Morgunblaðið - 02.10.1994, Síða 15

Morgunblaðið - 02.10.1994, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 1994 15 FJÁRLAGAFRUMVARPIÐ & 1995 Meirí skatttekjur ríkisins vegna batnandi afkomu fyrirtækja STUTT Hátekju- skattur fellur niður Tekjur og gjöld ríkissjóðs 1994 og 1995* TEKJUR: Tekju- og eignaskattar Áætlun 1994 millj.kr. % Frurnvarp 1995 millj.kr. % * skvá Breyti Einstaklinga 17.468 16,4 17.570 16,1 Fyrirtækja 4.775 4,5 4.960 4,5 Virðisaukaskattur 40.000 37,5 40.850 37,3 Aðrir skattar 26.620 24,9 27.668 25,3 Tryggingagjald 10.400 9,7 10.900 10,0 Aðrar tekjur 7.502 7,0 7.465 6,8 Samtals: 106.765 100 109.413 100 GJÖLD: Rekstrarkostnaður 44.000 37,4 45.010 38,8 TrygginaabBetur, niður- greiðslur og framlög 45.650 38,8 45.420 39,2 Vaxtagreiðslur 11.450 9,7 12.000 10,4 Viðhald 3.132 2,7 3.434 3,0 Fjárfesting 13.408 11,4 10.070 8,6B3EE3£ Samtals: 117.640 100,0 115.934 100,0 -0,5% 12,5% I 2,3% -0,5% | EKKI er gert ráð fyrir umtals- verðum skattabreytingum á næsta ári. í fjárlagafrumvarp- inu er þó gert ráð fyrir að sér- stakur 5% hátekjuskattur falli niður um áramót en hann var lagður á tímabundið til tveggja ára haustið 1992 og mun brott- fall hans skerða tekjur rikissjóðs um 300 miltj. kr. Ekki er heldur gert ráð fyrir álagningu eigna- tekjuskatts en afgreiðslu þess máls var frestað, að því er segir í frumvarpinu. Tekjuskattsbyrði einstaklinga nær óbreytt „Spáð er áframhaldandi bata í íslensku efnahagslífi á næsta ári sem ætti að skila ríkissjóði auknum tekjum að óbreyttu," segir í greinargerð fjárlaga- frumvarpsins. A móti vegur hins vegar að nokkru leyti að ýmsar skattabreytingar sem tóku gildi á yfirstandandi ári, koma fram af fullum þunga á næsta ári og Iækka tekjur ríkissjóðs um 1,5 milljarða af þeim sökum. Tekjur ríkissjóðs af tekju- og eignarsköttum einstaklinga á næsta ári breytast lítið frá yfir- standandi ári og mun skattbyrði tekjuskatts haldast því sem næst óbreytt frá þessu ári. Á yfirstandandi ári lækkaði skatthlutfall tekjuskatts fyrir- tækja úr 39% í 33%. í frumvarp- inu kemur fram að þessi breyt- ing hafi ekki valdið jafn mikilli lækkun á álögðum tekjuskatti fyrirtækja og áætlað hafði verið vegna batnandi afkomu fyrir- tækja. Er reiknað með áfram- haldandi bata fyrirtækja á næsta ári þannig að tekjuskatt- ur fyrirtækja hækki um 5,1% á milli ára. Á næsta ári er því spáð að almennur vöruinnflutningur aukist um 3,5% og innflutnings- verð hækki um 2% þannig að innflutnings- og vörugjöld skili ríkissjóði 8,3 milljörðum kr. á næsta ári samanborið við 7,7 milljarða á þessu ári. er m.a. spáð um 5% aukningu í innflutn- ingi bifreiða. Aukin sala hjá ÁTVR Áætlað er að áhrif af lækkun virðisaukaskatts af matvælum komi að fullu fram á næsta ári og skerði tekjur ríkissjóðs um 600 miiy. kr. Á móti er gert ráð fyrir að einkaneysla í þjóðfélag- inu aukist umtalsvert og vegi þetta tekjutap upp og gott betur þannig að tekjur ríkissjóðs af virðisaukaskatti hækki lítillega að raungildi milli áranna 1994 og 1995 eða úr 40 milljörðum á þessu ári í 40,8 milljarða árið 1995. Einnig er gert ráð fyrir aukinni sölu áfengis og tóbaks á árinu 1995 og að ÁTVR skili um 6,9 miiyörðum í ríkissjóð á því ári. í undirbúningi eru breyt- ingar á starfsemi ÁTVR, sem ganga m.a. í þá átt að lagt verði vörugjald á áfengi í staðinn fyr- ir núgildandi álagningu ÁTVR. Ekki er þó reiknað með breyt- ingu á tekjum rikissjóðs vegna þessa. Ekki er heldur reiknað með breytingum á álagningu trygg- ingagjalda á næsta ári eða hækkun bifreiðagjalds og miðað er við að gjaldskrár bensín- gjalds og þungaskatts verði óbreyttar. Starfshópur fjár- málaráðherra hefur lagt til að tekið verði upp olíugjald í stað þungaskatts frá miðju ári 1995 en í frumvarpinu segir um þetta að að svo stöddu sé reiknað með óbreyttum tekjum af þunga- skatti. 