Morgunblaðið - 02.10.1994, Page 26

Morgunblaðið - 02.10.1994, Page 26
26 SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 1994 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ HVERNIG SAMFÉLAG VILJA í SLENDIN GAR? SPURNINGIN, hvers konar samfélag vilja íslendingar?, hefur leitað á mig undanfarið. Tilefnin eru fjölmörg. Það var guðfræðing- urinn Karl Barth sem sagði að prestar ættu að undirbúa prédikun sína með Biblíuna í annarri hendi og dagblað í hinni. Ágætur kenn- ari minn við Union Theological Seminary í New York bætti því við, að ef við vildum fara eftir leið- beiningum Barths, þá skipti það einnig máli hvaða dagblað við hefð- um í höndum. I. Af skrifum í dagblöð undanfarið má ráða að einstaklingar innan samfélagsins séu reiðubúnir að ala á kynþáttamisrétti, kynjamisrétti og fælni eða homofóbíu í garð homma og lesbía. Dagblöð birta greinar í þá veru á þeirri forsendu að allir eigi rétt á að tjá sig. En þessi réttur til að tjá sig er notaður til að virða að vettugi mannrétt- indaákvæði alþjóðasáttmála sem ísland er aðili að m.a. um mann- helgi og friðhelgi einkalífs. Viljum við hið góða samfélag eða viljum við fordómafullt samfélag, sem ýmis teikn eru á lofti um? Við skulum byija á því að taka nokkur ðæmi. Bóndi sém ritstjóm Mbl. hefur kallað „einmana bónda í Grímsnesi", skrifaði grein í Mbl. 6. mars sl. undir yfirskriftinni: „Burt með nýbúana" og aðra grein með sama heiti 15. júní. Þar heldur hann fram öfgakenndri þjóðemis- hyggju og em þess eðlis að vart er hægt að ræða skoðanir hans efnislega, en ungur leikari skrifar svargrein í Mbl. 18. ágúst, sem ber heitið „Um fordóma og íjölmiðla". Hann heldur því fram að ritstjórar Mbl. misskilji málfrelsisákvæði stjórnarskrárinn ef Mbl. á að vera „gagnrýnislaus endurvarpsstöð fyrir öfgaskrif". Það er ljóst að rit- stjórar Mbl. telja að málfrelsisá- kvæðin vegi þungt í opnu og fijálsu samfélagi, en hinu má þá ekki gleyma að „það geta ekki allir svar- að fyrir sig með kanónum", eins og Matthías Jóhannessen, ritstjóri, orðaði það eitt sinn í helgispjalli. Hæstaréttarlögmaður birtir greinarkorn í Mbl. 12. ágúst, sem hann nefnir: Til umhugsunar. Þar segir hann á þessa leið: „Ekki hef- ur farið mikið fyrir málefnalegri umræðu um þá mikilvægu breyt- ingu á íslensku þjóðlífi að hingað hefur flust fjöldi fólks frá framandi löndum." Tilefni þessara hugleið- inga hæstaréttarlögmannsins var frásögn Mbl. af því er eitt hundrað Tælendingar héldu hátíðlegan khao pansadaginn, fyrsta dag þriggja mánaða regntímabils. Hann varpar síðan fram þeirri spumingu hvort við séum að fá hingað fólk sem aðlagast íslensku samfélagi eða ekki. Hann víkur að kynþátta- vandamálinu og hvetur til þess að þessi mál séu rædd opinskátt og öfgalaust áður en það sé of seint. Ung leikkona sem er við nám í bókmennta- og fjölmiðlafræðum bendir hæstaréttarlögmanninum á í svargrein í Mbl. 17. ágúst að ís- lendingar og íslendingafélög hafí tíðkað svipaðar samkomur á er- lendri grund með þorrablótum og á lýðveldisdaginn, pn þess að þeim sé borið á brýn að þeir séu að „inn- leiða“ sína menningu hjá öðrum þjóðum, eins og hæstaréttarlög- maðurinn orðar það í grein sinni. Húsmóðir Garðabæ vanvirðir samkynhneigða í blaðagrein 16. ágúst, en þeir eiga ekkert val í sambandi við kyn- hneigð sína, ekki frem- ur en menn eiga val þegar þeir eru örv- hentir. Þessa húsmóð- ur munar heldur ekk- ert um að vanvirða kynsystur sínar sem aðhyllast Kvennalist- ann. Hún sannar þá kenningu Jeffreys We- eks, að orðinu