Morgunblaðið - 02.10.1994, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 02.10.1994, Qupperneq 8
8 SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Nýja brúin yfir Kúðafljót vígð Kirkjubæjarklaustri, Morgunbiaðid. NÝ brú yfir Kúðaf\jót í V- Skaftafellssýslu var formlega opnuð s.l. föstudag og er þar með náð merkum áfanga í sam- göngumálum landsmanna. Með tilkomu þessarar brúar styttist leiðin frá Reylgavík að Kirkju- bæjarklaustri um tæplega 8 km. Þá er þessi leið miklu fljót- farnari en sú sem áður var, þ.e. um Hrífunesheiði, sem á vetrum er oft snjóþung. Í máli vega- málastjóra Helga Hallgrimsson- ar kom fram að sparnaður veg- farenda vegna þessarar stytt- ingar er áætlaður um 60 millj- ónir á ári. Framkvæmdir við brúna hóf- ust haustið 1992 með byggingu bráðabirgðagarða til þess að veita vatni frá fyrirhuguðu brú- arstæði. Um leið og útboð var gert vegna brúarinnar var einn- ig samið um gerð nýs vegar frá Eldhrauni að Skálm og endur- byggingu vegar um Eldhraun svo segja má að um miklu meiri framkvæmdir var að ræða en Kúðafljótsbrúa. Á áðurnefndum vegum voru einnig endurnýjað- ar brýrnar á Skálm og á Djúpa- breiði í Eldhrauni. Byggingu brúarinnar yfir Kúðafljót, sem er 302 m löng stálbitabrú, lauk haustið 1993 og var þá umferð hleypt á til bráðabirgða en framkvæmdum vega lauk nú fyrir stuttu. Ýmsir verktakar hafa komið nærri þessari framkvæmd eins og ætla má þegar hugað er að umfangi verksins og má þar nefna Gunnar og Kjartan hf., Byggingafélagið Virki hf., Vinnuvélar Jóa Bjarna hf., G- verk hf., Hag hf., Klakk hf., Hreiðar Hermannsson og vinnu- flokk vegagerðar undir verk- stjórn Jóns Valmundssonar. Einar Hafliðason verkfræð- ingur hafði umsjón með hönnun allra brúnna, veginn hannaði Þórhallur Ólafsson tæknifræð- ingur en varnagarða Helgi Jó- hannesson verkfræðingur. Ráðherra klippti á borðann. Það varð að vonum ánægður hópur sem fagnaði þessum áfanga á hringvegi landsins, þegar samgöngumálaráðherra, Halldór Blöndal, klippti á borð- ann með aðstoð vegamálastjóra, Helga Hallgrímssonar. Eftir stutt ávörp á staðnum var hald- ið að Kirkjubæjarklaustri þar sem fólk þáði veitingar á Hótel Eddu en þar voru flutt mörg ávörp þar sem heimamenn jafnt sem aðkomnir lýstu ánægju sinni með þennan áfanga sem náðst hefur í vegamálum lands- manna. Það kom fram í máli vegamálastjóra að öll fram- kvæmdin er innan kostnaðar- áætlunar. Sama dag var lokið við að setja slitlag á vegarkafla við Vík í Mýrdal og því var því einn- ig fagnað að nú er slitlag alla leið frá Reykjavík að Fjallsá í Öræfum sem er um 400 km leið. Morgunblaðið/Hanna Hjartardóttir HALLDÓR Blöndal samgönguráðherra klippti á borðann því til staðfestingar að brúin væri opnuð umferð, og naut aðstoðar Helga Hallgrímssonar vegamálastjóra. EFTA-dómstóllinn hættir að taka við málum í marz á næsta ári Sennilega samið um bráða- birgðalausn fyrir Island AÐILDARRÍKI EFTA, Fríverzl- unarsamtaka Evrópu, hafa samið sín á milli um aðlögun EFTA-dóm- stólsins að væntanlegri inngöngu Noregs, Svíþjóðar, Firinlands og Austurríkis í Evrópusambandið um næstu áramót. Gert er ráð fyrir að dómstóllinn hætti að taka við mál- um í lok marz á næsta ári. Kristinn F. Ámason, skrifstofu- stjóri viðskiptaskrifstofu utanríkis- ráðuneytisins, segir að þetta muni ekki hafa áhrif á réttaröryggi ís- lenzkra fyrirtækja eða einstaklinga. Ljúki tvíhliða samningum við ESB um aðlögun EES-samningsins ekki fyrir áramót, verði væntanlega fundin bráðabirgðalausn fyrir Is- land hvað dómstólinn varðar. EFTA-dómstóllinn var stofnaður samkvæmt samningum um Evr- ópskt efnahagssvæði til að skera úr málum, sem upp kynnu að koma varðandi túlkun og framkvæmd samningsins. Til dómsins geta leit- að þeir, sem