Morgunblaðið - 27.09.1994, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1994 43
FÓLK í FRÉTTUM
Nafnastríð
og fjölmiðlafár
WOODY Allen er ævareiður
um þessar mundir vegna
þess að fyrrverandi sam-
býliskona hans, Mia
Farrow, hefur breytt
nöfnum barna þeirra
eftir að slitnaði upp
úr sambandi hennar
og Allens með miklum
látum og fjölmiðlafári
á sínum tíma. Mia hefúr
enn ekki breytt nöfnum
barnanna á lögformlegan hátt,
en er hins vegar farin að kalla sex
ára gamlan son þeirra Seamus,
en hann heitir réttu nafni Satc-
hel. Þá hefur hún í rúmt ár kallað
Dylan, hina átta ára gömlu kjör-
dóttur þeirra, Elizu, en Mia ásak-
aði Allen um að hafa beitt hana
ofbeldi árið 1992. Allen hefur ekki
haft neitt samband við Dylan upp
á síðkastið, en hann heldur áfram
að kalla soninn Satchel og gagn-
rýnir Miu harðlega fyrir nafn-
breytinguna.
MIA Farrow og Woody Allen með Satchel t.v. og
Dylan á meðan allt lék i lyndi árið 1988.
Naomi
Campbel 1
skapand
listamaður?
► OFURFYRIRSÆTAN Naomi
Campbell kemur víða við um
þessar mundir. Hún hefur nýlega
sent frá sér skáldsögu, Swan, og
þessa dagana er hún að senda
frá sér sinn fyrsta geisladisk sem
heitir Baby Woman. Fyrirsætan
er nú á sex vikna ferðalagi um
Evrópu til kynningar á diskinum
og skáldsögunni. Margir hafa
efast um að Campbeli hafi sjálf
skrifað skáldsöguna, og nýlega
viðurkenndi starfsmaður lijá út-
gáfufyrirtækinu Heineman, að
það hafi verið kona að nafni
Caroline Upcher sem hafi skrifað
söguna eftir að útgáfufyrirtækið
hafði samið við Campbell. Hin
24 ára gamla fyrirsæta fékk eft-
ir þvi sem sögur herma sem svar-
ar fjórtán milljónum króna í fyr-
irframgreiðslu fyrir söguna, sem
er spennusaga um, jú einmitt,
ofurfyrirsætu. Talsmaður fyrir-
sætunnar segir að með útgáfu
bókarinnar og geisladisksins hafi
hún loksins fengið tækifæri til
að skapa eitthvað sjálf. Hvað
þátt Caroline Upcher i gerð sög-
unnar varðar segir talsmaðurinn
að Campbell hafi átt mestan þátt
i að búa til söguþráðinn og móta
persónurnar i bókinni, en hann
bendir jafnframt á að algengt sé
að gefnar séu út bækur sem svo-
kallaðir „draugahöfundar" skrifi
eins og gert hafi verið í þessu
tilfelli.
Heiður
himinn
►TOMMY
Lee Jones
fer með hlut-
verk herfor-
ingja í kvik-
myndinni
Blue Sky
sem nýlega
var frum-
sýnd í
Bandaríkj-
unum, en
myndinn fjallar um fjölskyldulíf
herforingja í bandarískri herstöð
á sjöunda áratugnum. Þunga-
miðja myndarinnar er hin tilfinn-
ingalega bælda eiginkona her-
foringjans, en með hlutverk
hennar fer Jessica Lange og þyk-
ir hún fara á kostum í mynd-
inni. Þá þykir Tommy Lee sjálfur
standa sig með mestu prýði í
myndinni.
- kjarni málsins!
Off nú er haxin
tvöfaldur!
Veröur hann
100
milljónir?
Grilljónauppskrift Emils:
1. Skundaðu á næsta
sölustað íslenskrar getspár.
2. Veldu réttu milljónatölumar
eða láttu sjálfvalið um getspekina.
3. Snaraðu út 20 krónum
fyrir hverja röð sem þú velur.
4. Sestu í þægilegasta stólinn
í stofunni á miðvikudagskvöldið
og horfðu á happatölurnar
þínarkrauma í Víkingalottó
pottinum í sjónvarpinu.
5. Hugsaðu um allt það sem
hægt er að gera fyrir 100 milljónir.
Verði ykkur að góðu!