Morgunblaðið - 27.09.1994, Side 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
________________________SVALBARÐAPEILAM________________________
Islensku skipstjórarnir geta búist víð háum sektum og gjöldum
Skipunum haldið í Tromsö
fram á fimmtudag’
Tromsö. Morgunblaðið.
LARS Fause aðstoðaryfírlögregluþjónn í Tromsö sem rannsakar og fer
með ákæruvald í máli íslensku skipstjóranna, sem staðnir voru að meint-
um ólöglegum veiðum við Svalbarða á laugardag, segir að þeir eigi yfir
höfði sér háar sektir og gjöld vegna upptöku afia. Hann segir einnig að
skipin Óttar Birting og Björgúlfur fái í fyrsta lagi að fara frá Tromsö á
fimmtudag hafi útgerðimar þá lagt fram bankatryggingar sem krafist
verði, en málið komi líklega fyrir dóm eftir tvo mánuði. Norskir íjölmiðl-
ar spá því að samtals geti verið um milljónir norskra króna að ræða í
sektir og upptökugjald til skipstjóranna en Lars Fause vildi ekki stað-
festa að svo væri í samtali við Morgunblaðið.
LARS Fause aðstoðaryfirlögregluþjónn.
Nordlys
Fause flaug í gær með þyrlu
norsku strandgæslunnar út í
strandgæsluskipið Senju til að und-
irbúa yfirheyrslur í málinu og sagði
skömmu áður í samtali við Morgun-
blaðið að þegar togaramir kæmu
til hafnar yrði sett á þá farbann
og skipstjóramir teknir til yfir-
heyrslu á lögreglustöð staðarins.
Skiptjórunum yrði hins vegar í
sjálfsvald sett hvort þeir tjáðu sig
eða ekki við yfirheyrslumar. Þeir
hefðu réttarstöðu grunaðra en yrðu
ekki handteknir eða haldið á lög-
reglustöð og framburður þeirra
hefði ekki áhrif á framgang málsins
á þessu stigi.
Mun ekki reyna
á upptöku skipa
Að loknum yfirheyrslum yrðu
kallaðir til matsmenn að leggja mat
á verðmæti skipa, veiðarfæra og
afla og niðurstaða þess mats hefði
þýðingu fyrir það hver yrði fjárhæð
sekta, upptökugjalds og einnig
bankaábyrgðarinnar- sem krafist
yrði. í reglugerð þeirri sem Norð-
menn settu 12. ágúst sl., eftir að
Hágangur var færður til hafnar en
sleppt þar sem ekki var unnt að
refsa skipstjóranum fyrir meintar
ólöglegar veiðar á Svalbarðasvæð-
inu, eru lögð sömu viðurlög við því
að veiða á veradarsvæðinu, og í
norskri efnahagslögsögu. Þar á
meðal er heimilt að gera skip upp-
tæk, en til þess hefur aldrei komið,
hvorki í Svalbarða né í efnahagslög-
sögu. Fause sagði ljóst að í þessu
máli mundi ekki reyna á það
ákvæði.
Aðspurður um fjárhæð sektanna
sagði hann of snemmt að ræða það
fyrr en matsmenn hefðu lokið störf-
um. Fjárhæðin væri því sem næst
ákveðið hlutfall af matsvirði báts,
afla og veiðarfæra en hann vildi
ekki upplýsa hvert hlutfallið væri.
Hann sagði að samkvæmt lögum
væri refsirammi fyrir brot af þessu
tagi sektir og upptökugjald en ekk-
ert hámark væri á upphæðum sekta
og upptökugjalda. Meðal þess sem
hefði áhrif á endanlega fjárhæð
væri hve mikið af afla skipanna
hefði verið fengið innan vemdar-
svæðisins og hve mikið í Smug-
unni, en aðeins yrði refsað fyrir
þann afla sem tekinn hefur verið
innan verndarsvæðisins.
Lestar Óttars Birtings eru nær
fullar að sögn norskra fjölmiðla og
í dagblaðinu Nordlys í Tromsö, er
haft eftir Káre Fuglevik hjá strand-
gæslunni, að strandgæslumenn hafi
horft á hvort skipanna ná inn um
tuttugu tonna hali, um það bil sem
ferð þeirra var stöðvuð. Lars Fause
sagði að eftir að matsgerð lægi
fyrir, yrði hægt að setja skipstjóra
og útgerð skilyrði um fjárhæð
bankaábyrgða sem krafist yrði áður
en skipin fengju að láta úr höfn.