telja reglur svæðisins brotnar á sér. Fyrsta mál dómsins, sem varðar áfengisinnflutning í Finnlandi, verður tekið fyrir 19. október. Ljúki öllum málum Samkomulag EFTA-ríkjanna kveður á um að dómstóllinn ljúki öllum málum, sem til hans hafi borizt áður en fjögur EFTA-ríkj- anna ganga í ESB. Að auki muni dómurinn taka við nýjum málum, þar á meðal beiðnum dómstóla í aðildarríkjunum um ráðgefandi úr- skurði, í þijá mánuði eftir að ríkin gangi inn í ESB. Atburðir þeir, sem viðkomandi mál kunna að vera byggð á, verða þó að hafa átt sér stað áður en ríkin gengu inn. Jafnframt er stefnt að því að dómurinn ljúki öllum málum sínum innan sex mánaða frá inngöngu ríkjanna. Takist það ekki, verða honum gefnir aðrir sex mánuðir. INGI Bjöm Albertsson alþingismað- ur tekur ekki þátt í prófkjöri sjálf- stæðismanna í Reykjavík fyrir kom- andi alþingiskosningar. „Ástæðan er fyrst og fremst sú að mín staða innan flokksins er óviðunandi og ég sé ekki að hún muni breytast neitt meðan sama forysta verður áfram í flokknum," segir Ingi Björn. „Ég hef ekki fengið að njóta þess fylgis sem ég hafði og þeirrar stöðu sem ég náði út úr prófkjöri. Ég hef verið hafður algerlega til hliðar og Formlegs eðlis Kristinn F. Ámason sagði sam- komulagið einkum vera formlegs eðlis og ætlað til þess að EFTA-rík- in, sem hygðu á inngöngu í ESB, hefðu skýrar línur til að miða við. Hann sagði að ákvarðanir um fram- tíð EFTA-dómstólsins hefðu ekki verið teknar. Þær yrðu þáttur í samningaviðræðum við Evrópu- sambandið eftir að ljóst yrði hvort öll EFTA-ríkin, sem sótt hefðu um aðild, samþykktu hana í þjóðarat- kvæðagreiðslu. við það get ég ekki sætt mig,“ sagði hann. Ingi Björn sagðist hafa tekið þessa ákvörðun að vel "hugsuðu máli og sagði að hún hefði verið erfið en óumflýjanleg. Aðspurður hvort hann hygðist fara í sérframboð sagði Ingi Bjöm að það gæti vel komið til greina og þá yrði það gert með góð- um mönnum „sem aðhyllast hina upprunalegu sjálfstæðisstefnu,“ eins og hann orðaði það.“ „Tíminn verður bara að leiða það í ljós,“ bætti Ingi Björn við. Ingi Björn fer ekki í prófkjör Staða mín óviðunandi Flugmál Island í fremstu röð þjóða hvað tækni varðar GUNNAR FINNSSON Meðal fyrirlesara á málþingi sem haldið verður í tengslum við vígslu nýrrar flugstjóm- armiðstöðvar á Reykjavík- urflugvelli á morgun verður Gunnar Finnsson yfirmaður stjómunarsviðs alþjóðaflug- valia og flugumferðar- stjórnar hjá Alþjóðaflug- málastofnuninni (ICAO) sem hefur höfuðstöðvar í Montreal í Kanada. Gunnar sagði í samtali við Morgun- blaðið að mikið væri að ger- ast á þessu sviði víða í heim- inum, og aðildarlönd Al- þjóðaflugmálastofnunarinn- ar, sem nú eru 183 talsins, væm farin að Ifta meir og meir á rekstur flugvalla og alla þá þjónustu er tengist flugi sem þátt er flugið sjálft eigi að standa undir fjárhagslega. Á móti kemur þá að ríkin fæm að líta á flugumferðar- þjónustuna sem fyrirtækjarekstur frekar en stjómunardeild á vegum ráðuneytis. „Þriðjungur aðildarríkjanna er þegar farinn að beina þessum málum í þennan fai-veg hjá sér og í þeirra hópi eru öll þau lönd sem standa í fremstu röð hvað flug- stjórnarmál varðar. Aðildarríki ICAO em þó mjög misjafnlega á veg komin hvað þetta varðar og er ísland áfitið í hópi þeirra ríkja sem em í fremstu röð tæknilega séð. Þetta heyri ég hjá öllum starfsmönnum mínum sem hafa farið til íslands, en þeir ljúka allir upp einum munni um það að þessi mál séu í mjög góðu lagi á ís- landi. Þetta myndi ég segja að væri að þakka því hvp mikið er af góðu starfsfólki hjá Flugmála- stjórn," sagði Gunnar. - Starf þitt krefst væntanlega mikilla ferðalaga víða um heim? „Það em haldnir fimm daga svæðisfundir hér og þar um heim- inn þar sem gjarnan er rætt við