Morgunblaðið - 02.10.1994, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 02.10.1994, Qupperneq 4
4 SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 24/9 - 30/9. ►TÆPLEGA 93,8 millj- arða kr. vantaði upp á að eignir lífeyrissjóða starfs- manna ríkis og sveitarfé- laga stæðu undir þeim réttindum sem sjóðfélag- ar höfðu áunnið sér skv. tryggingafræðilegum út- tektum sem gerðar voru á þessum sjóðum á árabil- inu 1990 til 1992. ►TÆPLEGA þriggja ára telpa var hætt komin þeg- ar hún féll niður af vegg við leikskólann Smára- lund í Hafnarfirði á þriðjudag en reim í háls- máli vindjakka sem hún var í festist í veggnum og hertist að hálsi henn- ar. Leiðbeinandi á leik- skólanum brást við og tókst að losa telpuna. Var hún marinn á hálsi en bíð- ur þó ekki varanlegan clfnrÍD nf ►ÚTTEKT sem gerð hef- ur verið á stöðu borgar- sjóðs og fyrirtækja borg- arinnar sýnir að peninga- leg staða borgarsjóðs og borgarfyrirtækja hefur versnað um rúma 5,9 milljarða kr. frá árinu 1990 til loka júní 1994. Á sama tíma hefur staða borgarsjóðs eins versnað um 8,1 milljarð. 200 millj. vantar til að skatttekjur borgarinnar standi undir rekstri á þessu ári. ►FÉLAGSMÁLARÁÐU- NEYTIÐ hefur fallist á að veita sveitiirfélögum Iengri frest en til 1. októ- ber til að taka ákvörðun um greiðslu húsaleigu- bóta. íslensku togararnir höfnuðu sekt í Tromsö FARBANN var sett á togarana Björg- úlf EA og Óttar Birting, sem teknir voru við meintar ólöglegar veiðar við Svalbarða um seinustu helgi, er þeir komu til hafnar í Tromsö í fylgd norsks strandgæsluskips. Útgerðir skipanna höfnuðu dómssátt og greiðslu sektar en á miðvikudag gerðu norsk yfirvöld útgerðunum að leggja fram rúmlega 30 millj. kr. bankaábyrgð áður en þau fengju að láta úr höfn. Útgerð Björg- úlfs gekk strax frá bankaábyrgðinni og hélt togarinn úr höfn en Landsbank- inn synjaði útgerð Óttars Birtings um bankaábyrgð. Á föstudag samþykkti Búnaðarbankinn að leggja fram trygg- inguna og lét skipið þá úr höfn. Ríkisendurskoðunskoði mál Guðmundar Árna GUÐMUNDUR Árni Stefánsson lagði fram greinargerð í byrjun vikunnar vegna þeirra ávirðinga sem bornar hafa verið á hann, vegna embættis- færslna hans. Guðmundur Ámi þvert- ók fyrir að hann segði af sér ráðherra- dómi. Á þingflokksfundi Alþýðuflokks- ins á föstudag var samþykkt að Guð- mundur Árni myndi óska eftir við Rík- isendurskoðun að hún rannsaki fram- komna gagnrýni á störf hans. Utanrík- isráðherra ætlar einnig að óska eftir að Ríkisendurskoðun láti fara fram stjórnsýsluendurskoðun á starfsemi utanríkisráðuneytisins. Þá samþykkti þingflokkurinn að setja sér almennar starfsreglur. Skipverjum bjargað FJÓRUM mönnum var bjargað af Hugborgu SH 87, sem strandaði skammt frá Hellissandi á fimmtudags- kvöld. Mennina sakaði ekki en báturinn er mikið brotinn og er talinn ónýtur. Mönnunum var bjargað um borð í slöngubát björgunarsveitarmanna frá Ólafsvík um 50 mínútum eftir að til- kynning barst um strandið. Yfir 900 fórust í ferjuslysi TALIÐ er að 911 manns hafi farist er feijan Estonia sökk í Eystrasalti skammt undan suðvesturst'rönd Finn- lands seint á miðvikudagskvöld að íslenskum tíma. Slæmt veður var á þessum slóðum, mikill vindur og öldu- hæð sjö til tíu metrar. Mun skipið, sem var 15.500 tonn og á leið frá Tallinn til Stokkhólms, hafa sokkið á aðeins 15-20 mínútum. Skip sigldu þegar á vettvang og þyrlur frá Finnlandi, Svíþjóð og Dan- mörku