Morgunblaðið - 27.09.1994, Page 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Átök græðgi
o g kærleika
LEIKJLIST
Lcik f é I a g Akureyrar
KARAMELLUKVÖRNIN
Höfundar: Evert Lundström og Jan
Moen. Þýðandi: Arni Jónsson. Söng-
textar: Kristján frá Djúpalæk og
Þórarinn Hjartarson. Tónlist: Birg-
ir Helgason og Michael Jón Clarke.
Tónlistarstjóri: Michael Jón Clarke.
Lýsing: Ingvar Björnsson. Leik-
mynd og búningar: Hallmundur
Kristinsson. Leikstjóri: Þórunn
Magnea Magnúsdóttir.
Frumsýning 24. september.
ÞETTA bráðskemmtilega leikrit
gerist í Ieikhúsi og hefst á því að
málarar hússins mæta til vinnu, til
að leggja síðustu hönd á leikmyndina
fyrir frumsýningu næsta dag. Annar
þeirra bregður aðeins á leik, svona
rétt til að útræsa löngun sína til að
verða leikari. Þeir félagamir, Frissi
málari og Pálmi málari, eru að velta
vöngum yfir leiklistjnni, þegar þeir
átta sig á því að salurinn er fullur
af bömum, sem hafa farið dagavillt.
Þau eru mætt á frumsýningu, sem
á ekki að vera fyrr en á morgun.
En þeir kunna ekki við að vísa bless-
uðum bömunum út og ákveða að
kalla til starfsfólkið, sem er í húsinu
(þar em þó engir leikarar staddir)
og á sviðið mæta Óli smíðanemi,
Anna saumastúlka, Selma skúringa-
kona, og Gjaldkerinn. Málaramit
útskýra það fyrir samstarfsmönnum
sínum að þeir eigi að leika leikrit
fyrir krakkana. Það væri synd að
segja að þetta baksviðsfólk taki hug-
myndinni vel, en Frissa og Pálma
tekst þó með lagni að fá það til að
samþykkja.
Til að koma leiknum af stað, finna
þeir forláta Karamellukvöm, sem á
að vera í sýningunni næsta dag og
búa bara til sýningu eftir því sem
þeim dettur í hug og sú sýning end-
urspeglar öllu fremur tilfinningar og
væntingar starfsfólks hússins; það
er að segja samkeppni milli Gjaldker-
ans og Ola smíðanema um hug og
hjarta Önnu saumastúlku.
Í leikriti starfsfólksins er hún í
umsjá Selmu, sem er háöldruð kona
og á sér karamellukvöm, sem hún
hefur ekki lengur krafta í að snúa.
Hún ákveður því að kvömin skuli
fylgja Önnu í hjónaband með manni,
sem hennar er verður. Gjaidkerinn
er í hlutverki vel efnaðs heimsmanns
en Óli smiður er bara fátækur strákl-
ingur. Þeirri gömlu líst því betur á
Gjaldkerann en vill gefa Óla tæki-
færi: Ef hann getur smíðað hús, á
einni viku, utan um Önnu og kvöm-
ina - fær hann þær.
Óli litli er ofboðslega ástfanginn
af Önnu - og hún af honum. Og
hann hefst handa við smíðamar og
ætlar að reisa sér ósköp krúttlegt
hús í fallegu tjóðri í skóginum. En
hinn ágjami Gjaldkeri er ekki alveg
á því að missa af karamellukvöm-
inni, sem hann ætlar að nota til að
verða enn ríkari, alveg ógeðslega
ríkur. Þegar hann áttar sig á því
að húsasmíðin gengur prýðilega,
verður hann að grípa til sinna ráða
og fær aðstoð annars málarans í að
gera drauma Óla að engu. Kapp-
hlaup þeirra beggja við tímann upp-
hefst og útkoman er tvísýn.
Það er svo ekki fyrr en í lokin
að leikhússtjórinn kemur og áttar
sig á því að baksviðsfólk hans er
farið að trana sér fram á svið; er
bara að slæpast í vinnunni og kemur
askvaðandi inn, sótrauður af bræði.
. Til starfa hjá Leikfélagi Akur-
eyrar er kominn hópur ungra leik-
ara, sem flestir taka þátt í þessari
sýningu. Dofri Hermannsson (Óli
smíðanemi), Sigurþór Albert Heim-
isson (Pálmi málari) og Rósa Guðný
Þórsdóttir (Selma skúringakona)
hafa leikið með félaginu á undan-
fömum leikárum og er vonandi að
það njóti krafta þeirra áfram. Rósa
Guðný skapaði skemmtilega kerl-
ingu í hlutverki Selmu en nokkuð
fannst mér þeir Dofri og Sigurþór
hikandi í sínum hlutverkum; eins og
þeir léku bara að hálfu leyti. Þó óx
Sigurþóri ásmegin eftir því sem leið
á sýninguna og eftir að Pálmi byrjar
að vinna með Gjaldkeranum fyllti
hann ágætlega út í karakterinn.
