Morgunblaðið - 02.10.1994, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.10.1994, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 1994 25 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMÐASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Askriftir 691122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 691329, frétt- ir 691181, íþróttir 691156, sérblöð 691222, auglýsingar 691110, skrif- stofa 681811, gjaldkeri 691115. Áskriftargjald 1.400 kr. á mánuði innan- lands. í lausasölu 125 kr. eintakið. FJARHAGSSTAÐA REYKJAVÍKUR- BORGAR INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, kynnti á blaða- mannafundi í fyrradag úttekt end- urskoðenda á fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar. Er niðurstaða úttektarinnar sú, að peningaleg staða borgarsjóðs hafi versnað um 8,1 milljarð frá árinu 1990 til loka júnímánaðar 1994. Kostnaður við rekstur og framkvæmdir umfram skatttekjur séu skýringin á versn- andi stöðu borgarsjóðs. Borgar- stjóri dregur þá ályktun af þessum niðurstöðum, að „sú goðsögn sé hrunin, sem lengi hefur verið við lýði og að því er virðist um land allt, að fjármálastjórn Sjálfstæðis- flokksins sé sterk“. Árni Sigfússon, fyrrverandi borgarstjóri og oddviti Sjálfstæð- ismanna í borgarstjórn Reykjavík- ur, segir, að engum þurfi að koma á óvart þessi niðurstaða úttektar endurskoðenda. Hann sagði á blaðamannafundi í fyrradag af sama tilefni: „Við höfum gengið mjög fram í aðgerðum gegn at- vinnuleysi og haldið uppi fram- kvæmdastigi, þegar menn hefðu kannski getað aðhafzt lítið miðað við fjárhagsstöðuna. Þegar við erum með eignir yfir 100 milljarða og sterka fjárhagsstöðu í saman- burði við önnur sveitarfélög treystum við okkur til að taka lán til að létta byrðina á meðan erfið- lega gengur í þjóðfélaginu." Það er eðlileg ráðstöfun af hálfu hins nýja borgarstjórnarmeiri- hluta að láta gera slíka úttekt og ætti raunar að gera í hvert sinn sem meirihlutaskipti verða í sveit- arfélögum. Hins vegar má spyrja, hvort bókhald sveitarfélaga sé svo langt á eftir tímanum, að heildar- mynd af stöðu þess liggi ekki fyr- ir á hverjum tíma. Um þetta sagði borgarstjóri á fyrrnefndum blaða- mannafundi: „Þannig er að þegar fjárhagsáætlun er samþykkt, þá er ekki jafnhliða samþykkt greiðsluáætlun, hún kemur ekki fyrr en í júlí. Það var því í raun ómögulegt að átta sig á því hver staðan var og hvert stefndi fyrr en eftir mitt ár. Að hluta til stafar þetta af því, að bókhalds- og upp- lýsingakerfi borgarinnar er þann- ig gert, að mjög erfitt er að ná út nákvæmu uppgjöri á fjárhags- stöðu borgarsjóðs nema einu sinni á ári, um áramót." Þetta er fárán- legt. Ekkert einkafyrirtæki gæti lifað af slíkt upplýsingakerfi. Reykjavíkurborg hefur að sjálf- sögðu orðið fyrir barðinu á sam- felldu kreppuástandi í sex ár. Það hefði verið óhugsandi að reka borgarsjóð og borgarfyrirtæki með þeim hætti, að versnandi .efnahagsástand endurspeglaðist ekki í afkomu þessara aðila. Ef sjálfstæðismenn í meirihluta borg- arstjórnar á undanförnum árum hafa ekki brugðizt við kreppunni með því að skera niður rekstrarút- gjöld