björguðu einnig fólki sem komist hafði í bátana en björgunar- starfið var erfítt sakir veðurs og myrkurs; þeir sem komust frá skipinu munu flestir hafa króknað úr kulda á skömmum tíma. Óljóst er hve marg- ir voru um borð en talið að þeir hafí verið 1049. Flestir voru frá Svíþjóð og Eistlandi og var lýst yfir þjóðar- sorg í löndunum. íslensk kona, sem búið hefur í Svíþjóð í mörg ár, er meðal þeirra sem er saknað. Feijan var að hálfu í eigu sænsks fyrirtækis og að hálfu í eigu eist- neska ríkisins. Sérfræðingar telja að sjór hafí komist inn á bílaþilfar um óþétta stefnishlera. Einnig getur ver- ið að festingar bílanna hafí losnað í veltingi, þeir oltið út að byrðingi feij- unnar og jafnvægi hennar hafi því raskast. Miklar umræður hafa orðið um öryggismála ekjuskipa af þessari gerð í kjölfar slyssins og bent á að þau þoli illa að taka inn sjó. ► V ARN ARMÁLARÁÐ- HERRA Atlantshafs- bandalagsins, NATO, hvöttu til þess á fundi sín- um á Spáni á fimmtudag að Bosníu-Serbum yrði sýnd aukin harka, m.a. með frekari loftárásum. Yfirmaður gæsluliðs SÞ í Bosníu er þessu andvígur og segir árásir ekki leysa vandann. ►FORSETAR Bandaríkj- anna og Rússlands rædd- ust við á fundi í Washing- ton í vikunni og náðu sam- komulagi um frekari af- vopnun og aukin við- skipti. Ágreiningur var sem fyrr um þá skoðun Bandaríkjamanna að af- létti beri vopnasölubanni á Bosníu. ►PLÁGA eða Svarti dauði herjar í Indlandi og er vitað með vissu að 48 hafa látist af völdum hennar, nær allir í sam- bandsríkinu Gujarat. Yf- irvöld í Nýju Delhí hafa gripið til víðtækra ráð- stafana gegn faraldrinum en segja ýmis önnur ríki, sem takmarkað hafa flug- samgöngur við Indland, hafa kynt undir ótta al- mennings með of hörðum viðbrögðum. ►ÞING Haítis kom saman til að ræða tillögu um að náða herforingjana sem stjórnað hafa með harðri hendi í þrjú ár en ekki fékkst niðurstaða. Sprengja, sem varpað var að göngu stuðningsmanna Jean-Bertrands Aristide forseta, varð fimm manns að bana á fimmtudag. FRÉTTIR Síðustu birkiplöntur haustsins gróðursettar í Vatnsendahlíð : j í ■ ■ 1 ir. i i i‘.\ j| I mpi> 4 W m-rnm P r *■ * 1 |P| 1 mlf f iSTnb'''~ 1 i H NEMENDUR 5.K, 5.S og 5.V í Hjallaskóla í Vatnsendahlíð í gær. „Bara til að yrkja ísland“ „VIÐ vorum með eitthvað svona járn ... það heitir plöntustafur, sem við áttum að nota til að búa til holu. Síðan áttum við að taka plöntuna og Iáta ofan í og þjappa vel. Svo áttum við að búa til tvær aðrar holur sem við áttum að láta áburðinn í,“ sagði Agúst Þór Ágústsson tíu ára í samtali við Morgunblaðið. En á föstudaginn settu 59 börn úr Hjallaskóla í Kópavogi niður síðustu birki- plönturnar sem settar verða nið- ur á þessi hausti í Vatnsendahlíð. Þegar blaðamaður spurði Sig- uijón Jónsson bekkjarfélaga Ág- ústs til hvers þeir félagarnir væru að þessu sagði hann: „Bara, til að yrkja ísland.“ Plönturnar eru keyptar fyrir framlag úr Yrkjusjóði en hann var stofnaður fyrir fjórum árum í tilefni sextíu ára afmælis forseta íslands, frú Vigdísar Finnbogadóttur. Osk forsetans var sú að sjóðurinn stæði straum af trjáplöntun ís- lenskra grunnskólabarna og hafa fjölmargir skólar fengið úthlutað úr Yrkjusjóði á þessu ári. Síðan sjóðurinn var stofnað- ur hafa hátt í 50.000 tijáplöntur verið gróðursettar með aðstoð á sjötta þúsund ungmenna víðs vegar um landið. En Skógrækt- arfélag íslands hefur umsjón og eftirlit með framkvæmd verksins í