Morgunblaðið - 27.09.1994, Side 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
WtÆKOAUGL YSINGAR
Sölustarf
Óskum eftir góðu sölufólki fyrir
GULU BÓKINA 1995. Gerum kröfu um
ástundun og nákvæmni. Um er að ræða
bæði síma- og farandsölu.
Miklir tekjumöguleikar. •
Vinsamlega pantið viðtalstíma í síma
689938. Meðmæla óskað.
Lífog sagahf.,
Suðurlandsbraut 20.
Vélstjóri/vélvirki
Soffanías Cecilsson hf., Grundarfirði, óskar
að ráða vélstjóra eða vélvirkja til starfa. Hjá
fyrirtækinu starfa 50-80 manns. Starfsemin
felst í útgerð þriggja báta ásamt fiskvinnslu o.fl.
Starfið felst í umsjón með viðhaldi báta, fisk-
vinnsluvéla og annarra tækja fyrirtækisins.
Við leitum að traustum, reglusömum og
skipulögðum starfsmanni sem getur unnið
langan vinnudag gerist þess þörf.
I boði er gott framtíðarstarf.
Nánari upplýsingar veitir Torfi Markússon í
síma 91-616688 frá kl. 9-12.
Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til
Ráðgarðs merktar viðkomandi starfi fyrir 1.
október nk.
RÁÐGARÐUR hf.
STJÓRNUNAR OG REKSTRARRÁÐGJÖF
NÓATÚN 17105 REYKJAVÍK SÍMI616688
Ferðaþjónusta
Duglegur og reglusamur 45 ára maður sem
hefur unnið sjálfstætt við góðan orðstír sl.
20 ár við inn- og útflutning óskar að breyta
til og hasla sér völl á nýjum vettvangi. Er
vanur að taka ákvarðanir, vel kynntur í við-
skiptalífinu og hefur góð sambönd víða í þjóð-
félaginu, óskar eftir að komast í samband
við trausta starfandi aðila í ferðamannaiðn-
aðinum. Góð tungumálakunnátta.
Getur útvegað gott tölvuvætt skrifstofuhús-
næði á góðum stað í Reykjavík og er tilbúinn
að leggja fram fjármagn-og vinnu í sam-
starfi við rétta aðila.
Farið verður með öll svör sem trúnaðarmál.
Áhugasamir sendi upplýsingar til afgreiðslu
Mbl. fyrir 5. október merktar:
„Ferðaþjónusta - 1994.
Mosfellsbær
Foreldrar athugið
Gæsluvöllur á lóð leikskólans Reykjakots
verður lokaður frá og með 1. október 1994.
Frá og með þeim tíma er foreldrum bent á
gæsluvöllinn við Njarðarholt sem er opinn
frá kl. 9.00-12.00 og frá kl. 13.00-16.00.
Eftir 15. október 1994 er völlurinn einungis
opinn eftir hádegi.
Félagsmálastjóri.
SAMBAND VEITINGA- OG CISTIHUSA
THE ICELANDIC HOTEL AND RESTAURANT ASSOCIATION
HAFNARSTRÆTI 20 • 101 REYKJAVÍK
SÍMAR: 27410 & 621410 • TELEFAX 27478
Aðalfundur
Aðalfundur Sambands veitinga- og gistihúsa
1994 verður haldinn á Flug-Hóteli í Keflavík
12. og 13. október.
Upplýsingar og skráning þátttakenda eru á
skrifstofu SVG í símum 27410 og 621410.
GREININGAR- OG RÁÐGJAFAR-
STÖÐ RÍKISINS
Námskeið um:
Siðfræði og samskipti í
starfi með börnum
í Háskólabíói 7. og 8. október 1994
Dagskrá:
Föstudagur 7. október.
Kl. 8.00-9.00. Afhending námskeiðsgagna.
Kl. 9.00-9.10.
Setning. Stefán Hreiðarsson, forstöðumaður.