borgarinnar og borgarstofn- ana og fyrirtækja má með réttu gagnrýna þá fyrir það. Hins vegar er ljóst, að borgar- stjórnarmeirihluti sjálfstæðis- manna á siðasta kjörtímabili hefur tekið ákvarðanir um skuldasöfnun til þess að halda uppi atvinnu á erfiðum tímum. Þess varð ekki vart, að vinstri menn gagnrýndu þær ákvarðanir á þeim tíma, frem- ur að þeir teldu ekki nóg að gert. Það er ekki við hæfi, að þeir komi nú og gagnrýni sjálfstæðismenn á þessum forsendum. Hvað sem þessu líður var það athyglisverð yfirlýsing hjá borgar- stjóra, að „menn hefðu átt að átta sig á því í þessu kerfi fyrir löngu, að stjórnmál snúast ekki lengur um að stjórna vexti heldur breyt- ingum“. Það getur mikið verið til í þessu og væri fróðlegt að borgar- stjóri fjallaði frekar um þennan þátt málsins. ÞAÐ MÆTTI • kannski taka undir það með Snorra að það ætti ekki að vera neitt sérstakt keppikefli skálda að hlaupa úr einni lík- ingu í aðra. Það gæti minnt á dað- ur eða flöllyndi. En samt getur far- ið vel á því; það getur aukið áhrif í kvæði auk þess sem það getur gefið hrynjandinni hlýlegri mýkt en ella og þannig seytt fram þá tónlist sem öll skáld keppa að í verkum sínum. EINHVER MESTU MEÐ- • mæli með ljóðlist sem ég hef nokkru sinni heyrt er reynsla Paul Scotts sem skrifaði skáldsög- una Staying on um haustlega ást og hallandi heimsveldissól Breta á Indlandi, auk Raj Quartet sem sjón- varpsmyndin Dýrasta djásnið (The Jewel in the Crown) byggist á. Scott fór til Indlands 1943, valinn af handahófi úr hópi foringjaefna í brezka hernum, en áður hafði hon- um verið synjað um stöðu þar eystra vegna þess hann hafði sagt við herskráningu að helzta áhugamál hans væru ljóð! Heimurinn liti kannski öðruvísi út en raun ber vitni ef fleiri hefðu sama áhugamál og Paul Scott. En almenningur er víst ekki handgenginn helztu ljóðum skáldanna, hvorki hér né annars- staðar. Það er nýmæli á Islandi. Heldur fínnst mér það ámátleg staðreynd að públikum uppgötvaði ekki W.A. Auden fyrren minninga- ljóð eftir hann Stop all the clock í Twelve Songs, IX (1936), er lesið upp við jarðarför í gamanmynd — og þá ætlar allt um koll að keyra og Áuden verður eins og hvert ann- að heimilisgoð í auglýsingveruleika samtímans — og þó hefur hann auðvitað ort allrahanda kvæði svo flinkur sem hann var og sum jafn- vel með þeim hætti að vel gæti hæft sentimental smekk þeirrar poppmergðar sem safnast saman hingaðogþangað um jarðkúluna í tugþúsundatali. Auden hefði sjálf- sagt orðið fyrstur til að brosa að þessari hlálegu en dæmigerðu uppákomu í skemmti- iðnaðinum. Jafnvel Morgunblaðið rauk upp til handa og fóta að fjargviðrast útaf þessu kvæði fýrir kvikmyndamergðina sem virð- ist aldrei sjá neitt nema íjölmiðla- gárur samtímans. Auden var mikið skáld og eftirminnilegt að hafa hitt hann og upplifað í samtölum. Gagn- rýnandinn Richel Hadas segir um hann í ritdómi vestra að hann falli algjörlega að formúlinni stórskáld; hann hafí alla tíð verið mjög af- kastamikill, sótt efnið í ljóð sín víða að, hann hafi átt frumlegt innsæi og sérstakan stíl og síðast en ekki- sízt hafi hann kunnað bragfræðina