Alþýðublaðið - 25.11.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 25.11.1920, Blaðsíða 1
Geflð At.af jðLlþýðaflolckmum. 1920 Pimtudaglaa 25 nóvember. 272 tölubl, Vöruskýli við höfnina. A siðasta bæjarstjórnarfundi bar Jón Baldvinsson fram áskorun um það til hafnarnefndar, að hún setti á fjárhagsáætlun 1921 hæfilega upphæð til þess að reisa vötuskýli á hafnarbakkanum. Askorunin mætti nokkrum and- mælum, einkum Jóns Ólafssonar, sem taldi skýlið þó bráðnauðsyn- legt, en sagði ekkert fé til, til þess að þetta yrði framkvæmt. Sjálfstjórnarar sögðu líka, að ekki væri hægt að fá lán til framhalds hafnaruppfyllingarinnar við Ingólfs- garð, nema með þvi móti að selja lóðir hafnarinnar. En hvernig fór. Alþýðufiokksmennirnir i bæjarstj. afstýrðu þvf, að lóðirnar væru seldar og bentu á þá leið, sem farin var, til þess að fá það lán sem þurfti. Og alt fór eins og þeir sögðu, Lánið fékkst, án þess að lóðirnar væru seldar, og fyrir vikið hefir nú bærinn stórtekjur af þeim. Og hagur hafharsjóðs er auðvitað miklu betri eftir en áður. Ölíum, sem hafa einhver afskifti af vörum, sem fermt er og affermt hér á hafnarbakkanum, kemur saman um þáð, að bakkinn sé ófær eins og hann er, og nauðsyn krefji að smiðað verði hið allra bráðasta skýli, helzt eftir honum endilöagum, svo taka mætti við vörum svo að segja af skipsfjöl Og geyma þær í skýlmu eftir hentugleikum, um lengri eða skemri tíma. Eins og nú er í pottinn búið, liggur við skemdum á vörum svo að segja í hvert sinn er skip ber að landi, er þarf að afferma hér. Forin á hafnarbakk- anum er landskunn, ef svo mætti að orði kveða, og það stoðar Htið þó breidd séu segl yfir vör- urnar, þegar rigningar ganga vik- um og mánuðum saman. Auk alls anaars, sem unnið er við það að slíkt skýii vseri reist, er vianusparnaður og mintti kosta- aður við þær vörur, er rhenn utan Reykjavikur eiga, og sem settar eru hér á Iand og geymdar í vörugeymsluhúsum viðsvegar um bæinn (ökulaunin mundu falla ur sögunni). Allmiklu af slikri vöru er aitaf til að dreyfa, og mundu menn vafalaust verða þeirri stundu fegnastir, er þeir losnuðu við nokkuð af þeim aukakostnaði, er legst á vöruna, sem þeir þurfa að láta skifta hér um skip og bíða eftir skipum. Slikt vöruskýli mundi beinlinis verða hafnarsjóði tekjulind, og ætti þvi öllum bæjarfulltrúunum, er bera hag bæjarins fyrir brjósti, að vera það áhugamál, að það yrði reist þegar á næsta ári. Að ekki séu til pcningar til þess að ráðast í fyrirtækið, hygg eg að sé bara fyrirsláttur. Og ætti að minsta kosti ekki að svæfa málið að óreyndu. Bænum veitir sannarlega ekki af að hafa úti all- ar klær til þess að auka tekjur sinar og styrkja fjárhag sinn, en það verður ekki gert með því, að andæfa að óreyndu öllum þeim uppástungum, er til bóta horfa, og það getur varla talist sæmandi að kvarta stöðugt um féleysi, þeg- ar ráðast þarf í arðvænleg fyrir- tæki fyrir bæinn. Eða til hvers er þarfara að nota 200 þusund kr. tekjuafgang Hafnarsjóðs, en ein- mitt til þess að gera höfnina vist- legri og jafnframt arðvænlegri. Við sjáum nú tii hvað Sjálf- stjórnarliðið gerir í máli þessu. Kvásir, Yitnr íhaiðgmaðnr. Senor la Cierva, foringi spánskra íhaldsmanna, hefir fastlega Iagt til að járnbrautir á Spáni verði atlar reknar af ríkinu framvegis. Matsala (Pensionat) er fayrjuð á Skólavörðustig 19 (Litla Holti), neðstu hæð, Fæði yfir lengri eða skemri tíma. 121 ilðaraSir!! „Ekki er kyn þó að keraldið leki, því botninn er suður i Borg» arfirði," er haft eftir Bakkabræðr- um. S. Þ., þessi makalausi „dellu* makari",. ritar greinarspotta f Mogga sinn í fyrradag, og nefnir hann: „Skrítin ætt." Kemst hann þar að þeirri vit- urlegu niðurstöðu, að hann hljóti að vera hórgetinn, ef einhver for- faðir hans hafi verið það! Og telur sig verri mann fyrirll í sambandi við það, að eg i grein um Saint-Simon sagði, að hann heiði rakið ætt sína tit Karla- Magnúsar,- slær S. Þ. því föstu, að eg telji hann kominn af hon> um. Kaliar hana Karla-Magnús botnlanga mannkynsins og gengur þar feti framar en Alþbl., þvi það hefir einhvern tima nefnt konunga núíímans því nafni, og sýnt fram á við hvað það átti með þvf orðatiltæki. En S. Þ. virðist ekkert orð geta tékið upp eftir öðrum nema með þvi að rangfæra það. Um ritstörf Saint Simon er engu við að bæta, það sem áður hefir sagt verið. Aðeins vildi eg benða S. Þ. á að athuga, þó ekki væri nema eftirtaldar alfræðisorðabækur og sjá hvað þær segja um Saint Simon; en hann má ekki viliast á frænda hans með sama nafai, er reit „Minningarnar9, er eg gat um í greininni um SaintSimons „Salomonsens Konversationsleksi- kon" XV.. bindi, síðu §07—gog(

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.