lesbían- ismi hafi gagngert verið beint gegn kvennahreyfíngunni í pólitískum tilgangi. Þau sjónarmið sem hús- móðirin setur fram eru flest þess eðlis að þau eru vart svaraverð. II. Allar þessar greinar urðu mér tilefni til þess að leiða hugann að kynþátta-, kynjamisrétti og fælni eða homofóbíu í garð homma og lesbía. Þegar ég var við nám í New York haustið 1991 birtist í New York Times1 viðtal við David Duke, sem þá var ríkisstjóraefni í einu af suðurfylkjum Bandaríkjanna, þar sem komu fram þau sjónarmið hans, að ísland væri eina landið í heiminum sem væri „alhvítt“ og það væri ekki nóg. Ég andmælti þessu í svargrein í New York Tim- es og greindi frá því að um all langt skeið hafa ólík þjóðarbrot búið á íslandi. Allur ijöldi íslendinga eru ekki kynþáttahatarar og ala ekki með sér kynþáttafordóma, - eða það skulum við vona. En það væri fróðlegt ef þetta yrði kannað nánar. Við getum varpað fram þeirri spurningu hvað gerist þegar tveir menningarheimar mætast. Svo virðist sem hægt sé að stefna að algjörri aðlögun nýbúanna (cultural assimilation), menningarlegri (cult- ural suppression), sem eru tvenns konar öfgar, eða fjölhyggju (cultur- al pluralism). Sagt hefur verið að aðeins írsku Ameríkanamir hafði aðlagast algjörlega engilsaxnesku menningunni vestra, hin þjóðar- brotin í Bandaríkjunum hafa ekki gert það og halda fram sínu tungu- máli og siðum. Ný menntastefna hefur verið tekin upp víða í Banda- ríkjunum, einmitt vegna þessa og það er ljóst að spænskumælandi fólk verður komið i meirihluta, t.d. í New York um eða eftir næstu aldamót. Réttarríki hlýtur að virða fjölhyggju og alþjóðahyggju, það er í samræmi við mannréttindasátt- mála og samannleg grundvallar- gildi, kristin sem önnur. III. Sú spuming vaknar hvernig standi á því að kristin trú tengdist þvingandi, sjúklegri og lágkúm- legri afstöðu til kynlífs og kyn- hneigðar. Sú saga verður mönnum ráðgáta þegar við höfum í huga hve Biblían telur líkamlega og and- lega eiginleika mannsins mikil- væga. Sköpunin öll er góð. Bæði Gt. og Nt. hafna meinlæta- afstöðu gagnvart kynlífí. Ljóðaljóð- in tjá á Ijóðrænan hátt fegurð og gleði mannlegrar ástar. Jesús blessaði brúðkaupið í Kana. Hvergi leggur hann áherslu á kynlífsbindindi sjálfs þess vegna. Hann krefst hreinleika, en fyrirgefningar gagn- vart þeim sem syndga á þessu sviði sem öðr- um og þyngstu dó- mana fá hinir hroka- fullu og sjálfs-réttlátu. Paul Ricoeur bendir á að hinn kristni sköp- unarskilningur hafí orðið fyrir atlögum dulrænnar og gnóst- ískrar tvíhyggju áður en hann fékk mótað menninguna. „Allt í einu gleymir maðurinn að hann er hold. Hann kannast við sjálfan sig sem aðskilda sál, ráðvilltur sem fangi líkamans. Um leið veit hann um líkamann sem eitthvað annað, eða sem illan óvin. Þessi „þekking“ (gnosis) á sál og líkama eða tvíhyggja nær yfírhönd- inni í kristinni trú og rýrir tilfinn- inguna fyrir hinni góðu sköpun, rangtúlkar hið illa og einskorðast við þrönga og lífvana kenningu um að andinn sé einn raunverulegur."2 Segja má að hebreska samfélag- ið sé undanskilið þar sem það hafði nægan tíma til að móta eigin menn- ingu. En hebresk siðfræði mótaðist af þjóð þar sem trú og siðfræði var í grundvallaratriðum ein heild. Kristin kirkja varð aftur á móti að tjá sig í mörgum menningar- heimum um leið og hún reyndi að mynda alheimssamfélag. Það er miklu flóknara heldur en að móta líf einnar þjóðar og þess vegna náði samfélag Gyðinga meira jafn- vægi og heildarsýn yfír kynlífíð en kristnin. Walter