Morgunblaðið - 27.09.1994, Síða 23

Morgunblaðið - 27.09.1994, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27,SEPTEMBER 1994 23 Hafnfirðingum til sóma. Sjá meðfylgjandi yfirlýsingu S.Ó., G.G. og Ö.Ó. Um listahátíð er að öðru leyti það að segja að hinn 2. júlí urðu bæjarstjóraskipti í Hafnarfirði. Ég hafði ekki til þess tækifæri að koma með beinum hætti að uppgjöri mála eftir að formlegri listahátíð lauk í júnílok. Sem bæjar- fulltrúi studdi ég hins vegar tillögu við endurskoðun fjár- hagsáætlunar Hafnarfjarðarbæjar í nóvember 30. nóvem- ber 1993, að auka fjárstuðning til hátíðarinnar. Hún varð umfangsmeiri og kostnaðarsamari en ráð hafði verið fyrir gert. Það var gert í formi greiðslu fyrir listaverk og kaupa á aðgöngumiðum. Listaverkakaupin voru á sérstökum lið, 0558, eignfærð fjárfesting, og getið um tiltekinn listamann og listaverk. Þennan stuðning til listahátíðar og lista og menningar hefði verið hægt að framkvæma með beinu óskilyrðisbundnu framlagi. Umfram allt var hin formlega ákvörðun tekin með réttum hætti og til frekari stuðnings við listir og menningu í bænum. í því sambandi er rétt að geta þess að á umræddum bæjarstjórnarfundi voru miklar umræður um þessi mál og öll efnisatriði rædd til hlítar. Þar lagði m.a. einn bæjarfull- trúa fram skriflega fyrirspurn um einstök atriði, sem var svarað af þáverandi bæjarstjóra, Ingvari Viktorssyni, nokkrum dögum síðar. Allur fréttaflutningur um að- göngumiða- og listaverkakaup nú upp á síðkastið, þar sem gefið er til kynna að upp úr kafinu séu að koma upplýs- ingar sem áður voru óþekktar, eru því staðlausir stafir. Um önnur íbúðamál hefur einnig verið fjallað síðustu daga; íbúð við Hvammabraut í Hafnarfirði. Þar er um að ræða íbúð.sem bærinn fékk upp í skuld og var ákveðið að færa til ráðstöfunar félagsmálastofnunar til útleigu í hinu félagslega leiguíbúðakerfi. Um ráðstöfun þeirrar íbúð- ar fór eins og venja er til og umsýslan var í höndum starfs- manna félagsmálastofnunar, í þessu tilviki aðstoðarfélags- málastjóra. Leigan var samkvæmt reglum félagsmálastofn- unar og innheimta venju samkvæmt í höndum stofnunarinn- ar. Hvort viðkomandi skjólstæðingar félagsmálastofnunar, sex manna fjölskylda, hefur ætíð getað staðið í skilum með leiguna get ég ekki fullyrt um, enda ekki starfað á bæjarskrifstofunum í Hafnarfirði síðustu 14 mánuði. Breyt- ingar á fjölskylduhögum þessa fólks, hjúskaparslit, og hugs- anleg áhrif þeirra á félagslega stöðu þess gagnvart félags- málayfirvöldum í Hafnarfirði, er mér einnig allsendis ókunn- ugt um, enda munu þau mál hafa komið upp löngu eftir að ég lét af starfi bæjarstjóra. Það er mér því með öllu óskiljanlegt af hvaða hvötum reynt er að gera þetta mál tortryggilegt gagnvart mér og mínum störfum. Ég hef sagt það áður að umtalsverður tími minn sem bæjarstjóri fór í að aðstoða og leiðbeina fólki er átti við húsnæðisvandræði að etja. Mörg þeirra mála komu fyrst á mitt borð, þegar bæjarbúar leituðu aðstoðar og ráðgjafar hjá bæjarstjóra sínum. Þau mál skiptu fleiri hundruðum. Þessir einstaklingar fengu síðan ráðgjöf og aðstoð ýmsa í gegnum starfsmenn féiagsmálastofnunar. Ég reyndi hins vegar ævinlega að fylgjast með gangi þeirra mála hjá við- komandi einstaklingum, hvernig þeim reiddi af. Sum þeirra fengu farsæla niðurstöðu, önnur voru erfiðari viðfangs. Félagsleg aðstoð til þeirra sem höllum fæti standa er mikil- vægur þáttur í starfsemi sveitarfélaga. Um hana þarf að standa