Morgunblaðið - 06.08.1994, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 06.08.1994, Qupperneq 4
4 B LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ Bugður, beyjur og krákustígar mannslíkamans, eða mann- sandans. Hið ósýnilega verð- ur málmkennt, líkamnast, og leysist upp í skugga. Hið sýnilega molnar, efnið sáldrast niður, formið verður gegnsætt og leysist upp í Ijós. Fígúr- urnar togast á, sveigjast, léttast, þyngjast og eru komnar óralangt frá sinni upprunalegu mynd - skúlpt- úrnum. „Þær eiga sér uppruna í málm- og glerskúlptúrum," segir listamað- urinn, Rhony Alhalel, einn af tengdasonum íslands, sem í dag opnar sýningu í Galleríi Sólon ísland- us. Rhony er frá Perú en hefur ýmist búið þar, á íslandi eða í Japan á síðastliðnum árum. Hann hefur haldið einkasýningar víða um heim en aðeins einu sinni áður á íslandi. Það var í Galleríi Nýhöfn árið 1991. „Ég hef áhuga á að skoða and- stæð öfl,“ segir Rhony, „bera saman gegnsæ öfl og skyggð öfl eins og þau birtast mér. Öfl sem vekja með okkur samkennd eða andúð á öðrum. Það má kannski segja að afstaðan sé eðlislæg - að ég sé að fjalla um eðli og það feli í sér allar andstæð- ur. Svo finnst mér gaman að skilja hvaða öfl ég er að vinna með í sjálf- um mér, þegar ég vinn að myndlist. Þegar ég vann með málma, var ég að treysta jarðsamband mitt. Þegar ég vann með gler, var ég loftkennd- ur, nánast eins og ég gæti flogið. Á stundum finn ég hvorutveggja og ég leita stöðugt í það ástand." Það kemur vissulega fram í mynd- um Rhonys því þær eru leikur ljóss og skugga, anda og efnis, fígúru- forma sem eru ekki neinn. Sjálfur segist hann breytast mikið þegar hann fer á milli landa. Og það er glöggt á verkum hans. Það er eins og þau séu eftir þrjá ólíka lista- menn. Einn býr í Perú, þar sem þungir jarðarlitir og jarðefni eru notuð. Éinn býr og Japan, þar sem myndsköpunin á sér rætur í ietur- gerð Japana. Einn býr á íslandi, þar sem tært loftið smýgur inn um allt og út um allt - það sem var þétt, áþreifanlegt og massívt hefur fengið allt aðra merkingu. „Dúalisminn - eða átök and- stæðra afla - er mjög sterkur hér á landi,“ segir Rhony. „Maður fínnur það um leið og maður kemur hing- að. Það hentar mér mjög vel, því mér fínnst mest gaman að vinna eftir viðbrögðum; sækja í þær tilfínn- ingar sem vakna með mér. Það er eins og að yrkja ljóð. Það mundi ekki henta mér að skrifa skáldsögu, sem ég tæki með mér á milli landa, ef hún ætti að hafa trúverðuga fram- vindu. Enda reyni ég aldrei að gera mér einhveija fyrirfram hugmynd um hvað ég ætla að skapa þegar ég kem í nýtt land.“ Að þessum orðum slepptum sýnir Rhony mér myndir sem hann teikn- aði í flugvél á leiðinni frá New York. Sterkasta aflið í þeim er innilokun. Enn einn karakterinn kominn á kreik. „En ég er ekki bara að fjalla um þau öfl sem eru innra með hveijum manni, heldur að bregðast við þeim öflum sem eru í heiminum; innri öflum, ytri öflum, náttúruöflum - og þá þeim sem felast í andstæðum, eins og mosi/hraun, blautt/þurrt, áferð steina á móti breytilegu skapi himinsins. Það sem er spennandi við íslenska náttúru er að hún er nánast eins og forsöguleg. Vilji mannsins hefur ekki ennþá fengið að níðast á henni. Landið leyfír manni að hreyfast með sér; maður hrífst með og það gerist hratt og oft, þar til maður verður hluti af þessu afli. Formið sem ég nota á rætur í brúðuleikhúsi í Bali, þar sem allar fígúrurnar hafa grímur. Þær geta verið hver sem er. Fígúrur mínar hafa engin andlit, engin svipbrigði - þær geta verið hvaða maður sem er. Við erum nefnilega alltaf að