og notað hana af miklu öryggi í ljóðum sínum — og var hann þó fullgildur módernisti í nýskáldskap, einskonar atómskáld í aðra röndina. ALMENNINGUR HEFUR • í raun aldrei lesið mestu Ijóðlistina, hann veit einungis af henni þegar bezt lætur. í minning- argreinum hér í blaðinu örlar tilað- mynda sjaldnast á frumlegum til- vitnunum sem menn þurfa að hafa fyrir og helzt apar hver eftir öðrum, þótt til séu undantekningar að sjálf- sögðu. En þó er alltof algengt að minningagreinahöfundar líti ekki á hinn framliðna einsog sérstakan einstakling, heldur hópsál sem fell- ur inní eftiröpun eða endurtekn- ingu; þ.e. formúlu. Thoreau segir að enginn geti les- ið mikla ljóðlist nema mikil skáld. Fyrir fjöldann, segir hann, er mikil ljóðlist einsog stjörnur himinsins. En fjöldinn hefur aldrei lesið himin- inn einsog stjörnufræðingar. Hitt er svo annað mál að skáld- skapur getur aldrei komið í stað upplifunar í náttúrunni. Við getum séð stjörnuhimininn án þess geta lýst honum, hvorki í orðum né myndum; enda ástæðulaust að keppa við sköpunarverkið, svo illa sem við erum í stakk búin til þess. Sú athugasemd David Humes í Rannsókn á skilningsgáfunni er því áreiðanlega rétt, að skáldin geta aldrei dregið upp slíkar myndir af náttúrunni, hversu stórkostleg sem list þeirra annars er, að fólk villist á þeim og raunverulegu landslagi. „Mögnuðustu hugrenningar standa hinum dauflegustu skynjunum að baki“. Við þurfum ekki annað en virða fyrir okkur íslenzkar öræfa- myndir og fara svo inní óbyggðir á fögrum degi til að sannfærast um þetta. Þess vegna m. a. tel ég það ekki hlutverk listar að lýsa, heldur skírskota; upplifa nýja reynslu. Leita nýs veruleika í goðmögnuðu umhverfi. Draga ályktanir um mannlífið, m.a. með skírskotunum í náttúruna. Og endurskapa þannig gamlan hugmyndaheim; vekja áður óþekktar kenndir sem er ný og mikilvæg reynsla. „Allar betri bók- menntir eru aðeins myndir af mann- lífinu sem sýna ýmiss konar lund- arfar og aðstæður", segir Hume - og mætti það vera til íhugunar, þótt ekki sé það algild og óvefengj- anleg regla. „Betri bókmenntir" er auk þess afstætt hugtak; jafnvel afvegaleiðandi. Það á við smekk fremuren rök, án tilfinninga. FUGLAR í BÚRUM • syngja helzt ekki. Þeir syngja þegar þeir byggja sér hreið- ur. Hið sama ætti að gilda um okk- ur. Við ættum að byggja yfir okkur einsog veiðimenn. Þá syngjum við. En við viljum heldur tilbúið hús og höldum fuglarnir vilji það líka. Hús sem aðrir hafa byggt. Ætlum við að láta smiðunum einum eftir hreið- urgerðina og glata þessari sköpun- arþrá úr eðli okkar? Svo segir Thoreau. Hugsun okkar er hús. Og í þessu húsi eru margar vistarverur. Og þótt við sitjum ekki lengur við kertaljós skulum við ætlaIjóðlistinni athvarf í þessu húsi. Án hennar verður þetta sönglaust hús. At- hvarfslaust hreysi. M (meira næsta sunnudag) HELGI spjall REYKJAVIKURBRÉF Laugardagur 1. október UMRÆÐUR UM PÓLI- tískt siðferði hafa ver- ið háværar að undan- förnu vegna harðrar gagnrýni, sem fram hefur komið á Guð- mund Áma Stefáns- son, félagsmálaráð- herra, vegna embættisathafna hans, bæði sem bæjarstjóra í