samvinnu við aðildarfélög, sveitarfélög og skóla. Ágúst og Siguijón, sem báðir Morgunblaðið/Árni Sæberg ÁGÚST Þór Ágústsson og Siguijón Jónsson. eru í 5.V í Hjallaskóla, gróður- settu 36 tré með aðstoð bekkjar- félaga sinna og hvert barn fær sex plöntur. „Eg, Finnur og Haukur, gr óðursettum átján tré,“ segir Ágúst en hann hefur aldrei gróðursett tré áður. Sigur- jón gróðursetti líka átján tré með bekkjarfélögum sínum og fannst það „ágætt". Börnin áhugasöm Þetta er þriðja árið sem grunn- skólar Jíópavogs hafa gróðursett í Vatnsendahlíð fyrir framlag úr Yrkjusjóðnum að sögn Friðriks Baldurssonar garðyrkjustjóra Kópavogs. Bærinn sér um skipu- lagningu framkvæmdarinnar og segir Friðrik að alls hafi skóla- börnin gróðursett um 1.900 plöntur. Friðrik segir börnin mjög áhugasöm um gróðursetn- inguna en áður fá þau bækling frá Skógræktarfélagi íslands sem farið er yfir. „Á eftir borða þau stundum nesti eða fara hring um svæðið niður í Heiðmörk og sjá þá hvernig trén eru orðin þar.“ Kunni börnin vel að meta samanburðinn við Heiðmörk sem svipað hafi til Vatnsendahlíðar áður en skógrækt hófst þar. Seg- ir Friðrik ennfremur að búast megi við því að taki um 30 ár fyrir trén í Vatnsendahlíð að ná fullri stærð en hún er 100 metra yfir sjávarmáli og vaxtarhraðinn því minni en I Heiðmörk. Gróðursetning mannbætandi Hjallaskóli gróðursetur á haustin og segir Stella Guð- mundsdóttir skólastjóri að með því móti megi tengja framtakið við umhverfisfræðslu í skólan- um. „Égtel ákaflega mikilvægt að börnin fái þetta tækifæri því mörg þeirra búa í blokkum, þar sem ekki eru garðar í kring. Einnig á hver bekkur sinn reit í kringum skólann og þar eru gróðursettir laukar og tré sem börnin hafa umsjón með. Ég er ekki í nokkrum vafa um, að ef hægt er að koma inn hjá börnun- um þeirri hugsun hversu mikil- vægt það er að rækta jörðina í kringum okkur sé það mannbæt- andi.“ Uppsafnaður réttur lækna til námsferða ekki einsdæmi „ÞESSIR samningar hafa miðast við að umræddir læknar hafi ekki getað tekið námsfrí sín á réttum tíma og því hefur þótt eðlilegt að greiða þeim uppsöfnuð frí,“ sagði Páll Sigurðsson, ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneytinu í samtali við Morgunblaðið. í Morgunblaðinu s.l. föstudag var skýrt frá því að samkvæmt gildandi kjarasamningi milli Læknafélags íslands og fjármála- ráðuneytisins geti ónotaður réttur til námsfría aldrei orðið meiri en 30 almanaksdagar og það sem umfram sé falli niður. Áður hafði verið skýrt samningum við Björn Önundarson, tryggingayfirlækni, Guðjón Magnússon, fyrrverandi aðstoðarlandlækni, og Stefán Bógason, aðstoðaitryggingayfir- lækni, þar sem þeim var greitt ónotað námsfrí, allt frá þremur mánuðum til sex mánaða. Leyst innan ramma fjárlaga „Þessir samningar eru ekkert einsdæmi, því þetta hefur gerst víðar, þar sem menn hafa með engu móti getað nýtt sér námsfríin á réttum tíma. Ef menn velja að taka ekki frí horfír málið öðru vísi við, en í þessum tilvikum hafa menn ekki átt þess kost að taka fríin. Ég tiltók þessa þijá samninga sérstaklega, en þetta hefur gerst í fleiri tilvikum," sagði Páll Sigurðs- son, ráðuneytisstjóri. Páll kvaðst sammála fjármála- ráðherra um að leysa ætti slíka samninga innan þess fjárlaga- ramma sem gilti á hveijum tíma. Það hefði verið gert. h i i I í I I I I fi ! fi l i fi : s i c fi fi fi f fi 1 I

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.