Morgunblaðið - 21.10.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.10.1994, Blaðsíða 4
4 C FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1994 C 5 Barna Vit, bragðgóð bœtiefni x 60 töflur barnavít "áttúruleg \ita: Byltingarkenndar niðurstöður rannsókna, sem gerðar voru á breskum skólabömum, hafa leitt í ljós, að rétt bætiefni auka einbeitingu og úthald og hafa þar með áhrif á námsgetu. Niðurstöðurnar, sem birtust í hinu virta lækna- tímariti „Lancet“,sýndu greinilega fram á að með reglulegri neyslu vítamína jókst námsgeta nemenda til mikilla muna. BARNA VIT eru bragðgóðar fjölvítamín- og steinefhatöflur fyrir börn og unglinga til að tyggja eða sjúga. Guli miðinn tryggir gæðin. Fiesl í apótekum og heilsubillum Éh matvöruverslana. dlsuhúsið DAGLEGT LIF DAGLEGT LIF Kringlunni sími 689266 Skólavörðustíg sími 22966 REGN- OG POllAGALLAR á hresea krakka! Mikiö úrvai af vind- og vatnsþéttum hlíföarfatnaði á krakka. Margar stæröir, fjölbreyttir litir, gott verð. m°m SKÚLAGÖTU 51, SÍMI: 91 -11520 OG FAXAFENI 12, SÍMI: 91 - 886600 Davíð hundamaður hefur ákveðnar skoðanit- á samskiptum hunds og manns og bendir á þá tilhneigingu okkar að manngera gæludýr okkar og ganga út frá því að þarfir þeirra og langanir séu eins og hjá okkur. Hann segir: „Ef þú kemur fram við hundinn þinn eins og mann, kemur hann fram við þig eins og hund. Ef þú kemur fram við hundinn þinn eins og hund, kemur hann fram við þig eins og mann.“ ■ BT RISTALL cVörurjvrir afíoj cUerb fpriraffaj Morgunblaðið/Júlíus DAYASHAKTI: Barn bregst á náttúrulegan hátt við sárs- auka. Við kennum því hins vegar að viðbrögðin séu röng. Við höldum mörg að við séum til- finningalega opin, vegna þess að við ræðum um sorg og sársauka. Oftast eru þær samræður hins vegar vitræn- ar. Við deilum ekki tilfinningum með viðmælanda okkar, enda leyfum við okkur ekki einu sinni sjálfum að finna þær.“ — Þú segist kunna ráð við því. „Já, ég kenni aðferð til að sækja sársauka þangað sem við höfum falið hann í fylgsnum sálarinnar. Við það að upplifa hann líkamlega og tilfinn- ingalega, breytist hann í gleði. Þegar fólk hefur einu sinni lært þessa tækni, getur það notað hana alla ævi. Með mér er íslenskt aðstoðarfólk og það er eins gott að taka fram að þetta er ekki fyrirlestur heldur vinna með til- fínningar." — Grætur fólk ekki heil ósköp á þessu námskeiði? „Oftast er mikið grátið, en grátur er aðeins ein af mörgum leiðum til að tjá tilfínningar og sumir kjósa aðrar leiðir. Það skiptir í sjálfu sér ekki máli hvort fólk grætur eða ekki.“ Hræðsla við sársauka Spurð hvers vegna við hræðumst sársauka og reynum eftir megni að forðast hann, segir Dayashakti: „Ég held að það sé af því við erum búin að gleyma hvemig við getum upplifað sársauka og unnið úr honum á náttúru- legan og eðlislægan hátt. Barn gerir það mjög vel, en því er fljótlega kennt að bæla tilfinningar sínar, verða til dæmis hvorki reitt né leitt. Skilaboð þess efnis koma úr öllum áttum og þess vegna þurfum við nú, fullorðið fólk, að læra aftur það sem er okkur eðlislægt. Ef við getum horfst í augu við sorg, upplifað hana með náttúrulegum hætti og breytt henni í þægilega tilfínningu, hættum við að óttast sorgina. Þá reyn- um við ekki heldur að forðast hana eða troða henni ofan í sálina og setja slagbrand fyrir.