Morgunblaðið - 27.09.1994, Page 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Sýslumaðurinn á Akranesi
Gert að skrá
viöveru sína
DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur gefíð Sigurði Gizurarsyni sýslu-
manni á Akranesi fyrirmæli um að hann mæti til vinnu sinnar á til-
teknum tímum og skrái viðveru sína á stimpilkort, sem hann afhendi
síðan ráðuneytinu afrit af mánaðarlega. Þorsteinn Geirsson ráðuneytis-
stjóri í dómsmálaráðuneytinu segir að þessi fyrirmæli hafi verið gefin
þar sem sérstök ástæða hafi þótt til, en kvartanir um íjarvistir sýslu-
mannsins hafi borist frá ýmsum aðilum. Jafnframt hefur Sigurði verið
gert að skila greinargerð um mætingar sínar frá síðustu áramótum.
Sigurður sagði í samtali við Morgunblaðið að hann teldi „sálrænar eða
pólitískar" ástæður að baki fyrirmæla ráðuneytisins. Hann myndi fara
að þeim fyrirmælum að stimpla sig inn, en hins vegar myndi hann
ekki skila umbeðinni greinargerð.
Morgunblaðið/Jón Stefánsson
„Ég hygg að ef könnuð eru við-
horf málsmetandi manna á Akra-
nesi þá muni þeim öllum bera sam-
an um það að viðvera [Sigurðar]
þama við embættið hafí verið ákaf-
lega stopul í seinni tíð, því miður.
Það er auðvitað ekki að ástæðu-
lausu sem við tökum til svona að-
gerða. Við teljum okkur hafa rök-
studda ástæðu til að ætla að þessar
ásakanir hafí við full rök að styðj-
ast," segir'Þorsteinn.
Sigurður sagðist í samtali við
Morgunblaðið ekki gera neitt veður
út af því að honum hefði verið gert
að skrá viðveru sína og hann myndi
einungis laga sig að þeim fyrirmæl-
um. „Eg mæti bara þama klukkan
átta á morgnana og stimpla mig inn
og stimpla mig svo út kl. 6-7 á
kvöldin," sagði Sigurður og kvaðst
með þessu neyddur til að hafa
næturstað á Akranesi, en hann er
búsettur á Seltjamamesi.
Greinargerð
um mætingar
Þorsteinn Geirsson sagði að af
tiltekinni ástæðu hefði þess jafn-
framt verið farið á leit við Sigurð
að hann skilaði greinargerð um
mætingar sínar frá síðustu áramót-
um, en Sigurður segir að slíka
greinargerð muni hann ekki skrifa.
„Ég hef ekki skrifað dagbók eða
vinnuskýrslur frekar en aðrir sýslu-
menn. Ef þeir gera kröfur um að
ég skrifí vinnuskýrslur framvegis
þá er sjálfsagt að skrifa þær, en
ég fer ekki að skrifa svona aftur í
tímann úr því að það hefur ekki
verið skylda hingað til,“ sagði hann
og bætti því við að hann fagnaði
því að taka upp skráningu viðveru
sinnar þar sem með því skapaði
hann sér sönnunargagn um að hann
hefði alla tíð mætt vel.
Aðspurður um hvaða ástæðu
hann teldi vera fyrir því að dóms-
málaráðuneytið gæfí honum fyrir-
JÓN Baldvin Hannibalsson utanrík-
isráðherra segir ummæli Davíðs
Oddssonar forsætisráðherra á
aukaþingi Sambands ungra sjálf-
stæðismanna ómálefnaleg. í ávarpi
á þinginu, sem haldið var um helg-
ina, sagði Davíð að Norðmenn hefðu
ekki náð góðum sjávarútvegssamn-
ingi við Evrópusambandið og þeim,
sem héldu því fram, yrði ekki treyst
til að semja um sjávarútvegsmál
fyrir íslands hönd. Utanríkisráð-
herra hefur ítrekað lýst því yfir að
Norðmenn hafí gert hagstæðan
sjávarútvegssamning.
„Hingað til hef ég ekki heyrt
ummæli af þessu tagi nema frá
Eggerti Haukdal og hélt að hann
hefði viðurkennda sérstöðu í þing-
flokki Sjálfstæðisflokksins," sagði
Jón Baldvin Hannibalsson við Morg-
unblaðið.
„Að því er varðar sjávarútvegs-
samning Norðmanna þá hef ég sagt
að mitt mat sé að hann sé hagstæð-
ur Norðmönnum. Ég hef jafnframt
mæli um að skrá viðveru sína í starfí
sagði Sigurður að svo virtist sem
með því væri einungis verið að
reyna að gera honum lífíð erfitt.
