Morgunblaðið - 21.10.1994, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.10.1994, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1994 C é FERÐALÖG HAUSTSÓLIN baðar Edinborgarkastala sem er meira en bara kastali. SEKKJAPÍPUR og skotapils eru meðal vöru- merkjanna. eru skipulagðar ferðir og er sérstak- ur samningur um aðgang fyrir land- ann. Þarna er hægt að gera ágæt kaup en reyndar er misjafn varning- ur þar á boðstólum. Þarna er að finna mikið úrval af leikföngum, íþróttavamingi, talsvert af fatnaði og vinsæl tvöföld geislaplata kostar um 1.100 krónurþar, en 1.800 krón- ur í Fríhöfninni í Leifsstöð. Meðal dagsferða sem Úrval-Út- sýn skipuleggur er ferð í verslunina Slater í Glasgow og sagði einhver að það væri vinsælasta skoðunar- ferðin sem skipulögð er fyrir ís- lensku Edinborgar-hópana. Kráarölt eins kvölds virði Það er þó ótrúlegt að nokkur ferðalangur láti þessa Slater-ferð verða einu skoðunarferðina þegar á annað borð er komið til Edinborgar sem er einhver mesta menningar- borg Bretlands og af nógu að taka. Áður er minnst á söguna, kastalann og listasöfnin, leikhús eru mörg og ópera. Edinborgarhátíðin er haldin á hverju sumri og næsta sumar hefst í Leith mikil siglingakeppni. Margt annað er gaman að skoða, nefna má grasagarða, dýragarða og fiðrildabú. Fótboltaliðin Hibern- ians og Hearts eru í Edinborg og nokkrir frægustu golfvellir heims eru innan seilingar. Kráarölt er eins kvölds virði í þessari viðurkenndu kráaborg og á mörgum kránna er lifandi þjóðlagatónlist. Bretar eru ef til vill ekki þekktir fyrir bestu matargerð í heimi, en í Edinborg er mikill fjöldi alls konar veitingastaða. Til dæmis kom kvöld- verður á franska veitingastaðnum Malmaison í Leith skemmtilega á óvart. Viskínefið bregst ekki Ekki verður skrifað um tveggja daga ferð til Edinborgar án þess að minnast á viskíið þeirra Skot- anna. Hægt er að kynnast því hvern- ig Skotamir brugga viskíið, en í ár minnast þeir einmitt 500 ára afmæl- is viskígerðar. Þá er starfandi í Edinborg skoska maltviskí-félagið (The Scotch Malt Whisky Society). Félagar geta orðið allir áhugamenn um þennan drykk. I stuttri heimsókn í höfuðstöðvar félagsins kynntist skrifari því að í augum félagsmanna er þetta ekki spurning um einhvern drykk, heldur miklu frekar um sögu, menningu og ákveðinn lífsstíl. Gestgjafi í húsi Maltviskívinafélagsins sagðist ekki eiga í erfiðleikum með að segja til um hvar og hvenær ákveðin viskí- tegund væri framleidd. Þó tegund- irnar væru talsvert á annað hundrað færi slíkt ekki á milli mála fyrir þjálfað nef hans. ■ Ágúst Ingi Jónsson Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir INGIBJÖRG Ingadóttir ferðamálafulltrúi, Þór Þorfinnsson formaður Ferðaþjónustufélagsins Forskots, Sigurjón Bjarnason og Gústaf Guðmundsson stjórnarmenn. Bæta þarf gædi veittrar þjðnustu FERÐ AÞJ ÓNU STUFÉLAGIÐ Forskot sem starfar á Fljótsdals- héraði og Borgarfirði eystri hélt fund nýverið þar sem Ingibjörg Ingadóttir ferðamálafulltrúi og starfsmaður félagsins greindi frá sínu starfi. Á fundinum kom fram að aukning hefur orðið meðal ferðamanna á svæðinu, frá síðasta sumri sem var óvenju slakt. Ekki er hægt að leggja dóm á árangur verkefnisins „Island sækjum það heim“, en þó hafa einstakir aðilar merkt aukinn fjölda íslenskra ferðamanna. Einnig kom fram nauðsyn þess að bæta gæði veittr- ar þjónustu. Fjölgun miilf ára Kannanir hafa ekki verið unnar en gistitölur eru til og fyrirtækið Álfasteinn á Borgarfirði eystri tel- ur alla gesti sem þangað koma. Á tjaldstæði KHB á Egilsstöðum voru 5.600 gistinætur í júní, júlí og ágúst, og voru þar íslendingar í miklum meirihluta. Sömu sögu segir af Hallormsstað, en tjald- stæðið í Atlavík hafði 18.400 gisti- nætur. Að sögn Helga Arngríms- sonar hjá Alfasteini heimsóttu 9.744 manns steinasafn fyrirtæk- isins, en