“ B Brynja Tomer Sársauki sóttur og honum breytt í þægilega tilfinningu ÖLL FÁUM við í vöggugjöf náttúrulegan hæfíleika til að upplifa sorg og sárs- auka. Smám saman missum við þennan hæfíleika og þá lokum við á tilfinning- ar okkar. Við gleymum þeim og höldum að þær séu afgreiddar. Þær bijóta sér hins vegar alltaf leið út, á einn hátt eða annan,“ segir Sandra Scherer, sem sumir kalla jóga-nafninu Dayashakti. Hún er nú stödd hér á landi í þeim tilgangi að kenna Islendingum sitthvað um andlegt og líkamlegt heilbrigði. „Hún er einn reyndasti kennarinn frá Kripalu-miðstöðinni og hefur tekið þátt í að þróa mörg af bestu námskeið- um sem þar eru haldin. Núna starfar hún sjálfstætt, en í samstarfi við Krip- alu-miðstöðina,“ segir Jón Ágúst Guð- jónsson jógakennari hjá jógastöðinni Heimsljósi, sem stendur að komu Dayashakti hingað. Ekkert jógaleg Satt að segja átti ég ekki von á að jógakennari sem heitir Dayashakti og hefur búið í 20 ár í jógamiðstöð, kæmi til dyra í venjulegri peysu, gammósíum og íþróttaskóm. Ég hélt hún yrði í kufli, jafnvel með túrban og yfír- bragðið yrði einhvem veginn heilagt eða yfímáttúmlegt. Day- ashakti tekur á móti bláókunn- ugum blaðamanni með faðmlagi og býður vatn eða te að drekka. Vatn hljómar prýðilega. Jón Agúst, sem er gestgjafí Dayashakti, upplýsir að hún hafí starfað náið með Gurudev í 20 ár, en hann er þekktur jógakenn- ari sem einnig hefur komið hing- að nokkrum sinnum og haldið fjölsótt námskeið og fyrirlestra. Jarðbundið jóga Það vekur athygli, þegar dagskrá á námskeiðum Dayashakti er skoðuð, að jóga kemur lítið við sögu og ekki er að sjá að þau séu „andlegri" en önnur námskeið sem í boði em um allan bæ. „Jóga snýst um sálina, gott hjartalag og ást. Því er ætlað að gera líf okkar betra, en því betur sem menn skilja jóga, því betur sjá þeir að milli þess andlega og veraldlega eru engin skil. í fyrstu virðist jóga snúast um hug- leiðslu eða lótus-stellingu, en smám saman kemst maður að því að jóga skiptir máli á hveiju augnabliki og í hveiju smáatriði daglegs lífs okkar. Þess vegna þarf jóga að vera jarðbund- ið. Jóga er ekki trúarbrögð, heldur leið sem allir geta gengið, burtséð frá trú- arbrögðum eða kynþætti." Þjálfar kennara og leiðbeinendur Eitt af því sem Dayashakti tekur sér fyrir hendur er að þjálfa kennara og leiðbeinendur. 28. október hefst þriggja daga þjálfun í námskeiðahaldi og um hana segir Dayashakti: „Ég geri ekki kröfur um að fólk þekki Krip- alu-jóga, en að sjálfsögðu er æskilegt að þátttakendur þekki eitthvað til jóga- fræða. Kennarar, sem vilja kynnast nýjum leiðum í kennslu, hafa gott og gaman af þessu námskeiði, enda er mikii áhersla lögð á það hvemig leið- beinandi eða kennari getur skapað já- kvætt andrúmsloft. Lærdómur er skemmtilegur, bæði fyrir kennara og nemanda, ef rétt er haldið á spöðun- um.“ Sorg breytist í gleði Það hljómar þægilega að geta breytt sorg í gleði og töfrasproti er það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar það er nefnt. Dayashakti hefur engan sprota, en segist nú þegar hafa kennt rúmlega 100 íslendingum aðferð til þess ama. í kvöld bætast fleiri í þann hóp, því þá hefst námskeið í tækninni að breyta sorg í gleði. „Mörg okkar hafa lært að búa með tilfinningalegum sársauka og bæla hann. Þegar við erum börn er okkur sagt að gráta ekki, vera dugleg, bíta á jaxlinn og standa upprétt þótt á móti blási. Við búum yfír þeim eigin- leika að gleyma því sem okkur fínnst of óþægilegt til að muna. Við lokum á hinar sára tilfínningar og áttum okkur ekki á að þær reyna að bijóta sér leið út, á einn hátt eða annan. 