Morgunblaðið - 28.07.1994, Síða 12

Morgunblaðið - 28.07.1994, Síða 12
12 C FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ Norman Mailer kryfur heiminn sem gat af sér Madonnu Óskilgetið afkvæmi tómsins Tímaritið Esquire fékk rit- höfundinn Norman Mailer til þess að spjalla við Madonnu fyrir skömmu. Tilefnið var enn ein hneykslisaldan sem reið yfir Bandaríkin vegna hegðunar hennar, að þessu sinni í þekktum spjall- og grínþætti. í hluta viðtalsins reynir Mailer að henda reiður á Madonnu og fer endursögn hans hér á eftir. „Sagan hefst í spjallþætti Davids Letter- man 31. mars. Næstu tveimur dögum má líkja við Krystals- nóttina forðum, fjölmiðlar í Bandaríkjunum gengu af göfl- unum. Ma- donna var upp- nefnd eina ferð- ina enn. Sjúk, gjörspillt, ósið- leg, óstöðug, stjórnlaus, móðgandi, sví- virðileg og heimsk. Ma- donna notaði ruddafengið orðalag 13 sinnum í þætt- inum, sem jafn- oft var þurrkað út með hljóðmerki og var nóg til þess að særa almenna velsæmis- kennd. Hún mætti til leiks dömuleg og svarthærð í svörtum kvöldkjól og hermannaklossum og leit helst út fyrir að vera á leið í matarboð. En Letterman gerði þau mistök að klykkja út í lok kynningar að hún hefði sængað hjá mörgum helstu stórlöxum skemmtanaiðnaðarins. Þegar hljómsveitarstjórinn hrópaði upp yfir sig með skelfingarsvip, sem kann að hafa verið ekta, sagði Lett- erman „þetta er allt í lagi, við erum bara að reyna að skemmta okkur“. Hvað sem því líður hefur engum gesti verið heilsað með slíkum hætti frá því spjallþættir að kvöldlagi hófu fyrst göngu sína.“ í stuttu máli sagt endaði spjallið þannig að Madonna gekk svo fram af Letterman að hann missti stjórn á sér. „En í raun hæfðu Letter- man og Madonna hvort öðru ágætlega. Hún er ómenguð, hann bragðlaus. Áhorfend- ur geta gengið að honum vísum fyrir svefninn líkt og kvöldkakóinu. Bragðgóðum og fyrirsjáanlegum. Gerið ykkur í hugarlund skáldsagnahöfund sem heitir Jesús Ramirez. Hann hefur þá trú að verk hans geti aukið skiln- ingi manneskjunnar á sjálfri sér og merkir bækur sínar með for- nafni. Hann er þekktur um víða veröld undir þessu eina nafni. Hvað skyldi Madonna hugsa í hvert skipti sem hún veltir Madonnu fyrir sér. Madonna. Hin óbreytan- lega. Annað hvort þjónar tilvist hennar æðra tilgangi eða hún er bara stelpukorn sem vonar að hjartað sé úr stáli. Hún veit að hún veit ekki svarið. Gæti einhver annar svarað undir slíkum kring- umstæðum? Hún er undur og stór- merki sem ekki verða aðgreind frá manneskjunni sem hratt því af stað. Hún skoðar sig og það með köldu raunsæi, sínu eigin. Um leið er hún föst í pytti taumlausrar sjálfselsku. Það er ekki nóg með að hún hafi meiri áhuga á sjálfri sér en öllu öðru sem andann dregur heldur grunar hana að áhuginn geti verið réttlætanlegur. Ef til vill er hún margfalt áhugaverðari en allir aðrir sem hún hefur kynnst. Fyrirlitning mannsins á sjálfum sér náði hámarki á síðari hluta tutt- ugustu aldar. Á daginn kom að hann gæti tortímt með kjarnorku- vopnum... og án þeirra. Seinni heimsstyijöldin skildi eftir sig heim í skugga útrýmingarbúðanna sem kæfðu vonir um fullkomnari og betri mann. Svo kom kalda stríðið og með því hvarf trúin á hjónaband- ið, fjölskylduna, jafnvel eign- ir, sem hafði haldið þjóðfélaginu á rétt- um kili til 200 ára, að minnsta kosti huglægt. Um miðbik sjötta ára- tugarins og upphaf þess sjöunda var hugmyndin um hamingju týnd og tröll- um gefin. I huga meðal- manns eða -konu hafði taumlaus sjálfs skoðunin ein tilgang. Það þýddi ein- ungis eitt, könnun innstu leyndar- dóma náttúrunnar, einkum sinnar eigin. Leitin að merkingu varð leit- in að nautn. Dauðinn var í líki kjarn- orkuvár, án