Bergljót Amalds, sem er nýútskrifuð
úr leiklistamámi frá Skotlandi, leik-
ur Önnu saumastúlku, sem leikur
Önnu í leikriti starfsfólksins. Sú
Anna er óhugnanlega vel upp alin;
hefur ekki einu sinni skoðun á eigin
lífi; það er að segja, hafí hún hana,
þá hefur hún vit á að halda sér sam-
an um það. Anna er því algerlega
karakterlaus og sjálfsagt ekki
skemmtilegt hlutverk til að byija
feril sinn á. En Bergljót leikur hana
eins vel og efni standa til og víst
er að hvert mannsbam gat skilið að
herrarnir berðust um hana. Aðal-
steinn Bergdal leikur Frissa málara
og er lifandi og skemmtilegur í hlut-
verkinu; kann greinilega að leika
fyrir böm. Hann náði góðu sam-
bandi við salinn og hefði eflaust
getað virkjað krakkana enn betur
en gert var í sýningunni. í hlutverki
Gjaldkerans er svo Þórhallur Gunn-
arsson, sem útskrifaðist úr Leiklist-
arskóla íslands í vor og vann þennan
skúrk einstaklega vel hvað varðar
svipbrigði og hreyfingar. Það verður
líka að segjast eins og er að texta-
DOFRI Hermannsson, Rósa
Guðný Þórsdóttir og Bergljót
Arnalds í hlutverkum sínum í
Karamellukvörninni
meðferð hans og framsögn bar af í
sýningunni.
Tónlistin í sýningunni er grípandi
og skemmtileg en því miður er hljóð-
færaleikurinn of hátt stilltur, þannig
að textamir fara stundum fyrir ofan
garð og neðan hjá manni. Þetta er
þeim mun verra þar sem áhorfendur
hafa þá ekki prentaða í leikskrá. Það
em ekki allir leikaramir í sýning-
unni góðir söngvarar og því hefði
verið nauðsynlegt að laga styrk und-
irleiksins að þeim.
Leikmyndin er bráðskemmtileg
og lýsingin sérlega góð, eins og yfir-
leitt hjá Leikfélagi Akureyrar. Þær
lausnir sem leikmyndahönnuðir og
ljósameistari finna fyrir þetta litla
svið geta ekki annað en vakið að-
dáun manns. Að þessu sinni tókst
þeim að færa sýninguna frá hráu,
óunnu sviði yfir í mynd, sem bar
sterkan ævintýraheim; undirstrik-
uðu óraunvemleikann á einkar
skemmtilegan hátt. Búningarnir
vom einfaldir og hentuðu hverri
persónu vel; það var auðvelt að sjá
hveijir vom í góða liðinu og hveijir
í vonda.
Leikstjómin er eilítið hikandi.
Sýningin rís ekki alveg nógu hátt
og hefði mátt leika meira á salinn
en gert er. Til þess vom nokkur til-
efni, til dæmis þegar Óli fer að leita
að húsinu sínu og þegar hann geng-
ur um í sakleysi sínu og veit ekki
að Gjaldkerinn liggur í leyni til að
bregða fyrir hann fæti, svo eitthvað
sé nefnt. Þannig vom nokkur góð
tækifæri til að hrifsa litla áhorfend-
ur inn í atburðarásina ónotuð og
sýningin varð ekki eins lífleg og efni
stóðu til fyrir vikið. Einnig hefði
mátt vera mun meiri hreyfing á svið-
inu í kringum sönginn. Mér finnst
ekki gott í barnaleikritum, þegar
persónumar standa kyrrar við tón-
list.
En þetta er skemmtilegt verk og
falleg sýning fyrir augað og við skul-
um bara vona að skrifa megi hikið,
sem var á sýningunni, á það öryggis-
Ieysi, sem hverfur eftir fmmsýningu.
Súsanna Svavarsdóttir
fETLffR ÞÚ fiÐ LEQQ]ff
ÓBRfEÐSLCI FYRIR
VETURINN?
Mú er taelcifaerið
íferö
Hr. 49,-
jr pr.m
m/vsk.
^ VATNSVIRKINN HF:
jöö!Ármúla21 Símar 686455-685966
Nýir söngvarar
TÓNOST
Þjóðlcíkhúsið
VALD ÖRLAGANNA
Ingveldur Ýr Jónsdóttir og Magnús
Baldvinsson í stað Elsu Waage og
Viðars Gunnarssonar. Sunnudagur
23. september.
UNDIRRITAÐUR sat í kvöld á
allt öðmm stað í húsinu en hann
gerði á frumsýningu og ekki þurfti
meira til að sýningin yrði önnur.
■T.d. kom hljómsveitin allt önnur út
í kvöld og miklu betur, samhljómur-
inn í mun meira jafnvægi og hljóm-
sveitin líklega aldrei komist nær
því að vera góð óperuhljómsveit,
enda nýtur nú hljómurinn úr gryfj-
unni sín miklu betur og þá er til
einhvers að leggja sig fram.
Aðeins eitt, píanó-
spilið var of sterkt.