Ávarp. Margrét Margeirsdóttir, formaður stjórnar
Greiningarstöðvar.
Kl. 9.10-9.40.
Fósturgreining - fóstureyðing?
Kristleifur Kristjánsson, barnalæknir.
Kl. 9.40-10.10.
Meðferð mikilla fyrirbura - hve langt getum við gengið?
Atli Dagbjartsson, barnalæknir.
Kl. 10.10-10.30. Kaffihlé.
Kl. 10.30-11.00.
Læknismeðferð alvarlega fatlaðra - til hvers?
Sveinn Már Gunnarsson, barnalæknir.
Kl. 11.00-11.30.
Höfum við rétt til að velja iíf?
Vilhjálmur Árnason, heimspekingur.
Kl. 11.30-12.00.
Umræður og spurningar til fyrirlesara.
Kl. 12.00-13.15. Matarhlé.
Kl. 13.15-13.50.
Grunur um fötlun - hvað tekur við?
Stefán Hreiðarsson, forstöðumaður.
Kl. 13.50-14.25.
Greining og meðferð - nei takk!
Gyða Haraldsdóttir, sálfræðingur.
Kl. 14.25-15.00.
Barnaverndarsjónarmið í starfi með fötluðum.
Þorgeir Magnússon, sálfræðingur.
Kl. 15.00-15.30. Kaffihlé.
Kl. 15.30-16.15.
Að stjórna Iffi annarra.
Lára Björnsdóttir, félagsmálastjóri Reykjavíkur.
Laugardagur 8. október.
Kl. 9.00-9.30.
Samskipti fagfólks - samvinna eða samkeppni?
Þór Þórarinsson, framkvæmdastjóri.
Kl. 9.30-10.00.
Siðfræði þjálfunar - er meira alltaf betra?
Sigríður Lóa Jónsdóttir, sálfræðingur.
Kl. 10.00-10.30. Kaffihlé.
Kl. 10.30-11.00.
Samskipti foreldra og fagfólks - hver ræður ferðinni?
Þuríður Maggý Magnúsdóttir, félagsráðgjafi.
Kl. 11.00-11.30.
Samskipti foreldra og fagfólks - sjónarhorn foreldris.
Ingibjörg Auðunsdóttir, foreldri.
Kl. 11.30-12.00.
Umræður og spurningar til fyrirlesara.
Kl. 12.00-13.15. Matarhlé.
Kl. 13.15-13.50.
Umönnun barna með langvinna sjúkdóma.
Guðrún Ragnars, hjúkrunarfræðingur.
Kl. 13.50-14.25.
Þegar barn deyr.
Séra Sigfinnur Þorleifsson, sjúkrahúsprestur.
Kl. 14.25-15.00.
Viðbrögð við áföllum - hvað er eðlilegt?
Tómas Zoéga, geðlæknir.
Kl. 15.00-15.30. Kaffihlé.
Kl. 15.30-16.15.
Álag í starfi - kulnun.
Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur.
Þátttaka tilkynnist á Greiningarstöð, sími 641744, í síð-
asta lagi 4. október. Þátttökugjald er kr. 6.500 og er
kaffi og meðlæti árdegis og síðdegis innifalið.
Skólanemum, t.d. við Háskólann, Þroskaþjálfaskólann,
Kennaraháskólann og Fósturskólann, gefst tækifæri til
þátttöku fyrir kr. 3.000. Nauðsynlegt er að tilkynna
þátttöku fyrirfram.
Skútuvogur 1 - heild 3
Atvinnuhúsnæði
Höfum fengið í sölu tvær nýjar samliggjandi
einingar, hvora um 180 fm. Á húsnæðinu eru
tvær stórar innkeyrsluhurðir. Eignirnar seljast
í einu eða tvennu lagi. Eignin er öll mjög vönd-
uð og er til afhendingar strax. Húsið stendur
stutt frá aðalumferðaræðum borgarinnar,
framtíðarstaður (næsta hús við IKEA), eitt
stærsta verslunarsvæði innan Elliðaár.
