Morgunblaðið - 27.09.1994, Qupperneq 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
4
pinfpuiWWill
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
MORGUNBLAÐIÐ. Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 691100.
Auglýsingar: 691111. Askriftir: 691122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 691329, frétt-
ir 691181, íþróttir 691156, sérblöð 691222, auglýsingar 691110, skrif-
stofa 681811, gjaldkeri 691115. Áskriftargjald 1.400 kr. á mánuði innan-
lands. í lausasölu 125 kr. eintakið.
GREIN ARGERÐ
GUÐMUNDAR
ÁRNA
Stjórnmálabaráttan hér er orðin óvægnari og persónulegri
en hún var um skeið. Margir telja, að árin á milli 1930
■ og 1940 hafi verið eitt versta tímabilið á öldinni að þessu
leyti. Þótt átökin á kaldastríðsárunum hafi verið hörð var það
með öðrum hætti en bæði fyrir og eftir. Upp úr miðjum átt-
unda áratugnum bryddaði á ný á mjög persónulegri gagnrýni
á hendur stjórnmálamönnum og minnast menn áreiðanlega
hins svonefnda Geirfinnsmáls frá þeim tíma og ásökunum,
sem beint var að nafngreindum stjórnmálamönnum þá. Frá
þeim tíma hafa við og við gosið upp mjög persónulegar og
harðvítugar deilur um einstaka stjórnmálamenn.
Að einhverju leyti stafar þessi persónulega og illvíga stjórn-
málabarátta af þeirri opnu fjölmiðlun, sem nú er stunduð hér
eins og annars staðar. En, upphafið að breyttum tímum í þess-
um efnum má þó augljóslega rekja til nýrrar kynslóðar stjórn-
málamanna, sem hafa notfært sér opnari fjölmiðlun í þessu
skyni. Að sumu leyti hefur aukið aðhald áreiðanlega stuðlað
að heilbrigðari vinnubrögðum í stjórnmálum, að öðru leyti
hefur verið gengið svo nærri einkahögum fólks að eitrað hef-
ur allt andrúm í samfélaginu og mættu ábyrgir fjölmiðlar
taka það til íhugunar.
Að undanförnu hefur Guðmundur Árni Stefánsson, félags-
málaráðherra og varaformaður Alþýðuflokks, legið undir
harðri gagnrýni fyrir ýmsar embættisfærslur sérstaklega í
heilbrigðis- og tryggingaráðuneyti en að nokkru leyti á bæjar-
stjóraárum hans í Hafnarfirði. Hann tilheyrir þeirri kynslóð
stjórnmálamanna, sem fyrir tæpum tveimur áratugum hóf’
þennan leik og raunar voru þeir flestir úr flokki ráðherrans,
Alþýðuflokknum, sem vann stórsigur í þingkosningunum sum-
arið 1978 m.a. með því að beina spjótum sínum með óvenju-
lega óvægnum hætti að pólitískum andstæðingum. Nú horf-
ast Alþýðuflokkur og forystumenn hans í augu við umræðu-
venjur, sem þeir áttu einna mestan þátt í að skapa eða eins
og sumir mundu segja, taka upp á ný.
í greinargerð þeirri, sem Guðmundur Árni Stefánsson lagði
fram á blaðamannafundi í gær, þar sem hann leitast við að
svara þeim ásökunum, sem settar hafa verið fram á hendur
honum segir.hann m.a.: „ ... það er mitt grundvallarsjónarm-
ið, að stjórnmálamenn vinna fyrir opnum tjöldum, þeirra
stefnumið og aðgerðir hljóta gagnrýni og undirtektir á víxl
og að hlutverk fjölmiðla í nútímaþjóðfélagi sé að miðla greinar-
góðum upplýsingum til almennings um þau mál.“ Morgunblað-
ið leitast við að sinna þessu hlutverki í dag með því að birta
greinargerð ráðherrans í heild og orðrétt mestan hluta þeirra
orðaskiptá, sem fram fóru á milli ráðherrans og blaðamanna
í gær, samtals á 5-6 síðum. Með þessu vill blaðið fyrir sitt
leyti stuðla að því að sjónarmið ráðherrans komist að mestu
óstytt til sem flestra landsmanna. Lesendur Morgunblaðsins
geta þá sjálfir, hver fyrir sig, lagt eigið mat á stjórnarathafn-
ir ráðherrans.
Við lestur greinargerðar ráðherrans verður ljóst, að dóm-
greindin hefur brugðizt honum í nokkrum málum, jafnvel all-
mörgum málum. Sjálfur viðurkennir hann fyrst og fremst
mistök í einu máli er varðar fyrrverandi tryggingayfirlækni.
