Morgunblaðið - 27.09.1994, Síða 18
f
.
I
18 ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Ný stjórn
mynduð í
Danmörku
Kaupniannahöfn. Reuter.
SAMKOMULAG tókst um
myndun nýrrar minnihluta-
stjórnar undir stjóm Pouls Nyr-
ups Rasmussens í Danmörku í
gær. Ráðherralistinn verður
birtur í dag en búist var við að
flestir ráðherranna úr fráfarandi
stjóm héldu stöðu sinni og stefn-
an yrði að miklu leyti sú sama.
Auk Jafnaðarmannaflokksins
eiga Radikale Venstre og Mið-
demókratar aðild að stjóminni.
Nyrup Rasmussen sagði að
fjárlagafrumvarp næsta árs,
sem lagt var fram á þingi í ág-
úst sl., yrði ekki breytt.
Hins vegar boðaði hann að
nýr þingforseti yrði skipaður og
sömuleiðis yrði skipt um fulltrúa
í framkvæmdastjóm Evrópu-
sambandsirts, ESB. Þar situr
Henning Christophersen fyrir
hönd Dana og fer með íjármál
ESB í framkvæmdastjóminni og
er jafnframt varaforseti hennar.
Hann er fyrrverandi leiðtogi
Venstre, stærsta stjómarand-
stöðuflokksins í Danmörku.
Búist er við að Nyrup Rasmuss-
en skipi í hans stað annað hvort
Bjern Westh landbúnaðarráð-
herra eða Ritt Bjerregaard fyrr-
verandi félagsmálaráðherra.
Talið er víst að þau fengju ekki
jafn mikilvæg störf í fram-
kvæmdastjóm ESB og Christop-
hersen hefur gegnt.
Stuðningur vinstriafla
Nýja stjómin hefur á bak við
sig 76 þingsæti en hægriflokk-
amir þrír 83. Tveir vinstri flokk-
ar sem standa utan stjómar og
eiga 19 menn á þingi sam-
þykktu sl. föstudag að greiða
stjómarmynduninni atkvæði.
Pouls Nyrups Rasmussens bíður
vandasamt verkefni að sigla bil
beggja á þingi, stjómarandstöðu
vinstriflokka annars vegár og
hægriflokka hins vegar. Völd
hans ráðast af afstöðu vinstri-
flokka en búist er við að hann
nái samkomulagi við íhalds-
flokkinn og Venstre, flokks Uffe
Ellemanns-Jensens, um megin
atriði efnahags- og utanríkis-
stefnunnar.
ERLENT
Bandarískir hermenn verða tíu Haítímönnum að bana
Repúblikanar knýja á um
heimkvaðningu herliðsins
Cap-Haitien, Washington. Reuter, The Daily Telegraph.
REPÚBLIKANAR á Bandaríkjaþingi krefjast nú þess að bandaríska herl-
iðið á Haítí verði kallað heim sem allra fyrst eftir að bandarískir her-
menn urðu tíu haítískum herlögreglumönnum að bana í skotbardaga á
laugardag. Repúblikanar hyggjast leggja fram tillögu þessa efnis á þing-
inu en embættismenn Bandaríkjastjómar segja óráðlegt að ákveða strax
tímamörk fyrir heimkvaðninguna.
Bandaríska stjómin reyndi að
gera lítið úr skotbardaganum. „Við
gerðum ráð fyrir erfiðleikum, þetta
var dæmigert um það sem við
bjuggumst við,“ sagði William
Perry, vamarmálaráðherra Banda-
ríkjanna, sem fór frá Haítí nokkrum
klukkustundum áður en bardaginn
blossaði upp.
Sam Nunn, formaður hermála-
nefndar öldungadeildar Bandaríkja-
þings, tók í sama streng. „Eg tel
augljóst að slíkir atburðir hljóti að
koma upp, þar sem við emm með
þúsundir hermanna þama og mikill
fjöldi heimamanna er enn vopnað-
ur,“ sagði Nunn.
