Morgunblaðið - 27.09.1994, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1994 7
SVALBARÐADEILAN
Ráðherrar telja veið-
amar óheppilegar
RÁÐHERRARNIR Davíð Oddsson, Jón Baldvin Hannibalsson og Þor-
steinn Pálsson hörmuðu það á fundi með útgerðarmönnum í gær að
skipin Óttar Birting og Björgúlfur skyldu hafa farið til veiða á Sval-
barðasvæðinu. Ráðherrarnir töldu þetta óheppilegt í ljósi viðræðna við
Norðmenn um fiskveiðimál, sem eiga að hefjast í næstu viku. Hins
vegar sögðu þeir allir í samtölum við Morgunblaðið í gær að þeir vonuð-
ust til að atburðir helgarinnar hefðu ekki neikvæð áhrif á viðræðurn-
ar. Ekki hefur annað komið fram af hálfu Norðmanna en að þeir
muni mæta til þeirra.
Eftir því sem næst verður kom-
izt, er yfirlýsing ríkisstjórnarinnar,
sem Eiður Guðnason sendiherra
afhenti norskum stjórnvöldum í
gær, fyrsta dæmið um formleg,
diplómatísk mótmæli, sem ísland
afliendir öðru norrænu ríki.
Töku hentifánaskips
ekki mótmælt
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs-
ráðherra segir að yfírlýsingin tak-
markist við mótmæli vegna Björg-
úlfs, þar sem Óttar Birting sé und-
ir hentifána. „Það er ekki okkar
hlutverk að setja fram kröfur vegna
skipa, sem ekki sigla undir íslenzk-
um fána,“ sagði hann. Davíð Odds-
son forsætisráðherra sagði að skip-
veijar á báðum skipunum væru ís-
lenzkir ríkisborgarar og myndu fá
þann atbeina sem íslenskir sendi-
fulltrúar gætu veitt þeim á erlendri
grundu.
Þorsteinn sagði að tilkynning rík-
isstjórnarinnar um að undirbúning-
ur að málssókn fyrir alþjóðadóm-
stólnum í Haag þýddi ekki annað
en að undirbúningur færi í gang,
og það yrði fljótlega. Sérstaka
ákvörðun þyrfti svo um að skjóta
málinu til dómstólsins. „Undirbún-
ingurinn getur tekið þónokkurn
tíma, ég get ekki sagt til um hversu
margar vikur eða mánuði,“ sagði
hann.
Óskiljanlegt að taka
þessa áhættu
Jón Baldvin Hannibalsson utan-
ríkisráðherra sagði að á fundinum
með útgerðarmönnum í gær hefði
Davíð Oddsson forsætisráðherra
lýst þeirri afstöðu ríkisstjórnarinnar
að það hefði verið óheppilegt að
skipin færu inn á svæðið, í ljósi
þess að Islendingar væru nýbúnir
að ná því fram að viðræður yrðu
hafnar við Norðmenn.
„Ég bætti því við að mér þætti
þetta þeim mun óskiljanlegra vegna
þess að um væri að ræða skip, sem
þegar hefði náð fullfermi í Smug-
unni og ég skildi ekki hvers vegná
þessi áhætta væri tekin,“ sagði Jón
Baldvin.
Davíð Oddsson sagði að íslenzk
stjórnvöld myndu ekki beita sér
sérstaklega þótt togararnir yrðu
sektaðir, en líkur eru taldar á að
sekt Óttars Birtings geti orðið um
30 milljónir króna vegna mikils
aflaverðmætis. „Það er ljóst að
máli þessa togara verður fylgt eftir
af hálfu togarans og eigenda hans.
Þar sem þetta snertir alþjóðalög þá
er ekki vafi á því að íslensk stjórn-
völd munu veita þá lögfræðilega
sérfræðiráðgjöf sem hún hefur yfir
að ráða. Að öðru leyti er málið í
höndum útgerðar skipsins, sem tók
ákvörðun um að fara að veiða á
þessum stað á þessu augnabliki,“
sagði Davíð.-
Reynum samninga til þrautar
Davíð sagði ljóst að atburðurinn
væri ekki til þess fallinn að auð-
velda embættismannaviðræðurnar
við Norðmenn. „Gagnvart Norð-
mönnum er það erfitt að menn skuli
hafa verið að veiða á þessu um-
deilda svæði nákvæmlega á þessum
tíma þegar komin var glæta í við-
ræðurnar. Og á móti eru atburðir
af þessu tagi ekki til þess að auð-
velda okkar samningsvilja. En við
lýsum því yfir að við viljum leita
og reyna samningaleiðina til þraut-
ar. Önnur leið var ekki fær.“
Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar
Olögmæt aðgerð
EFTIRFARANDI er texti mót-
mæla þeirra, sem Eiður Guðnason
sendiherra afhenti fyrir hönd ríkis-
stjórnarinnar í norska utanríkis-
ráðuneytinu í gær.