Lippmann hefur gefið í skyn að kirkjan hafi þjónað sjálfri sér með því að bæla kynlífstjáning- una. Hún hafí heft tilfinningalega orku sem síðan var tekin í þjónustu stofnunarinnar. Þetta sjónarmið gerir ráð fyrir að kynorku megi göfga, en tengsl kynorkunnar við mannlega sköpunargáfu er flókin spurning sem við vitum lítið um. IV. Grundvallarreglan í kristinni sið- fræði er að kynlíf eigi að vera skap- andi þáttur i kærleiksríku lífi. Kyn- hneigðin tilheyrir hinni góðu s,köp- un. Það er hin mannlega hliðstæða við skapandi mátt Guðs og upp- spretta sköpunargáfu mannsins. En það sem er skapandi felur einn- ig í sér myndir þjáningar og ringul- reiðar. Syndin eykur þá ringulreið og þjáningu. Við getum öll glaðst yfir því með Karli Barth að Ljóðaljóðin eru í Ritningunni og hafa ekki einhveija dulda guðfræðilega merkingu, heldur tjá þau ástarsöng karls og konu. Lögmálsyfírlýsingar munu ekki hafa mikil áhrif á kynhegðun fólks. Menn geta reyndar einnig hafnað þeirri visku kynslóðanna, sem er miklu nærtækari, að þörf sé á að- haldi í kynferðisefnum kærleikans vegna. Menn þurfa að spyija sig þeirrar spurningar hvernig karlar og konur geta lifað í menningu sem er full af kynferðislegum táknum og um leið uppgötvað sanna mann- lega ást. Ef menn beina athyglinni að þeirri spurningu fáum við heil- brigðan grunn fyrir siðferði kynlífs- Það er siðferðiiegur prófsteinn hvort réttlæti sé virt. Sú ást sem mið- ast við að vernda sína í samfélagi fjölskyldunn- ar er fyrsti skólinn 1 sið- ferðilegri skuldbindingu og því að gefa af sjálf- um sér, skrifar Olafur Oddur Jónsson. Fjöl- skyldukærleikur er sá jarðvegur sem náunga- kærleikur sprettur upp úr. Það er viss spenna milli þess að vemda eig- in fj ölskyldu og vera skuldbundinn samfélaginu. ins, mun heilbrigðari en ef við myndum endurtaka reglur fortíðar- innar, því þá er um að ræða per- sónulega ákvörðun og ábyrgð. Reglumar um hjónaband og hefðbundnar viðmiðanir um aðhald eru mikilvægar fyrir kristinn lífs- stíl. Þær hafa verndað dýrmæt mannleg samskipti fyrir spillingu. En kirkjan og kristin samviska getur ekki reitt sig einvörðungu á boð og bönn. Kirkjan lætur sig varða kærleika og umhyggju, en lögin snerta samfélagið sem heild. Það er ekki kirkjunnar að stjóma lögunum í þessum efnum né öðmm. Lögin eru til að vernda fólk fyrir því að gengið sé á rétt þess, en þau taka ekki frelsi frá þeim sem em nægilega þroskaðir til að bera ábyrgð á eigin verkum. Áherslan á það sem hefur verið kallað sam- þykki hins fulltíða manns (consent- ing adult) skiptir miklu máli, enda er sjálfræði einstaklinga viðtekið siðferðisviðhorf á Vesturlöndum. V. Það er siðferðilegur prófsteinn hvort réttlæti sé virt. Sú ást sem miðast við að vernda sína í samfé- lagi fjölskyldunnar er fyrsti skólinn í siðferðilegri skuldbindingu og því að gefa af sjálfum sér. Fjölskyldu- kærleikur er sá jarðvegur sem ná- ungakærleikur sprettur upp úr. Það er viss spenna milli þess að vernda eigin fjölskyldu og vera skuldbund- inn samfélaginu. Mikið hefur verið fjallað um jafn- rétti milli karla og kvenna. Ein hlið þessa máls er stjóm karla á ppinberu lífi. Kvennréttindafélagi íslands hefur tekist að ná lagalegu jafnrétti og jafnrétti til náms. En eftir formlegt lagalegt réttlæti kvemur baráttan fyrir launajafn- rétti. Þetta gengur í gegnum alla menninguna og birtist innan kirkn- anna í umræðunni um vígslu kven- presta, sem var hávær í Englandi í byijun árs. Sr. Ólafur Oddur Jónsson Ljóst er að konur hafa ekki síður hæfileika