2 matsk, saxaðar möndlur ________2 motsk. sesemfræ__________ _________Olíq til steikingqr_______ ____________1 stór qulrót__________ 1 stilkur sellerí ____________1 rauðlaukur___________ _____________2 dl vatn_____________ 1 matsk. sætt sinnep Salt, pipar, súputeningur Heilhveiti, möndlum og sesam- fræjum blandað saman. Fisknum velt upp úr blöndunni og steiktur í olíu á pönnu. Kryddaður með salti og pipar. Fiskurinn færður upp á fat og haldið heitum. Gulrót, sellerí og rauðlaukur skorið smátt, bætt á pönnuna og Iátið krauma smástund. Að lokum er vatninu og sinnepinu bætt á pönnuna og bragðbætt með salti, pipar og súputeningi. Sósunni hellt yfir fiskinn eða látin í sósu- könnu. Meðlæti soðin hrísgijón. í þennan rétt má nota meira af sin- nepi en hér er gefið upp. ■ Morgunblaðið/Júlíus SUÐUR á bóginn með börn og bíl - Anna, Drífa Björk, Lóa Dagbjört og Guðmundur. A vit ævintýra með aleiguna í bflnum HJÓNIN Anna Árnadóttir og Guðmundur Sigurðsson frá Selfossi voru hvergi banginn þegar þau ákváðu að selja allt sitt og flytjast búferlum til Torremolinos á Spáni. Daglegt líf hitti þau og aðra dóttur Önnu, Drífu Björk, 11 ára, í lok september, nokkrum klukkustundum áður en þau héldu um borð í Laxfoss áleiðis til Hamborgar, en þaðan ætl- uðu þau að keyra suður á bóginn. Eldri dóttirin, Lóa Dagbjört 15 ára, mátti ekki vera að því að líta inn. Hún beið úti í bíl og las fyrir samræmdu prófin! Aleigunni höfðu þau komið o fyrir í bílnum, enda beið JJJ þeirra einbýlishús með öllu tilheyrandi á áfangastað. Að öðru leyti voru þau á leið út í óvissuna, en með ótal hug- myndir i farteskinm „Bú- w ferlaflutninginn bar fyrst á góma fyrir tveimur árum og síðan höfum við stefnt mark- visst að því að af þessu ^tm gæti orðið. Flesta dreymir JÍ um að ferðast, búa um skeið 'O í útlöndum og víkka þannig ™“ sjóndeildarhringinn. Draum- urinn ljarar smám saman út, lífs- gæðakapphlaupið í formi dauðra hluta situr í fyrirrúmi, árin færast yfir og kjarkurinn dvínar. Við höf- um engu að tapa. Ef við verðum fyrir vonbrigðum komum við bara heim og byijum upp á nýtt.“ Lífsgæðakapphlaupið Þau hafa hvort sína söguna að segja um þátt sinn í lífsgæðakapp- hlaupinu hér heima. Guðmundur viðurkennir að hafa verið á harða- hlaupum í 15 ár. Hann er húsa- smiður að mennt, en starfaði sem framkvæmdastjóri SG einingahúsa og var formaður byggingarnefndar Fjölbrautaskólans á Selfossi. Anna er kennari og segist aldrei hafa verið mjög upptekin af veraidleg- um hlutum. I seinni tíð hafí hún hneigst til Búddatrúar, enda gangi kenningar Búdda út á að andinn sé efninu æðri. Hún rak lengi barnaheimili í sveit þar sem hún kenndi börnum á vegum Félags- málastofnúnnar. Guðmundur er þögull þegar Anna ræðir trúmál. Honum finnst kenningar Búdda þó áhugaverðar og segir nauðsynlegt að gefa sér tíma í erli dagsins til að hugleiða hvert sé stefnt og til hvers. Þau hjónin eru bæði forlagatrúar og þau telja að