Morgunblaðið - 21.10.1994, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.10.1994, Blaðsíða 8
8 C FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Dagstund í Grænlandi FLUGLEIÐIR hófu í byijun október áætlunarflug ti! Narsarsuaq á Grænlandi í samstarfi við Græn- landsflug. Flugleiðir hafa áður stundað áætlunar- og leiguflug á þessari leið, en nú er sú nýbreytni tekin upp að félagið flýgur innan- landsflug fyrir Grænlandsflug frá Narsarsuaq og til Syðri Straum- fjarðar. Flogið er til Grænlands á hverjum miðvikudegi. Komið er ti! Narsarsu- aq um kl. níu árdegis að staðartíma (þriggja klukkustunda _ tímamis- munur er á íslandi og Grænlandi) og flogið er aftur til Islands um kl. 16 að staðartíma, eftir að Flugleiðaþotan hefur flogið til Syðri Straum- fjarðar og aftur til baka. Þeim, sem vilja skreppa dagstund ti! Grænlands, gefst því ágætur tími til að skoða sig um. í Narsarsuaq er mikil náttúrufegurð; borgarís á Eiríksfirðinum setur svip á um- hverfið og það kemur á óvart að fjallshlíðar eru grónar lyngi og birkikjarri, sem er sérstaklega fal- legt í haustlitunum. Í göngufæri við flugvöllinn er lítið safn í einka- eigu, þar sem er að fínna mynda- sýningu um landnám norrænna manna á Grænlandi og myndir og minjar frá dögum bandarísku her- stöðvarinnar í Narsarsuaq. Skoðunarferðir í Brattahlíð Frá Narsarsuaq er hægt að fara í skoðunarferðir og bjóðast mis- munandi kostir eftir árstíma. Níu manna hópar eða stærri geta leigt þyrlu til að fljúga t.d. yfir Eiríks- fjörðinn, en þar stendur Brattahlíð, Þetta er áreiö- anlega ódýr- asta utan- landsferö, sem völ er á. þar sem Eiríkur rauði tók sér ból- festu á tíundu öldinni. Brattahlíð kallast á máli heima- manna Qassiarsuk og þar er stund- aður búskapur eins og víðar á Suð- ur-Grænlandi. íslenzkt sauðfé er uppistaðan í bústofninum, og kunn- uglegir íslenzkir hestar eru á beit í kringum húsin í byggðinni. Minjar frá búsetu norrænna manna í Brattahlíð eru það, sem hins vegar vekur mesta athygli. Þar á meðal er lítil rúst, rétt hjá núver- andi kirkju, sem talið er að sé af kirkju Þjóðhildar, konu Eiríks rauða. Ekki hafa margir komizt fyrir í kirkju Þjóðhildar, en á það er að lítá að kristnir menn voru fáir á hennar dögum — hún var einna fyrst Grænlendinga til að taka kristinn sið og kirkja hennar sú fyrsta á Grænlandi. Skammt frá er stór bæjarrúst, þar á meðal rúst af myndarlegum skála og útihúsum. Fornleifafræð- ingar telja að þarna hafi verið bær Eiríks rauða og sé rústin ekki af húsum Eiríks, sé bæjarstæðið að minnsta kosti það sama. Nær sjón- um er kirkjurúst, mun stærri en rúst Þjóðhildarkirkju, líklega frá 14. öld. Yfir rústunum af norrænu byggðinni hvílir einhver leyndar- dómsfull tign. Örlög þeirra, sem byggðu húsin, eru og verða líklega alltaf óþekkt. Enginn veit hvað varð um afkpmendur Eiríks rauða; síðast höfðu íslendingar af þeim spurnir í byijun 15. aldar. Allt um kring rikir svo hátíðleg kyrrð hins stórbrotna grænlenzka landslags og mannlífið er í ósköp FERÐALÖG Morgunb!aðið/ÓÞS LIKAST til hafa íslenzkir hestar verið á beit'við Eiríksfjörðinn á dögum norrænna landnámsmanna. Nú hafa þeir verið fluttir inn til Grænlands að nýju og sóma sér vel í grænlenzkri náttúru. MANNLÍFIÐ er í hægagangi í Brattahlíð. RÚSTIRNAR af bæ Eiríks rauða — eða að minnsta kosti af bæ afkomenda hans. rólegum gír. Grænlendingar eru vingjarnlegir og samskipti ganga greiðlega fyrir sig á dönsku. Tilbreyting frá Reykjavíkurstressinu Dagsferð til Grænlands er þess vegna ágæt tilbreyting frá Reykja- víkurstressinu og verðið spillir ekki fyrir — fyrir flugið borga menn 7.900 krónur með flugvallarskatti. Þetta er áreiðanlega ódýrasta utan- landsferð, sem völ er á, og sumir samferðamenn undirritaðs í fyrstu ferðinni 5. október höfðu á orði að þótt ekki væri til annars en að komast í fríhöfn, margborgaði ferð- in sig. Grænlandsferð getur líka verið ágætur kostur fyrir félög eða fyrir- tæki, sem hyggjast halda fundi eða stuttar ráðstefnur. Á hótelinu í Narsarsuaq er ágæt funda- og ráð- stefnuaðstaða og hótelið býður upp á ágætar veitingar, einkum græn- lenzka sjávarrétti ýmiss konar. Steiktur