Morgunblaðið - 02.10.1994, Síða 28

Morgunblaðið - 02.10.1994, Síða 28
28 SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Edda Þórarinsdóttir, Finnur Torfi Stefánsson. t Ástkær móðir okkar, systir, tengda- móðir og amma, VILBORG JÓIMSDÓTTIR, Austurbrún 37A, verður jarðsungin frá Áskirkju þriðjudaginn 4. október kl. 13.30. Jón Kristján Sigurðsson, Eifsabet Árdís Sigurjónsdóttir, Sigurjón Sigurðsson, Magnea Björk Magnúsdóttir, Steinþóra Sigurðardóttir, Svanur Kristinsson, Högni Jónsson, Ragnhildur Jónsdóttir, Grímur Jónsson og barnabörn. t Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, GUÐRÚN ELÍN ERLENDSDÓTTIR frá Mógilsá, Kópavogsbraut 1A, Kópavogi, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 5. október kl. 13.30. Erlendur Lárusson, Áslaug Káradóttir, Pálmi Lárusson, Elsa G. Vilmundardóttir. + Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, MARÍU ALDÍSAR PÁLSDÓTTUR, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður Austurbrún 2. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hrafnistu, Hafnarfirði. Margrét Jörundsdóttir, Kristinn Sveinsson, Karl Jörundsson, Valgerður Frímann, Páll Trausti Jörundsson, Inga Indiana Svala Vilhjálmsdóttir, Jórunn Jörundsdóttir, Geir Hauksson, barnabörn og barnabarnabörn. 1 + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vináttu og samúð vegna fráfalls og útfarar HELGA S. ÁRNASONAR, Trönuhólum 6, Reykjavík. Guðiaug Björg Björnsdóttir, Áslaug Helgadóttir, Ellert U. Sigtryggsson, Guðlaug Helga Ellertsdóttir, Sigtryggur Ellertsson, Áslaug Hafberg, Árni Elíasson. LEGSTEINAR MOSfllK H.F. Hamarshöfða 4 — sími 871960 MIIMNINGAR + Ragnheiður Ól- afsdóttir Davis fæddist í Fellsaxlar- koti í Skiimanna- hreppi 24. október 1896. Hún lést á heimili sínu í Vancouver i Kanada 16. september síð- astliðinn og var jarðsett þriðjudag- inn 20. september. Foreldrar Ragn- heiðar voru Ólafur Matthíasson, f. 7. janúar 1873, d. 7. júní 1934, bóndi á Fossá í Kjós, og kona hans, Asbjörg Tómasdóttir, f. á Vestri-Reyni á Akranesi 22. apríl 1870, d. 5. júlí 1954. Ragn- heiður giftist í Vancouver norsk- um manni, Hugo Davis, árið 1925. Hann er látinn. Þau hjón eignuðust tvær dætur, er heita Ellen Dora, f. 31. ágúst 1926, og Lillian Thelma, f. ári síðar. Þær búa báðar í Vancouver ásamt fjölskyldum sínum. ÉG VAR að koma úr sveitinni minni, frá Þingvöllum, þegar beið mín sím- skeyti og ég var beðin um að hringja strax til Kanada. Mér fannst hjarta mitt taka kipp. Mig grunaði, hver fréttin yrði. Grunur minn reyndist og réttur: Ragnheiður móðursystir mín var látin. Ekkert blómskrúð jafnaðist á við haustlitadýrðina á Þingvöllum þenn- an dag. Það leyndi sér ekki, að haust- ið var komið. Og haustið hafði einn- ig vitjað Ragnheiðar frænku minnar. Árið 1922 fór Ragnheiður til Vest- urheims. Hún ætlaði aðeins að skjót- ast þangað snögga ferð. En ferðin sú entist æviiangt, - S 72 ár. Tildrög vesturfararinnar voru óvenjuleg: Vinkona Ragnheiðar hafði yfir að ráða farmiða vegna forfalla stúlku, sem hætti við sína för. Ragn- heiður var ung og full af lífsgleði og þáði miðann. Ætlaði hún sér að vinna þama um stund, og átti far- miði fram og aftur að fylgja kaupun- um. En allt fór á annan veg, og varð Ragnheiður sjálf að vinna fyrir sínum farmiða, er vestur kom. Þremur árum síðar var hún gift kona, og varð þá ekki aftur snúið. Þeim hjónum fædd- ust síðan dætumar tvær árin næstu. Með þeim hætti var allsendis nýr þráður upp tekinn á æviferli Ragn- heiðar Ólafsdóttur. Fyrir einum 60 ámm, þegar for- eldrar mínir gengu í hjónaband, flutt- ist móðuramma mín til þeirra, þá orðin ekkja. Bjó hún hjá foreldrum mínum