fylgjast með svipbrigðum. í þeim getum við lesið hvaða öfl hrærast með þeim mönnum sem við hittum. Ég hef meiri áhuga á öflunum, sem leiða af sér svipbrigðin." Þessar myndir eru mjög ólíkar þeim verkum sem þú vinnur í Perú. Hvemig land er Perú? „Það má segja að Perú sé land átaka - og þess vegna sé það mjög spennandi land. Maður andar að sér sögunni þar en hún er ekki alltaf ánægjuleg. Þar hefur verið mikið um styrjaldir. Mín skoðun er sú að upphaflega hafi mongólskar þjóðir sest þar að í fjöllunum. Síðan hafí fólk frá Indónesíu og Asíu komið yfir hafíð og sest þar að öðrum BRASILÍSKAR TQNSMÍÐAR í NORR/ENA HÚSINU Sigríður Hulda Geirlaugsdóttir píanóleikari heldur tónleika í Norræna húsinu á morgun sunnudag. Tónleikarnir hefjast klukkan 15. 00. og á efnisskrá verða verk brasilískra tónskálda en Sigríður Hulda hefur dvalið í Rio de Janeiro í um það bil fimm ár. Greinarhöfundur hitti Sigríði Huldu að máli. „Hvernig stóð á því að þú fórst til Brasilíu?" „Ég var við nám í Boston við New England Conservatory of Music og þar kynntist ég manninum mínum, Paulo Weglinski en hann er brasilískur popptónlistarmaður. Við búum í Rio de Janeiro þar sem ég er í meistaranámi við Tónlistar- háskólann." „Hvernig finnst þér að fást við tónlist í þessu umhverfí?“ „Mér fínnst áhugavert að kynn- ast brasiliskri tónlist því hún er skemmtileg og auðug. Þó að tónlist- in sé ríkur þáttur í mennigarlífi þjóðarinnar þá viriðst ekki vera til staðar nokkur metnaður ráða- manna til að hlú að þeim verðmæt- um og efla tónlistarlíf. Brasilíu- menn eiga tónlistarmenn á alþjóð- legan mælikvarða en fæstir þeirra geta hugsað sér að búa við þau kjör sem listafólki er boðið upp á í heimalandinu og þar af leiðandi nýtast þeirra kraftar ekki. Fyrir bragðið er skólinn ekki eins áhuga- verður og hann gæti verið." „Tengist tónleikahaldið að ein- hverju leyti námi þínu?“ „Já, í vetur valdi ég mér nám- skeið í túlkun brasilískrar tónlistar og vaknaði þá áhugi minn á að kynna þá tónlist hér. Suður Amer- ísk tónlist er að mínu viti lítið spil- uð eða þekkt hérlendis og ástæðu Morgunblaðið/Ámi Sæberg RHONY ALHALEL SÝNIR f GALLERÍI SÓLON ÍSLANDUS megin. Að hinni ströndinni hafí Jap- anir komið og búið við ströndina - því þar hefur þróast mikill og merki- legur vefnaður, sem er mjög áþekk- ur japönskum vefnaði. Svo komu Evrópubúamir, Spánveijar og sett- ust að við ströndina. Þetta má ekki bara sjá á tungumálinu, heldur er hægt að sjá þennan uppmna í list- sköpun; litum og formum. Það er alltaf verið að leita að hin- um hreinu perúsku einkennum og finna út hvað er ekta perúveijii. En það er algerlega vonlaus leit. Því þær þjóðir, sem byggja landið em svo ólíkar. Ein býr meðfram strönd- inni, önnur uppi í fjöllum og sú þriðja í frumskógunum." Hvað með stjómarfar? „Það verður að segjast eins og er, að það er aftur að verða líft í landinu. Það var mikil gæfa fyrir okkur að fá Alberto Fujimori fyrir forseta fyrir tveimur ámm eða svo. Hann er einstakur maður. Það var mikil andstaða gegn honum, þegar hann bauð sig fram en hann hefur fengið miklu áorkað. Þegar hann bauð sig fram, leist fólki ekki á blikuna. Hann er ekki mikill ræðumaður og talaði ekki einu sinni góða spænsku. Það var sagt að hann væri fæddur í Japan en hefði orðið sér úti um perúsk skil- ríki. En eftir að þjóðin hafði lifað við 12 ára hryðjuverkaástand, féll allt í ljúfa Iöð. Maður getur núna gengið um götur, án þess að hafa áhyggjur af því að næsti bíll, sem maður gengur framhjá, springi í loft upp. Hann er framkvæmdamaður og stendur við orð sín. Hann lofaði í