vörð. Það reyndi ég eins og kostur var í störfum mínum í Hafnarfirði. Því miður er það svo að framfærslu- þungi margra íslenskra heimila er meiri en svo að endar nái saman. Það gildir líka, þótt sveitarfélagið reyni að hjálpa með aðstoð í húsnæðismálum. Mörgum hefur þannig geng- ið illa að standa í skilum með skuldbindingar vegna hús- næðismála. Þar á meðal skjólstæðingum Félagsmálastofn- unar í Hafnarfirði, m.a. þeim er leigja íbúðir í hinu félags- lega leiguíbúðakerfi bæjarins. Um málefni Hafnarfjarðar væri unnt að hafa langt mál. Þau eru mér kær. Þar tókst mér og mínu samstarfs- fólki að koma mörgu í verk. Margt er þó ógert í vaxandi og öflugum bæ. Eg vona svo sannarlega að núverandi bæjarstjórn takist að styrkja ímynd og stöðu bæjarins, kalla fram atorku og kraft íbúanna. Hafnarfjörður á annað skilið, en þá neikvæðu umræðu sem um hann hefur verið upp á síðkastið. Það vita þeir sem vel þekkja til. Heilbrigðisráðuneytið Umræðan um umfang og kostnað heilbrigðis- og trygg- ingarmála hefur verið sívaxandi og æ meir áberandi í ís- lenskum stjórnmálum hin síðari ár. Þar er hið sama upp á teningnum í nágrannaríkjum okkar. Mikilvægi þeirrar þjónustu er óumdeilt og í þessum málaflokkum liggur ekki síst grundvöllur þess velferðarkerfis, sem allgóð sátt er um í samfélagi okkar. Ævinlega er það þó álitamál hversu víðfeðm og mikil þessi almannaþjónusta eigi að vera og hver kostnaðarrammi skuli vera. Um það eru skiptar skoð- anir. Upplýsinga- og kynningarfulltrúi og fjármál ráðuneytisins (Sjá meðfylgjandi yfirlýsingu G.Á.S. og S.B. þar um, dags. 22. júlí 1994.) Ráðning þess einstaklings sem hiut átti að máli byggði á reynslu sem ég hafði af störfum hans, þegar hann ásamt fleirum stóð að undirbúningi sýningar fyrir Hafnarfjarð- arbæ um þjónustu og atvinnu í Hafnarfirði, sem nefndist Vor ’93 og var haldin í Kaplakrika í maí 1993. Reynsla mín af þessum störfum hans gerði það að verkum að ég óskaði eftir liðsinni hans við upplýsinga- og kynningarstörf í heilbrigðisráðuneytinu haustið 1993. Starf af þessum toga er ekki óþekkt í öðrum ráðuneytum og ég taldi brýnt að reyna að stuðla að bættum boðskiptum innan heilbrigði- skerfisins og einnig ekki síður frá þjónustuaðilum í kerfinu til hinna sem þjónustunnar eiga að njóta. í meðfylgjandi yfirlýsingu er getið um starfskjör hans'. Vel má vera að ábendingar um of háar greiðslur fyrir þessa vinnu eigi við rök að styðjast. Mörg slík álitaefni eru uppkfrá einum tíma til annars í stjórnkerfínu. Hins vegar var við það miðað að um tímabundið verkefni væri að ræða, sem lyki fyrirvaralaust, en ekki um framtíðarstarf. Viðkomandi einstaklingur lauk störfum fyrirvaralaust í heilbrigðisráðuneyti í kjölfar ráðherraskipta í sumar. Einn- ig er fréttaflutningur um framhaldandi störf þessa einstakl- ings i félagsmálaráðuneytinu undir minni stjórn algjörlega úr lausu lofti gripinn. Hann er ekki í vinnu í félagsmálaráðu- neytinu og hefur aldrei verið. í fjölmiðlum hefur einnig það verið blásið upp æ ofan í æ að ég og þessi einstakling- ur værum einkavinir eins og það hefur verið nefnt og þar með gefið til kynna að um vinargreiða væri að ræða, en ekki faglega ráðningu. Þetta er ósönn fullyrðing með öllu. Ég og umræddur einstaklingur vorum ekki í neinu vinar- sambandi eða neinu reglulegu sambandi yfirleitt áður en kom til þess samstarfs um verkefnið í Hafnarfirði og nefnt er hér að framan. Um einstök atriði önnur sem lúta að einstökum fjármál- um heilbrigðisráðuneytisins og um hefur verið fjallað í fjöl- miðlum vísast til meðfylgjándi yfirlýsingar G.