Hagstætt verð. Allar nánari upplýsingar veitir
Fasteignasalan EIGNABORG,
Hamraborg 12, Kópavogi,
sími 641500.
HUSNÆÐISNEFND REYKJAVÍKUR
SUÐURLANDSBRAUT 30-108 REYKJAVÍK
SÍMI 681240 - FAX 679640
Útboð
Húsnæðisnefnd Reykjavíkur óskar eftir til-
boðum í eftirtalda verkþætti:
1. Útihurðir fyrir 58 íbúðir í Rimahverfi,
Grafarvogi.
2. Jarðvinna undir 11 fjölbýlishús við
Dvergaborgir og Goðaborgir í Grafar-
vogi. Áætlaður uppgröftur 7000 m3.
yerktími október 1994 til maí 1995.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu HNR,
Suðurlandsbraut 30, gegn 5000,- kr. skila-
tryggingu.
Tilboðin verða opnuð þriðjudaginn 4. október
kl. 15.00 á sama stað.
Húsnæðisnefnd Reykjavíkur.
Ósóttur stórvinningur
Lottóvinningur að upphæð kr. 5.202.160,-
var seldur í Happahúsinu í Kringlunni laugar-
daginn 10. september kl. 15.31. Vinningurinn
kom á 10 raða sjálfvalsmiða. Vinningstölurn-
ar eru 14 18 24 30 34. Einhver er ríkari en
hann hyggur.
Happahúsið.
Byggðarmerki
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps, Borgar-
firði eystra, auglýsir eftir hugmyndum að
merki fyrir sveitarfélagið.
Merkið þarf að vera í samræmi við reglur
félagsmálaráðuneytisins um byggðarmerki.
Tillögur þurfa að berast oddvita Borgarfjarð-
arhrepps fyrir 1. nóvember nk. ásamt nafni
tillögumanns í lokuðu umslagi.
Verðlaun, kr. 50.000, verða veitt fyrir tillögu
að merki sem notað yrði.
Uppboð
Framhald uppboös á eftirtöldum eignum verður háö á þeim sjálf-
um sem hér segir:
Birkilundur 4, Húsafelli, spilda, Borgarfjs., þingi. eig. Sigurður Örn
Brynjólfsson og Fjóla Rögnvaldsdóttir, gerðarbeiðandi Sýslumaður-
inn í Hafnarfirði, 4. október 1994 kl. 10.45.
Hagamelur 9, Skilmannahreppi, þingl. eig. Ragnar Berg Gíslason
og Elín Eygló Sigurjónsdóttir, berðarbeiðandi Húsnæðisstofnun ríkis-
ins, 4. október 1994 kl. 14.00.
Kveldúlfsgata 15, Borgarnesi, þingl. eig. Ágúst Guðmundsson, gerð-
arbeiðandi Iðnlánasjóður, 4. október 1994 kl. 15.00.
Réttarholt 6, Borgarnesi, þingl. eig. Hulda K. Harðardóttir og José
A. Rodriques Lora, gerðarbeiðendur, Húsnæðisstofnun ríkisins,
Kaupfélag Borgfirðinga og Lífeyrissjóður Vesturlands, 4. október
1994 kl. 15.30.
Sýslumaðurinn í Borgarnesi,
26. september 1994.
FÉLAGSSTARF
Aðalfundur
sjálfstæðismanna í Bakka- og
Stekkjahverfi, Breiðholti,
verður haldinn í félagsheimili Sjálfstæðisfélaganna í Breiöholti í Álfa-
bakka 14A, laugardaginn 8. október nk. kl. 11.00 árdegis.
Venjuleg aöalfundarstörf.
Gestur fundarins verður hr. Geir Haarde, alþingismaður.
Stjórnin.