Hann sagðist telja að þau fengju í
fyrsta lagi að fara frá Tromsö á
fimmtudaginn og þá yrðu skipstjór-
amir jafnframt boðaðir til réttar-
halda í bænum sem líklega yrðu
haldin í desember. Útgerðir skip-
anna hafa ráðið norska lögfræðinga
til að fara með málið fyrir sína
hönd hér, og Friðrik Arngrímsson
héraðdómslögmaður var væntan-
legur í gærkvöldi til Tromsö til að
gæta hagsmuna útgerðarmanna.
Til Tromsö var einnig kominn Ög-
mundur Friðriksson útgerðarstjóri
Útgerðarfélags Dalvíkinga.
*
Hvað segja Tromsöbúar um veiðar Islendinga?
Veiðar íslenzkra skipa í Barentshafi eru tilfínn-
ingamál í Norður-Noregi. Pétur Gunnarsson,
blaðamaður Morgunblaðsins, er í Tromsö og ræddi
við nokkra bæjarbúa um afstöðu þeirra til málsins.
Nordlys
ARVID Ahlquist fram-
kvæmdastjóri Tromsödeildar
Norges Fiskarlag.
Verðum að
ná sam-
komulagi
„MÉR finnst rétt að stöðva veiðar á
fiskvemdarsvæðinu, en við verðum
að ná samkomulagi um þessi mál
því það stefnir í hrein vandræði,"
segir Jan Blikfedt, bílstjóri í Tromsö
í samtali við Morgunblaðið á hafnar-
bakkanum í Tromsö í gær. Hann
sagðist fylgjast grannt með fréttum
af fiskveiðideilu þjóðanna sem er
stöðugt uppsláttarefni fjölmiðla í
Norður-Noregi þó minna fari fyrir
umfjöllun sunnar í landinu. Hann
sagðist jafnframt fordæmaþað fram-
ferði íslenskra útgerðarmanna að
kaupa gamla togara í Kanada og
gera út undir hentifána í Barents-
hafi. „Mér finnst margt benda til
þess að þessi deila eigi eftir að harðna.
og þess vegna er tími til kominn að
stjórnmálamenn fari að ræða saman
og koma reglu á þessa hluti. Það er
ekki gott að nágrannaþjóðir eigi í
deilum af þessu tagi, þið talið jú
gammelnorsk og nánari en það geta
bræðrabönd þjóða ekki orðið.“
Blikfedt sagði ennfremur að vissu-
lega virtist sér það ekki sanngjarnt
að íslendingar væru eina fiskveiði-
þjóðin í Norðurhöfum sem ekki
fengju rétt til veiða í Barentshafí.
Hann sagði jafnframt aðspurður
hvort hann gerði greinarmun á veið-
um á Svalvarðasvæðinu eða í Smug-
unni, að hann teldi að Smugan væri
í úthafinu en fiskverndarsvæðið inn-
an norskra lögsögu.
JAN Blikfedt bílsfjóri.
Ættu að
skamm-
ast sín
„ÍSLENDINGAR ættu að skammast
sín. Það er ekki eðlileg framkoma
að íslenskar útgerðir séu að kaupa
gamla ryðkláfa, sem voru notaðir til
að þurrka fiskimið í Kanada til að
gera út við Svalbarða og í Smug-
unni, “ sagði Hilmar Hansen, starfs-
maður skipasmíðastöðvarinnar í
Tromsö. „Norskir fiskimenn hafa
nánast soltið heilu hungri til að hægt
sé að byggja upp þorsk í Barents-
hafi og sjötíu og átta prósent báta
í Norður-Noregi hafa nú innan við
fjörtíu tonna þorskkvóta. Á sama
tíma hafa íslendingar ofveitt sinn
fisk og í staðinn fyrir að taka afleið-
ingum sjálfir, ætla þeir sér að svipta
norska sjómenn lífsviðurværinu,"
sagði Hansen. Hann sagðist telja að
enginn grundvöllur væri fyrir við-
ræðum milli íslendinga og Norð-
manna um málið að svo stöddu. „Það
er ekki um neitt að semja.“
Aðspurður hvort hann teldi þá
rétt að íslendingar einir fiskveiði-
þjóða hefðu engan kvóta í Barents-
hafi sagði hann: „Farið með skipin
heim og þá getum við farið að ræð-
ast við. Þangað til vil ég að strand-
gæslan stöðvi allar veiðar hvort sem
er við Svalbarða eða í Smugunni,"
sagði Hansen og sagðist vita að
margir í Tromsö og í Norður-Noregi
sem ekki hefðu kynnt sér málið hefðu
vinsamlegra viðhorf til deilunnar en
margir væru líka harðari en hann
andstöðu við íslendinga.