Á.S. og S.B., sem á sínum tíma var send öllum fjölmiðlum. Málefni tryggingayfirlæknis Þegar ég kom til starfa í heilbrigðisráðuneytinu var eitt þeirra vandasömu verkefna sem þar var við að eiga_ mál- efni sem lutu að stöðu og starfi tryggingayfirlæknis. í fjöl- miðlum hafði þá um langt skeið verið fjallað urh meint skattsvik hans og þriggja annarra lækna sem unnið höfðu örorkumat fyrir tryggingarfélög. Þessi mál höfðu miður góð áhrif á starfsemi Tryggingarstofnunar og á því þurfti að taka. Mál þetta var mjög vandasamt. Það var álit lög- lærðra ráðgjafa minna og raunar foi’vera míns sömuleiðis í heilbrigðisráðuneytinu, að erfitt væri að víkja honum úr starfi sökum lögfræðilegra álitaefna sem m.a. gætu leitt til skaðabótaskyldu ríkissjóðs. Þetta stafaði af því að meint brot læknisins sneri ekki að starfi hans sem tryggingayfir- læknis, heldur laut að skattskilum vegna starfa hans á hinum fijálsa markaði. Uppsögn úr starfi hefði þýtt að yfirgnæfandi líkur bentu til að orðið hefði að greiða lækninum verulegar fjárhæðir i kjölfar skaðabótamáls. Ég ákvað því að leysa málið með samkoiriulagi. Læknirinn léti af störfum þá þegar, en auk samningsbundinna réttinda við starfslok, ynni hann fyrir ráðuneytið tvær skýrslur. Um var að ræða munnlegt vil- yrði af minni hálfu. Með þessu vannst að mínu áliti þrennt: Viðkomandi einstaklingur lét af störfum, án þess að lög væru á honum brotin og fannst mér það verulegur ávinning- ur. Kostnaður af starfslokum með þessum hætti var mun minni, en verið hefði í kjölfar skaðabótamáls. Starfskraftar læknisins nýttust í gagnleg mál fyrir ráðuneytið. Mér er ljóst að það var álitamál hvort velja ætti upp- sögn með málaferlum eða samningum, eða fara þriðju leið- ina og gera ekki neitt í málinu. Eg valdi samningaleiðina. Ég vil taka það skýrt fram að skattsvik eru mjög alvar- leg meinsemd í okkar þjóðfélagi. Það er skylda þjóðfélags- ins og stjórnmálamanna að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að uppræta þau. Hins vegar eru refsingar fyrir skattalagabrot í höndum dómstóla, en ekki stjórnmála- manna. Að vandlega athuguðu máli viðurkenni ég hins vegar að ekki var rétt að óska eftir starfskröftum viðkomandi einstaklings við þær kringumstæður sem áður var lýst. Þar hefði ég átt að standa öðruvísi að málum. Það voru mistök. Jafnljóst er þó að allar leiðir til lausnar þessa máls voru umdeilanlegar. Formaður stjórnar Hollustuverndar ríkisins Skipan Jónu Óskar Guðjónsdóttur sem formanns stjórn- ar Hollustuverndar ríkisins hefur fengið talsvert rými í umfjöllun fjölmiðla. Flest sem um það mál hefur verið full- yrt er á misskilningi byggt. Um áramótin stóð fyrir dyrum skipun nýrrar stjórnar Hollustuverndar. Um það var samkomulag milli mín og umhverfisráðherra, að stofnunin í heild flyttist til umhverf- isráðuneytisins frá heilbrigðisráðuneyti enda starfsemi hennar fram að því fallið undir bæði þessi ráðuneyti. Ríkis- stjórnin samþykkti þennan tilflutning. Þessi formlegi til- flutningur tafðist þó, þannig að hann fór ekki fram um síðustu áramót eins og ráðgert hafði verið, heldur var frá þeim málum gengið sl. vor. Stofnunin heyrir því í dag alfar- ið undir umhverfisráðuneytið og stjórn hennar sömuleiðis. Það kom því í minn hlut að skipa formann stjórnar Hollustuverndar um síðustu áramót eins og lög segja til um. í ljósi