Morgunblaðið - 21.10.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.10.1994, Blaðsíða 2
2 C FÖSTUDAGUR 21. ÓKTÓBER 1994 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ SKÓLINN stendur afskekkt en er þó rétt við bæjardyrnar. Bleik bygging Waldorf-skólans í Kópaseli sker sig óneitanlega úr umhverfínu þar sem mildir haustlitir mæta augum hvar sem litið er. Leikvöllurinn er öðruvísi en nemendur í grunn- skóla á höfuðborgarsvæðinu eiga að venjast. Ekkert malbik sjáanlegt, engin vígaleg fót- boltamörk eða körfubolta- grindur, bara stór grasvöllur, tréleikföng, gijót, mold og sandur. í skólanum eru tveir bekkir. í 4. og 5. bekk eru fjór- ir nemendur og í 1. 2. og 3. bekk eru átta krakkar. Engar einkunnir að vori Nemendur í Waldorf-skóla taka engin próf, í stað einkunna eru veitt- ar umsagnir um frammistöðu, námsbækurnar búa þau til sjálf og heimalærdómur þekkist ekki fyrstu árin. Börnin eru ekki tæknivædd, ef svo má að orði komast. Tölvur eru ekki til í skóianum né myndvarpar, mynd- band eða segulband. Markmið skólans að börnin upp- iifi hluti á iifandi hátt með eigin skynfærum en ekki í gegnum töivu eða myndband. Inni í skólanum berst ómur af flautuleik úr einni kennslustofunni, það er auðfundið að farið er að huga að hádegismat og á borðum eru haustjurtir í bastkörfum, reyniber og kertaljós. Börnin eru á ímyndun- arskelðinu „Manneskjan er ekki bara líkami heldur einnig sál og andi,“ sagði Rudolf Steiner, maðurinn á bak við hugmyndafræði Waldorf-skólanna. Hann sagði að þar sem mannfólkið hugsaði, hefði tilfmningar og vilja þyrftu kennarar að hlú að öllum þessum þáttum til að þeir þroskuð- ust samhliða og í jafnvægi. Við- fangsefni kennara í Waldorf-skóla er að miðla til nemandans samband- inu á milli þessara þriggja þátta. Rudolf Steiner skiptir þroskaferli bams í þijú sjö ára tímabil og þau mynda grunninn í uppeldiskenningu hans. Fram að sjö ára aldri eru börn á eftirhermuskeiði, en síðan tekur við ímyndunarskeiðið, sem grunnskóla- bömin eni á og því lýkur við kyn- þroska. Á þessu tímabili skiptir til- finningalífið mestu og er það þroskað í gegnum ímyndunaraflið. Námsefni þarf því að auðga tilfinningalíf bams- ins, því tilfmningar sem vakna á þessu skeiði mynda grann að seinna tímabili vitsmunaþroskans. Bekkjarkennararnir í Kópaseli eru Eiríkur Gunnarsson og Þóra Tómas- dóttir en stundakennarar Þór Ingi Daníelsson og Kerstin Anderson. Öll hafa þau hlotið sína menntun í sér- stökum Rudolf Steiner-skóla, í Sví- þjóð eða Þýskalandi. Hrynjandi og jaf nvægi „Hrynjandi er ómissandi, svo og jafnvægi á þessum árum,“ segja NEMENDUR byrja fyrsta veturinn á því að læra flautuleik Börnin semja námsbækurnar, taka ekki próf og læra ekki heima kennaramir. Fyrri hluti dagsins er nýttur til að læra námsgreinar sem byggjast á kunnáttu, skilningi og íhugun, en síðari hlutinn fer í náms- greinar sem krefjast handlagni og listrænna æfinga. Þannig er tekið tillit tii dægurhrynjanda barnanna. Því er ekki um að ræða kennslu- stundir heldur samfellt tímabil. Námsgreinarnar eru kenndar í þriggja til fjögurra vikna lotum. Þá eru þær hvíldar í allt að hálfu ári til að þroskast í undirmeðvitundinni. Búa sjáif til eigin námsbækur Fyrstu árin fá nemendur ekki prentaðar námsbækur hejdur búa í staðinn til vinnubækur. í kennslu- stundum skrifa þeir sína eigin texta, teikna og mála og binda síðan bæk- urnar sínar inn. „Við teljum mikilvægt að móta ekki nemendur með námsbókum heldur hafa námsefnið skapandi og sjálfstætt," segja Þóra og Eiríkur. Rudolf Steiner lagði ekki áherslu á heimalærdóm en sagði að börnin þyrftu líka tíma til að gera annað en að læra og þau þyrftu að fá að sofa á lærdómnum. Próf sagði hann óþörf, kennarar eiga að kynnast börnunum það vel að hægt sé að fylgjast með hveiju barni án þeirra. Tungumálakennsla í fyrsta bekk í fyrsta bekk fara börnin að læra erlend tungumál og í Kópaseli er það sænska og enska. Nemendur eru þá enn á eftirhermuskeiði og tungu- málið er því æft í gegnum leiki og söngva. „Við leggjum áherslu á að börnin fái