Newt Gingrich, formaður þing-
flokks repúblikana í fulltrúadeild-
inni, sagði að skotbardaginn sýndi
að bandaríski herinn gæti lent í
sama vanda á Haítí og í Sómalíu.
Hann hvatti til þess að herliðið yrði
kallað heim „sem allra fyrst“ og
varaði við því að bandaríska herlið-
ið gæti dregist inn í átök stríðandi
fylkinga á Haítí. „Þá yrði spuming-
in aðeins um það hvaða hóp þorp-
ara við styddum," sagði Gingrich.
Perry vamarmálaráðherra sagði
að bandaríska herliðið færi í fyrsta
lagi úr landinu snemma á næsta
ári, eftir að þingkosningar færu
fram. Um 13.000 bandarískir her-
menn eru nú á Haítí og gert er ráð
fyrir að 1.500 bætist við á næstu
dögum. Perry sagði að hermönnun-
um yrði fækkað síðar og stefnt
væri að því að 6.000 manna friðar-
gæslulið á vegum Sameinuðu þjóð-
anna, þar af 2.000 bandarískir her-
menn, taki við af bandaríska herlið-
inu einhvem tíma á næsta ári.
Sakaðir um „grimmdarverk“
Tom Jones ofursti, yfírmaður
bandaríska landgönguliðsins á Ha-
ítí, sagði að skotbardaginn á laugar-
dag hefði hafíst éftir að andstæð-
ingar herforingjastjómarinnar
hefðu tekið að storka herlögreglu-
mönnum í lögreglustöð í Cap-Haiti-
en. Haítískur herlögreglumaður
hefði orðið æ órólegri og lyft vél-
byssu sinni upp. Bandarískur land-
gönguliði hefði þá skotið á manninn.
„Éinn af hérmönnum okkar sá
mann munda Uzi-vélbyssu,“ sagði
ofurstinn. „Hann skaut á manninn
og skotbardaginn hófst... Varð-
andi það hver hafí orðið fyrstur til
að skjóta, þá get ég ekkert um það
sagt.“
Jones sagði að þótt ómögulegt
væri að segja til um hver hefði orð-
ið fyrstur til að hleypa af væru land-
gönguliðarnar þjálfaðir í því að
bregðast skjótt við slíkri ógnun. „Ég
vona að hermaður okkar hafí orðið
fyrstur til að skjóta," sagði hann.
„Ég veit að það sem hann gerði er
rétt.“
Raoul Cedras, leiðtogi herfor-
ingjastjórnarinnar, sakaði banda-
rísku landgönguliðana um
„grimmdarverk" og krafðist þess
að Jones yrði dreginn fyrir herrétt.
57% andvíg íhlutuninni
Reuter
Bill Clinton, forseti Bandaríkj-
anna, kvaðst harma mannfallið en
bætti við að bandarísku hermenn-
imir myndu bregðast við ógnunum
af fullri hörku. „Æ fleiri Banda-
ríkjamenn sjá að það sem við erum
að gera þarna er af hinu góða og
styðja lýðræði í allri Ameríku,"
sagði Clinton í kirkju í New York-
borg á sunnudag.
Samkvæmt skoðanakönnun CNN
og Time, sem gerð var fyrir skot-
bardagann, vom 57% Bandaríkja-
manna andvíg þeirri ákvörðun að
senda herliðið til Haítí. í könnun
Newsweek var tæpur helmingur,
eða 47%, óánægður með framgöngu
Clintons í Haítí-málinu.
|BÓKHALDSNÁM, 72 KLST.
Markmiðiö er að verða fær um að starfa
sjálfstætt og annast bókhaldið allt árið.
Byrjendum og óvönum bókhaldi gefst
kostur á grunnnámskeiði.
Námið felur m.a. ísér:
Dagbókarfærslur og uppgjör í mánaðarlok.
Launabókhald, gerð launaseðla og þeir bæði
hand- og tölvuunnir. Gengið er frá skilagreinum
m.a. um staðgreiðslu og tryggingagjald.