forystumenn á sviði flugmála um skipulagsmá! og fleira. Jafnframt því fömm við mikið yfir skýrslur og tillögur í sambandi við breyting- ar á flugmálastjómum. Við breyt- um þeim og lagfæmm og jafnvel höfum við þurft að endurskrifa fyrir aðila. Auk þess hef ég stund- um farið sjálfur þegar sérstaklega hefur verið beðið um að líta á skipulagsatriði. Við höfum einmitt unnið við að endurskipuleggja flugmálstjórnir víða í heiminum, og það hefur þá fallið í okkar hlut að fara yfir þær aðgerðir og gefa leiðbeiningar um hvemig verði lagt í þær. Þetta hefur sem betur fer gefist vel hingað til.“ - Hver hefur helsta þróunin verið á rekstrarsvið flugmála í seinni tfð? „Spumingin hefur verið hvemig auka megi tekjur af rekstri flug- valla án þess að leggja gjöld á flug- ið, t.d. með verslanarekstri og þjónustu. Til dæmis í Kaupmanna- höfn og London og álíka stöðum er orðið þó nokkuð um verslanir á flugvöllum, og þær hafa gert það að verkum t.d. í London að meira en helmingurinn af tekjum flug- vallarins kemur frá þessum rekstri. Þetta kemur svo farþeg- unum beint til góða því þá er hægt að halda niðri lendingar- og farþegagjöldum flugfélaganna." - Er alls staðar í heiminum um að ræða ríkisrekstur á þessu sviði? „Það er oft talað um að það sé verið að einkavæða, en það er ekki tilfellið. Þegar rætt er um flugvelli sem slíka þá er eingöngu eitt einkafyrirtæki í heiminum sem ►GUNNAR Finnsson er fæddur í Reykjavík 1. nóvember 1940, sonur hjónanna Sveinbjörns Finnssonar hagfræðings og Thyru Finnsson ritara. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1960, kandídatsprófi í viðskiptafræð- um frá HÍ 1964, og masters- gráðu í rekstrarhagfræði frá Indiana University-Graduate School of Business í Bandaríkj- unum. Gunnar starfaði af og til sem fulltrúi hjá forstjóra Flug- félags íslands á árunum 1964, 1965 og 1969, en árið 1969 var hann ráðinn hagfræðingur og sérfræðingur í rekstri flugvalla og flugumferðarstjórnar hjá Alþj óðaflugmálastofnuninni (ICAO) i Quebec í Kanada. Frá 1985 hefur Gunnar verið yfir- maður stjórnunarsviðs alþjóða- flugvalla og flugumferðar í höf- uðstöðvum stofnunarinnar í Montreal i Kanada. rekur flugvelli, en það er British Airport Authority, sem rekur flug- vellina í London, Edinborg og Glasgow. Annars staðar eru flug- vellimir sjálfstæðar stofnanir í eigu ríkisins. í Kaupmannahöfn og Vín hefur þessu verið breytt í hlutafélög til að tryggja fjármagn til stækkunar flugvallanna, en stefnan er þó að ríkið eigi meiri- hlutann. Þá er það vaxandi, sér- staklega meðal minni þjóða, að stofna sjálfstæðar flugmálastjórn- ir, sem annast rekstur flugvalla og veita flugumferðarþjónustu, auk þess að gegna margvíslegum eftirlitsverkefnum. Þetta er til dæmis í Finnlandi og Svíþjóð, en í Svíðþjóð hafa flugvellir verið reknir með hagnaði í mörg ár.“ - Er þetta framtíðarþróunin? „Það er engum blöðum um það að fletta að þetta er það sem stefnt er að. Það er litið á flugið öðrum augum núna en þegar þetta var atvinnugrein sem þurfti að hlúa að. Þótt ríki styrkti flugið beint eða óbeint með fjárframlagi þá skilaði það sér aftur ekki bara í ferðamannastraumi heldur einnig þjónustu og viðskiptalífí. En nú eru þær fjárfestingar sem þarf að framkvæma þegar flugumferð eykst miklu stærri bitar en áður og kosta geysilegar fjárhæðir. Þá hefur þetta beinst inn á þær braut- ir að gera þessar stofnanir í æ ríkari mæli að sjálfstæðum rekstr- areiningum sem reknar eru eigin- lega sem sjálfstæðar stofnanir. Því fylgir þá að þær verða að reyna að standa undir sér sjálfar, og þeir sem stjórna þeim verða áð fá það frelsi sem þarf til að geta tek- ið þær ákvarðanir sem þarf að taka hveiju sinni.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.