þaðan í frá. Mér er í fersku minni, hve vel bréfin tii ömmu minnar vom þegin. Þegar jólabréflð kom frá Rögnu, eins og hún alltaf var kölluð, voru jólin að ganga í garð. Bréfíð var hluti af jóíahátíð- inni. Og oft komu bréf þess á milli, þannig að vel var fylgst með frændfólki okkar vest- an _hafs. Á fullorðinsárum tók ég sjálf upp bréfaskipti við Rögnu frænku mína og dóttur hennar, nöfnu mína. Með þeim hætti var. endurnýjað sam- band það, sem þær mæðgur, amma mín og Ragna, höfðu á sínum tíma rækt svo ríkulega. Þannig urðu til vina- kynni, sem nú hafa staðið í aldarfjórðung, mértil óbland- innar ánægju. Aldrei lágu leiðir okk- ar saman, enda heimshaf og heilt meginland á milli okkar. En bréf og margvíslegar sendingar aðrar treystu skyldleikaböndin, svo og símtöl, er stundir liðu fram. Ótrúlegt er það en satt, að íslensk- unni gleymdi Ragna frænka mín aldrei. Væri hver íslendingur vel sæmdur af því að tala og rita móður- málið jafn vel og hún gerði eftir sjö- tíu ára útivist. í mæltu máli var tungutak hennar jafn hreint og hún aldrei hefði farið af landi brott. Staf- setning hennar var sú sem hún lærði áður en hún fór, vandlega geymd í trúu minni. Okkur, sem eigum því láni að fagna að búa í landinu okkar, fínnst sjálfsagt að elska landið og virða. Við erum stolt af sögunni og forfeðr- um okkar, sem byggðu landið og lögðu þann grundvöll, sem við búum að. Rögnu frænku minni var einnig þennan veg farið, þótt hún ekki hefði litið landið í meir en hálfa öld. Aldr- ei þreyttist hún á að tala um fegurð Ísiands; hvergi væri jafn fagurt og hér. Slíkan íslandsvin er ég þakklát fyrir að hafa átt að náinni frænd- konu. Ósjaldan barst tal okkar að bernskustöðvum Rögnu að Fossá í Kjós. Sagði hún mér margar sögur af því, er hún lék sér í túninu þar heima, veiddi rauðmaga í flæðarmál- inu og hljóp á eftir hestum upp á Reynivallaháls. Þannig undi hug- urinn við ljúfar minningar um löngu liðinn tíma. Oftsinnis ræddum við um trúmál. Margt hafði drifíð á daga Rögnu frænku á langri ævi. Hún bognaði aldrei, treysti Guð æ meir við hveija raun. Kirkjuna sína sótti hún af dyggri trúfestu og sleppti aidrei messu ótilneydd, var starfsöm í söfn- uðinum og hjálparhella þeim, sem illa voru staddir. Áður nefndi ég jólabréfín, sem Ragna sendi ömmu minni. Sjálf naut ég þeirrar gleði að heyra frá henni á hverri aðventu. Þá var hugur Rögnu heima - á Islandi. Lagði hún rækt við jólahald, sem henni var minnisstætt frá bernskuárum og ís- lenska matargerð, bjó til kæfu og rúllupylsu, randatertu, vanilluhringi og pönnukökur. Án þessa dagamun- ar voru engin jól hjá Rögnu frænku. Randatertu bakaði hún handa barna- börnum sínum fyrir síðustu jól, - í hárri elli. Við skiptumst á smágjöfum fyrir jólin hverju sinni. Vænst þótti frænku minni um það, er ég tók upp á því að senda henni harðfísk. Eitt barnabarna hennar hafði dálæti á því sælgæti og naut veislunnar með ömmu sinni! Barnaböm og bamabarnabörn áttu hug Rögnu allan hin síðari ár og áratugi. Fjölskyldurnar stóðu saman eins og klettur í gleði og raun- um. Það hefur verið sérstakt gleði- efni og gæfa að fylgjast álengdar með þessum samhenta skyldmenna- hópi, skiptast á myndum og margs konar frásögnum um farinn veg. Ragna eiskaði garðinn sinn og ræktaði þar margar tegundir blóma, þeirra á meðal rósir. Hún var óþreyt- andi við að segja mér frá rósunum sínum, þegar þær vom að koma upp í byrjun apríl og þegar hún tíndi þær í desember og lét í vasa. En hún minntist líka oft á íslensku biómin, sóleyjarnar og bláklukkumar. Og berin á Fossá mundi hún best, - ótrúlegt, hvað við gátum gleymt okkur yfír minningum liðinna ára. - Ragna