Morgunblaðið - 27.09.1994, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1994 35
MINNINGAR
kvartaði hann yfír því að þurfa að
vinna þótt stundum væri vart hundi
út sigandi í kulda og trekki.
Þegar ég hafði tekið þá ákvörðun
að læra húsasmíðar og var í at-
vinnuleit var Eggert sjálfstætt
starfandi og var ekki að sökurr að
spyrja. Hann útvegaði okur verk-
efni það sumarið á milli skólaanna
hjá mér. Aldrei fæ ég fullþakkað
handleiðslu hans er hann kenndi
mér fyrstu handtökin í útismíðinni.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi
að eignast Eggert að vini og kom
það best fram í því hve áhugasam-
ur hann var um velgengni mína.
Þegar við hjónin fluttumst erlendis
um tíma hvatti hann mig eindregið
til fararinnar og hann munaði ekk-
ert um að koma akandi rúma 400
km á hraðbrautum Þýskalands er
hann og fjölskylda hans dvöldu þar
í sumarleyfí.
Eftir að við fluttumst heim aftur
hóf ég störf sem sjálfstætt starf-
andi húsasmíðameistari og var
hvatningin og stuðningurinn frá
Eggert hreint ómetanlegur. Hann
var sífellt að athuga hvort ég vildi
ekki athuga um þetta eða hitt verk-
efnið því að hann vissi að það ætti
að framkvæmast. Þau eru ófá verk-
efnin sem þannig rötuðu inn á borð
til mín og er slíkur erindreki sem
Eggert vandfundinn.
Eitt var þó í huga Eggerts það
dýrmætasta sem hver maður getur
eignast en það var trúin á Jesúm
Krist.
Elsku Alda, Magga, Guðbjöm og
Stína, megi góður Guð styrlq'a ykk-
ur og blessa á þessari kveðjustund
sem og um ókomin ár.
Með sínum dauða’ hann deyddi
dauðann og sigur vann,
makt hans og afli eyddi,
ekkert mig skaða kann;
þó leggist lík í jðrðu
lifir mín sála fri,
hún mætir aldrei hörðu
himneskri sælu í.
Hreiðar Örn Gestsson.
Kveðja frá KFUM
í Reykjavik
Vertu fús bæði og frár
til að framkvæma allt
sem þú finnur að rétt styður mál...
Þessar ljóðlínur sr. Friðriks koma
upp í hugann þegar ég minnist vin-
ar míns, Eggerts Theódórssonar.
Til hinstu stundar var hann brenn-
andi í andanum og fús að leggja
hveiju góðu máli lið eftir föngum.
Hann gat verið óþolinmóður ef hon-
um fannst aðrir svifaseinir - hvort
sem var í ákvarðanatöku eða við
-vinnu. Hann var ákafur en þó fyrst
og fremst sannur í hveiju sem hann
sinnti.
Fyrir tveimur áratugum brotnaði
Eggert illa í vinnuslysi við byggingu
íþróttahússins í Vatnaskógi og var
marga mánuði á sjúkrahúsi. Sjálf-
sagt lýsir það manninum einna best
að hann var varla fyrr kominn á
fætur en hann fór upp í Skóg að
vinna af slíku kappi að fullfrískir,
yngri menn höfðu ekki við honum.
Eggert var stórhuga og stundum
fannst honum ekki nógu vasklega
gengið fram. Um heilindi hans
þurfti aldrei að efast. Fyndist hon-
um eitthvað aðfinnsluvert lét hann
það heyrast en var einnig óspar á
hvatningu.
Við í KFUM söknum góðs félaga
en við kveðjum hann ekki í óvisssu
heldur öruggri von eiiífs lífs. Hann
sofnaði snögglega að loknum löng-
um starfsdegi. Við þökkum Guði
fyrir að hann skuli fá að vakna í
dýrð himnanna og lifa með Drottni
að eilífu.
Ég kynntist fjölskyldu Eggerts á
unglingsárunum gegnum Margréti
dóttur þeirra Öldu. Alla tíð síðan
hafa þau öll reynst mér'sannir og
traustir vinir og fyrir það vil ég
þakka um leið og ég votta fjölskyld-
unni samúð mína.
Eggert valdi ungur að fylgja Jesú
Kristi. Áhuginn og eldmóðurinn
entust þangað til kallið kom. Þótt
líkaminn hrömaði var andinn ávallt
reiðubúinn og sálin heil og heit.