fyrirboða, fáránlegur. Mannkyn rambaði á barmi allsherj- ar tortímingar, án grafa, án for- feðra, án uppruna, án minninga. Glæpaaukning í kjölfar aukinnar útbreiðslu eiturlyfja átti enn eftir að gera vart við sig en annars kon- ar plága hafði látið á sér kræla, nöpur framtíðarsýn kalda stríðsins, (sem gegnsýrði hugarfarið líkt og AIDS þótt hún drægi til annars konar dauða). Fyrsta einkennið var virðingarleysið gagnvait mannin- um, falið undir tvöföldu roði ætt- jarðarástar. Andy Warhol gerði sér grein fyrir að eðlileg afleiðing þess væri tak- markalaust virð- inga- . leysi í garð list- grein- arinn- ar, málari gæti komist upp með næstum hvað sem er. Því greip Warhol, sem einungis var meðalskussi með teikniblýant og pensil, tækifærið og fyllti tómarúm- ið. Innri tómleiki annarra var akur sem hann plægði í gróðaskyni. Hann var galdramaður. í dag er litið á Warhol sem mikinn listamann þótt hann teljist seint og illa til ódauðlegra listmálara. Hann uppsk- ar frægð sem heimspekingur tóms- ins og þagnarinnar og gerði sér fyrstur grein fyrir tómarúminu sem myndast hafði í vestrænni menn- ingu. Hefði hann viljað ljóstra upp leyndarmálinu hefði hann kannski sagt að peningar sameinuðu valdið og tómleikann. í stað andagiftar kom þrívíð uppstilling glerhalla í stærstu borgum heimsins, plast- matvæli og plastfólk, heimilislausir, AIDS, eiturlyfjaveröld, og kyn- þáttahreinsanir, sem lækna sér- hvert mein. Ótal augu horfa til him- ins og bíða þess að sagt sé styrkri röddu „ég er tómið“. Warhol hefði allt eins getað sagt: „Ég er tómið sem býr ykkur undir það sem koma skal“. Madonna, sem fæddist 1958, er sprottin upp úr sama tómi en á annan máta en Warhol. Með kjarna- samrunann sem útfararstjóra ein- setti hún sér að gera uppreisn gegn hvers kyns tvískinnungi í kynferðis- málum og annarri tvöfeldni. Ekki þarf mikið pólitískt innsæi til þess að gera sér grein fyrir hversu mik- il blekking kalda stríðið var. Sigur var unninn á heimsveldi hins illa, sem síðan reyndist ekki annað en allshetjar dapurlegt öngþveiti, risa- stórt þriðjaheimsríki -sem búið var að svipta heimsyfirráðum. Og í tali leiðtoga okkar mátti greina falskan tón sem hinir yngri heyrðu. Þótt Madonna talaði til sinnar eigin kynslóðar var hún samt tilneydd til þess að kafa djúpt í sjálfa sig og mörg- um rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Mitt í milljóndollara afrakstr- inum skorti hana óhóf- legar vinsældir Marilyn Monroe. Madonna var dáð en ekki elskuð. Til- finningar fólks til Monroe eru óblendnar. Hún var stjarna sjötta áratugarins en bar viðmiðum þess ijórða samt glöggt vitni. Bros hennar er varðveitt í tengslum við gömlu, hversdags- legu fáum-okkúr-meira-kaffi-og- aðra-kökusneið-lögin. Hún lofaði að standa með okkur í gegnum þykkt og þunnt og gaf það til kynna með vinalegum svipbrigðum. Sorg- ina bar hún í hljóði, þess vegna er hún ennþá syrgð. Hún setti sjálfa sig til hliðar fyrir mig og þig þar til sárin hið innra urðu henni um megn. Madonna er harðari af sér. Hún lifir af, og skefur ekki af tiktúrun- um. Ætli maður að fylgja henni að málum verður maður að taka henni eins og hún er. Hún ber ekki smyrsl á sárin, hún saltar þau. Hún gerir hinsvegar það sem Marilyn gat aldrei. Það er ókræsilegt en engu að síður mik- ils um vert. Hún sýnir hversu hættuleg sannindi hvers og eins geta verið, ef við bara þorum að kíkja. Madonnar er óskilget- ið afkvæmi tómsins, hins helga dóms í sköpun Andy Warhol. Mittí milljóndollara afrakstrinum skorti hana óhóflegar vinsældir Marilyn Monroe. Madonna var dáð en ekki elskuð. Tilfinningar fólks til Monroe eru óblendnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.