heildarfjöldi þeirra sem sóttu Borgarfjörð heim var litlu meiri eða um 11.000. Helgi sagði ennfremur að átakið „ísland sækj- um það heim“ hafi ekki náð til Borgarfjarðar, í ljósi þess að sum- arið 1991 var eitt það besta hing- að til. Anton Antonsson hjá Ferðamið- stöð Austurlands sagði að fyrir- tæki sitt hafi flutt inn 5.350 far- þega á þessu sumri, 400 fleiri en 1993. Anton sagði það ekki vera einhlítan mælikvarða að mæla fjölda einstaklinga, því fyrirtækið hefði árin 1992 og 1993 misst um 1.700 farþega frá því sem var 1991. En breytingar höfðu líka orðið á þann veg að fólk fór í styttri ferðir en áður, og má því telja að tapið hafið numið um 10.000 gistinóttum. Samstarf efllst Framtíð félagsins ásamt starfi ferðamálafulltrúa voru rædd á .fundinum og kom þar fram mikil nauðsyn fyrir því að halda starf- seminni áfram. Mikil reynsla og þekking er orðin til sem nýtist ekki ella, ,en kostnaðarsamt er að halda úti markaðsstarfi og því þurfa aðilar að standa saman. Eitt brýnasta mál sem þarf að svara á heimavelli, er það hveijir eru ferðaþjónustuaðilar og hveijir eru hagsmunaaðilar? ■ Anna Ingólfsdóttir Ferðast aftur í tímann í nágrenni Newcastle ÞEIR sem áhuga hafa á sögu eða stuttum tima- ferðalögum ættu að bregða sér til Norðaustur- Englands. Á nágrenni höf- uðstaðar Norðymbralands, Newcastle, gefast ýmis tækifæri til að kynna sér hvernig umhorfs var fyrr á öldum og óvíða í Bret- landi eru fleiri kastatar en á þessu svæði. Ferðaskrif- stofan Alís flýgur beint til Newcastle fram í lok nóv- ember, og er tilvalið að víkja aðeins frá matsölu- stöðum, verslunum, leik- húsum og tónleikum og takast á hendur dulitla söguskoðun. Beamish er bráð- skemmtilegt safn, skammt frá Newcastle. Þar hefur verið byggt upp litið þorp þar sem lífið gengur sinn vanagang - árið 1913. „ÍBÚAR“ Beamish leiða gesti um bæinn. Þessi ágæti maður gaf innsýn inn í líf kolanáinumannsins. Gestir taka sporvagninn við innganginn og er ekið inn í þorpið þar sem fyrsta kaupfélagið er til húsa, skólinn, kirkjan, prent- smiðjan, blaðasalinn og nokkur íbúðarhús. Líta má inn til lögfræðingsins, sem hefur allt til alls, tannlæknisins, sem er umkringdur ógnvekjandi tækjum og tólum, og tón- listarkennarans, miðaldra konu sem á í fjárhagsörð- ugleikum. Skammt frá bæjarkjarnanum er sveitabær og kolanáma, sem gestir geta sett sig í spor mannanna sem unnu við erfiðar og hættulegar aðstæður. „Ibúar“ í Bea- mish eru viðræðugott fólk og reiðubúið að segja gestunum frá því sem fyr- ir augu ber. LITIÐ inn til tannlæknisins í Beamish. Kvöld í kastala Hápunktur tímaferðalaganna er þó líkast til kvöldverður í Lumley- kastala, sem er skammt fyrir utan Newcastle. Þat' hverfa gestir aftur til þess tíma er Elísabet I. Englands- drotting var uppi, gæða sér á hátíða- kvöldverði þess tíma, hlýða á tónlist og sögur úr kastalanum og drekka með hunangsmjöð, sem munkar brugguðu á hinni helgu ey Lindisf- arne og prúðbúið lið þjónustufólks og söngvara framreiðir. Lumley-kastali er frá 14. öld og hefur vissulega tekið nokkrum breyt- ingum í aldanna rás, en þar er þó fátt nútímalegra hluta að sjá. Máls- verðurinn gefur ekki tilefni til að fara í sitt fínasta púss en það dregur ekki úr ánægjunni. Þá er og að finna glæsilegt hótel í Lumley-kastala og er það vel þess virði að eyða þar svo sem einni nótt. Af öðrum stöðum má nefna ná- grannaborgina York, þar sem graf- inn hefur verið upp víkingabær; kast- ala á borðNið Tynemouth, þar sem einnig var klaustur, og Heim Beda, þar sem sögð er saga upphafs kristni á Bretlandseyjum. Of langt mál er að telja upp alla þá kastala sem á svæðinu eru og eru opnir almenn- ingi, en upplýsingar um þá fást hjá ferðamálaráði staðarins. _ ÞAÐ er ekkl amalegt að setjast að kvöldverðarborði í Lumley-kastala. Urður Gunnarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.