Réttað
Islendingar
fái kvóta
„MÉR finnst þetta hræðilegt ástand
að við nágrannaþjóðimar getum ekki
komið okkur saman um þetta mál.
Við erum jú norrænar bræðraþjóðir
og eigum að geta leyst okkar mál
með friðsamlegum hætti,“ sagði
Margit Hansen grænmetissali á
markaðstorginu í Tromsö í samtali
við Morgunblaðið. Hún kvaðst óttast
að síðustu atburðir yrðu til þess að
aukin harka færðist í deiluna ef póli-
tísk lausn fyndist ekki fljótlega. Og
kvaðst telja rétt að íslendingum yrði
veittur ákveðinn kvóti í Barentshafi
en sagðist ekki vilja nefna ákveðnar
tölur í þessu sambandi. „Samt verður
auðvitað að gæta þess að veiðarnar
verði ekki svo miklar að fiskistofnun-
um verði stefnt í hættu, en ég held
að það hljóti að vera hægt að fínna
HILMAR Hansen starfsmaður
skipasmíðastöðvarinnar í
Tromsö.
laus í málinu sem báðar þjóðirnar
geta unað við. Ef það er rétt að ís-
Iendingar einir fískveiðiþjóða í
grennd við Svalbarða hafi engan
kvóta í Barentshafi er eðlilegt að þið
standið á ykkar,“ sagði hún.
Biturð í
garð
íslendinga
ARVID Ahlquist, framkvæmdastjóri
Tromsödeildar Norges Fiskarlag,
sagði að hafa yrði í huga að þótt
veiðar íslendinga í Barentshafi væru
nýbyijaðar ætti hörð afstaða sjó-
manna í Norður-Noregi sér langa
sögu. „Við verðum að líta til þess
tíma þegar þorskstofninn í Barents-
hafi hrundi. Til að byggja hann upp
voru settar strangar reglur og fjöl-
margir bátar fengu aðeins tíu pró-
sent af þeim kvóta sem þeir höfðu
haft. Fjölmargir misstu báta sína og
jafnvel heimili á nauðungaruppboð-
um og í gjaldþrotum en þetta var
gert til að byggja stofninn upp og
renna nýjum stoðum undir lífsaf-
komu hér. Veiðar íslendingar ógna
þessu skipulagi og geta gert að engu
þær fómir sem fólk hér hefur fært.
Mörgum finnst íslendingar líkjast
þjófum sem hafa eytt eigin fé og
vilja nú stela af þeim sem hafa lagt
fyrir. Þetta er höfuðástæðan fyrir
þeim biturleika sem einkennir við-
horfið hér til veiða íslendinga í Bar-
entshafi."
Aðspurður hvort sanngjamt væri
að Islendingar ein fiskveiðiþjóða í
Norðurhöfum hefðu engan kvóta í
Barentshafi, sagði Ahlquist að skyn-
samleg niðurstaða í málinu hlyti á
endanum að fela í sér að stjóm á
nýtingu þorskstofnsins í Barents-
hafi, hvort sem væri í norsku efna-
hagslögsögunni, Smugunni eða á
verndarsvæðinu við Svalbarða, yrði
tekin undir eina stjórn. Þetta væri
sami þorskurinn þótt Smugan hafi
orðið útundan þegar línur hafi verið
teiknaðar á kortinu.
Hann sagðist hafa nokkurn skiln-
ing á því að íslenskir sjómenn reyndu
fyrir sér í Smugunni nú þegar afla-
heimildir færu minnkandi heima fyr-
ir en fyrir því væri ekkert fordæmi
sem segja mætti að veitti hefðarrétt.
En hann væri lykilatriði þegar kvóta
í Barentshafi væri úthlutað. „Íslend-
ingar hafa átt að venjast því að kvót-
ar á heimamiðum væru nægilega
miklir til að floti þeirra kæmist af.
Þeir kvótar reyndust og háir og þótt
íslendingar segjast hafa besta fisk-
veiðistjórnunarkerfi í heimi, hafa ís-
lenskir stjórnmálamenn ekki fylgt
ráðum vísindamanna sinna. íslenskir
sjómenn eru nú í svipaðri aðstöðu
og Norðmenn áður. Norðmenn eru
að byggja upp á eigin kostnað og
það ættu íslendingar að gera en
ekki ásælast mið annarra," sagði
Ahlquist.
MARGIT Hansen
grænmetissali.
)
>
\
>
í
\
f