystingum. En einsog hendi sé veifað er allt af honum tekið. Einkabílstjórinn mætir ekki einn morguninn og síðan rekur hver hremmingin aðra. Símanum er lokað, sömuleiðis skrifstofu hans og lögreglan fylgist grannt með honum. Jozef reynir að kom- ast að ástæðunum fyrir hinum breyttu högum sínum, sú leit verð- ur lífshættuleg. Að mörgu leyti vel gerð mynd og dregur upp skemmtilega drungalega og sennilega mynd af ástandinu austan Járntjaldsins áður en það fór að gliðna. Fram- setningin og framvindan er samt sem áður nokkuð ruglingsleg á köflum, en slíkt er ekki ný bóla í myndum af þessu sauðahúsi. Irvin er liðtækur leikstjóri sem gert hefur þokkalegar bíómyndir í gegnum árin (Dogs of War, Tuitle Diary, Next of Kirí), og Eignarnámsheimild, sem sýnd var í kvikmyndahúsum víða erlendis, er í góðu meðallagi. Sutherland traustur og trúverðugur sem ráð- villtur embættismaður í rotnandi þjóðfélagi. EINN KOMST UNDAN SPENNUMYND Saklaus og vopnaður (Armed & Innocent) k Leikstjóri Jack Bender. Hand- rit Danielle Hill. Aðalleikendur Gerald McRaney, Kate Jackson. Bandarísk kapalmynd. Fram- leiðsluár 1994. Háskólabíó 1944. 95 mín. Aldurstakmark 16 ára. Söguhetja þessarar sannsögu- legu myndar er aðeins 11 ára drengur sem lenti í þeirri ömurlegu lífs- reynsiu að verða tveggja manna bani. Hann var einn heima er þrír þjófar brut- ust inn og skaut tvo þeirra til bana í sjálfsvörn, en sá þriðji komst undan. Drengurinn varð fjölmiðlahetja og komst í sviðsljós- ið er það kom í ljós að þeir sem hann drap voru illræmdir glæpa- menn. En glataði sakleysinu og óttaðist hefnd þess sem slapp á braut. Skipti um húsnæði ásamt foreldrum sínum en allt kom fyrir ekki, hefndin lá í loftinu. Einstaklega óaðlaðandi mynd í alla staði. Efnið vekur óhug og ekki er efnismeðferðin til að bæta úr skák. Höfundar og leikstjóri hafa velt upp ofbeldishliðinni, hér er kominn Death Wish unglings- ins. Myndin er dapurlega leikin af lítt kunnum mannskap, nema ef vera kynni að einhver myndi eftir Kate Jackson úr þáttunum vinsælu Englar Charlies. KNAPIÁ NAUTSBAKI DRAMA 8 sekúndur (8 Seconds) kkVi Leikstjóri John G. Avildsen. Handrit Monte Merrick. Aðal- leikendur Luke Perry, Cynthia Geary, Stephen Baldwin, James Rebhorn, Carrie Snodgress. Bandarísk. New Line Cinema 1994. Myndform 1994. 90 mín. Aldurstakmark 12 ára. Þessj piýðis vel gerða og leikna mynd hlaut litla náð fyrir augum kvikmyndahús- gesta í vor, nú er ráð að taka hana á leigu. Söguhetjan er Lane Frost (Luke Perry), ein kunnasta ródeókempa Bandaríkjanna, fyrr og síðar, en sú íþrótt. felst í því að sitja sem lengst óárennileg holdanaut. Hann náði á toppinn á meðan einkalíf hans hrundi til grunna. Vel gerð lýsing á tilstandinu í kringum og hættum þessarar . íþróttar meðfram því sem myndin sýnir að annað er gæfa en gjörvi- leiki, árangur í íþróttum og ham- ingja í einkalífinu. Þá afsannar myndin þá víðtæku kenningu að Luke Perry geti ekki leikið. Þvert á móti er hann hjarta myndarinn- ar, gefur henni lit og karkter. BÍÓMYNDBÖND Sæbjörn Valdimarsson Tombstone kkk Ábúðamikill alvöruvestri, þ.e., hann minnir á þá gömlu og góðu bæði að innihaldi og útliti. Hér koma við sögu nokkur kunnustu nöfn Villta vestursins þar sem myndin gerist (einsog nafnið bendir til) í Tombstone, Arizona á öndverðri síðustu öld. Þegar þar réð ríkjum Wyatt Earp (Kurt Russell), hinn