Aðspurður um hvers vegna hann
teldi svo vera sagði hann að hann
vildi ekki tjá sig um „þær sálfræði-
legu eða pólitísku orsakir" sem þar
lægju að baki,
ÚTFLUTNINGSRÁÐ íslands vinn-
ur nú að gerð markaðsskýrslu um
ísland sem þjónustumiðstöð fýrir
erlend fískiskip. Tilgangur verkefn-
isins er að afla markaðsupplýsinga
sem leitt geta til aukningar á sölu
á vörum og þjónustu íslenskra fyrir-
tækja til erlendra fískiskipa. Fram-
kvæmd verður samkeppnisgreining
á styrkleikum og veikleikum Islands
sem þjónustumiðstöðvar samanbor-
ið við erlendar hafnir. Þá verður
leitast við að greina þau tækifæri
sem enn eru ónýtt á þessum mark-
tekið það fram að öðru máli gegndi
um ísland því það væri reginmunur
á því hversu mikilvægur sjávarút-
vegur væri okkar þjóðarbúskap. Ég
hef líka rökstutt rækilega hvernig
við ættum að halda á málum á
annan veg og lagt fram mat mitt
á því að við hefðum sterkari samn-
ingsstöðu gagnvart Evrópusam-
bandinu að mörgu leyti.“ sagði Jón
Baldvin.
„Mér þykja þessi ummæli satt
að segja ekki málefnaleg þótt þau
hafi verið borin fram á málefna-
þingi. Ég hlýt líka, ef þetta er
spuming um traust, að benda á að
sjálfur hefur forsætisráðherra lagt
allt sitt traust á EES-samninginn
Bifreið hafnaði
í garði
BIFREIÐ hafnaði í garði við
Hrauntungu 4 i Hafnarfirði í
gærkvöldi, þegar ökumaður
missti stjórn á bifreiðinni. Að
sögn lögreglu slasaðist enginn
en nokkrar skemmdir urðu á
gróðri og bifreiðin skemmdist
lítillega.
aði, og með hvaða hætti væri best
að nýta þau.
Samkvæmt upplýsingum frá Þor-
geiri Pálssyni hjá Útflutningsráði
er áætlað að vinna þetta verkefni
á næstu 6 mánuðum og verklok eru
því áætluð í mars 1995. Niðurstöð-
um verður í fyrstu eingöngu dreift
til þátttakenda í verkefninu. Að sex
mánuðum liðnum frá útgáfudegi
skýrslunnar fer hún hins vegar í
almenna dreifíngu og sölu á vegum
Útflutningsráðs.
Verkefnisstjóri er Þorgeir Páls-
og lofað mjög ágæti hans. Ég hef
verið pólitískur verkstjómaraðili að
þeim samningi frá upphafi til enda.
Mér kemur því spánskt fyrir sjónir
ef sá stjórnmálamaður sem á þann
feril að baki þykir allt í einu ekki
trausts verður, sérstaklega í ljósi
þess að þingflokkur Alþýðuflokks-
ins er eini þingflokkurinn á Alþingi
sem hefur verið sjálfum sér sam-
kvæmur frá upphafi til loka um
ótvíræðan stuðning við EES-samn-
inginn."
Atkvæðaveiðar?
Á SUS-þinginu sagði forsætis-
ráðherra einnig í sömu ræðu: „Við
utanríkisráðherra erum sammála
Málþing
umKonrad
Maurer
MÁLÞING á veg-
um Germaniu og
Goethe-stofnunar-
innar um Konrad
Maurer verður
haldið 1. október
nk. á Hótel Sögu
kl. 14.
Efni málþings-
ins verður óútgefín
ferðasaga Konrads Maurers pró-
fessors. Hann ferðaðist um ísland
árið 1858. Kurt Schier, prófessor
frá Múnchen, fjallar um lífsstarf
Maurers og Sigurður Líndal pró-
fessor fjallar um réttarsögufræð-
inginn Maurer.
Þá mun Ámi Bjömsson, þjóð-
háttafræðingur, fjalla um ferðabók
Maurers útfrá þjóðháttafræðilegu
sjónarmiði. Málþinginu, sem hefst
klukkan 14, lýkur með pall-
borðsumræðum.
son, en verkefnið er unnið af Kristó-
fer Frank de Fontenay útflutnings-
og markaðsfræðingi. Þátttakendur
í verkefninu eru Akureyrarhöfn,
Atvinnuþróunarfélag Suðurlands,
Eimskip, Faxamarkaðurinn hf.
Hafnarfjarðarhöfn, Hampiðjan hf.,
íslenskar sjávarafurðir hf., Kassa-
gerðin hf., Kjötumboðið/Goði hf.,
Landssamband íslenskra rafverk-
taka, Reykjavíkurhöfn, Samskip
hf., -Skipaþjónusta Suðurlands sf.
og Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna
hf.