„Ríkisstjórn Islands mótmælir
harðlega þeirri ólögmætu aðgerð
norsku standgæslunnar á Sval-
barðasvæðinu að taka þar íslenskt
skip, Björgúlf EA. Ríkisstjórnin
hefur ákveðið að bera fram form-
leg mótmæli við norsk stjórnvöld
vegna töku skipsins.
ítrekaðar eru fyrri yfirlýsingar
íslenskra stjórnvalda þess efnis
að réttarstaða á hafsvæðinu við
Svalbarða sé óljós og mjög umdeil-
anleg að þjóðarétti. Islenskum
skipum hefur verið haldið að veið-
um á svæðinu án atbeina eða
hvatningar íslenskra stjórnvalda
og því á ábyrgð skipstjóra og út-
gerðarmanna. Tvö hundruð mílna
svæðið umhverfis Svalbarða og
forræði Noregs þar án tillits til
ákvæða Svalbarðasamningsins um
jafnan rétt til auðlindanýtingar
hefur hins^ vegar ekki verið viður-
kennt af íslands hálfu eða af öðr-
um samningsríkjum. Réttur Nor-
egs til einhliða stjórnunar milli 4
og 200 mílna við Svalbarða er því
afar veikur og ekki viðurkenndur
á alþjóðavettvangi.
íslensk stjórnvöld hafa ítrekað
boðið samninga um veiðar í Bar-
entshafi, sem fælu meðal annars
í sér að gegn sanngjörnum kvóta
þar yrðu veiðar íslenskra skipa á
NTB
EIÐUR Guðnason, sendi-
herra Islands í Noregi, á leið
inn í norska utanríkisráðu-
neytið með mótmæli ríkis-
stjórnarinnar í hendinni.
alþjóðlegu hafsvæði takmarkaðar.
Ríkisstjórnin ítrekar að fullur
samkomulagsvilji er enn til staðar
af Islands hálfu og bindur vonir
við að þeir atburðir sem nú hafa
átt sér stað trufli ekki þær viðræð-
ur sem ákveðnar hafa verið 11.
oktbóber nk. milli ríkjanna um
sameiginleg hagsmunamál á sviði
sjávarútvegs.
Vegna aðgerða norsku stand-
gæ'slunnar verður, jafnframt
undirbúningi fyrir viðræður ríkj-
anna, undirbúið af íslands hálfu
að fá úr því skorið fyrir alþjóða-
dómi hver sé réttarstaða samn-
ingsríkja Svalbarðasamningsins. “
Blomberc 1
Frystiskápur sparar!
Við bjóðun af Blombera f p i 4 gerðir /stiskápum, mginn stenst. íápur stórsparar þú birgir þig upp >egar verðið er tali nú ekki um íafa sitt eigið heimilinu.
á verði sem « Blombers frystisl í heimilisnalainu, af matvælum, J: lægst, svo maður þægindin að f forðabúr á
FS 300
4 stjörnu frystir.
300 lítrar búttó.
Umhverfisvænt kerfi
(100% CFC frfr).
Orkunotkun aðeins
1,54 kWh á sólarhring.
Mál: Hæð158 sm,
breidd 59,5 sm,
dýpt 60 sm.
Verð kr. 59.900
eða
56.900 stgr.
FS 250
4 stjörnu frystir.
250 lítrar brúttó.
Umhverfisvænt kerti
(100% CFC fr(r).
Orkunotkun aðeins
1.36 kWh á sólarhring.
Mál: Hæð 134 sm,
breidd 59,5 sm,
dýpt 60 sm.
Verð kr. 52.900
eða
50.250 stgr.
FS200
4 stjörnu frystir.
200 lltrar brúttó.
Umhverfivænt kerti
(100% CFC frír).
Orkunotkun aðeins
1.18 kWh á sólarhring.
Mál: Hæð117sm,
breidd 59,5 sm,
dýpt 60 sm.
Verð kr. 49.600
eða
47.120 stgr.
FS122
4 stjörnu frystir.
120 Iftrar brúttó.
Orkunotkun aðeins
0,90 kWh á sólarhring.
Mál: Hæð 85 sm,
breidd 54,3 sm,
dýpt 58 sm.
Verð kr. 44.900
eða ■
42.650 stgr.
Einar
Farestveit&Cohf
Borgartúni 28 ‘ET 622901 og 622900
SONGLEIKURINN
LONDON
NEW YORK
REYKJAVÍK
UPMANNAHÖFN
Elfa Gisladottlr.
ióhannes Bachmann.
CBBH
Magnús Kjartansson.
msmnmmmm
Esther Helga Gudmundsdóttir.
BilOU
30/9 Sýningkl. 21.30
2/10 Barnasýning kl. 15.00
2/10 ungtingasýningkl. 20.00
SÖNGSMIÐJAN
A HOTEL ISLANDI
Miða- og borðapantanir alla daga á Hótel íslandi |tfm
í síma 687111 og hjá Söngsmiðjunni í síma 612455. [tCi
Námufélagar fá 10% afslátt á Crease