nafntog- aði laganna vörður, og hinn þjóðsagnakenndi, berklaveiki læknir, Doc Holliday (Val Kil- mer), stytti sér stundir yfir spilum, konum og víni á knæpum bæjarins. Hér laust þeim saman, genginu hans Earps og Clam- ton bræðrunum illræmdu og lokaátökin skráð á blöð sög- unnar, jafnan kennd við rétt- ina O.K. George Pan Cosmat- os leikstýrir af miklum krafti, einkum eru átakaatriðin vel útfærð og vel vaiinn og eftir- minnilegur leikhópurinn stendur fyrir sínu. Þar ber þá félaga, Kilmer og Russell hæðst en það er valinn maður í hverju rúmi, karlar einsog Sam Elliott, Bill Paxton, Power Boothe, meira að segja Charlton gamli Hes- ton, koma við sögu. Ómiss- andi öllum sönnum og gamal- reyndum vestraunnendum ÁLSEYINGAR vígðu nýtt veiðihús sitt síðasta laugardag að viðstödd- um fjölda gesta sem boðið hafði verið til vígslunnar. Gamla veiði- húsið í Álsey eyðilagðist er aur- skriða féll á það fyrir rúmum þrem- ur árum og var þá hafist handa við byggingu nýs húss sem nú er lokið Bygging húss í úteyjum Vest- mannaeyja er mikið verk því flytja þarf allt efni til byggarinnar sjó- leiðina út og hífa síðan upp á bjarg- brún. Það liggja því mörg handtök á bak við bygginguna enda voru Álseyingar kátir þegar þeir fögn- uðu áfanganum, nýju húsi um 70 fermetra að gólffleti ásamt sauna- baðstofu í sér húsi. Til veislunnar á laugardag var boðið fjölda gesta. Öllum þeim sem aðstoðuðu við byggingu hússins ásamt félögum úr öðrum úteyjum og veiðifélögum í Eyjum. Um 120 gestir heimsóttu Álseyinga og fögnuðu með þeim og færðu full- trúar annarra veiðifélaga þeim margar góðar gjafír. Halldór Sveinsson, formaður Álseyjarfé- lagsins, bauð gesti velkomna til veislunnar en síðan flutti Ágúst Halldórsson bæn og las upp ritn- ingarorð. Fulltrúar annarra veiði- félaga í Eyjum fluttu síðan kveðjur og færðu margvíslegar gjafir. Gestum var boðið upp á kaffi og meðlæti af hlaðborði sem Álsey- ingar og eiginkonur þeirra sáu um. Það var skemmtileg stemmning í Álsey enda lék veðrið við fólk. Stafalogn og sólskin allan daginn og sjór var svo dauður að varla örlaði við flárnar þar sem bátar lágu á bóli. Auðvitað var lagið tek- ið en Árni Johnsen hafði sett sam- an sérstakan Álseyjarbrag í tilefni dagsins sem frumfluttur var í veisl- unni. Flestir gestanna héldu heim síðla dags en Álseyingar og fjöl- skyldur þeirra dvöldu um nóttina í nýja veiðihúsinu og auðvitað var veislunni haldið áfram langt fram- eftir með söng og dansi við undir- leik Árna Johnsen. Veislugestir láta fara vel um sig á veröndinni. UTVARP RÁS I FM 92,4/93,5 6.45 Veðurfregnir 6.50 Bæn Snemma á laugardags- morgni. Þulur velur og kynnir tónlist. 7.30 Veðurfregnir Snemma á laugardagsmorgni. heldur áfram. 8.07 Snemma á laugardags- morgni. heldur áfram. 8.55 Fréttir á ensku 9.03 Lönd og leiðir Þáttur um ferðalög og áfangastaði. Um- sjón: Bjarni Sigtryggsson. 10.03 Bil beggja Tónlistarþáttur. 10.45 Veðurfregnir ■ • 11.00 I vikulokin Umsjón: Páll Heiðar Jónsson. 12.00 Útvarpsdagbókin og dag- skrá laugardagsins 12.45 Veðurfregnir og auglýsing- ar 13.00 Fréttaauki á laugardegi 14.00 Lífið er ungs manns gaman. Umsjón: Anna María Þórisdóttir. 15.00 Tónvakinn 1994 Tónlistar- keppni Ríkisútvarpsins. Loka- áfangi Fyrsti keppandi af sjö: Sif Túlinlus fiðluleikari. Stein- unn Birna Ragnarsdóttir leikur með á píanó. Umsjón: Bergljót Haraldsdóttir. 