Morgunblaðið - 27.09.1994, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ
UNGLINGAR
ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1994 49
Hvemig er að vera í 10. bekk?
Björn
Kristjánsson
Kristján
Benediktsson
Valgerður
Jónasdóttir
Salóme
Rúnarsdóttir
Þ AÐ ER ágætt að
vera kominn í 10.
bekk, munurinn
er ekki mikill á
milli 8., 9. og 10.
bekkjar nema val-
ið er meira í 10
bekk. Ég valdi
mér vélfræði og
matreiðslu, stærð-
fræðival og starfs-
fræðslu. En ég er
ekki farinn að
fara í þessa tíma
ennþá. Námið og
lærdómurinn virðist vera svipað og í
fyrra, nema það er auðvitað lögð mikil
áhersla á samræmdú prófin sem verða
í vor svo maður þarf að leggja aðeins
meira á sig.
ÞETTA er ágætt,
ég var að byrja í
Austurbæjarskól-
anum en var í
Öldutúnsskóla í
Hafnarfirði áður.
Mér finnst meiri
alvara í náminu
núna, það skiptir
allt meira máli í
sambandi við að
komast inn í fram-
haldsskóla og slíkt,
ábyrgðin er meiri.
Valið er mjög fjöl-
breytt,ég valdi starfsfræðslu, teiknun, og
smíði. Ég held að kennarar komi ekkert
öðruvísi framvið okkur þó við séum kom-
in í 10. bekk. Ég geri heldur ekki meiri
kröfur til kennaranna, bara að þeir kenni.
ÞETTA ER nátt-
úrlega síðasta
árið í grunnskól-
anum og mér
finnst fínt að eiga
bara þetta eina ár
eftir. Það er
skemmtilegt að
vera elstur í skól-
anum, en það fylg-
ir því líka sá galli
að það eru engir
eldri strákar til að
horfa á. Ég kviði
ekki samræmdu
prófunum, ég held að þau séu bara eins
og önnur próf. Námsefnið hefur aðeins
þyngst en ég held að 10. bekkur sé mik-
ið til upprifjun á 9. bekk.
MÉR finnst fínt að
vera komin í 10.
bekk, maður er
elstur, en þetta er
samt erfiðasti vet-
urinn í grunnskól-
anum. Eg held að
ég taki námið al-
varlegar en t.d. í
fyrra, enda veltur
á því að ná sam-
ræmdu prófunum
ef maður vill fara
í áframhaldandi
nám. Félagslífið
er eins í 10. bekk og í yngri bekkjunum
og það mætti auðvitað vera betra.
Ætlar að baka
grænar pönnukökur
Nafn: Anna María Steinarsdóttir Beek.
Heima: Reykjavík.
Aldur: 13 ára.
Hvað er það skemmtilegasta sem þú ger
ir? Það er skemmtilegast að vera með
öðrum krökkum og passa hunda.
Hvað er það leiðinlegasta sem þú
gerir? Það er leiðinlegast að læra
eðlisfræði og dönsku, en reyndar
getur það verið gaman stundum.
Hvað ætlar þú að verða þegar
þú verður stór? Mig langar til
að verða búfræðingur eða kokk-
ur. Búfræðingar umgangast ,
mikið dýr og svo finnst mér 4
gaman að elda. Mér finnst
skemmtilegast að elda
pastarétti, en bráðum ætlum við
pabbi að fara að elda grænar pönnukök-
ur. Þær eru grænar vegna þess að það er
sett spínat í þær.
Getur skólinn • verið betri en hann er?
Mér finnst skólinn góður eins og hann er
og ég sé ekki að breytinga sé þörf. Busavíxl-
ur sem tíðkuðust héma í Austurbæjarskólan-
um voru bannaðar og ég er ánægð með
það, mér fannst þær ljótar.
Hveiju myndir þú vilja breyta í þjóðfé-
laginu? Ég man ekki eftir neinu
í augnablikinu sem ég vildi
breyta.
Hvað viltu ráðleggja þeim
sem umgangast unglinga? Að
vera ekki að rífast úte af öllu við
unglingana, frekar að hjálpast að
við að leysa málin.
Hvernig er fyrirmyndarungling-
ur? Fyrirmyndarunglingur drekkur
ekki og reykir ekki, velur rétta vini
og hugsar jákvætt um framtíðina.
Réttu vinirnir eru þeir sem hvorki drekka
né reykja og stríða ekki öðrum.
Hver myndir þú vilja vera ef þú værir
ekki þú? Ef ég væri ekki ég myndi ég vilja
vera fræg söngkona t.d Whitney Huston eða
Janet Jackson.
Hver er munurinn á bolla og borði? Bolli
er brothættur, hringlóttur og lítill. Borðið
getur verið úr tré, með fjóra fætur og stórt.
Ingólfur
og Island
Ingólfur og allt hans pakk
oní ferðatösku stakk.
Frá Noregi þau héldu burt
út á hafíð slétt og kjurt.
Yfír hafíð lá nú leið,
leiðin var þeim ekki greið,
en loks er fór að nálgast land
var þar allt í hvala-bland.
Árin liðu mjög svo fljótt
Ingólfur hann byggði skjótt.
Bærinn var í Reykjavík,
en Hjörleifur var liðið lík.
Á íslandi var stofnað þing
á Þingvöllum var mikið lyng.
Alltaf komu fleiri menn
frá Haraldi þeir flúðu enn.
Þingið mun þar standa enn
en nýir eru stjómmálamenn.
ísland er nú betra bú
og þegi þú.
Hrafnhildur og Rannveig
Samtal milli Ara og
Völu um félagslífið
á Egilsstöðum
Ari: „Nei, Vala, svo þú ert mætt. Hvað
er að frétta af þér.“
Vala: „Eiginlega ekkert, nema það að
ég lá á gjörgæslu eftir slys sem henti mig
á hjólinu hennar Siggu. Þess vegna var
ég ekki heima síðasta vetur, en missti ég
af nokkru?"
Ari: „Já, kona, synd að þú varst ekki
hérna. Það var fullt af böllum, en að vísu
voru sumar hljómsveitirnar ekkert æðisleg-
ar en fólk fékk þá ágætis útrás við að ríf-
ast við söngvarann."
Vala: „Nohh, það er bara svona.“
Ari: „Það var miklu meira en þetta.
Sundlaugarpartýið, kona, ég hef sjaldan
séð andapollinn (sundlaugin) svona troðinn.
Já, og svo var gerð heiðarleg tilraun með
fýlukvöld."
Vala: „Núnú, hvað var það?“
Ari: Jú, allir sem komu þóttust vera í
vondu skapi en þeir sem fóru voru í vondu
skapi. Þetta heppnaðist rnjög vel.“
Vala: „Bíddu nú við!“
Ari: „Þú skilur. Það eru alltaf allir í
góðu skapi hérna svo við reyndum að breyta
til.“
Vala: „Jú, það hlaut að vera.“
Ari: „Þetta var nú bara brot af því sem
var um að vera síðasta vetur. Hei, ég þarf
að rúlla, sjáumst í félagsmiðstöðinni í vet-
ur.“
Valá: „Já, að sjálfsögðu. Sjáumst.
Hlynur.
„Smuga“
Albert
Piskveiðar J Guðrnn
Norsk
fluga
Helga
Björg
Smugan
með
Knstjan
Þessi
margum-
talaða
Smuga
þar sem
þeir eru j
að fiskai-
=o.
Ég veit ekki, fiskideilan
co c