og í sumum tilvikum meiri hæfileika en karlar. Réttlátt menningarlíf mun sjá til þess að jafnrétti, virðing og samstarf karla og kvenna ríki um málefni lífsins. Taka verður aukið tillit til þess sem konur hafa til málanna að leggja. Vandinn getur vissulega verið fólg- inn í hroka karla en einnig í stefnu- leysi kvenna. Kærleikurinn krefst réttlætis, réttlætis þar sem mótuð er ný efnahagsleg, stjórnmálaleg og menningarleg skipan, sem er öllum til góðs. VI. Sú staðreynd að fjallað er um málefni samkynhneigðra innan helstu kirkjudeilda í Bandaríkjun- um sýnir að þjóðkirkjan verður að horfast í augu við þetta málefni á opinn og heiðarlegan hátt og án allrar fælni. Prestastefnan í Borg- amesi 1987 kom inn á þessi mál í sambandi við ályktun um alnæmi og hvatti alla til þess að lifa ábyrgu kynlífi. Samkynhneigt fólk er systur og bræður annarra kristina manna og margt af því leitar eftir fullri viður- kenningu kirkjunnar, án fordóma varðandi kynhneigðina. Hleypidómar gagnvart kyn- hverfum hafa lengi verið til staðar í vestrænni menningu og kirkjan verður að viðurkenna að hafa tekið þátt í að móta, viðhalda og breiða út neikvæð og oft fjandsamleg við- horf í garð kynhverfra. Sú kristna grundvallarregla, að skoða mál í ljósi þjóðfélagsréttlæt- is, sýnir að fjölmörgu samkyn- hneigðu fólki er mismunað í sam- bandi við atvinnu, húsakost, að- stöðu, menntun og borgarleg rétt- indi. Kirkjan verður að vinna áfram að guðfræði og siðfræði með ríkri ábyrgðartilfinningu. Ef regla mót- mælenda (the Protestant Principle) varar við því að alhæfa um sögu- lega afstæða gildisdóma, ættum við að vera óhrædd að játa, rétt eins og forfeður okkar í trúnni, að „Drottinn lætur meira ljós og sann- leika bijótast fram“. Hann knýr okkur til þess að skoða alla hluti í ljósi nýrrar þekkingar, kærleika og réttlætis. Kynvís meirihluti kirkjunnar, sem stundum er til vandræða, verð- ur að mæta nýbúum og samkyn- hneigðu fólki í kærleika og karlar verða að virða rétt kvenna. Það er trúverðugt andsvar við vilja Guðs um þjóðfélagslegt réttlæti öllum mönnum til handa.3 Að lokum þetta: Nútíminn hefur orðið vitni að neikvæðum hliðum mannlegs lífs, t.d. í styijöldum og átökum manna á meðal. „Gamla siðfræðin" stefndi að fullkomnun, markmið sem reyndist blekking, og hún hefur glatað hæfninni til að takast á við siðferðileg vanda- mál- samtímans. Einkenni „gömlu siðfræðinnar" er að leita stöðugt að blóraböggli (óvini), einhveijum til að skella skuldinni á. Við erum á valdi hennar þegar við vörpum eigin skuggum (því neikvæða sem við höfum bælt niður í okkar eigin fari) yfir á einstaklinga eða hópa. Við þurfum að vera meðvituð um dökku hliðarnar á sjálfum ókkur til þess að koma í veg fyrir slíkt frávarp. Heilbrigði en ekki full- komnun er markmið „nýju siðfræð- innar“‘. Jesús átti sinn þátt í að móta þá siðfræði þegar hann fékk menn til þess að meta hlutina í ljósi kærleika, réttlætis og fyrirgefning- ar, eins og þegar hann mælti „sá yðar sem syndlaus er, kasti fyrsta steininum" og einnig þegar hann sagði dæmisöguna um bjálkann og flísina. Höfundur er sóknarprestur í Keflavík. 'New York Times, 10. nóvember 1991, bls. 26. 2Paul Ricoeur: „Wonder, Eroticism and Enigma“ in Sexuality and the Modern World, Cross Currents Symposium, bls. 135. *James B. Nelson: Embodyment, An Approach to Sexuality and Christian Theo- logy, Augsburg 1978. 4Erich Neumann: Depth Psychology and a New Ethic, Shambahala, Boston, 1990.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.