Morgunblaðið - 02.10.1994, Page 16

Morgunblaðið - 02.10.1994, Page 16
16 SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Flókinn ágreiningur stjórnanda og meirihluta flug- manna flugfélagsins Atlanta við Félag íslenskra atvinnuflugmanna virðist í algjörum hnút. Eigandi Atlanta telur sig ekki standa í kjaradeilu á sama tíma og formaður FÍ A ásakar hann um atvinnu- kúgun og rætt er um atlögu að rétti launþega. * Anna G. Olafsdóttir talaði við málsaðila, en verk- fallsboðun FÍA vofir yfir Atlanta 10. október. Vísasta leiðin að ágrein- ingsefninu felst í því að freista þess að rekja stéttarlega stöðu flug- mannanna fram að stofnun Fijálsa flugmannafélagsins (FFF). Hjá Jóni Grímssyni, varaformanni fé- lagsins, kemur fram að Atlanta hefði aðeins ráðið erlenda flugmenn í gegnum erlendar áhafnaleigur á árunum 1987 til 1989. Síðar hafi orðið sú breyting að farið hafi ver- ið að ráða íslenska og erlenda flug- menn jöfnum höndum í gegnum áhafnaleigur. Leitað nýrra leiða Jón segir að kjör flugmanna í gegnum áhafnaleigur séu yfirleitt nokkuð betri en flugmanna hér á landi. Sú staðreynd breytist ekki eftir að launatengd gjöld hafi verið greidd af upphæðinni. Engu að síð- ur þykja ráðningarnar hafa ýmsa galla, s.s. varðandi almennt at- vinnuöryggi og stuttan uppsagnar- frest. Því hafi komið upp sú hug- mynd meðal flugmanna fyrirtækis- ins, fyrst árið 1989 og af og til síðan, að stofna eigið stéttarfélag enda ekki allir sáttir við aðild að FÍA. Jón nefnir einkanlega tvo þætti í því sambandi. Annars vegar að deildaskiptingu hafi verið hafnað og meirihluti flugmanna Flugleiða (150) gæti með augljósum hætti kúgað' minnihlutann (30), t.d. til verkfallsaðgerða. Hins vegar væru flugmennirnir allt annað en sáttir við starfsemi eftirlaunasjóðs FÍA. Félagsmönnum væri gert að greiða um 20% launa í sjóðinn á meðan almennir launþegar greiddu aðeins um 10% í sambærilega sjóði. Rekstrarkostnaður sjóðsins væri of hár og ekki að fullu staðið við skuldbindingar. Gunnar Karlsson, formaður FFF, bætir við að ekki ríki fullur skilningur á sérstöðu starfs flug- manna Atlanta miðað við flugmenn Flugleiða innan FÍA og nefnir sem dæmi um sveiflur að aðeins 3 áhafnir hafí verið í vinnu hjá fyrir- tækinu í vetur miðað við 15 nú. Tvímenningarnir segja að andúð Atlanta og FIA hafi valdið því að ekkert hafi orðið úr stofnun stéttar- félagsins. En draga tekur til tíðinda innan fyrirtækisins í sumarbyijun. Heimildir úr röðum FÍA innan Atl- anta herma að stjórnendur hafí með einhliða tilkynningu lækkað laun flugmannanna um allt að því 30%. Óánægja gerði vart við sig og nokkrir flugmenn sem þóttu í náðinni fengu því framgengt að laun þeirra voru hækkuð. Hinir, ungir og reynsluminni, kvörtuðu við Arngrím Jóhannsson, eiganda fyrirtækisins, en varð lítið ágengt. Enginn þorði að fara formlega fyr- ir hópnum í viðræðum við Arngrím FFF „EKKI ríkir fullur skilningur ó sérstöðu storfs flugmanna Atlanta miðað við flugmenn Flugleiða innan FÍA," segir Gunnar Karlsson formaður FFF. FIA „HÉR er um hreina og klóra atvinnu- kúgun að ræða,“ segir Tryggvi Baldurs- son formaður FIA. FFF „REKSTRARKOSTNAÐUR eftirlaunasjóðs FÍA er of hór,“ segir Jón Grímsson varaformaður FFF. Atlanta „ÉG kúga ekki einn né neinn og stend ekki í kjoradeilu," segir Arngrímur Jóhannsson eigandi Atlanta. og á endanum var ákveðið að leggja málið í hendur FÍA. Tvennum sög- um fer af því hvort leitað var til allra um aðild