Hann lifði svo sannarlega eftir
hvatningu sr. Friðriks:
... láttu æskunnar ár
verða ævinnar salt
svo að aldregi sljóvgist þín sál.
Guð blessi minningu góðs drengs.
Ólafur Jóhannsson.
Fleirí minmngargreinar um
Eggert Theodórsson bíða birt-
ingar ogmunu birtast í blaðinu
næstu daga.
t
Bróðir minn og föðurbróðir okkar,
HALLDÓR HÁKONARSON
frá Hafþórsstöðum,
Norðurárdal,
sfðast til heimilis á
Elli- og hjúkrunarheimilínu Grund,
lést mánudaginn 26. september.
Jarðarförin fer fram frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 4. október
kl. 13.30.
Metta Hákonardóttir,
Ingibjörg Hermannsdóttir,
Hákon Sigurjónsson.
t
Eiginmaður minn og faðir okkar,
HARALDURSTEFÁNSSON,
Háteigsvegi 48,
Reykjavik,
lést f Hjúkrunarheimilinu Skjóli
25. september.
Jarðarförin auglýst sfðar.
Jenný Magnúsdóttir,
Guðlaug Haraldsdóttir, Helgi Már Haraldsson.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug
við andlát og útför
ÓLAFS SKAFTASONAR,
Hátúni 12,
Reykjavík,
og
EVU SKAFTADÓTTUR,
Skólabraut 3,
Seltjarnarnesi.
Gunnar Skaftason og fjölskylda,
Ólöf Helga Guðmundsdóttir og fjölskylda
t
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við
fráfall eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
RÓSU B. SVEINSDÓTTUR,
Suðurbraut 4,
Hofsósi.
Gunnar Stefánsson,
Þóra Gunnarsdóttir, Garðar Ól. Schram,
Sverrir Gunnarsson, Guðlaug Jóhannsdóttir,
Guðlaug Gunnarsdóttir, Sœvar Einarsson,
Loftur Gunnarsson, Erlendsfna Helgadóttir,
Stefán Gunnarsson, Stefanfa Guðmundsdóttir,
Ásdfs Gunnarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Þökkum auðsýnda samúð og hlýjan hug
við andlát og útför móður okkar,
ÓLÍNU PÉTURSDÓTTUR.
Þorsteinn Þorsteinsson,
Valgerður Þorsteinsdóttir,
Pétur Þorsteinsson.
Lokað
Vegna útfarar SVANHILDAR HJALTADÓTTUR
verður afgreiðsla sparisjóðsins í Borgartúni 18
lokuð frá kl. 12.30 þriðjudaginn 27. september.
Sparisjóður vélstjóra.
skólar/námskeið
handavinna
■ Ódýr saumanámskeið
Sparið og saumið fötin sjálf.
Mest 4 nemendur í hóp.
Faglærður kennari.
Upplýsingar f síma 17356.
■ Waldorf brúðugerð Kvöld- og helg-
amámskeið.
Upplýsingar í síma 44637.
Hildur Guðmundsdóttir.
myndmennt
■ Myndlistarnámskeið
Leiðbeini við ýmsar greinar myndlistar.
Einnig úr efnisafgöngum.
Innritun hafin í síma 611614.
Björg ísaksdóttir.
Bréfaskólanámskeið: Teiknun og
málun 1, 2, 3 og 4, Skrautskrift, Innan-
hússarkitektúr, Hýbýlafraéöi, Garðhúsa-
gerð og Teikning og föndur. Fáið sent
kynningarrit skólans án kostnaðar.
Pantanir og upplýsingar í símum 627644
og 668333 eða póstbox 1464, 121
Reykjavík.
■ Keramik-námskeið
Keramik-námskeiðin á Hulduhólum í
Mosfellsbæ hefjast í byrjun október.
Byrjendaflokkar og framhaldsflokkar.
Uppl. í síma 666194.
Steinunn Marteinsdóttir.
tölvur
■ Tölvu- og verkfræðiþjónustan,
Grensásvegi 16, s. 688090.
Tölvunámskeið sem hefjast næstu
daga:
■ QuarkXPress umbrot. 15 klst.
námskeið um umbrot auglýsinga, bæk-
linga og fréttabréfa fyrir Macintosh- og
Windows-notendur. 3.-7. október kl.
13-16.