16.05 Tónleikar 16.30 Veðurfregnir 16.35 Hádegisleikrit liðinnar viku: Mánudagur til ma>ðu eftir A. N. Ostrovskíj. Þýðing: Bjarni Benediktsson. Leikstjóri: Bald- vin Halldórsson. Leikendur: Rós 1. fréttir ó ensku kl. 8.55. Oliver Kentish. Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Steindór Hjörleifsson, Valur Gíslason, Þorsteinn Ö. Stephen- sen, Brynjólfur Jóhannesson, Árni Tryggvason, Borgar Garð- arsson, Kristín Anna Þórarins- dóttir, Anna Guðmundsdóttir og Haraldur Björnsson. (Áður út- varpað árið 1963.) 18.00 Djassþáttur Umsjón: Jón Múli Arnason. (Einnig útvarpað á þriðjudagskvöld kl. 23.15.) Rós 1. Óperuspjoll kl. 19.35. Rætt um óperunu Turundot eftir Puuini. 18.48 Dánarfregnir og auglýsing- ar 19.30 Auglýsingar og veðurfregn- ir 19.35 Óperuspjall Rætt við Svein Einarsson, leikstjóra, um óper- una Turandot eftir Puceini. Umsjón: Ingveldur G. Ólafsdótt- ir. 21.15 Laufskálinn (Endurfluttur þáttur frá sl. vikuj 22.27 Orð kvöldsins Rós I. lönd og leiiir kl. 9.03 Þútt- ur um feróalög og ófangustaói. Umsjón: Bjnrni Sigtryggsson. 22.30 Veðurfréttir 22.35 Náttgalabær Spennusaga eftir Agötu Christie. Guðnumd- ur Magnússon les þýðingu Magnúsar Rafnssonar. 23.10 Tónlist 0.10 Þjóðhátiðarsveifla létt lög í dagskrárlok 1.00 Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns Fréttir ó RÁS 1 og RÁS 2 kl. 7, 8, 9, 10, 12.20, 16, 19, 22 og 24. RÁS 2 FM 90,1/99,9 8.05 Vinsældalisti götunnar. Ólaf- ur Páll Gunnarsson. 8.30 Endur- tekið: Dótaskúffan frá mánudegi og Ef væri ég söngvari frá miðviku- degi. 9.03 íslandsflug Rásar 2. Dagskrárgerðarmenn á ferð og flugi. NÆTURÚTVARPIÐ 1.30 íslandsflug Rásar 2. 2.00- Fréttir. 2.05 íslandsflug Rásar 2. 5.00 Fréttir. 5.05 Stund með 6.00 Fréttir, veður færð og flugsam- göngur. 6.03 Ég man þá tíð. Her- mann Ragnav Stefánsson. (Veður- fregnir ki. 6.45 og 7.30). Morgun- tónar. ADALSTÖDIN 90,9 / 103,2 9.00 Albert Ágústsson. 13.00 Sig- mar Guðmundsson. 15.00 Björn Markús. 19.00 Tónlistardeildin. 21.00 Nætui'vaktin. Óskalög og kveðjur. Umsjón: Jóhannes Ágúst. BYLGJAN FM 98,9 7.00 Morguntónar. 9.00 Morgunút- varp með Eiriki Jónssyni. 12.10 Ljómandi laugardagur. Pálmi Guð- mundsson og Sigurður Hlöðvers- son. 16.00 Isienski listinn. Jón Axel Ólafsson. 19.00 Gullmolar. 20.00 Halldór Backman. 23.00 Hafþór Freyr Sigmundsson. 3.00 Nætui’vaktin. Fréttir ó heilo timnnum kl. 10-17 og kl. 19.30. BYLGJAN, ÍSAFIRDI FM 97,9 9.00 Samtengt Bylgjunni FM 98,9. 20.00 Tveir tæpir. Víðir Arnarson og Rúnar Rafnsson. 23.00 Gunnar Atli með næturvakt. Síminn í hijóð- stofu 93-5211. 2.00 Samtengt Bylgjunni FM 98.9. BROSID FM 96,7 9.00 Jón Gröndal. 13.00 Böðvar Jónsson. 1 Ó.OOKvikmyndir. 18.00- Sigurþór Þórarinsson. 20.00 Ágúst Magnússon. 24.00 Naúui'vaktin. 4.00 Næturtónlist. FNI 957 FM 95,7 9.00 Haraldur Gislason. 11.00 Sportpakkinn. Valgeir Vilhjálms- son. 13.00 Agnar Örn, Ragnar Már og Björn Þór. 17.00 American top 40, Shadow Steevens. 21.00 Ás- geir Kolbeinsson. 23.00 Ragnar Páll Ölafsson. 3.00 Nætun’aktin. T0P-BYLGJAN FM 100,9 7.00 Sjá dagskrá Bylgjunnar FM 98,9. 10.00 Svæðisútvarp TOP- Bvlgjan. 11.00 Samtengt Bvlgj- uttni FM 98,9. X-IÐ FM 97,7 3.00 Nostaglia. 5.00 Simmi. 8.00 Þossi. 10.00 Baldur Bragason. 14.00 Árni Þöi'. 17.00 Pétnr Sturla. 19.00 Kristján og Helgi Már 23.00 Henný Árnadóttii'. 3.00 Þossi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.