Hafnarfirði og sem heil- brigðis- og tryggingaráðherra. Þingflokk- ur Alþýðuflokksins hefur nú komizt að ákveðinni niðurstöðu í því máli. Ráðherr- ann mun óska eftir því, að Ríkisendurskoð- un rannsaki þau gagnrýnisefni, sem til umræðu hafa verið og jafnframt hefur utanríkisráðherra ákveðið að óska eftir svonefndri stjórnsýsluendurskoðun á starf- semi utanríkisráðuneytisins vegna gagn- rýni, sem fram hefur komið á embættaveit- ingar innan þess ráðuneytis. Ekki er úr vegi að líta yfir farinn veg í tilefni af þessum umræðum. Pólitísk spill- ing hefur áður verið til umræðu á undan- förnum áratugum. Ef einungis er horft yfir hálfa öld frá lýðveldisstofnun er ljóst, að tími hafta og skömmtunar, sem stóð á annan áratug, gekk í garð fljótlega eftir lýðveldisstofnun og lauk við upphaf Við- reisnar, hefur verið eitt versta tímabilið í þessum efnum. Þá voru pólitísk sambönd forsenda þess, að innflytjendur eða fram- leiðendur fengju Ieyfi til þess að flytja inn vörur til sölu eða sem hráefni í iðnaðar- framleiðslu. Samband ísl. samvinnufélaga blómstraði á þessum tíma enda var það sérstakt hlutverk Framsóknarflokksins að tryggja hagsmuni Sambandsins við úthlut- un innflutningsleyfa og úthlutun gjaldeyr- is, sem þá var ekki auðvelt að fá. Þótt einstakir stjórnmálamenn hafi kannski ekki legið undir ásökunum fyrir að notfæra sér þetta ástand er ljóst, að stjórnmálaflokkarnir hafa allir gert það með einum eða öðrum hætti, eftir því hverj- ir voru við völd hveiju sinni. En jafnframt má búast við og raunar ganga út frá því sem vísu, að í skjóli þessa kerfis hafi þrif- izt margvísleg spilling fyrir utan þá aug- ljósu mismunun, sem var í gangi á þessum tíma, eftir því, hvort menn höfðu pólitísk sambönd eða ekki og þá við hvaða flokka. Þessi spilling var hreinsuð út nánast með einu pennastriki, þegar Viðreisnar- stjórnin tók við völdum og gaf nær allan innflutning til landsins fijálsan og gerði ákveðnar ráðstafanir til þess, að nægur gjaldeyrir væri fyrir hendi til þess að inn- flutningsfrelsið yrði að raunveruleika. Tími hafta og skömmtunar var liðinn. Menn þurftu ekki lengur að fá leyfi frá nefndum og ráðum til þess að mega flytja inn vörur eða ráðast í fjárfestingar. Menn þurftu ekki lengur að bíða dögum og vikum sam- an eftir því að fá afgreiddan gjaldeyri. Sem dæmi um gjaldeyrisskortinn á þessum árum má nefna, að það var álitamál, hvort stúdentar, sem útskrifuðust á þessu tíma- bili fengju stúdentshúfur vegna þess, að það var ekki hægt að fá gjaldeyrisyfir- færslu til þess að leysa inn efnið í húfurnar! Á þessum tíma voru ekki miklar opinber- ar umræður um að þjóðfélagið væri gegn- sýrt af spillingu, þótt menn töluðu um það sín í milli. Fjölmiðlar voru ekki eins opnir þá og nú og vafalaust hafa fáir viljað hefja opinbera sókn á hendur þeirri spill- ingu, sem þreifst í skjóli kerfisins af ótta við að verða settir út í kuldann, þegar kom að leyfísveitingum. En frelsið útrýmdi spillingunni. Pólitísk skömmtun á fjármagni HAFTA- OG skömmtun arkerfið var annar af tveim- ur stórum þáttum í íslenzku þjóðfélagi, sem framan af lýð- veldistímanum skapaði