Um það segir Guðmundur Árni Stefánsson: „Að vandlega
athuguðu máli viðurkenni ég hins vegar, að ekki var rétt að
óska eftir starfskröftum viðkomandi einstaklings við þær
kringumstæður, sem áður var lýst. Þar hefði ég átt að standa
öðru vlsi að máli. Það voru mistök.“
í öðru máli er varðar upplýsinga- og kynningafulltrúa heil-
brigðisráðuneytis segir ráðherrann: „Vel má vera, að ábend-
ingar um of háar greiðslur fyrir þessa vinnu eigi við rök að
styðjast." í báðum þessum tilvikum hefur ráðherrann breytt
um afstöðu en hann hefur áður varið þessar ákvarðanir af
hörku.
Störf ráðherra eru vandasöm. Þeir taka í daglegum störfum
fjölmargar ákvarðanir, sem orka tvímælis. En yfirleitt er þar
um ákvarðanir að ræða, sem snúa að stefnumörkun eða fram-
kvæmdum. Embættaveitingar hafa alltaf"verið umdeildar en
á öðrum forsendum en að þessu sinni. Dómgreindarbrestur
ráðherrans í stjórnarathöfnum er býsna víðtækur.
Deilurnar um stjórnarathafnir Guðmundar Árna Stefáns-
sonar hafa lamað Alþýðuflokkinn. Greinargerð ráðherrans
hefur engu breytt um þá staðreynd. Afstaða hans til afsagn-
ar leysir ekki þann vanda, sem blasir við Alþýðuflokknum og
ríkisstjórninni.
STJÓRMMÁL
ENGIN EFI
TIL AFSAGN
FJÖLMARGIR fréttamenn sátu tveggja tíma langan blaðamannafu
*
Guðmundur Ami Stefánsson félagsmálaráð-
herra kveðst engin áform hafa uppi um að
segja af sér ráðherradómi og kveðst sannfærð-
ur um að hann njóti stuðnings alþýðuflokks-
manna til áframhaldandi setu á ráðherrastóli.
Agnes Bragadóttir og Guðmundur Sv.
Hermannsson sátu blaðamannafund ráðherr-
ans í gær, þar sem hann leitaðist við að skýra
þau atriði sem hann hefur að undanfömu
sætt gagnrýni fyrir.
RÁÐHERRANN byrjaði á því
að rekja efnislega greinar-
gerð sína um þau álitamál
sem upp hafa komið í sam-
bandi við embættisfærslur hans,
bæði sem fyrrverandi bæjarstjóri
Hafnarfjarðar og síðar sem heilbrigð-
isráðherra. Greinargerð ráðherrans
er birt í heild hér annars staðar í
blaðinu. Að því loknu sat ráðherrann
fyrir svörum, og fara spurningar
fréttamanna og svör Guðmundar
Árna Stefánssonar hér á eftir:
Spurning: — Er það ekki réttur
skilningur, að þú sért staðráðinn í
að segja ekki af þér ráðherraemb-
ætti?
Svar: „Það eru engin efni til þess
og ég vil taka af tvímæli í því, að
það hefur ekki nokkur einstaklingur
beðið mig um það.“
Spurning: — Hvernig munt þú
bregðast við ef forsætisráðherra
knýr þig til afsagnar, eða að þínir
eigin flokksmenn knýja þig til af-
sagnar?
Svar: „Það er ekkert í spilunum,
sem kallar á slíkar vangaveltur."
Spurning: — En nú segir þú 'sjálf-
ur að þú hafir verið að senda for-
manni flokks þíns og forsætisráð-
herra skýrslu þína og þeir séu í fyrsta
sinn að sjá hvað í henni er fyrir
klukkustundu síðan. Hvað veist þú
á þessari stundu, um hvort þeir telja
að þetta séu viðhlítandi skýringar?
Svar: „Það er nákvæmlega ekkert
í þessum málum, sem gefur tilefni
til að ætla annað, en að forsætisráð-
herra og utanríkisráðherra og for-
maður míns flokks, muni taka þéssa
skýrslu og dæmþ á grundvelli henn-
ar. Það hafa engar kröfur verið uppi
um það á mínar hendur, hvorki frá
forsætisráðherra, og þaðan af síður
frá formanni flokksins, um að ég
segi af mér á grundvelli þessara
ásakana og þeirrar sakaskrár sem
fram hefur komið. Eg er að leggja
fram þessa skýrslu hérna, þar sem
ákveðnir flokksmenn mínir hafa beð-
ið um nánari skýringar. Fjölmiðlar
hafa béðið um þær sömuleiðis og ég
hef gert það með mjög rækiiegum
hætti. Ég gef mér það, að hér hafi
öllu verið svarað sem um hefur verið
beðið.“
Spurning: — Hvers vegna ætti það
að vera? Þú skrifaðir tvær greinar í
Morgunblaðið í þytjun mánaðarins,
þú varst í ítarlegu viðtali við Stöð 2
og einnig í DV og reynt að útskýra
nákvæmlega þessa sömu hluti, án
þess að fólk hafi lagt trúnað á skýr-
ingar þínar, ekki heldur samflokks-
menn þínir. Þú hefur fengið stuðn-
ingsyfirlýsingar frá flokksfélögum í
tveimur kjördæmum, þínu eigin og
bróður þíns á Austurlandi. Félag
ftjálslyndra jafnaðarmanna, ung-
kratar í Reykjavík og varaformaður
Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur
hafa verið mjög gagnrýnin á þig
opinberlega. Er ekki augljöst að
stuðningur við þig innan Alþýðu-
flokksins er ákaflega rýr?
