Morgunblaðið - 27.09.1994, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1994 9
__________________FRÉTTIR__________________
Aukaþing Sambands ungra sjálfstæðismanna
Aðildarumsókn að ESB
hafnað á aukaþingi SUS
DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra, sagði á aukaþingi Sambands ungra
sjálfstæðismanna, sem haldið var í Kópavogi um helgina, að umsókn um
aðild að Evrópusambandinu (ESB) væri ekki mál dagsins í dag og það
gæti skaðað Sjálfstæðisflokkinn í næstu kosningum ef hann tæki það á
dagskrá. Fyrir þinginu lágu drög að ályktun þess efnis að verkefni næstu
ríkisstjórnar væri að hefja undirbúning að umsókn um aðild að ESB.
Miklar deilur urðu um drögin á þinginu en þau voru felld með yfirgnæf-
andi meirihluta atkvæða. Þess í stað var samþykkt að hvetja stjórnvöld
til að hefja markvissa könnun á þvi hvort innganga í ESB væri raunhæf
og skilgreina samningsmarkmið.
Forsætisráðherra sagði að sér
gremdist þegar því væri haldið fram
að umsókn um aðild að ESB væri á
dagskrá. „Við eigum ekki að láta
ESB-málið þvælast fyrir okkur í
kosningum þótt andstæðingar okkar
vilji að það geri það. Þetta er ekki
mál dagsins í dag,“ sagði forsætis-
ráðherra.
Um tuttugu nefndir sömdu drög
að ályktunum sem síðan voru teknar
fyrir á þinginu. Mesta athygli vöktu
drög málefnanefndar um utanríkis-
mál en í þeim var kveðið á um að
íslendingar sæktu um aðild að Evr-
ópusambandinu og þannig yrði feng-
ið fram í aðildarviðræðum hvaða
kjör íslendingum yrðu boðin. Að slík-
um aðildarviðræðum loknum yrði
það síðan íslensku þjóðarinnar að
ákveða í allsheijaratkvæðagreiðslu
hvort samningar yrðu samþykktir
eða þeim hafnað.
Nokkuð var deilt um þessa stefnu
í málefnanefndinni en tillaga um að
fella ofangreinda klausu út var felld
með þrettán atkvæðum gegn átta.
Búist var við því að andstæðingar
ESB-umsóknar myndu freista þess
að breyta ályktuninni þegar hún
yrði tekin fyrir á þingfundi.
Segja má að þingfulltrúar hafi
skipst í þrennt í afstöðunni til Evr-
ópumálanna. í fyrsta hópnum voru
þeir, sem voru atkvæðamestir í ut-
anríkismálanefndinni og vildu að
íslendingar sæktu um aðild að ESB
á næsta kjörtímabili. í öðrum hópi
voru harðir andstæðingar ESB sem
vísuðu gjarnan til þeirrar skoðunar
sinnar að sambandið væri „sósíal-
istabatterí*1 og íslendingar væru því
betur komnir utan þess. í þriðja
hópnum voru síðan þeir sem vildu
fara bil beggja og urðu þeir ofan á
að lokum.
Titringur vegna ræðu Davíðs
Afgreiðsla ályktana stóð yfir all-
an sunnudaginn en hlé var gert á
henni síðdegis vegna ávarps forsæt-
isráðherra og spurningatíma ráð-
herra Sjálfstæðisflokksins. Drög að
ályktun um utanríkismál var tekin
á dagskrá eftir ráðherrafundinn og
olli það titringi meðal áköfustu
stuðningsmanna ESB-umsóknar.
Höfðu þeir farið fram á að utanrík-
ismálin yrðu tekin fyrir fyrst um
morguninn eða fyrir ræðu forsætis-
ráðherra þar sem þeir óttuðust að
orð hans myndu hafa áhrif á niður-
stöðu þingsins. Þingforseti og for-
maður SUS töldu eðlilegra að fresta
afgreiðslunni þar til síðar um daginn
þar sem um væri að ræða mesta
hitamál þingsins og mjög fáliðað var
á þinginu fyrir hádegi. Guðlaugur
Þór Þórðarson, formaður SUS, segir
að stefnt hafi verið að því að taka
utanríkismálin á dagskrá fyrir ráð-
herrafundinn en það hafi reynst
ókleift vegna þess að umræður um
dagvistarmál drógust úr hömlu.
