Morgunblaðið - 27.09.1994, Page 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
AL.LAR pý&UFS-
\/Hýnpií> sem m Efrf
oo
>‘Ó6þÆ£Éeu\ %þ£tlZFA&IMEÞ
\Auafleins A
S/cePNUHrJ-
Grettir
Smáfólk
UJHAT D\D SHE
5AT, MARCIE?
SHE U)AS
QUOTINÖ
FROM IKIN65,
CHAPTER 18,
VERSE 26..
"BUT THERE WA5 NOT A
SOUND/NO ONE ANSWERED,
ANP NOT ANYONE L15TENED"
PRETTY 50BTLE, MA'AM.
Hvað sagði
Magga?
Hún var að vitna „En það heyrðist ekki hljóð; eng-
í 28. kafla, 26. vers inn svaraði og enginn hlustaði."
í Konungabók 1.
Fremur erfitt að skilja, kenn-
ari.
JHov0im6IaM>
BRÉF
TEL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími691I00# Símbréf 691329
Ferðalög á íslandi
Smáblettir til áningar við vegi
Frá Sveini Ólafssyni:
ÞEGAR ferðast er um landið verður
fljótt ljóst, að víðast í byggðum er
land girt alveg út að vegum og
skurðir gjarnan við veginn, svo óvíða
er svigrúm til að fara út fyrir ak-
vegi til að á, eins og það hét, þegar
hesturinn var aðal samgönguhjálpin.
Vegargerðin hefur gert virðingar-
vert átak í vaxandi mæli til að útbúa
áningarstaði við vegi með traustum
bekkjum og borðum. Ber að lofa
þetta sem gott spor í framfaraátt
fyrir ferðalanga, sem vilja „sækja
ísland heim“ eins og fundið var upp
nýlega að kalla innanlandsferðalög.
Sá ljóður er þó á þessu, að það vant-
ar að geta í róleguheitum sezt eða
lagst niður aðeins frá umferðinni á
skjólsömum stöðum, lautum eða
geilum eða undir brekkum og notið
rólegrar stundar - ekki til að tjalda
endilega,- en bara njóta náttúrunnar
og slappa af og kannski borða nesti
með fjölskyldunni og bömunum.
Slíkt er varla hægt að ætlast til að
vegagerðin fari að fást við, hitt sem
þegar er gert af hennar hálfu, virð-
ist með allri sanngirni vera innan
ramma hennar verkefna og varla
rétt að ætlast til meira.
Sumsstaðar eru svona möguleikar
frá náttúrunnar hendi, t.d. í Grafn-
ingi víða og í heiðarlöndum og t.d.
í hrauninu víða við Suðurnesjaveginn
og sumsstaðar við veginn vestur á
Mýrum og Snæfellsnesi og sennilega
víðar. - Einn staður hefur verið útbú-
inn sérstaklega, að því er virðist, til
svona hluta, en það er rétt þegar
komið er niður brekkuna að Nesja-
völlum. Þar er dálítið bílastæði við
veginn og hægt að stoppa þar og
komast í gróið land í skjóli undir
brekkunni, og þar stoppar fólk
gjarnan og slappar af.
Áningarstaðirnir gleymdust
Ástæðan fyrir að farið er að skrifa
bréf um þetta er sú, að svo virðist,
að í því mikla ferðamálaátaki, sem
í gangi er til að auka ferðalög land-
ans innanlands, hefir þessu, sem hér
er nefnt, varla verið gefinn gaumur
eða ■ komið auga á það, að því er
virðist.
Væri ekki tilvalið, að ferðamálayf-
irvöld og t.d. ferðamálanefndir í
byggðarlögum landsins litu í kring-
um sig og huguðu að þessum hlutum
í sínu nágrenni? - Fýrir alla ferða-
menn er það mikið atriði, að þurfa
ekki miskunnarlaust að flengjast
langar leiðir eftir vegunum, þar sem
enginn möguleiki er til að komast
spölkorn út fyrir veginn og slappa
af. - Minnist ég grínþáttar í útvarp-
inu á sunnudegi í sumar, þar sem
þetta var sérstaklega tekið fyrir.