haftyrðill var líka á borð- um og bragðaðist vel. Flogið verður til Narsarsuaq einu sinni í viku fram í byijun desem- ber. Þá verður gert hlé á fluginu vegna skammdegis og það hefst að nýju 15. febrúar. ■ Ólafur Þ. Stephensen Beint skíðaflug til Salzborgar BOÐIÐ verður beint skíðaflug til Salzborgar alla laugardaga frá 4. febrúar til 11. mars. Ibsen á fjölum 6 grískra leikhúsa í BLAÐINU Athens News var ný- lega birt ítarleg frásögn af því sem yrði í boði í leikhúsum þar á nýbyij- uðu leikári. í ljós kemur að norski leikritahöfundurinn Henrik Ibsen slær út bæði forngríska höfunda, sem og nýjar stjörnur, því hvorki færri né fleiri en sex leikhús ætla að flytja Ibsen verk á leikárinu. I blaðinu segir að svo virðist sem grískir leikhúsmenn séu gripnir al- gerri Ibsenmaníu. Sólnes bygginga- meistari verður frumsýndur fyrstur, eða í lok þessa mánaðar og um svipað leyti fara Afturgöngurnar á fjalirnar. Síðan rekur hvert annað, Konan frá hafinu, Villiöndin, og Brúðuheimilið. Til fróðleiks má geta þess að eitt verk Tjekovs Þijár syst- ur verður sýnt í grísku leikhúsi í vetur, éitt Shakespeareverk Jóns- messunæturdraumur og verk eftir Tennese Williams og Strindberg. AUSTURRISKU skíðabæ- ■ irnir Kirchberg og Kitzbiihel O verða sem fyrr helstu skíðaá- Uj fangastaðir Flugleiða í vetur. ■■J Bókanir hafa gengið mjög vel það sem af er, en nýlega 53 kom út skíðabæklingur fé- lagsins sem gildir fyrir 1995. Boðið verður beint skíðaflug til Salzborgar alla laugar- daga frá 4. febrúar til 11. mars. í skíðaferð, sem áætluð er 26. jan- úar nk., verður flogið til Lúxem- borgar og heim frá Salzborg 4. febrúar. Sömuleiðis verður flogið heim frá Lúxemborg eftir síðustu ferðina 21. mars. Farið verður frá Keflavíkurflug- velli kl. 7.15 og tekur flugið rúm- ar þijár klukkustundir. Frá Salz- borg er brottför kl. 13.05. Akstur milli Lúxemborgar og Kirchberg tekur um tíu stundir, en akstur frá Salzborg til Kirchberg um hálfa aðra klukkustund. í Kirchberg, sem er sex kíló- metra frá Kitzbuhel, bjóða Flug- leiðir fimm gististaði. Sökum þess að Kirchberg er ekki eins þekkt og Kitzbúhel er verð á gistingu og þjónustu þar töluvert lægra. Rúta gengur allan daginn og fram á kvöld milli þessarra staða og eru skíðalönd þeirra ein og hin sömu. Fararstjóri Flugleiða, Rudi Knapp, tekui á móti farþegum á flugvellinum í Salzburg. Hann hefur aðsetur í Kirchberg og skipuleggur skoðunarferðir þaðan. M.a. eru í boði skoðunarferðir um Hahnekamm-svæðið, skíðasafarí, skíðaferðir á stuttum skíðum og sleðakvöld svo eitthvað sé nefnt. Þá má fá skíðakennslu á hóflegu verði og við fjallsræturnar er starf- ræktur skíðaskóli fyrir börn frá fjögurra ára aldri. Til að gefa verðdæmi kostar flug og hótel í eína viku frá 58.800 kr. til 87.700 kr. fyrir manninn miðað við tvíbýli. Flug og Ford Fiesta bíll í viku kostar 44.500 miðað við að tveir séu um bílinn. Og í fyrstu ferðina, sem farin verð- ur þann 26. janúar, og stendur í níu daga, kostar flug og hótel frá 51.900 kr. til 76.600 kr. Og einn- ig er hægt að gista á íbúðahóteli og kostar þá flug- og gistipakkinn þá ýmist 46.800 eða 62.900 kr. fyrir stóra íbúð sé miðað við tví- býli í níu daga. Tölur þessar eru án flugvallaskatts. Að lokum má geta þess að sex daga lyftukort í austurrísku Olpunum kostar um 11.300 krónur og þrettán daga kort er á 19.500 krónur. ■ Jl Útivist Útivist ætlar að heilsa vetri með hálendisferð um helgina. Ekið verður í kvöld til Hveravalla. Á morgun, laugardag, verður gengið í Þjófadali og víðar. Eftir bað í lauginni verður sest að sameigin- legu borðhaldi á laugardagskvöld. Á sunnudag verður m.a. komið við í Hvítárnesi og síðan ekið heim um Þingvelli. Fararstjórar verða Ágúst Birgisson og Eyrún Ósk Jensdóttir. A sunnudag efnir Útivist til dagsferðar fyrir alla ijölskylduna og verður lagt af stað kl. 10.30 frá BSI bensínsölu. Gengið verður niður í Húshólma, gömlu Krísuvík, og skoðaðar sérstæðar minjar um byggð í Ogmundarhrauni sem fór undir hraun á síðari hluta tólftu aldar að því er talið er. Þorleifur Einarsson jarðfræðingur verður með í för. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.