Tvær breytingatillögur við utan-
ríkismálaályktunina voru lagðar
fram og var í þeim báðum mælt
gegn aðildarumsókn. Hin fyrri var
borin fram af Haraldi Johannessen,
Þorsteini Arnalds og Þorsteini Dav-
íðssyni, formanni Heimdallar. Tillag-
an kvað á um að SUS hafnaði um-
sókn um aðild að ESB að svo stöddu
þar sem ekkert benti til að íslending-
um væri betur borgið innan banda-
lagsins en utan þess. Tillaga þessi
var felld og var þá tekin fyrir „máj-
amiðlunartillaga", sem borin var
fram af Jóni Kristni Snæhólm, Birgi
Ármannssyni og Jónasi Fr. Jóns-
syni. Tillagan fól í sér að ákvæði
um aðildarumsókn voru tekin úr
ályktuninni en eftirfarandi setning
sett inn í staðinn: „Ungir sjálfstæðis-
menn hvetja íslensk stjórnvöld til
að hefja markvissa könnun hvort að
innganga í ESB sé raunhæf og skil-
greina samningsmarkmið í hugsan-
legum aðildarviðræðum." Tillagan
var samþykkt með yfirgnæfandi
meirihluta atkvæða, þ.á.m. greiddi
Guðlaugur Þór henni atkvæði og
sagði-hann við Morgunblaðið að hún
væri tvímælalaust farsæl lending.
Hann teldi raunar ástæðu fyrir „um-
sóknarmenn" að fagna þar sem SUS
hefði aldrei fyrr gengið jafnlangt í
að álykta um að ESB-aðild kynni
að koma til greina.
Fjölmörg mál komu til kasta
þingsins þótt mestum tíma hefði
verið varið í utanríkismál að þessu
sinni. Þingið fagnaði þeim árangri
sem ríkisstjórnin hefur náð á kjör-
tímabilinu og áhersla var lögð á að
áunninn stöðugleiki yrði nýttur til
að hefja nýja sókn til aukinnar verð-
mætasköpunar í þjóðfélaginu.
Hátt á annað hundrað manns
sóttu þingið og urðu umræður um
hin ýmsu mál nokkuð líflegar.
Athygli vöktu tillögur svokallaðs
útlagahóps þingsins eða umræðu-
hóps um athafnir sem væru bannað-
ar án þess að í þeim fælist ofbeldi.
Á þinginu voru samþykktar umdeild-
ar tillögur hópsins eins og afnám
banns við áfengis- og tóbaksauglýs-
ingum og hvatning til þess að reglur
um bruggun' á léttum vínum til eig-
in nota og fjárhættuspil yrðu rýmk-
aðar. Tillaga um að vændi yrði leyft
að fullu með almennum skilyrðum
var hins vegar felld.
mi^fEL
Hljóðeinangrun
fyrír skólprör.
Nauðsynleg
á allar
skólplagnir. ^
HUSASMKMAN
Reykjavík og Hafnarfirði.
LOKAHOF
TXRÓPÍDEILDARINNAR OG 1. DEILDAR KVENNA
n \ laugardaginn 1. október.
pmA Þriréttaður matseðill
t V- \ Fjölbreytt skemmtiatriði
Verðkr. 3.000,-
Hljómsveitirnai
SSSÓLogDELÉLÍBUIIHIJS
Húsið opnað
kl. 19 fyrir
matargesti.
Opnað kl. 23
fyrir dansleik.
Forsala
aðgöngumiða
ú Hotellslandi
alla daga.
milli kl. 13-17
Verð á dansleik
aðeinskr. 1.000
Sími 687111
Þarna mæta allir,
í fooltantim.Í
em erii
Formica harðplastið
er ekki aðeins slitsterkt og
auðvelt í meðhöndlun,
heldur áferðarfailegt.
Fœst í hundruðum lita
og munstra.
i
i . Einföld og ódýr lausn
ÁRMÚL11 • REYKJAVÍK • SÍMI 687222 • MYNDRITI 687295
sem blæs lífi í nýja eldhúsið þitt!
Kaupendur ALNO eldhúsinnréttinga fá í
kaupbœti glœsilega ALNO eldhúsviftu meö
tilheyrandi búnaöi sé pöntun staðfest fyrir
30. nóv. n.k.
Yerömætifrá 8.500 kr. til l.jO.OOO kr.
Grensásveg 8,108 Rvk.
sími 814448 • fax 814428
mmffiam
Loftrœstivifta að eigin vali.
nmo
.búdin.