væntanlegs tilflutnings til umhverfisráðuneytis höfðum við umhverfisráðherra eðlilega samráð um þá skip- an. Það að skipa Jónu Ósk Guðjónsdóttur sem formann umræddrar stjórnar byggðist einfaldlega á trausti rnínu á henni. Hún er og var vön stjórnunarstörfum sem forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar um átta ára skeið. Þau störf hennar voru óumdeild bæði af meiri- og minnihluta bæjar- stjórnar. í störfum sínum sem bæjarfulltrúi hafði hún kom- ið að mörgum þeim viðfangsefnum sem heyra undir starf- semi Hollustuverndar, s.s. eins og starfsemi heilbrigðisfull- trúa, mengunar-varnir og fleira. í fjölmiðlaumræðu um þessi mál kom fljótlega upp sá misskilningur, og hann hefur verið endurtekinn síðan, að( skipan hennar tengdist á einhvern hátt starfi hennar sem forstöðumanns Húsnæðisnefndar Hafnarfjarðar. Svo langt var gengið að fullyrt var að sökum pólitískra deilna um starfsemi Húsnæðisnefndar, þá væri verið að koma henni frá þeim meintu vandamálum í, Hafnarfirði í fullt starf hjá Hollustuvernd. Þetta hefur margsinnis verið leiðrétt, enda hreinn uppspuni, en verið endurtekið samt sem áður fram á þennan dag. Skipan Jónu Óskar Guðjónsdóttuf um síðustu áramót sem formanns stjórnar Hollustuverndar ríkisins tengdist vitaskuld ekki í einu eða neinu daglegum störfum hennar hjá Húsnæðisnefnd Hafnarijarðarbæjar. Það er því með öllu óskiljanlegt hvernig fjölmiðlar sumir hveijir hafa ítrek- að reynt áð spyrða þau daglegu störf hennar saman við skipan hennar í stjórn Hollustuverndar. Starf hennar í Hafnarfirði er fullt starf. Stjórnarseta hennar og annarra í Hollustuvernd er langt í frá fullt starf, heldur seta í nefnd sem fundar á nokkurra vikna fresti. Þúsundir íslendinga sitja í nefndum og ráðum ríkis og sveitarfélaga samhliða sínum daglegum störfum. Þannig er fulltrúalýðræðið. Nýr meirihluti í Hafnarfirði hefur hins vegar vikið Jónu Ósk frá störfum skýringalaust og ráðið annan einstaklings til þeirra starfa - og raunar tæknimann til viðbótar. Þau mannaskipti hafa hins vegar ekki ennþá orðið í reynd og Jóna Ósk er enn að störfum hjá Húsnæðisnefnd; Það er pólitískt ákvörðunarefni nýs meirihluta að reka Jónu Ósk og ekkert um það að segja. Sá meirihluti verður að skýra þá ákvörðun fyrir bæjarbúum. Á hinn bóginn er rétt að láta alla njóta sannmælis í þessum efnum, því hin nýju bæjaryfirvöld í Hafnarfirði buðu Jónu Ósk annað starf hjá bænum, sem mér skilst að hún hafi ekki þegið. Um málefni Húsnæðisnefndar Hafnarfjarðar væri út af fyrir sig hægt að hafa langt mál sem ekki verður gert á þessum vettvangi. Þar hafa m.a. skapast sambúðarvanda- mál þegar annar pólitískur meirihluti er í bæjarstjórn sem ber hina endanlegu ábyrgð og síðan í húsnæðisnefnd. Þetta vandamál er ekki bundið við Hafnarfjörð einan heldur þekkt víðar um land og margir sveitarstjórnarmenn lagt á það þunga áherslu að breytinga sé þörf á skipan þessara stjórna. í þessu sambandi hefur einnig verið gagnrýnt að ég skuli hafa valið flokkssystur mína til þessarar stjórnarsetu. Ég vil í þessu sambandi vekja á því athygli að það er regla fremur en undantekning að ráðherrar skipi til stjórnarsæta einstaklinga sem þeir treysta og að áherslur um stefnumið séu einnig ekki fjarri ráðherrans. Og ekki gildir þetta ein- vörðungu um skipan ráðherra í stjórnir og ráð, heldur er hér um að ræða reglu fremur en undantekningu í okkar stjórnkerfi. í nefndum og ráðum sveitarfélaga fer fram hlutfallskosning og kjósa