kynni þeirra hafi ekki verið tilviljunum háð. Ferðaþjónusta Þau kynntust fyrir fjórum áram og giftu sig í sumar. Anna var kenn- ari við Fjölbrautarskólann á Selfossi þegar Guðmundur, sem þá var stjórnarformaður Gestshúss gisti- heimilisins, bauð henni stöðu fram- kvæmdastjóra. Anna greip tækifær- ið, vann í Gestshúsi í tvö ár og lærði ýmislegt um ferðaþjónustu. Síðan keyptu þau gamalt einbýlishús og opnuðu þar ömmulegt kaffíhús. I „Kaffi krús“ buðu þau uppá heima- bakaðar kökur og annað góðgæti. Reyndar segist Guðmundur bara hafa verið aðstoðarmaður Önnu, en hún hafí séð ein um reksturinn. Þau voru tvö ár í Gestshúsi, tvö ár með „Kaffí krús“, en eru alls- endis óráðin hve dvölin ytra verður löng. Ef til vill um ókomin ár, en þá ætla þau að passa sig á að missa ekki tengslin við ísland og fólkið sitt. „Spánn er ekki endilega fyrir- heitna landið, þött við byijum á að flytja þangað. Við erum ákveðin í að kaupa bát, _sem við getum búið í, og siglt til Ítalíu næsta sumar. Éf til vill ílengjumst við þar. Næstu mánuðir fara í að aðlagast nýju umhverfi, læra spænskuna og sinna starfi okkar sem fréttaritarar Morg- unblaðsins. Við höfum engar áhyggjur af atvinnuleysi, því við erum með ýmsar hugmyndir á pijónunum. Áhuginn beinist einkum að ferðaþjónustu. Útlendingar, t.d. Spánveijar og ítalir, þurfa stundum að koma til Islands eftir ótrúlegum krókaleiðum og kaupa farmiða á uppsprengdu verði hjá erlendum ferðaskrifstofum. Við ætlum að kanna ýmsa möguleika í þeim efn- um. Okkur hefur dottið í hug að gera upp gömul hús og selja og ýmislegt fleira." Samræmdu prófin Anna hefur fengið leyfí skólayf- irvalda hér til að kenna dætrum sín- um sjálf og fyrirheit um að fá próf- gögn símsend á tilsettum tíma. Ef fleiri íslensk börn eru búsett á Torremolinos segist hún vel geta hugsað sér að setja á stofn lítinn skóla. Þegar blaðamaður Daglegs lífs furðaði sig á að eldri dóttirin væri úti í bíl að lesa fyrir samræmdu prófín, sagði Anna að það hefði Lóa Dagbjört tekið upp hjá sjálfri sér. Ástæðan væri sú að hún vildi ekki eyða fyrstu dögunum á Spáni í að læra, ætlaði bara að sóla sig og slappa af. Drífa Björk lagði fátt til málanna. Hún segist þó hlakka mik- ið til, en hafði svolitlar áhyggjur af því að þau yrðu kannski götufólk ef ekki gengi vel í útlöndum og þau þyrftu að koma heim til íslands, slypp og snauð. Ánna og Guðmundur segjast ekki sækjast eftir ríkidæmi. Þau vilja njóta lífsins meðan tími gefst því þau trúa því að góðar minningar endist út æfina. Og hver veit nema að Afríka, Indland og Nepal verði á dagskránni fljótlega. ■ vþj í MORGUNÞÆTTI Margrétar Blöndal á Rás tvö eru Óskar Finnsson og Ingvar Sigurðsson á Argentínu steikhúsi og veitingastaðnum Carpe Diem með uppskrift alla fimmtudaga. í Daglegu lífi verða uppskriftirnar birtar daginn eftir, á föstudögum. I gær gáfu þeir félagar hlustendum eftirfar- andi uppskriftir af snöggsteiktri lambalifur og steiktum háf með sinnepssósu. Snöggsteikt lambalifur fyrir fjóra 700 g lambalifur 'h bolli rúsínur _________'h bolli volgt vatn_______ ólífuolia til steikingar ____________1 stór laukur__________ 3 matsk. edik (helst balsamic edik _________eða rauðvínsedik)_________ salt _______________P'Poi'______________ Rúsínur lagðar í bleyti í volgt vatn í 10 mínútur. Lifrin skorin í teninga eins og gúllas. Laukurinn sneiddur gróft. Lifrin steikt við snarpan hita í olíunni í 1-2 mín. og krydduð með salti og pipar. Þá er lifrin færð upp á disk og lauknum bætt á pönnuna og steiktur í nokkr- ar mínútur. Vatninu hellt af rúsín- unum og þeim bætt á pönnuna með lauknum. Því næst er lifrin sett aftur á pönnuna ásamt edikinu og steikt áfram í u.