jarðveg fyrir póli- tíska spillingu. Hinn var sú pólitíska skömmtun á fjármagni, sem segja má með rökum að hafí staðið fram á síðasta ára- tug. Það er alkunna, að stjórnmálaflokk- arnir skiptu áratugum saman á milli sín embættum bankastjóra ríkisbankanna, sem lengi voru ráðandi á fjármagnsmark- aðnum. Þar var hlutur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks mestur en Alþýðu- flokkur og Alþýðubandalag fengu einnig sinn skammt. í gegnum þessi pólitísku yfirráð yfír bönkunum stjómuðu flokkarnir lengi vel úthlutun lánsfjár, sem einnig var af skorn- um skammti og raunar alveg fram á síð- ustu ár. Það er fyrst nú síðustu misseri, að auglýsingar hafa birzt hér í Morgun- blaðinu, þar sem lánastofnánir auglýsa eftir viðskiptamönnum. Þetta gerðist bæði með beinum pólitískum afskiptum en einn- ig í skjóli kunningjaþjóðfélagsins, þar sem hver og einn talaði við flokksbróður sinn í bönkum og öðrum lánastofnunum. Jafnhliða voru settir upp fjárfestingar- sjóðir undir pólitískri stjórn, þar sem þing- menn höfðu beinan aðgang að fjármagni með setu í sjóðsstjórnum. Lengst var geng- ið í þessum efnum, þegar vinstri stjórn Ólafs Jóhannessonar, sem mynduð var 1971, setti Framkvæmdastofnunina á fót, sem nú heitir Byggðastofnun. Stór skref voru líka stigin í þessum efnum í tíð vinstri stjórnar Steingríms Hermannssonar, sem tók við völdum haustið 1988, með stofnun Atvinnujöfnunarsjóðs og Hlutafjársjóðs. í gegnum þessa sjóði er búið að dæla út óhemju fé, sem aldrei mun skila sér til baka til eigenda þess nema í mjög tak- mörkuðum mæli. Það er alveg augljóst, að þeir, sem höfðu aðgang að fjármagni í gegnum þetta kerfí áratugum saman og þar til verðtiygging var innleidd, fengu miklar eignir fyrir lít- ið. í raun og veru var framkvæmd stór- felld eignatilfærsla með þessum hætti í þijá áratugi vegna þess að verðbólgan greiddi skuldirnar niður. Eigendur pening- anna fengu þá aldrei til baka með eðlileg- um vöxtum. Þeir sem fengu lánin greiddu þau aldrei til baka nema að hluta. Þar til kvótakerfið kom til sögunnar var þetta mesta eignatilfærslukerfi íslandssögunnar að siðbót undanskilinni á 16. öld. Verðtrygging og frelsi á fjármagns- markaði þurrkaði þessa spillingu út á nokkrum árum. Verðtryggingin með Ólafs- lögum sá til þess, að sparifjáreigendur fengu fjármuni sína til baka að fullu og vaxtafrelsið, sem Þorsteinn Pálsson, þá- verandi formaður Sjálfstæðisflokksins, átti mestan þátt í að innleiða með ákvörðun- um, sem teknar voru haustið 1984 var trygging fyrir því, að þeir fengu peningana til baka með vöxtum. Þótt enn megi finna dæmi þess í ríkisbönkum, að bankastjórar séu valdir af stjórnmálaflokkum er alveg ljóst, að pólitísk stýring á bankakerfinu er ekki lengur til staðar, kunningjatengsl- in skipta engu máli vegna þess, að þeir, sem eru lánshæfír, geta fengið lán í því opna fjármagnskerfí, sem hér hefur orðið til. Þar að auki hefur markaðurinn tekið völdin með svo afgerandi hætti, að nú þurfa fyrirtæki ekki lengur að leita til lána- stofnana um fjármagn, nema þeim sýnist svo. Fyrirtækin fara nú út á markaðinn og fá nú betri kjör en