Morgunblaðið - 02.10.1994, Side 1

Morgunblaðið - 02.10.1994, Side 1
96 SÍÐUR B/C/D 224. TBL. 82. ÁRG. SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS .. yTT n r>. x. Morgunblaðið/Ragnar Axelsson Fjoruleikir 1 Hafnarfirði Cardoso og Lula beijast í forsetakosningunum í Brasilíu eftir helgi Boðbera markaðsfrelsis og jafnaðar spáð sigri Rio de Janeiro, Santos, Brasilíu. Reuter, The Daily Telegraph. Veðmálin lengjja lífið FYRIR fjórum árum veðjaði William Pritchard í Kent, sem nú er 91 árs gamall, 50 pundum á að hann yrði ald- argamall. Nái hann takmarkinu fær hann fjárhæðina margfalda aftur eða 35.000 pund, nær fjórar milljónir króna! Kunnugir segja að með veðmál- inu hafi gamli maðurinn tryggt sér að ættingjarnir leggi sig alla fram við að halda honum á lífi til að auka við arf- inn. Aðrir benda á að í samfélagi þar sem aldraðir eru oft álitnir vera byrði sé með þessu búið að finna aðferð til að þeir fái verðskuldaða umönnun. Veðmangararnir heita því að beita ekki gamla fólkið óþverrabrögðum. „Við ætlum ekki að eitra fyrir neinn eða gera mönnum hverft við á nóttunni til að valda þeim hjartaslagi þegar þeir eru orðnir 99 ára.“ Munaðarlíf í steininum NÝLEGA kannaði blaðamaður aðbúnað í einu af svonefndum öryggisfangelsum Bretlands, Whitemoor. I ljós kom að fangarnir, sem oft eru liðsmenn norð- ur-írsku hryðjuverkasamtakanna IRA, njóta hvers kyns munaðar. Fangarnir þurfa ekki að greiða fyrir afnot af síma, fái þeir bólur í andlitið er þeim boðin meðferð á sólbaðsbekk fangelsisins. Til reiðu er einnig badmintonvöllur, leik- fimisalur, borðtennis, tvær sjónvarps- stofur og tómstundastofa með tækjum sem vitað er að hægt væri að nota til að undirbúa flótta. Nýlega hengdu fangarnir upp giuggatjöld í síðast- nefndu stofunni svo að verðir á gangin- um gætu ekki séð hvað fram færi. Fangarnir eru sagðir hóta vörðunum því að fengnir verði menn utan múranna til að ráðast á ástvini þeirra ef þjónustan versni. Viðvörunar- merki í þjófa TALSMAÐUR breskrar stofnunar sem fylgist með framförum í tækni og vís- indum segir að nú sé tæknilega ekkert því til fyrirstöðu að græða merki með viðvörun í likama búðarþjófa. Síðan yrði komið fyrir nemum í verslunum sem létu í sér heyra þegar dæmdur þjófur birtist. Einnig er fullyrt að koma mætti á samræmdu kerfi persónuupp- lýsinga með því að græða þær í börn strax eftir fæðingu. FORSETA- og þingkosningar fara fram í Brasilíu á morgun, mánudag, og hafa vinstri- sinnaðir verkalýðsleiðtogar í landinu efnt til víðtækra verkfalla í stálverksmiðjum, olíufyr- irtækjum og bönkum undanfarna daga og vikur. Líkur benda þó til þess að talsmaður frjálsrar markaðsstefnu, jafnaðarmaðurinn Fernando Henrique Cardoso, muni bera sigur úr býtum og segir hann verkföllin eiga sér pólitískar rætur. Mótframbjóðandi hans er landskunnur sósíalisti og verkalýðsleiðtogi, Luiz Inacio da Silva, sem gengur undir nafn- inu Lula. Cardoso hefur 46% fylgi eða rúmlega 20% forskot á Lula. Kosningabaráttunni lauk á föstudag með miklum fjöldafundum. í þriðja sæti er samkvæmt könnunum nýfasisti, lækn- irinn Eneas de Carneiro, sem heitir því að koma á lögum og reglu og berjast gegn spill- ingu. Fái enginn frambjóðandi hreinan meir- hluta verður kosið á ný milli tveggja efstu manna í nóvember. Fyrir nokkrum dögum viðurkenndi Lula nánast ósigur sinn fyrirfram með því að segja flokk sinn reiðubúinn að „eiga samstarf" við nýja ríkisstjórn eftir kosningar. Cardoso vildi ekki svara því á föstudag hvort til greina kæmi að fá menn úr flokki Lula í ríkisstjórn- ina, sagðist aðeins vilja „hæfa menn“, hvar í flokki sem þeir væru. „Og ég er ánægður með að andstæðingur minn skuli segja að við ætt- um að ræðast við eins og heiðursmenn," sagði hann. Verðbólgan niður á við Um 95 milljónir manna eru á kjörskrá og þar af eru 33-35 milljónir lítt læsar eða ólæsar. Hinum síðastnefndu er oft mútað til að kjósa með hrísgijóna- eða baunapoka. Lögregla kannaði í gær hveijir bæru ábyrgð á því að dreift var á föstudag milljónum falsaðra kjörseðla þar sem breytt hafði verið röð forsetaframbjóðenda á opinberum kjörseðlum. Með seðlunum er reynt að rugla í ríminu ólæst fólk, sem reynt hefur að leggja röðina á minnið. Cardoso er 63 ára og fyrrverandi efna- hagsráðherra. Hefur honum verið þakkað það að verðbólgan, sem var 50% á mánuði í júní, fór niður í 1,5% í septembermánuði en þetta gerði Cardoso með víðtækri áætlun í ársbyijun sem stuðla skyidi að stöðugleika í landinu. Brasilía er fjölmennasta ríki Rómönsku Ameríku; íbúarnir eru um 155 milljónir, ívið fleiri en í Rússlandi. Hafa stjórnmálaskýrend- ur spáð því að með kjöri Cordoso kunni Brasil- ía að fylgja í fótspor landa á borð við Chile, Argentínu og Mexíkó, þar sem reynt hefur verið að skjóta styrkari stoðum undir lýð- ræði, opna hagkerfið og draga úr ríkisafskipt- um í atvinnulífinu. Sigurvegara kosninganna bíður þó erfitt verk, gríðarlegur munur er á launum þeirra hæst- og lægstlaunuðu, barnaþrælkun er úr- breidd, blökkumenn og kynblendingar, sem eru samanlagt nær helmingur landsmanna, njóta ekki sömu réttinda í reynd og hvítir. Erlendar skuldir landsins eru um 132 milljarð- ar Bandaríkjadala. Fjárlagafrumvarpið 1995 18 íslendingar haga sér oft eins og frummenn þegar umhverfismál eru annars vegar © H ISLENSKIR UMHVERFISSINNAR OSKUB USKAN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.