Alþýðublaðið - 25.11.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 25.11.1920, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ V K Réttar vörur. Rétt verö. Verðlækkun. Frá og með deginum í dag lækkar verðið á eftirtöldum vöruteg. þannig: Mikið af Kjólatauum, misi. Dömuklæðum, Oheviot og Enskum vaðmáium um 20%. Öll Silkl um 25°/o. — Ermafóður, Verkamannaskyrtutau, Blússuflúnnel um 20%. Regnkápur karla um 20%. — Flauil sem kostaðl kr. 9,50, nú kr. 7,60. — Flauil sem kostaði kr. 6,65, nú kr. 5,35. — Nankín brúnt, áður 3,30, nú 2,60. Rifflað moleskinn, prima tegund, áður kr, 9,00, nu 7,20. — Dömuklæði svart, áður 24,30, nú 21,00. Alt gegn grelðslu út I hönd. — Rvík 25. nóv. 1920. Verzlunin Björn Kristjánsson 1 . f. £\MSK1PA£V££ j ^ • ÍSLAMDS /v V E.s. GuIIÍosb fer héðan til ísaýjarðar og Stykk- ishólms á mánudag 29 nóv siðd. Vörur afhendist á laugard 27 nóv. ^ljðgarandxnn, Amerisk /andnemasaga. (Framh.) Það var ógurleg sjón; en þó það væri voðalegt, höfðu augu mín þó séð annað enn þá ógurlegra; þú getur ekki gert þér í hugar- lund. hvað menn geta ratað í, sem heima eiga í nánd við rauð skinna. En«, hélt sögumaður á■ fram, eftir þessa athugasemd, „meðan þeir drápu þau sterkari, sá eg þann veikbygðasta af þeim öllum, ömmu gömlu, flýja með yngsta barnið á handlegg sér f maísinn, og var rétt komin að tréinu, sem við sáum áðan faila um koli, þegar rauðskinni hió hana banahöggið. Eg sá þetta við bjarmann af eldinum, því eg var mjög aálægt, og nú þreif hann veslings sakleysingjann úr örmum deyjandi ömmu sinnar og hjó það með sömu exinni —“ „Og þúl" hrópaði Roland, um leið og hann hallaði sér áfram á hesti sfnum og greip í axlir sögu- mannsins, fokvondur yfir rag- mensku hans. „Þú auma bleyða, þá varst viðstaddur og lést myrða barnið'*. „Vinur minn“, sagði Nathan auðmjúkur, og undrandi yfir þess- ari óvæntu árás, ,þú hefir mig fyrir jáfn rangri sök og allir aðrir. Byssan mfn hafði verið tekin aí mér, og eg átti ekkert vopn; eg gleymdi nefnilega að segja, að þegar eg sagði Bruce sögu mfna tók hann byssuna af mér. Hann sagði, að fyrst eg væri ekki mað- ur til þess, að nota hana, skyldi eg ekki fá að bera hana, og rak mig á dyr. Vafalaust var það rangt af honum að taka hana, því þegar eg sá rauðskinnan reiða exi sína að höfði hvítvoðungsins, hefði eg v&falaust hindrað hann í að framkvæma ódæðið, hefði eg haft byssu". „Mér datt það f hug!“ mælti Roland, sem dregið hafði að sér hendina. „Að eins hin aum asta raggeit hefði á slíku augna- bliki getað með vopn í höndum horft á þetta. Vonandi hefir þú þó gert eitthvað, Nathan?" „Eg gerði það sem eg gat“, sagði Nathan, „Gagntekinn áf þessu þreyf eg barnið af þorpar- anum og fiýði með það inn i skóginn f von um að eg gæti bjargað þvf, þó það væri mjög sært. En, eg var ekki kominffi milu f burtu, þegar það dó i örmum mér. Eg var Iöðrandi i blóði þessl Það var sorgleg sjón fyrir Bruce, sem skundaði til vaðsins með menn sína, er hon* um hafði dottið í hug á eftir, að skeð gæti að eitthvað væri satt í sögu minni, Hann reið beint til bústaðar Ashburns, og fann þar ekkert annað, en lík fólksins Og húsið hálfbrunnið; það var smfð* að úr nýjurt* viði og gat því ekki brunnið til ösku. Engum af fjöl- skyldunni hafði verið þyrmti“ „Og hefir þeirra verið hefnt?" spurði hermaðurinn þungbrýnn. Prímusao og allskonar fleiri Btviög’eröir’ fljótt og vel af hendi leystar. — Hvergi eins ódýrt. — Veitt móttaka í Þiffig' holtsstræti 28, (< kjallaranum). Ritstjóri og ábyrgðarmaSar: Ólafar Friðriktson. Prentsmiðj&n Gutenbsrg

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.