bankarnir bjóða eins og t.d. má sjá á skuldabréfaútboði Eimskipafélags íslands hf. um þessar mundir, þar sem félagið nýtur allt að því sömu kjara og íslenzka ríkið. Frelsið hefur þurrkað út tvö mestu spill- ingarkerfin á íslandi, hafta- og skömmtun- arkerfið og pólitíska skömmtun á fjár- magni. Eins og sjá má af þessu má líkja því sem gerðist á rúmum tuttugu árum við byltingu í íslenzku samfélagi. Innflutn- ingsfrelsi, verðtrygging og vaxtafrelsi, þetta eru hornsteinar mikilla þjóðfélags- umbóta. HÉR SKAL EKKI farið út að ræða . það nýja skömmt- tækirærm unarkerfí, sem sett nú? var á stofn fyrir 10 árum, þ.e. kvóta- kerfið, þegar fámennum hópi manna var úthlutað miklum verðmætum fyrir ekki neitt. Að því kemur, að það kerfi verður sett í flokk með þeim tveimur, sem hér Hvar eru Mynd: Ámi Sæberg hafa verið gerð að umtalsefni. En hins vegar má spyija hvaða tækifæri séu fyrir hendi í því opna samfélagi, sem við búum nú í til þess að hygla mönnum annað hvort vegna flokkstengsla eða kunningsskapar. Embættaveitingar hafa lengi verið tæki stjómmálamanna til þess að hygla flokks- bræðrum eða jafnvel skyldmennum og vin- um. Fyrr á árum stóðu oft gífurlegar deil- ur um embættaveitingar ekki sízt, þegar skipað var í embætti sýslumanna og bæjar- fógeta svo og háskólakennara. Það er eftir- tektarvert, að slíkar deilur eru fátíðar nú. Þær skjóta upp kollinum við og við en ekki í sama mæli og áður. Liklega er það vís- bending um, að þeir sem embætti veita taki sínar ákvarðanir á faglegri grundvelli en áður. Þegar deilt er um embættaveiting- ar nú er það yfirleitt ekki á þeim grund- velli að um flokkspólitískar veitingar sé að ræða heldur af öðrum ástæðum, ýmist að ekki sé tekið eðlilegt tillit til menntun- ar eða að ekki sé tekið nægilegt tillit til starfsreynslu. Margir hafa spurt, hvort slík tækifæri séu fyrir hendi í samskiptum sveitarstjórna og verktakafyrirtækja. Nú eru flest verk, á vegum opinberra aðila boðin út og erfitt að sjá, hvernig hægt er koma því við að gauka verkum að sérstökum fyrirtækjum vegna flokks- eða persónutengsla. Kröfur viðskiptalífsins um heiðarleg vinnubrögð í þessum efnum eru líka orðnar mjög sterk- ar, að útboð séu fyrir opnum tjöldum og efnislegur rökstuðningur fyrir því, ef ekki er tekið lægsta boði. Skiljanlegt er, að þeir, sem fyrir framkvæmdum standa vilji ekki taka áhættu af því, að verktakafyrir- tæki geti ekki staðið við sitt vegna veikrar stöðu. Sveitarfélögum er beinlínis skylt að gæta þess vandlega að hætta ekki al- mannafé með þeim hætti. Margvísleg spilling getur þrifizt í skjóli einokunaraðstöðu á markaðnum. Enn er hægt að nefna dæmi um það, að stjórn- völd gangi um of erinda aðila, sem búa við einokunaraðstöðu en þeim dæmum fer fækkandi og eftir að við gerðumst aðilar að EES og verðum að lúta þeim reglum, sem gilda á markaðssvæði þess og ESB verður stöðugt erfíðara fyrir stjórnvöld að mismuna fyrirtækjum. Glöggt dæmi um þetta eru fjölmargar kærur til Samkeppn- isstofnunar og úrskurðir hennar. Hins vegar er fullt tilefni til að spyija, hvort önnur verktakastarfsemi sé að verða farvegur fyrir