tilfínningu fyrir viðkom- andi þjóð, sérkennum lands og þjóð- ar, menningu og tungumálinu,“ seg- ir Kerstin. Þegar okkur bar að garði höfðu nemendur verið að tína jurtir og stóð til að lita garn með þeim sem börn- in ætluðu síðan að nota í handa- vinnu. „Það er leitast við að nota náttúruleg efni í allri listsköpun," segir Þór Ingi. Söngur skipar stóran sess í skól- anum og allir nemendur hefja flautu- nám við upphaf skólagöngu. Nem- endur eru í eurytmi, sem þýðir fagur hrynjandi. Þetta er hreyfilist í takt við tónlist og talað mál. Hver ein- asti bókstafur hefur t.a.m. ákveðna hreyfingu. Rudolf Steiner Upphafsmaður Waldorf-upp- eldiskenningarninnar hét Ru- dolf Steiner. I lokaritgerð til B.Ed.-prófs við Kennarahá- skólann skrifuðu Elisabet M. Sigfúsdóttir og Hulda Sverrisdóttir ritgerð um Waldorf-upp- eldiskenning- una. Þar seg- ir að Steiner hafi drýgt tekjur sínar með kennslu og sem tvítugur maður hafi hann fengið það verkefni að kenna 10 ára þroskaheftum dreng. Innan tveggja ára gat drengurinn fylgt jafnöldrum sínum eftir í skóla. Drengurinn gerðist síð- ar læknir. „A þessum árum gerði ég mínar fyrstu rann- sóknir á því hvemig hið and- lega og sálarlega tengist lík- amanum," segir Steiner í ævi- sögu sinni. Árið 1919 var fyrsti Wald- orf-skólinn stofnaður. Það var að beiðni forstjóra Waldorf Astoria-vindlingaverksmiðj- unnar í Stuttgart. Starfsmenn vildu fá mannlegan skóla og höfðu heyrt Steiner tala um uppeldi. Steiner þjálfaði upp kennara og Waldorf-nafnið er dregið af umræddri vindlinga- verksmiðju. Waldorf-uppeldiskenningin miðast við uppeldi og menntun bama frá leikskólabyijun til skólaloka miðað við frá 6-18 ára. Ekki má gleyma að upp- eldiskenningin tekur til sjúkra bama jafnt og heilbrigðra. ■ *M % Egypti vinnur heimsmeistaratitilinn í ísraelska spilinu Rummikub ISRAELINN Micha Hertzano sagði við opnun heimsmeistar- mótsins í Rummikub nú í haust að það gleddi sig sérstaklega að Egyptaland væri meðal ríkjanna tuttugu sem tóku þátt í keppninni. Hann vissi þá ekki að Egyptaland myndi fara með sigur af hólmi og ísrael lenda í einum af neðstu sætun- um ásamt Danmörku og Svíþjóð. ís- land stóð sig best af Norðurlandaþjóð- unum þremur sem tóku þátt í keppn- inni. Elísabet Sigurðardóttir, eigin- kona Guðjóns Guðmundssonar, um- boðsmanns spilsins á Islandi, keppti fyrir íslands hönd og lenti í 8. sæti. Foreldrar Micha Hertzano voru með Rummikub með í pússi sínu þegar þeir fluttu frá Rúmeníu til Israels um miðjan 6. áratuginn. Fað- ir hans hafði búið spilið ti! og vinir hans og kunningjar höfðu gaman af að spila það. Það er tveggja til fjögurra manna spil, svipað rommí en spilað með plötum sem eru lagð- ar niður og eru hreyfðar til eftir settum reglum. Sá vinnur sem er fyrstur að losna við plöturnar sínar. Spilið krefst nokkrar einbeitingar en leikirnir eru stuttir og hægt að spjalla á milli þeirra. „Einn kosturinn við Rummikub er að maður þarf Morgunblaðið/Anna Bjarnadóttir ELÍSABET Sigurðardóttir einbeitir sér í harðri keppni við Frakkland, Suður-Afríku og Danmörku. NEHAD Aboul Fadt, heimsmeistari í Rummikub, með Guðjóni Guðmundssyni, umboðsmanni spilsins á íslandi. ekki að halda á mörgum spilum eins og í rommí," sagði Micha. „Það er hægt að drekka kaffi og borða köku um leið og spilað er.“ Vinsældirnar margfölduðust á einni nóttu Faðir hans verslaði með snyrti- vörur í Rúmeníu en þurfti að byija lífsbaráttuna upp á nýtt í ísrael. Hann tálgaði Rummikub-plötur og konan málaði þær í frístundum. Þau fengu búðareigendur til að selja spilið fyrir sig. Þeir þurftu ekki að borga þeim nema þeir gætu selt það. Vinsældir Rummikub jukust smátt og smátt og Micha segir að það sé nú til á hverju heimili í ísra- el. 140 manns starfa hjá fyrirtæk- inu sem hefur risið upp í kringum það. Micha rekur það ásamt systur sinni. Þau framleiða einnig önnur spil og hafa auk þess spilaumboð. En Rummikub er uppistaða fyrir- tækisins. Það er selt í 34 ríkjum og spilað á 23 tungumálum, þar á meðal íslensku. 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.