Eg þekki af eigin raun
að treysta ekki á
píanóspil úr gryfjunni
gömlu, nú er það
óhætt. Nú hafði mað-
ur það einnig á tilfinn-
ingunni að maður
væri staddur í óperu
- og það atvinnu-
manna - það er því
næsta furð'ulegt að
láta sér detta í hug
óperuflutning annars
staðar en í Þjóðleik-
húsinu, þar á óperuflutningur óum-
deilanlega best heima, þar er and-
rúmsloftið, þar em möguleikarnir
og þangað vill fólk koma til að sjá
ópemr.
Gamla bíó var gefið sönglistinni
yfirleitt og er þá teygjanlegt hvað
átt er við með sönglist, kannske var
bíóið gefið tl tónlistarstarfsemi al-
mennt, söngvumm, einleikurum,
kammermúsík, e.t.v. sem einskonar
tónlistarhús fyrir vissa tegund tón-
leika.
Reyndar er maður búinn að
gleyma skilgreiningu fyrir gjöfinni,
en hafí húsið verið gefið söngvumm
einum og sér, hefur þá öll söngiðk-
un jafnan rétt til hússins og greiða
þá allir sama gjald fyrir? Þetta em
spurningar sem vakna óvart í fram-
haldi af Valdi örlaganna. Tónleika-
hús vantar okkur og hvað sem
hallarekstri Sinfóníunnar líður, eiga
■ hljómsveitin og allir unnendur tón-
listar frá a-ö rétt á alvarlegri um-
þenkjan yfirvalda að byggt verði
hús yfir þessar höfuðstöðvar ís-
lenskrar menningar. Eitt verður þó
að undanskilja, sem er óperuflutn-
ingur. Eldgömul hefð er fyrir því -
líklega frá grísku útileikhúsunum
komin - að viss byggingarstíll hent-
ar best og kannske eingöngu óperu-
flutningi, þessi byggingarstíll er
hljómsveitartónleikum e.t.v. ekki
heppilegastur.
Fram hjá þessum staðreyndum
borgar' sig ekki að reyna að ganga
í þeirri ætlan að reyna að sameina
sem flest. Og þá komum við aftur
að Þjóðleikhúsinu okkar, sem við
getum nú, með sæmilega góðri
samvisku, boðið uppá sem óperu-
hús, jafnframt því að vera sjónleika-
húg.
Ingveldur Ýr Jónsdóttir féll vel
inn í hlutverk sígaunastelpunnar
Preziosillu. Þótt hún væri kannske
á mörkunum að ofleika, sem ekki
er óeðlilegt þegar stökkva þarf inn
í hlutverk, var leikur hennar eigi
að síður góður og sígauninn og leik-
urinn runnu eins og væri henni í
blóð borinn. Raddlega, aftur á móti,
virðist hún eiga nokkuð í land,
kannske var þó að einhveiju leyti
að kenna spennunni við fyrstu sýn-
ingu, að röddin verkaði dálítið sár
og grönn og ekki vissi maður alltaf
hvaða nótur hún var að syngja, en
svo er reyndar um sígauna, að
maður veit ekki alltaf á hvaða nót-
um þeir eru. En hvað um það, Ing-
veldur er músíkölsk, en þama á hún
einhveija vinnu fyrir höndum.
Magnús Baldvinsson kom inn
fyrir Viðar Gunnarsson. Magnús er
óþekkt en spennandi stærð hér
heima og mikla og skólaða rödd
hefur hann og virðist mjög örugg-
ur, t.d. virðist taktskyn hans vel
þjálfað, sem ekki er lítill kostur.
Vandi er að skila hlutverki sem
ábótanum, þar sem í raun ekkert
má gera, en allt sem gert er um-
fram það er um of, Ijögur skref eru
einu skrefi of mikið, hraðar hreyf-
ingar ræna ábótann virðuleik og
of hægar gera hann máttlausan.
Hlutverkið er erfitt og því hefði ég
kosið nákvæmari innri vinnubrögð.
Norðmaðurinn Trond Halstein
Moe var ekki síður góður á þessari
þriðju sýningu og nú var hæðin í
lagi.
Leikstjóm er ekki í mínu fagi, þó
veit ég að verk leikstjórans, Sveins
Einarssonar, hefur verið frábært í
þessari óperu. Eitt getur ófaglærður
stuðst við í slíku mati, ef sviðs-
mynd, hreyfingar og staðsetningar
trufla ekki, er leikstjómin góð.
Ragnar Björnsson
ÚR sýningunni.
" ALOE VERA
HAND & BODY LOTION
FRÁJASON
Hinn frábæri og græðandi hand
og líkamsáburður með 84% ALOE
innihaldi frá JASON.
Eftlr baðið, eftirsturtuna, eftir sundið, eftir
líkamsræktina, eftir Ijósabekkinn, eftir rakstur,
eftir sólina, eftir erfiðan dag.
84% aloe VERA hand- og líkamsáburðurinn
frá JASON færir húðlnni raka, nærlngu
og líf.
Reynsla þeirra, sem nota ALOE VERA
snyrtivörurnar frá JASON er ótrúlega
»
fæst í öllum