að FÍA. En æitt er víst að síðla sumars sóttu 20 Atlan- taflugmenn um aðild að félaginu. Kjaraviðræður? Tryggvi Baldursson, formaður FÍA, segir úrsögn Atlantamanna úr FÍA ólöglega því kjaraviðræður hafi staðið yfír. Hann segir að far- ið hafi fram formlegar og óformleg- ar viðræður við Arngrím að ósk flugmannanna. Sjálfir hafí þeir tek- ið þátt í gerð samningsdraga og tekið hafi verið tillit til sérstöðu Atlanta á markaðinum. Arngrímur neitar því hins vegar staðfastlega að nokkrar viðræður hafi átt sér stað. „Menn voru að tala saman innan félagsins. Annað ekki. Engar formlegar viðræður fóru fram og kröfur ekki lagðar á borðið. Því er hins vegar ekki að neita að við fórum til sáttasemjara enda varðar við landslög að mæta ekki hjá hon- um,“ segir Arngrímur. Hreinn Loftsson, lögmaður Atl- anta, segir að sáttasemjari hafi boðað Atlanta til fundar við FÍA að kröfu hins síðarnefnda. „Skýrt var tekið fram af hálfu fulltrúa flugfélagins að engin skuldbinding fælist í slíkri fundarsókn af hálfu Atlanta gagnvart kröfu FÍA. Jafn- framt lægi ekkert fyrir um umboð FÍA til slíkra viðræðna né heldur hvort flugfélagið gæti í raun talist samningsaðili FÍA. Forsenda fyrir fundarsókn af hálfu flugfélagsins var virðing fyrir embætti sátta- semjara, þar sem halda mátti því fram, að flugfélagið væri ekki í neinu samningssambandi við flug- menn og ekki í neinni kjaradeilu við FÍA. Ennfremur stóð vilji eig- anda flugfélagsins til þess að hlýða á viðhorf og rökstuðning á kröfum FÍA. Aðeins með þeim hætti væri unnt að taka afstöðu til þeirra rök- semda.“ Aðdragandi og stofnun En því er ekki að leyna að ein- hveijar þreifingar hafi átt sér stað meðal hóps flugmanna Atlanta á þessum tíma. Áðurnefndur heimild- armaður heldur því raunar fram að Arngrímur hafí verið burðarás þeirra. Hann hafi setið fyrir flug- mönnum, einum og einum, og heimtað að þeir drægju sig til baka úr FÍA.Heimildarmaðurinn telur líklegt að hugmyndin að nýju stétt- arfélagi hafí orðið til hjá Atlanta og tekur fram að það hafi greitt kostnað og aðstoðað við stofnun þess. Arngrímur neitar því. „Ég hef ekki séð neinn kostnað í sam- bandi við þessa stofnun,“ segir hann. Heimildarmaður gagnrýnir hvernig staðið hafi verið að form- legri stofnun félagsins. Flugmenn hafi veitt lögfræðingi félagsins umboð sitt án þess að hafa nokkra hugmynd um hvaða drög lægju á borðinu. Með símbréfi veitir flug- maður Guðna. Á. Haraldssyni hrl. fullt og ótakmarkað umboð til þess að mæta fyrir hans hönd á stofn- fund FFF og fara með atkvæði hans. „í umboðinu felst m.a. að honum er heimilt að sækja um fyr- ir mína hönd aðild að Fijálsa flug- mannafélaginu, kjósa í stjórn þess og trúnaðarmannaráð og að lokum að samþykkja kjarasamning við flugfélagið Air Atlanta, allt eins og ég hefði það sjálfur gert,“ segir í símbréfínu. Gunnar Karlsson neitar því stað- fastlega að flugmennirnir hafí ekki haft hugmynd um hvaða drög að kjarasamningi nýs félags lægju á borðinu. Með símbréfinu hafi verið hringt í flugmennina og þeim gerð grein fyrir hvað lægi fyrir. Ekki megi heldur gleyma því að eins og venja sé í kjarasamningum hafi samningarnir verið samþykktir með fyrirvara félagsmanna FFF. Efnt var til leynilegrar kosningar um kjarasamninginn og kom í ljós að hann hafði verið samþykktur með rússneskri kosningu, 22 at- kvæðum jafn margra félagsmanna, á miðvikudag. Eftir kosninguna var

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.