170 millj. kr. minni arðgreiðslur frá Seðlabanka í frumvarpinu er kemur fram að arðgreiðslur ríkisfyrirtækja verði heldur minni á næsta ári en í ár. Skýrist þetta fyrst og fremst af minnkandi hagnaði hjá Seðlabanka íslands, sem mun leiða til þess að arðgreiðsl- ur hans í ríkissjóð dragast sam- an um 170 millj. kr. milli ára. Þá ríkir óvissa um sölu ríkis- eigna en gert er ráð fyrir 100 miiy. kr. tekjum af sölu ríkise- igna á næsta ári. Tilvísanakerfi og útboð rannsókna ÁFORMAÐ er að spara 420 milljón- ir í sjúkratryggingum á næsta ári. Þetta á að nást með tilvísanaskyldu til sérfræðinga, með því að flýta gildistöku nýrra lyfjalaga um verð- lagningu og sölu lyfja, með útboðum á rannsóknum og samdrætti í sjúkraþjálfun. í fjárlagafrumvarpinu kemur fram að útgjöld sjúkratrygginga á næsta ári verði um 9,8 milljarðar króna og hækki um 570 milljónir króna, eða 6%, frá yfirstandandi ári þrátt fyrir áform um sparnað. Því sé í raun þörf á um milljarðs króna hækkun frá ijárlögum 1994. Gildistöku lyfjalaga flýtt Áformað er að lækka útgjöld sjúkratrygginga um 420 milljónir króna á næsta ári frá því sem ann- ars hefði verið. í fyrsta lagi er áform- að að lækka lyfjaútgjöld um 200 milljónir með aðgerðum í kjölfar þess að gildistöku ákvæða nýrra ly- fjalaga um verðlagningu og sölu lyfja verði flýtt. Þá er áformað að taka upp tilvísanaskyldu til sérfræð- Sjúkratryggingar Hækka um57Q> " milljónir Frumvarp Br. frá króna 1995 fjári.'94 millj.kr. % Vistgjöld á stofnunum 2.400 4 Hjálpartæki 440 19 Útgjöld skv. 33. gr. 320 -6 Lækniskostnaður 1.590 15 . Tannlæknakostnaður 610 -10 Sérreikn. sjúkrastofn. 920 -9 Ferða- og flutn.kostn. 140 -4 Erlendur sjúkrakostn. 180 2 Lyfjakostnaður 2.980 15 Sjúkradagpeningar 230 9 Annað 70 -15 Sértekjur -80 4 Samtals: 9.800 6 inga og spara með því 100 milljónir. Áformað er að bjóða út meinefna- rannsóknir fyrir sjúklinga sem þarfnast ekki innlagnar og spara þannig 70 milljónir. Loks er áformað að lækka útgjöld vegna sjúkraþjálf- unar um 50 milljónir. Framlög til daggjaldastofnana hækka á næsta ári um rúmlega 100 milljónir frá fjárlögum 1994. Stafar hækkunin af rekstri nýrra hjúkrun- arrúma sem heimilaður hefur verið á þessu ári. Sífellt er knúið á um að vistrými aldraðra verði breytt í hjúkrunarrými. Heilbrigðis- og tryggingaráðuneyti og fjármála- ráðuneytis undirbúa nú samninga milli þeirra, sem reka hjúkrunar- heimili, og ríkisins um þjónustu og greiðslur fyrir hana. Er vonast til að sú vinna nýtist til að bæta áætlan- ir um fjárframlög. Ráðuneytin sparí 2% ■ KRAFA var gerð til allra ráðuneyta að lækka útgjöld til óbreytts rekstrar um 2% milli ára, við undirbúning fjárlaga- frumvarpsins fyrir árið 1995. ■HAGNAÐUR Pósts og síma, án söludeildar, er áætlaður 960 milljónir króna á næsta ári, og hagnaður söludeildar er áætlað ur 41 milljón. Er miðað við að gjaldskrá fyrirtækisins verði óbreytt. Gert er ráð fyrir að stofnunin greiði 860 milljóna arð í ríkissjóð á næsta ári og standi sjálf undir greiðslum vegna lífeyrisskuldbindinga starfsmanna eins og á undan- förnum árum. ■ÓVERULEGAR breytingar verða á verði áfengis og tóbaks á næsta ári, samkvæmt fjárlaga- frumvarpinu. Tekjur af sölu áfengis og tóbaks eru ætlaðar 10,5 miHjarðar á næsta ári og hækka um 11% frá áætlun fjár- laga 1994. Er þá miðað við að sala áfengis jókst fyrstu sex mánuði þessa árs. ■ÚTGJÖLD Atvinnuleysis- tryggingasjóðs dragast saman um 35 milljónir á næsta ári, úr 4,01 milljarði í 3,98 milljarða. Ráðgert að lækka útgjöld sjóðs- ins um 200 milljónir með endur- skoðun á fyrirkomulagi og regl- um um úthlutun bóta. Fækka á úthlutunarnefndum og lengja og tekjutengja biðtíma eftir bót- um. Þá á að spara 130 milljónir með því að fella niður launabæt- ur. Á móti kemur að atvinnu- leysisbætur til fyrrverandi starfsmanna hins opinbera eru nú greiddar úr sjóðnum og eyk- ur það útgjöld um 170 milljónir. ■SINFÓNÍUHLJÓMSVEITIN hefur undanfarin ár farið fram úr áætlunum um rekstrargjöld og áætlanir um sjálfsaflafé hafa ekki staðist. Þá hafa tekjustofn- ar hljómsveitarinnar ekki allir skilað sér. Þannig hefur Menn- ingaijóður útvarpsstöðva ekki greitt nema óverulegan hlut í rekstrinum en á að greiða 25%. Ríkissjóður hefur greitt það sem á hefur vantað og þannig mynd- ast skuld hljómsveitarinnar við ríkissjóð sem nemur 132 milljón- um króna. Á sama tíma skuldaði Menningarsjóður hljómsveitinni 125 milljónir. Þá skuldar Sel- tjarnarneskaupstaður hljóm- sveitinni 9 milljónir. Frumsýnd í Regnhoganum og Borgarbíói, Akureyri ó föstud, Forsýning ó mibvikudag

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.