Líka var þar gert grín að tjaldað-
stöðu víða og allskyns ónæði og
ófriði sem þar virðist geta verið um
að ræða, svo stundum var ekki hvíld-
ar- eða svefnfriður.
Ódýr aðstaða fyrir ferðafólk
Víða hefur einmitt verið komið
upp tjaldstæðum í þéttbýli og er
útaf fyrir sig vel um það. Það dreg-
ur t.d. að erlent ferðafólk og það fer
svo í búðirnar og kaupir nesti og
nauðsynjar á stöðunum. - En t.d.
hjólreiðafólk, sem orðið er þó nokkuð
af - auk landans - þegar hann er
að ferðast um til að sjá landið sitt
- myndi án efa meta það mikils, ef
sumsStaðar á skjólsömum og aðlað-
andi stöðum, sem liggja vel við til
áningar, væru girðingar færðar lítið
eitt út á einhvetjum kafla, svo þar
fengist svona aðstaða fyrir ferða-
fólkið. - Ferðamálayfirvöld ættu að
huga að hvort ekki væri viturlegt í
sumum tilfellum að semja við bænd-
ur um þetta og skapa þannig þessa
bættu aðstöðu. Land, sem til þessa
hentar, er sjaldan beitiland eða nýti-
legt til ræktunar, það eru yfirleitt
spildur þar sem land gjarnan er vart
nýtanlegt, nema til svona hluta.
Grátlegt er að sjá á sumum stöð-
um þar sem er t.d. ógirt kjarr- eða
skóglendi, að sett hafa verið upp
spjöld við vegina, þar sem landeig-
endur banna að farið sé út fyrir
veginn. - Virðist frekar að þeir ættu
að leyfa þetta, og setja upp í staðinn
skilti þar sem tilgreindar eru strang-
ar reglur um góða umgengni og
umhverfisvernd (skilja ekki eftir rusl
o.þ.h.), og heitið á þegnskap ferða-
manna í þessu tilliti. - Þetta ættu
ferðamálayfirvöld líka að athuga og
vita hvort hér er ekki möguleiki á
samvinnu við landeigendurna á
grundvelli gagnkvæms skilning. Þau
gætu t.d. hjálpað til í samráði við
umhverfisyfirvöld að hafa eftirlit á
svona stöðum, sem sinnt væri af
eftirlitsmönnum, sem færu um land-
ið yfir sumarið (sumarvinna) og
þyrftu því ekki að vera margir í slíku.
En gætu gert mikið gagn hér við
að halda aga á hlutunum.
Þetta er hérmeð sett fram til vin-
samlegrar athugunar fyrir ferðamá-
lyfirvöld og aðra þá sem hafa áhuga
á þeim málum. - Þetta er ekki hugs-
að sem neitt áhlaupsverk, heldur að
byijað væri smátt á þessu, og þá
gæti þetta orðið einn af þeim kost-
um, sem gerðu ísland meira aðlað-
andi fyrir ferðalög bæði fyrir íslend-
inga sjálfa og ferðalanga erlendis
frá, - en þeir gefa okkur tekjur -
og því meiri sem fleiri koma.
SVEINN ÓLAFSSON,
Furugrund 70, Kópavogi.
Svar við opnu
bréfi til SPRON
í FRAMHALDI af opnu bréfí Hugo Biður sparisjóðurinn hér með
Þórissonar til Sparisjóðs Reykjavík- foreldra þeirra barna og unglinga
ur og nágrennis sem birtist í Morg- sem eru félagar í Start-unglinga-
unblaðinu 24. september sl. vill þjónustu sparisjóðsins afsökunar á
sparisjóðurinn taka fram að við þessu.
útsendingu umrædds bréfs til fé-
laga í Start-unglingaþjónustu Virðingarfyllst,
sparisjóðsins voru gerð ákveðin SPARISJÓÐUR REYKJAVIKUR OG
mistök. NÁGRENNIS.