Svar: „Við skulum halda til haga
spurningum af þessum toga, sem eru
ágætar. Þú gefur þér forsendur í
þinni spurningu, þar sem þú heldur
því fram að stuðningur við mig innan
Alþýðuflokksins sé ákaflega rýr. Ég
fullyrði hið gagnstæða. Eg fullyrði
hið gagnstæða og segi það, að ég á
mjög ríkan og góðan stuðning í Al-
þýðuflokknum og hann fer vaxandi.
Það voru ákveðnir einstaklingar inn-
an flokksins, stjórn eins flokksfé-
lags, sem báðu um viðbótarskýringar
— hér eru þær og ég geng út frá
því sem vísu að um þetta verði altæk
sátt í Alþýðuflokknum og hann
standist skemmdarverk.“
Spurning: — En er ekki útilokað
fyrir þig, Guðmundur Árni, að ganga
út frá því sem forsendu, að þessi
skýrsla verði tekin góð og gild sem
syndaaflausn þín? Er það ekki eins-
dæmi í nútímastjórnmálasögu að
ráðherra eftir svo skamma setu, sitji
uppi með annan eins ávirðingalista
og þú nú gerir?
Svar: „Ég hef nákvæmlega farið
yfir stöðu mála ... (Innskot blaða-
manns: Alveg eins og þú hefur áður
gert.) Það er auðvitað ekkert endan-
legt til í lífínu, Agnes, ekkert frekar
en það, að þínar skoðanir eru öllum
lýðum ljósar, því þú hefur sem blaða-
maður lýst yfir þínum persónulegu
skoðunum á þessum málum, og segir
að ég eigi að víkja. Þú mátt eiga þær
auðvitað og ég geri engar athuga-
semdir við það. Á sama hátt auðvitað
vænti ég þess, að hver og einn ein-
staklingur meti þau málsatvik sem
hér eru rakin á málefnalegum grund-
velli. Hér er farið mjög ítarlega út í
þessi mál og gerð grein fyrir þeim.
Það reynir auðvitað verulega á
fjölmiðla í þessu landi, að gera ná-
kvæmlega efnislega grein fyrir atrið-
um málsins, sem mér finnst stundum
að hafi ekki tekist sem skyldi. Held-
ur hafi aukaatriði verið gerð að aðal-
atriði og öfugt. Þess vegna segi ég
það, að ef almenningur fær heillega
mynd af þessum skýringum hér, þá
hef ég á því trú að hann skilji og
ég fái stuðning frá fólkinu."
Spurning: — En nú eru það þín
orð, gegn orðum annarra. Það stang-
ast á í tveimur atriðum, það sem þú
segir um íbúðir á vegum Hafnar-
íjarðarbæjar og að þú hafir hvergi
komið nálægt úthlutun þeirra, við
það sem núverandi bæjarstjóri segir.
Orðum hvers á að trúa?
Svar: „Ég vil nú vekja athygli á
því, að núverandi bæjarstjóri var
ekki vinnandi á bæjarskrifstofum
Háfnarljarðar á þessum tíma. Ég
vísa til þeirra starfsmanna sem fóru
með þessi mál. Þeir eru eftir því sem
ég best veit, á sínum stað.“
Spurning: — í heilbrigðisráðuneyt-
inu er greint frá því að skýrsla
Hrafnkels Áskelssonar, lögfræðings,
sem vann á þínum vegum ákveðið
verk, sé ekki til í ráðuneytinu. Þú
segir að skýrslan sé til í ráðuneyt-
inu. Hvetjum á maður að trúa? Hvar
er þessi skýrsla?
Svar: „Ég sé nú ekki um skjala-
vörslu í heilbrigðisráðuneytinu. Þessi
skýrsla er til í ráðuneytinu og ég
hygg, að ef þið spyijið núverandi
heilbrigðisráðherra um hana, þá sé
hann með liana í sínum fórum. Auð-
vitað er skýrslan til í heilbrigðisráðu-
neytinu.“
Spurning: — Hvers vegna er hún
þá ekki aðgengileg, til dæmis fyrir
fjölmiðla?
Svar: „Skýrslur sem unnar eru
fyrir ráðherra, sem undirbúningur
að lagasetningu, þærgeta ekki heyrt
undir plögg sem eiga að vera opin-
ber. Skýrslan er á vísum stað og
hafi hún misfarist í ráðuneytinu, þá
er auðvitað hægt að fá annað eintak
af henni.“
Spurning: — Margt sem þú segir
í langri greinargerð þinni, hefur þú