um að vera ósammála um Evrópu-
stefnuna. Ég skil að Alþýðuflokkur-
inn taki málið upp miðað við stöðu
hans nú. Mér gremst þegar því er
haldið fram að málið sé „aktúelt"
því að þetta er ekki mál dagsins í
dag. Alþýðuflokkurinn getur hugs-
að sér að ná í atkvæði frá Sjálfstæð-
isflokknum og við skulum ekki láta
hann gera það þótt ég geti vel hugs-
að mér að Alþýðuflokkurinn -styrk-
ist nokkuð.“
Jón Baldvin Hannibalsson sagð-
ist neita því alfarið að um væri að
ræða eitthvað atkvæðabrask af
hálfu Alþýðuflokksins og vísaði í
því efni til stefnuyfirlýsingar og
ályktana Alþýðuflokksins. „Þetta
er vandlega rökstudd stefna flokks-
ins. Við [forsætisráðherra] höfum
áður sagt að við værum orðnir sam-
mála um að vera ósammála í þessu
efni en ég tel ekki viðeigandi að
gera mönnum upp annarlegar hvat-
ir í málinu. Ég hef ekki gert það
að því er varðar þá sjálfstæðis-
menn.“
Banaslys
við Sauð-
árkrók
ÁTJÁN ára
piltur, Þórður
Hólm Björns-
son, til heimil-
is að Smára-
grund 1 á
Sauðárkróki,
fórst í bílslysi
á laugardag-
inn, þegar
fólksbifreið fór út af veginum
á gatnamótum Sauðárkróks-
brautar og Strandvegar.
Slysið varð með þeim hætti
að fólksbíl, sem Þórður var far-
þegi í, var ekið fram úr dráttar-
vél á miklum hraða að talið er.
Ökumaður missti stjóm á bíln-
um með þeim afleiðingum að
hann valt og endastakkst út af
veginum. Fjórir piltar, allir und-
ir tvítugu, voru í bifreiðinni.
Þórður Hólm var farþegi í fram-
sæti bifreiðarinnar og kastaðist
út úr henni. Hann er talinn
hafa látist samstundis. Bílstjór-
inn slapp svo til ómeiddur en
farþegar í aftursætum voru
færðir í sjúkrahús. Annar þeirra
meiddist á baki. Hinn fékk að
fara heim í gær. Aðeins bílstjór-
inn var í öryggisbelti þegar slys-
ið varð.
Prófkjör
Sjálfstæðisflokks
Lára Margrét
stefnir á
5. sætið
LÁRA Margrét Ragnarsdóttir,
hagfræðingur og þingmaður,
stefnir á 5. sæti framboðslista
Sjálfstæðisflokks í prófkjöri
flokksins 28. til 29. október
næstkomandi. Hún varð í 9.
sæti lista flokksins í síðustu
alþingiskosningum og færðist í
8. sæti við brotthvarf Birgis
ísleifs Gunnarssonar af þingi.
Lára Margrét sagði að hart
hefði verið lagt að sér að tiltaka
ákveðið sæti í prófkjörinu.
„Mönnum fínnst mikilvægt að
menntun mín og áhugi á heil-
brigðismálum nýtist flokknum
sem best,“ sagði Lára Margrét.
Hún er hagfræðingur með
áherslu á heilbrigðismál og
sjúkrahússtjómun.
Lára Margrét hefur að auki
starfað að utanríkismálum á
kjörtímabilinu. Hún situr í ut-
anríkismálanefnd og varð fyrst
Islendinga kjörin formaður
fastanefndar Evrópuráðsins í
sumar.
Póstur og sími
Truflun í
miðbæjarstöð
SEX mínútna truflun varð á
starfsemi miðbæjarstöðvar
Pósts og síma um hálffjögur-
leytið í gær að sögn Hrefnu
Ingólfsdóttur upplýsingafull-
trúa fyrirtækisins. Segir Hrefna
ekki ljóst af hveiju truflunin
varð en símstöðvar fyrirtækis-
ins eru beintengdar tölvu sem
gefur skipun um að gangsetja
kerfíð á ný detti það út. Hafí
það dugað í þessu tilfelli eins
og í öðrum slíkum þegar ekki
sé um langvarandi bilun að
ræða. Segir hún ennfremur að
þrír af fjórum símnotendum á
landinu séu tengdir við staf-
ræna stöð á borð við þá sem er
í Landssímahúsinu og af ein-
hverjum orsökum sé þessi stöð
sú eina sem detti út öðru hveiju
með þessum hætti.
Utanríkisráðherra um ræðu forsætisráðherra á SUS-þingi
Ummælin ekki
málefnaleg
Formaður stjórnamefndar Ríkisspítala
Biðst lausnar
JÓN H. Karlsson aðstoðarmaður
félagsmálaráðherra, Guðmundar
Árna Stefánssonar, hefur beðist
lausnar sem formaður stjórnar-
nefndar Ríkisspítala frá og með
1. október næstkomandi. Sighvat-
ur Björgvinsson heilbrigðisráð-
herra sagði í samtali við Morgun-
blaðið í gærkvöldi að ekki væri
búið að skipa eftirmann for-
mannsins en frá því yrði væntan-
lega gengið áður en hann léti af
störfum um mánaðamótin.
Segir í bréfi, dagsettu 21. sept-
ember, frá Jóni H. Karlssyni til
Sighvats Björgvinssonar heil-
brigðisráðherra, að lausnar sé
beðist í ljósi ráðherraskipta í heil-
brigðismálaráðuneyti. Einnig seg-
ir að bréfritari telji eðlilegt „með
tilliti til hefðar sem skapast hefur
hvað varðar skipan stjórnarfor-
manns Ríkisspítala" að ráðherra
eigi þess kost að skipa mann að
eigin vali í stöðuna.
Úttekt á íslandi sem þjónustu-
miðstöð fyrir erlend fiskiskip