stjórnmálamenn til þess að hygla skyldmennum, vinum og kunningj- um og flokksbræðrum en það er sú verk- takastarfsemi, sem rutt hefur sér til rúms á undanförnum árum og felst í því að ein- staklingum eða jafnvel ráðgefandi fyrir- tækjum eru falin einstök „verkefni", sem greitt er fyrir úr almannasjóðum. Sú gagn- týni, sem beint hefur verið að Guðmundi Árna Stefánssyni snýst einmitt um slíka ráðstöfun almannafjár. Það hefur færzt í vöxt, að fólk vinni fyrir sér með „ráðgjöf“ og vinnslu ein- stakra „verkefna“. I flestum tilvikum er hér áreiðanlega um fullkomlega eðlilega vinnu að ræða og getur hentað betur fyr- ir opinbera aðila, stofnanir og fyrirtæki að fela sérfróðum einstaklingum eða fyrir- tækjum slíka vinnu. En um leið fer ekki á milli mála, að hér eru tækifæri fyrir hendi fyrir þá, sem vilja notfæra sér þau. Kannski má Iíka orða þetta á þann veg, að vegna þessa möguleika liggi ráðherrar og aðrir stjórnendur undir meiri þrýstingi en ella um úthlutun „verkefna", sem ef til vill orka tvímælis. Hvernig er hægt að koma í veg fyrir misnotkun þessarar að- stöðu? * Að einhverju leyti er það væntanlega hægt með útboðum. Ef um er að ræða verkefni, sem er á færi margra einstakl- inga eða ráðgefandi fyrirtækja að leysa er ekki óeðlilegt, að opinberir aðilar bjóði þá vinnu út eins og aðra vinnu. En að svo miklu leyti, sem það er ekki hægt má spyija, hvort það er ekki ráðherrum og ýmsum öðrum stjórnendum sjálfum fyrir beztu að einhvers konar takmörk séu sett á rétt þeirra til þess að ráðstafa að eigin geðþótta og hugsanlega þrátt fyrir beina andstöðu æðstu embættismanna slíkum verkefnum. Við vandasamar ákvarðanir er skynsam- legt að hafa samráð við aðra. Enginn er óskeikull. Þau dæmi, sem til umræðu hafa verið um embættisfærslu fyrrverandi heil- brigðisráðherra eru augljós vísbending um alvarlegan dómgreindarbrest. Hefði ráð- herranum verið skylt að hafa samráð við aðra um þessar ákvarðanir hefði hann vafalaust komizt hjá því ámæli, sem hann nú liggur undir. Sé það svo, að ráðherrar hafi ráðstöfunarrétt á milljónum og jafn- vel milljónatugum á fjárlögum er spurn- ing, hvort það kerfi er ekki að ganga sér til húðar og timi kominn til að gera breyt- ingar á því. Þótt þessar umræður hafi verið þung- bærar fyrir núverandi félagsmálaráðherra er líklegt að þær verði til góðs. Ætla verð- ur að bæði stjórnmálamenn og embættis- menn verði varkárari í ákvörðunum eftir en áður. En þegar frá líður dugar það ekki til heldur að starfsreglur séu með þeim hætti að möguleikar til misnotkunar verði nánast úr sögunni. „Ef um er að ræða verkefni, sem er á færi margra ein- staklinga eða ráð- gefandi fyrir- tækja að leysa er ekki óeðlilegt, að opinberir aðilar bjóði þá vinnu út eins og aðra vinnu. En að svo miklu leyti, sem það er ekki hægt má spyrja, hvort það er ekki ráð- herrum og ýms- um öðrum stjórn- endum sjálfum fyrir beztu að ein- hvers konar tak- mörk séu sett á rétt þeirra til þess að ráðstafa að eigin geðþótta og hugsanlega þrátt fyrir beina and- stöðu æðstu emb- ættismanna slík- um verkefnum.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.