fylgdist með því af áhuga, er ég sagði henni, að Skógræktin hefði nú eignast Fossá að hluta til og verið væri að gera upp gamla húsið þar. Einu sinni sendi ég henni mynd af bænum á Fossá og sátu foreldrar hennar þar í hlaðvarpanum. Myndin gladdi hana mjög, en sama máli gegndi um myndbönd frá ís- landi, um náttúru landsins og mann- líf. Allt þetta íslenska efni var frænku minni jafn kært. - En Kanada, heimalandið nýja, var henni líka hugleikið. Þar var frá mörgu að segja, enda var ég spurul um aðstæð- ur frændfólksins þar og naut yndis af frásögnum frænku. Ragna naut góðrar heilsu alla tíð. Eljusöm var hún og féll aldrei verk úr hendi, saumakona með afbrigðum og saumaði langt fram eftir ævi á fjölskylduna, en tók einnig að sér saumaskap fyrir vandalausa. Hann- yrðir voru alla tíð eftirlæti hennar og stytti hún sér stundir við þær á efri árum. Heimilisstörfin léku í höndum hennar og naut hún þess að tala um þau. Ragna bar kennsl á margt eldra fólkið úr Þingvallasveitinni. Þegar ég fluttist til Þingvalla, spurði hún iðulega um jafnaldra sína þar. Það var síðan gaman að ræða við þetta fólk og rilja upp gamla daga úr Kjós- inni. Þá barst talið stundum að Rögnu. Ástkær móðursystir mín, Ragn- heiður Ólafsdóttir Davis. Landið okk- ar elskaða, ísland, varð fátækara við það að þú og afkomendir þínir ekki áttuð hér heima. En rík er sú þjóð, sem á börn á erlendri grundu, er hvorki týna niður tungu sinni né ís- lenskri reisn. - Hafðu þökk fyrir allt og allt. Megi ástvinir þínir lifa heilir við gæfu og gleði. Dóra Erla Þórhallsdóttir. RAGNHEIÐUR ÓLAFSDÓTTIR DAVIS HARALDUR STEFÁNSSON + Haraldur Stef- ánsson var fæddur á Hamri í Kollafirði á Strönd- um 6. febrúar 1908. Hann lést á hjúkrun- arheimilinu Skjóli 25. september síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Stefán Jónsson og Hrefna Ólafsdóttir. Systkini hans eru: Eyþór, f. 1906 (látinn), Gunn- ar, f. 1910, Jóhanna, f. 1919, og Ólafur Elías, f. 1922. Har- aldur ólst upp á Ey- vindarstöðum á Álftanesi frá tveggja ára aldri. Hann starfaði við akstur og var einn af stofn- endum SVR hf. og starfaði þar frá 1931 til 1976 sem eftirlits- maður og sat á tímabili í sljórn fyrirtækisins. Árið 1939 giftist hann Jónínu Jóns- dóttur. Hún lést 1976. Börn þeirra eru Guð- laug og Helgi Már. Árið 1991 giftist Har- aldur þáverandi sam- býliskonu sinni, Jenný Magnúsdóttur, og lifir hún mann sinn. Utför Haralds fer fram frá Foss- vogskirkju á morgun. AFI var ekki hávaxinn maður en hann var stór maður í mínum huga. Heiðarlegur og góður maður. Hann var einn af sjö stofn- endum Strætisvagna Reykjavíkur. Afí sagði mér að hann hefði aldrei misst dag úr vinnunni fyrir utan 4 eða 5 daga sem hann var á spítala. Samt vann hann í 45 ár hjá SVR. Það var alltaf gaman að fara suð- ur á Álftanes og leika sér og hlusta á skemmtileg atvik sem hann upp- lifði innan- sem utanlands á ferða- lögum og í útilegum og veiðum. Ég mun t.d. aldrei gleyma því þegar ég, pabbi og afí fórum út á Álftanes að kveikja í sinu. Grasið var vel þurrt og fín norðanátt, svo má ekki gleyma steinolíunni sem við vorum með svo það myndi nú alveg örugglega kvikna í sinunni. Við kveikjum í, sem betur fór þá var fólkið í húsinu fyr- ir neðan heima, og það hjálpaði okk- ur að slökkva eldinn. Hann sagði mér líka hvað það er nauðsynlegt að fara vel með það sem maður á og Varðveita það og það reyni ég að gera. Hann átti alltaf mjög fal- lega bíla, svona sem dæmi, enda þótt hann hafi ekki keyrt bíl síðustu árin. En nú er afi frjáls og getur ferð- ast eins og hann vill. Haraldur Freyr Helgason.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.