■ Access-gagnagrunnurinn. 15
klst. námskeið um jiennan fjölhæfa
gagnagrunn fyrir Windows. 3.-7. októ-
ber kl. 16-19.
■ Umsjón tölvuneta. 48 klst. hagnýtt
námskeið um rekstur netkerfa. Einu sinni
í viku í 16 vikur á þriðjudagskvöldum.
Hefst í dag þriðjudaginn 27. september.
Tölvu- og verkfræðiþjónustan,
Grensásvegi 16, s. 688090.
STJÓRNUNARFÉIAGS ISLANDS
OG NÝHERJA
69 77 69 CQ>
62 1 O 66 NÝHERJI
□ Tölvuskóli í fararbroddi
ÖU hagnýt tölvunámskeið. Fáðu senda
nýju námsskrána.
■ Tölvunámskeið
- Windows 3.1.
- Word 6.0 fyrir Windows og Macin-
tosh.
- WordPerfect 6.0 fyrir Windows.
- Excel 5.0 fyrir Windows og Macin-
tosh.
- PageMaker 5.0 fyrir Windows/Mac-
intosh.
- Access 2.0 fyrir Windows.
- Paradox fyrir Windows.
- PowerPoint 4.0 fyrir Windows/Mac-
intosh.
- Tölvubókhald.
- NoveU námskeið fyrir netstjóra.
- Word og Excel uppfærsla og fram-
hald.
- Unglinganám.
- Windows forritun.
Kennt er á nýjustu útgáfur og veglegar
kennslubækur fylgja öUum námskeiðum.
Upplýsingar og skráning í síma 616699.
Tölvuskóli Rcykiavíkur
™ Borgartuni 28. simi 616699
tónllst
■ Píanókennsla
Kenni byrjendum á píanó og hljómborð.
Upplýsingar í síma 619125.
Sigriður Kolbeins.
■ Pianókennsla. Kenni bömum og
fuUorðnum. Tónfræðikennsla innifalin.
Sími 73277 þriðjud. og föstud. kl. 13-18.
Guðrún Birna Hannesdóttir.
tungumál
ENSKUSKÓLINN
Túngötu 5.
¥
Hin vinsælu 7 og 12 vikna enskunám-
skeið eru að hefjast.
★ Áhersla á talmál.
★ 10 nemendur hámark í bekk.
★ 10 kunnáttustig.
Einnig er í boói:
Viðskiptaenska, rituð enska, umræðu-
hópar, tofel-undirbúningur, stuðnings-
kennsla fyrir unglinga og enska fyrir
bðrn 4-12 ára.
★ Enskir sérmenntaðir kennarar.
★ Markviss kennsla í vinalegu
umhvérfi.
Hafðu samband og fáðu frekari
upplýsingar í síma 25900.
ýmislegt
■ Alþjóðlegir pennavinir Internat-
iona! Pen Friends útvegar þér a.m.k 14
jafnaldra pennavini frá ýmsum löndum,
sem skrifa á ensku. Einnig á sama hátt
sem skrifa á frönsku, þýsku, spænsku
og portúgölsku. 300.000 manns í 210
löndum.
I.P.F., pósthólf 4276,
124 Reykjavik. Sfmi 988 18181.
■ Hver laug þessu að þér? Nám-
skeið fyrir blekkta og svekkta.
Lífefli - gestalt.
Sálfræöiþjónusta,
Gunnars Gunnarss.,
sími 641803.
■ Ljósheimar. Vetramámskeið Ljós-
heima hefst helgina 8.-9. okt. Kennd ’
eru grunnatriði Guðspeki og að lifa and-
legu lífi.
Upplýsingar og skráning í sím-
um 624464 og 674373.
■ Ættfræðinámskeið
5-7 vikna hefjast eftir miðjan sept. Frá-
bær rannsóknaraðstaöa. Tek saman
ættir og hef á annað hundrað ættfræði-
og æviskrárrita til sölu.
Ættfræðiþjónustan,
Brautarh. 4, s. 27100 / 22275.
Hlemmi 5, 2. hæð, 105 Reykjavík.
Opið alla virka daga frá kl. 10-15.
Simi: 91-629750. Myndsendir:
91-629752. Rafpóstur:
brefask ismennt.is.
Sendum i póstkröfu um allt land.
tómstundir
■ Bridsskólinn
Framhaldsnámskeið hefst á funmtudag-
inn. Upplýsingar og innritun í síma
812607 daglega milli kl. 14.00 og 18.00.