flokkarnir þar „sína“ menn. Það sama gildir á Alþingi. Ég hygg að óhætt sé að fullyrða að allir, eða a.m.k. allflestir formenn nefnda _ og ráða Reykjavíkurborgar séu stuðningsmenn R-listans. í Hafnar- . firði er svipað verklag. Langflestir, ef ekki allir, formenn nefnda og ráða þar í bæ eru í hópi stuðningsmanna nýrra meirihlutaflokka, Alþýðubandalags og Sjálfstæðisflokks. Svona er þetta um landið allt. Mér er því hulin ráðgáta hvers vegna þetta einstaka mál Jónu Öskar hefur verið tekið upp í fjölmiðlaumræð- unni með þeim hætti sem verið hefur og ég hef hér drepið á. I því sambandi er mér kunnugt um að Jóna Ósk Guðjóns- dóttir sendi DV grein um þessi mál, þar sem svarað var m.a. undarlegum staðhæfingum ritstjóra blaðsins um þau. Henni var skilað til blaðsins mánudaginn 12. september síðastliðinn. Sú grein hefur enn ekki birst þegar þessi orð eru rituð. Það er eftirtektai’vert. Skýrsla lögmanns Vakin hefur verið athygli á þeirri staðreynd að Hrafn- kell Ásgeirsson lögmaður hefði unnið fyrir mig sem heil- brigðisráðherra lögfræðilega álitsgerð. Hefur það verið gagnrýnt í því Ijósi að hann væri náskyldur mér; gjarnan nefndur móðurbróðir minn. Það er ekki rétt. En við erum skyldir eins og raunar velflestir Íslendingar ef út í það er farið. Afi minn og faðir hans voru bræður. Það réði þó engu um að ég óskaði hans álitsgerðar í ágúst á síðasta ári, heldur hitt að ég þekkti nokkuð til starfa hans og þekkingar hans á lögfræðilegum álitaefnum. Hann tók saman „lögfræðilega athugun á áhrifum nýlegs hæstarétt- ardóms á bótarétt í almannatryggingarkerfinu vegna sam- búðarslita, sérstaklega varðandi fordæmisgildi og sönnun- arbyrði“. Fyrir þessa álitsgerð fékk hann greitt skv. reikn- ingi 345.200 krónur. Val manna í nauðsynleg verkefni sem og ákvörðun um þóknun fyrir þau getur stundum verið vandasamt. Hjá því verður stundum ekki komist vegna anna fastra starfs- manna ráðuneyta. í heilbrigðisráðuneytinu eru hlutfallslega langfæstir starfsmenn allra ráðuneyta, hvort heldur miðað er við fjárhæðir ellegar starfsmannafjölda þeirra stofnana sem undir ráðuneyti heyra. Ráðherra verður að geta kallað þá menn til slíkra starfa sem hann treystir og oft með skömmum fyrirvara. Hveijir vinna verkefnin og hvað skal greiða fyrir þau er oft álitamál. Aðstoðarmaður ráðherra Endurtekið hefur verið í umræðu síðustu vikna og mán- aða sú staðreynd að aðstoðarmaður minn, Jón H. Karls- son, er mægður mér. Hann er viðskiptafræðingur að mennt og hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra og forstjóra stönd- ugra fyrirtækja úti á hinum almenna vinnumarkaði um langt árabil. Það var af þeim sökum sem ég óskaði eftir því við hann að hann gerðist aðstoðarmaður minn sem heilbrigðisráðherra um miðsumar 1993. Um val á aðstoðar- mönnum ráðherra gilda aðrar reglur en um ráðningu í störf almennt hjá hinu opinbera. Aðstoðarmaður ráðherra er í raun hans hægri hönd í einu og öllu og í því ljósi út frá því gengið að þeirra sjónarmið og skoðanir hljóti að fara saman og þar ríki gagnkvæmt trúnaðartraust í einu og öllu. Þetta allt sótti ég í reynslu og hæfni Jóns H. Karlsson- ar, auk þess sem það hefur ekkert verið neitt Jaunungar- mál að hann er traustur alþýðuflokksmaður og sat á fram- boðslista fyrst fyrir Alþýðuflokkinn 1978 og skoðanir okk- ar og viðhorf til þjóðmála fara mjög saman. • Aðstoðarmenn’ ráðherra koma inn í sín stöff með ráð-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.