kosningabaráttunni að byggja einn skóla í mánuði - og það gerir hann. Hann trúir ekki á þá algengu aðferð pólitíkusa að smeygja sér út úr hlut- unum með orðum, sem mynda óskilj- anlegar setningar - klisjur. Hann byggir landið upp innan frá og það er það sem við þurfum á að halda núna. Hann er mikill framkvæmda- maður. Síðar verður að koma í ljós hvernig hann ætlar að manna þær stofnanir, sem hann er að byggja, hvort heldur það er í heilsugæslu eða menntakerfi. Það getur verið að til þess þurfí annar maður að koma til. Hver veit. Hins vegar hefur ástandið í land- inu batnað svo mikið að núna, eftir margra ára búsetu erlendis, treysti ég mér til að flytja aftur heim og búa þar.“ ssv Morgunblaðið/Golli SIGRÍÐUR Hulda Geirlaugsdóttir þess tel ég vera þá hversu ólík mennig stendur henni að baki. Al- þýðutónlist Brasilíu er mjög rík og það er athylisvert að þegar brasilíu- menn tóku að semja sín eigin klass- ísku verk þá voru þau mjög smituð af alþýðutónlistinni. Á tónleikunum mun ég halda erindi, kynna tón- skáldin og jafnframt verk þeirra. Ég mun flytja eitt verk eftir alþýð- utónskáldið Emesto Nazareth einn- ig mun ég flytja verk eftir nútímat- ónskáldið J.G. Ripper en auk þess Qögur verk eftir Heitor Villa - Lo- bos en hann er það tónskáld þeirra sem er þekktast utan heimalands- ins.“ eög MENNING/LISTIR ÍNÆSTUVIKU MYNDLIST Kjarvalsstaðir Sigurður Ámi Sigurðsson og Kristinn G. Harðarson til 11. september. Verk Jóhannesar Kjarvals í Austursal Listasafn íslands Sumarsýning á myndum Ás- gríms Jónssonar. Gerðarsafn Sýningin „Frá Kjarval til Erró“ fram í miðjan ágúst. Norræna húsið Ragnheiður Jónsdóttir Ream til 7. ágúst úst. Hafnarborg Þorfinnur Sigurgeirsson til 7. ágúst Nýlistasafnið Patricia Spoelder, Sander Doerbecker og Marloes Hogg- enstraaten til 7. ágúst. Önnur hæð Ilya Kabakov til 31. ágúst. Gallerí Úmbra Ritva Puotila til 24. ágúst. Ásmundarsafn Sasmsýning á verkum Ás- mundar Sveinssonar og Krist- ins E. Hrafnssonar til ára- móta Safn Ásgríms Jónssonar Þingvallamyndir fram í nóv- ember. Listsalurinn Portið Beatriz Ezban til 7. ágúst Gallerí Sævars Karls Kristinn G. Harðarson til 25. ágúst Listhús Laugardal Daði Guðbjömsson sýnir út ágúst. Sólón íslandus Rhony Alhalel sýnir. Slunkaríki/ísafirði Sara Ekström sýnir pappírs- verk Menningarstofnun Banda- ríkjanna Olivia Petrides sýnir til 25. ágúst. Listasafnið á Akureyri Jón Laxdal sýnir collage verk. Café Karólína, Akureyri Hlynur Hallsson sýnir kaffi- húsaverk. Perlan Heidi Kristiansen sýnir textíl- myndir. Stöðlakot Hrefna Lámsdóttir sýnir til 21. ágúst. TONLIST Laugardagur 6. ágúst Sönghópurinn Hljómeyki á Skálholtstónleikum klukkan 15.00 og Guðrún Óskarsdóttir klukkan 17.00. Sunnudagur 7. ágúst. Guðrún Óskarsdóttir, sembal- leikari á Skálholtstónleikum kl. 15.00. Sönghópurinn „The Yale Whiffenpoofs í Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 15. og á Hard Rock Café kl. 18.45. Sigríður Hulda Geirlaugsdótt- ir píanóleikar, í Norræna hús- inu, kl. 15. Mánudagur 8. ágúst The Yale Whiffenpoofs á Café Sólon íslandus, kl. 21. Þriðjudagur 9. ágúst Ingibjörg Guðjónsdóttir, sópr- an og Páll Eyjólfsson, gítar- leikari í Listasafni Sigurións, kl. 20.30. Kammerchor Winterthur í Landakotskirkju kl. 20.30. Umsjónarmenn lista- stofnana og sýningarsala! Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birta í þessum dálki verða að hafa borist bréflega fyrir kl. 16 á miðvikudögum. Merkt: Morg- unblaðið, menning/listir, Kringlan 1, 103 Rvk. Mynds- endir: 91-691222.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.