þ.b. 2 mín. Borið fram með salati og kartöflum. Þessi réttur er sérstaklega ein- faldur og bráðhollur, því lifur er rík af járni og vítamínum. Rúsínurnar og edikið gefa réttinum óvenjulegt bragð Steiktur hóf ur með sinnepssósu fyrir fjóra 800 g roð- og beinlaus hófur 2 matsk. heilhveiti Gæludýr geta haft góð líkamleg og andleg áhrif ÝMSAR rannsóknir hafa sýnt fram á að hundar og kettir geta haft góð áhrif á heilsu okkar og and- lega líðan. í Europa Times var nýlega minnt á rannsóknir í þess- um dúr og meðal annars bent á að gæludýr geta dregið fram það besta og jákvæðasta í manninum, umhyggju og alúð. Síðhærðir hundar og kettir eru stundum sagðir meðfærilegri en þeir sem hafa snöggan feld og telja margir ástæðuna felast í því að við höfum ríkari tilhneigingu til að bursta feld og klappa síðhærð- um dýrum. Við það er talið að dýrin róist og verði þar af leiðandi þægilegri í umgengni. Höfundur greinarinnar skrifar undir nafninu David the Dog Man, eða Davíð hundamaður, og mælir hann með því að allir hundar og kettir séu burstaðir reglulega, hvort sem feldur þeirra er stuttur eða síður. Einnig er æskilegt að daglega séu tennur skoðaðar og kíkt í eyru dýranna, bæði til að fylgjast með heilsufari og til að venja dýrið við skoðun. Einmana hundar Hundar sem eru mikið einir á daginn, meðan eigendur eru í vinnu eða skóla, verða bæði leiðir og spenntir, segir Davíð hundamaður. „Einmana hundur fyllist angist, sem brýst meðal annars út í því að hann geltir mikið meðan eigand- inn er að heiman. Það er nánast alltaf öfugt við þá hegðun hundsins sem eigandinn þekkir. Ef tveir hundar eru á sama heimili hafa þeir félagsskap hvor af öðrum, en eigi að síður þarf hundur á nánu sambandi við eiganda sinn að halda.“ Hundaræktarfélag ís- lands rekur hundaskóla og í námsgögnum skólans kemur meðal annars fram sú skoðun að fullorðnir hundar eigi ekki að vera lengur en fimm klukkustund- ir á dag einir heima. Hvolpar þurfa mun meira á samvistum við eiganda sinn að halda og því geta þeir ekki verið jafn lengi einir og fullorðinn hund- ur. ÆSKILEGT er að bursta dag- lega yfir feld hunda og katta, hvort sem dýrin eru stutthærð eða síðhærð. Meistarakokkarnir EITT OG ANNAD FYRIR UTLITID Nýtt fyrir neglur NÝLEGA hóf Bouijois framleiðslu á nýrri handsnyrtilínu sem heitir Les Manucures. Hún er alhliða meðferð- ar- hg snyrtilína fyrir neglur og er bætt með prótíni. Sex tegundir lakks eru í línunni, m.a. prótínbætt undir- lakk, prótínbættur naglaherðir, prótínbætt yfirlakk, og prótínbætt gel fyrir naglabönd og neglur. IMýr augnskuggi Nýr augnskuggi, Duo Liner, er kominn í búðirnar og er frá Bour- jois. í honum er Mica-púður og mýkj- andi efni, perlulaga litakorn sem eiga að gefa jafnan lit og lífrænt púður sem gefur mjúka áferð og langa endingu. Augnskugginn er til í fjór- um litasamsetningum. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.