Morgunblaðið - 26.10.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.10.1994, Blaðsíða 1
B L A Ð A L L R A LANDSMANNA 1994 MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER BLAÐ HANDKNATTLEIKUR Patrekurfrábær: Þrettán mörk úr 13 skotum Patrekur Jóhannesson átti óviðjafnanlega góðan leik fyrir KA gegn KR í gærkvöldi. Hann skor- aði 13 mörk úr 13 tilraunum. Að auki átti hann einar fimm stoðsendingar og var eins og klettur í vörninni. Hann skoraði 8 mörk með ijölbreyttum langskotum, 2 með gegnumbroti, 2 af vítalínunni og 1 úr hraðaupphlaupi. Frammistaða Patreks er enn glæsilegri þegar haft er í huga að hann fékk skurð á augabrún þeg- ar 8.24 mín. voru eftir af fyrri hálfleik og kom ekki aftur inn á fyrr en í byijun seinni háifleiks. I seinni hálfleik var hann einu sinni rekinn út af og þurfti tvisvar að fara af velli til að láta lagfæra umbúðirnar. KNATTSPYRNA KEILA Einn nýliði gegn Kúveit Kristinn Hafliðason úr Fram er nýliði í landsliðshópi Ásgeirs Elíassonar, sem mætir Kúveit á laugardaginn í A1 Ain í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Þrír leikmenn eru í hópnum, sem hafa leikið einn leik — Pétur Marteins- son, Fram, Kristófer Sigurgeirs- son, Breiðabliki og Guðmundur Benediktsson, Þór, sem skoraði sigurmark í leik gegn Sameinuðu arabísku furstadæmunum á dög- unum — eftir fyrirgjöf frá Kristó- fer. Guðni Bergsson, fyrirliði, leikur sinn 58. landsleik. Aðrir í hópnum eru Friðrik Friðriksson, ÍBV (24), Kristján Finnbogason, KR (5), Daði Dervic, KR (9), Rúnar Krist- insson, KR (42), Sigursteinn Gísla- son, ÍA (9), Ólafur Adolfsson, ÍA (2), Haraldur Ingólfsson, ÍA (12), Arnar Grétarsson, Breiðabliki (21), Kristinn Hafliðason Hlynur Stefánsson, Örebro (16), Kristján Jónsson, Bodö/Glimt (34) og Helgi Sigurðsson, Stuttgart (5). Landsliðið hefur leikið átta landsleiki á árinu og hefur Sigur- steinn leikið þá alla. Rúnar bíður eftir svari frá Palace Guðni hefur ekkert heyrt frá Palace Morgunblaðið/Kristinn Sigri fagnaö LÆRLINGARNIR héldu sigurgöngu sinni áfram í gærkvöldi, fögnuðu sigri á Stormsveitinni í 1. deildarkeppninni í keilu, 6:2. Hér á myndinni fagna þeir Freyr Bragason, Stefán Óskarsson og Snæbjörn iörgensen. Úrslit D2 Þær leika í Brighton Rúnar Kristinsson, lándsliðs- maður úr KR, bíður eftir svari frá Crystal Palace um það hvort liðið ætli að bjóða honum samning eða ekki. Alan Smith, fram- kvæmdastjóri Palace, bað KR-inga um vikufrest til að ákveða sig með hugsanlegan samning við Rúnar. Smith vildi ekki gefa Rúnar frá sér að svo stöddu. Sænska liðið Örgryte, sem hefur sýnt Rúnari mikinn áhuga, bíður eftir svari frá Rúnari um það hvort hann ætli sér að leika með liðinu á næstu leiktíð. Landsliðsmaðurinn ætlar að bíða með að svara tilboði sænska liðsins þar til Crystal Palace hefur ákveðið sig hvort af samningi verður eða ekki. Guðni Bergsson, landsliðsfyrir- liði úr Val, sagðist ekki hafa heyrt neitt frá Crystal Palace. Hann sagði að Palace þyrfti að ræða við Totten- ham um hugsanlegan samning en vissi ekki hvort það hafi verið gert. „Ég hef áhuga á að leika erlendis og þá helst í Englandi. Ég ætla að ræða við þá hjá Palace á morg- un [í dag],“ sagði Guðni. Logi Ólafsson, landsliðsþjálfari, hefur valið íslenska kvenna- landsliðið sem leikur seinni leik sinn gegn Englandi í Brighton á sunnu- daginn. Logi teflir fram sama leik- mannahópnum og gegn Englending- um á Laugardalsvellinum. Landsliðið er þannig skipað: Sig- ríður F. Pálsdóttir, Guðlaug Jóns- dóttir, Ásthildur Helgadóttir og Guð- rún J. Kristjánsdóttir, KR, Guðrún Sæmundsdóttir og Kristín Arnþórs- dóttir, Val, Auður Skúladóttir, Fort- und Hjörring (Dannmörku), Ragna Lóa Stefánsdóttir, Stjömunni, Sig- fríður Sophusdóttir, Vanda Sigur- geirsdóttir, Margrét R. Ólafsdóttir, Ásta B. Gunnlaugsdóttir, Sigrún Óttarsdóttir, Olga Færseth, Helga Ósk Hannesdóttir og Katrín Jóns- dóttir, Breiðabliki. ISHOKKI Bandarískt lið til íslands Bandaríska íshokkíliðið Ice Pir- ates er væntanlegt til ís- lands í næsta mánuði og leikur hér þijá sýningarleiki, einn i Reykjavík og tvo á Akureyri. Þetta er í fyrsta sinn sem erlent íshokkílið leikur hér á landi. Ice Pirates er sýningarlið sem er skipað fyrrum leikmönnum úr bandarísku atvinnumannadeild- inni NHL og úr háskólaliðum og var liðið stofnað árið 1987. Liðið hefur ferðast um heiminn og leik- ið sýningarleiki til að kynna íþróttina. Þetta verður í sjötta sinn sem liðið kemur til Evrópu. Auk þess að heimsækja ísland mun liðið einnig leika í Hollandi, Belgíu, Þýskalandi, Lúxemborg og Frakklandi að þessu sinni. Liðið kemur til íslands í næstu viku, nánar tiltekið 3. nóvember og mun æfa á skautasvellinu i laugardal þá um kvöldið. Á föstu- daginn verður leikið við Reykja- víkurúrvaldið í Laugardalnum og hefst leikurinn kl. 20.00. Á laug- ardaginn heldur liðið til Akur- eyrar og leikur við Skautafélag Akureyrar kl. 16. Á sunndaginn verður þriðji leikurinn og þá verð- ur leikið gegn Landsúrvalinu á skautasvellinu á Akureyri kl. 16.00. Fimm lið taka þátt í íslands- mótinu í íshokki í vetur í stað þriggja áður. Skautafélag Akur- eyrar og Skautafélag Reykjavík- ur senda tvö lið og síðan er Björn- inn með eitt. GOLF: ULFAR JÓNSSON LÉK PAR ÞRJÚ HOLU Á ELLEFU HÖGGUM / D4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.