Morgunblaðið - 21.10.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.10.1994, Blaðsíða 1
KÖRFUKNATTLEIKUR: ÆVINTÝRALEG SIGURKARFA TEITS Á NESINU / D2 4 -------------------------------------------------------------- Blikasigur gegn KR PENNY Peppas, bandaríska leikmanninum í kvennaliðf Brelðabliks, var vel gætt í leiknum gegn KR í 1. delldinni í gærkvöldi en var engu að síður stlgahæst með 21 stig. Hér er hún með knöttinn en til varnar eru Helga Þorvaidsdóttlr, t.v., og Elínborg Herbertsdóttir. Brelðablik sigraðl 55:50 Mjög ánægður / D2 Landsliðs- æfingar í Torquay Um 70 mannsá vegum KSÍ í Bret- landi á sama tíma Síðasti undirbúningur landsliðs- hópsins fyrir Evrópuleikinn gegn Sviss ytra verður í Torquay á suðurströnd Englands. Fyrst var fyrirhugað að fara til Arabaríkja, en þegar sú ferð datt upp fyrir var ákveðið að finna hentugt æfinga- svæði á meginlandi Evrópu. Það fékkst ekki á þeim tíma sem best hentaði og þvi var haft samband við Magnús Steinþórsson, sem á hótelið Manor House í Torquay, og gat hann komið til móts við óskir KSÍ, en hentugt æfingasvæði er í næsta nágrenni við hótelið. Ásgeir Elíasson, landsliðsþjálfari, sagði við Morgunblaðið í gærkvöldi að hann væri ánægður með þessa niðurstöðu. Mikilvægt væri að halda hópnum við efnið fyrir leikinn gegn Sviss og Torquay væri hentugur staður. Landsliðshópurinn fer til Eng- lands laugardaginn 29. október og kemur heim mánudaginn 7. nóvem- ber, en landsleikurinn við Sviss verður 16. nóvember. Kvenna- landsliðið mætir landsliði Englands í seinni leiknum í átta liða úrslitum Evrópukeppninnar í Brighton sunnudaginn 30. október og U-16 ára drengjalandsliðið mætir Skotum í Evrópukeppninni í Glasgow mánu- daginn 31. október! Því verða um 70 manns á vegum KSÍ' í Bretlandi á sama tíma. 1994 FOSTUDAGUR 21. OKTÓBER BLAÐ KNATTSPYRNA KSI hrindir af stað hæfileikamótun knattspyrnudómara Stjórn Knattspyrnusambands íslands samþykkti á fundi sinum í gær að hrinda af stað áætlun um hæfileikamótun efnilegustu dómara landsins. Þáttur i áætiuninni verður að mynda hóp 15 til 20 efnilegustu dómara landsins sem sérstaklega verður fylgst með, en markmiðið er að úr þessum hópi komi A dómarar framtíðarinnar. Skipuð verð- ur nefnd sem skal í upphafí móta framkvæmd verkefnisins og semja áætlun um hæfíleikamótun dómara. Nefndin skal taka mið af hæfileikamótun KSÍ með efnilegustu leikmennina og var samþykkt að í nefndinni yrðu Jón Gunnlaugsson, formaður, Gylfí Þór Orrason, Eysteinn Guðmundsson, Haf- steinn Gunnarsson og Eyjólfur Ólafsson. KNATTSPYRNA KORFUKNATTLEIKUR KNATTSPYRNA KNATTSPYRNA Atli þjálfar lið ÍBV JLtli Eðvaldsson var í gær ráðinn þjálfari 1. deildar liðs ÍBV í knattspyrnu og var eins árs samningur undirritaður. Jóhannes Ólafsson, formaður ÍBV, sagðist vera mjög ánægður með að hafa fengið Atla. „Við teljum að hann sé réttur maður fyrir iið okkar enda með Eyjablóð í sér,“ sagði hann í gærkvöldi. Atli á ættir að rekja til Eyja; móðir hans var Undanfarin ár hefur stór hluti Eyjaliðsins Atli verið í Reykjavík yfir vetrar- mánuðina vegna náms, en Jóhannes sagði að aldrei þessu vant væri allur hópur- inn fyrir utan tvo menn úti i Eyjum og það væri mikill kostur. Hann sagði að Atli yrði með liðið eins mikið og ástæða þætti til í vetur, en ráðinn yrði aðstoðarmaður til að sjá um æfingarnar að öðru leyti „og svo kemúr Atli alkominn út í Eyjar með hækk- andi sól.“ Atli er einn leikreyndasti maður landsins í knattspyrnu og á flesta landsleiki að baki. Sem leikmaður var hann aðstoðarþjálfari Ivans Sochors iijá KR og tók síðan við þjálfun liðs- ins ásamt Janusi Guðlaugssyni, en gerðist svo þjálfari HK og hélt liðinu I 2. deild á nýliðnu tímabili. 4 milljarða hagnaður varð af HM BANDARÍKJAMENN sönnuðu enn einu sinni að þeir kunna að halda íþróttamót. Mönnum er ífersku minni heimsmeist- arakeppninn í knattspyrnu sem fram fór í sumar. í gær tilkynnti framkvæmdanefnd keppninnar að hagnaður af henni hefði ver- ið 60 milljónir dala, eða um fjór- ir milljarðar króna. Formaður nefndarinnar, Alan Rothenberg, hafði lýst því yfir fyrir keppnina að stefnt væri að því að hún skilaði 20 Gunnar milljón dala hagnaði Valgeirsson en nú er hins vegar skrifar frá komið í ljós að hagn- Bandaríkjunum aðurinn verður 40 milljónum meiri. Megin ástæða þessarar góðu útkomu er að aðsókn var ívið meiri en Rot- henberg hafði gert ráð fyrir og einn- ig var kostnaður vegna öryggis- gæslu mun minni en gert var ráð fyrir. Rothenberg fær ríkulleg laun fyr- ir frábært starf því í gær var ákveð- ið að hann fengi tæpar 200 milljón- ir króna sem bónusgreiðslu. Peter Ueberroth, sem var framkvæmda- stjóri Ólympíuleikanna í Los Angeles árið 1984 og starfaði sem ráðgjafi HM nefndarinnar var ángæður í gær. „Það er ótrúlegt að skila svona miklum hagnaði og sýnir hversu mikið afrek framkvæmdanefndin hefur unnið,“ sagði Ueberroth. Fyrir keppnina var ákveðið að bandaríska knattspyrnusambandið ætlaði að nota hagnaðinn sem það fær, og var áætlaður 20 milljónir dollara, yrði varið til unglingastarfs. Knattspyrnusambandið hefur ekki enn ákveðið hvað það gerir við hinar kærkomnu auka 40 milljónir en víst er að þetta ýtir undir knattspyrnuna hér í Bandaríkjunum. Helgi leikur í Þýskalandi Helgi Kolviðsson í HK er nú við æfíngar hjá þýska áhuga- mannaliðinu Pullendorf við Bod- ensee, sem er í 2. deild áhuga- manna. Hann verður hjá félaginu í viku og kemur síðan heim, en ef um semst fer hann aftur út og gerir hugsanlega samning til eins til tveggja ára.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.