Útreikning skuldabréfa og tilheyrandi færslur.
Lög og reglur um bókhald og virðisauka, gerð
virðisaukaskýrslna.
Afstemmingar.
Merking fylgiskjala, gerð bókunarbeiðna.
Fjárhagsbókhald í tölvu.
Ilnnifalin er m.a. skólaútgáfa fjárhags- og viðskipta
mannabókhalds og 30% afsláttur frá verðskrá
Kerfisþróunar að 45.000 kr. Innritun er hafin.
Kennt er á nýtt Windows Stólpa fjárhagsbókhald
frá Kerfisþróun hf.
é Tðluuskóli Reykiavíkur
Borgartúni 28, sími 91-616699
Vill friðar-
viðræður
strax
GERRY Adams, leiðtogi Sinn
Fein, sem er stj órnmálaarm ur
írska lýðveldishersins, hvatti
bresku stjórnina í gær til að
hefja strax viðræður um frið á
Norður-írlandi. Kom það fram
á fréttamannafundi í Boston í
Bandaríkjunum en hann er þar
í tveggja vikna heimsókn.
Sagði hann einnig, að Evrópu-
sambandið gæti lagt sitt af
mörkum með því að miðla
málum, ekki síður en Banda-
rílgasljórn.
more
mm
10 (lisklingar
kr. 1.110,-
BOÐEIND
Austurströnd 12
li 612061 • Fax 612081
Willy Claes verður framkvæmdastjóri NATO
Dyggur Evrópusiuni
og snjall málamiðlari
Brussel. Reuter.
SENDIHERRAR 16 að-
ildarríkja Atlantshafs-
bandalagsins, NATO,
staðfestu í gær að þeir
hefðu valið Willy Claes,
utanríkisráðherra Belg-
íu, til að taka við emb-
ætti framkvæmdastjóra
bandalagsins. Þjóðveij-
inn Manfred Wörner,
sem gegnt hafði emb-
ættinu frá 1988, lést
fyrir skömmu og hafa
tveir Norðurlandamenn,
þeir Thorvald Stolten-
berg frá Noregi og Uffe
Ellemann-Jensen frá
Danmörku ásamt fleiri
mönnum verið taldir
koma til greina sem eftirmenn auk
Claes.
Claes er 55 ára að aldri, kvæntur
og tveggja bama faðir, flæmsku-
mælandi en talar einnig frönsku og
ensku reiprennandi. Hann varð ung-
ur þingmaður og ráðherra aðeins 34
ára; hins vegar tókst, honum ekki að
verða forsætisráðherra þrátt fyrir
mikinn metnað og tíð stjómarskipti
í landinu, alls hafa 35 stjómir setið
í Belgíu frá stríðslokum.
Claes hefur um árabil verið einn
af helstu frammámönn-
um sósíalista í Belgíu
og gegnt ýmsum ráð-
herraembættum. Utan-
ríkisráðherra hefur
hann verið í tvö ár og
þótti standa sig afar vel
er Belgíumenn voru í
forsvari fyrir Evrópu-
sambandið um sex
mánaða skeið í fyrra.
Hann er mikill stuðn-
ingsmaður evrópskrar
einingar og er sagður
hafa áhyggjur af því
hve illa hefur gengið
hjá ESB að koma sér
saman um markvissa
stefnu í málefnum
Júgóslavíu sem var.
Claes er talinn hófsamur í skoð-
unum og snjall málamiðlari þótt
ýmsir segi hann eiga erfítt með að
þola heimsku og agaleysi. Hann er
ágætur píanóleikari og hefur gaman
af hljómsveitarstjóm. Samband hans
við belgisku konungsfjölskylduna er
náið og vakti það athygli er Fabiola
drottning koma með kistu eigin-
manns síns, Baldvins konungs, frá
Spáni í fyrra að hún faðmaði Claes
á flugvellinum við heimkomuna.
Willy Claes