Morgunblaðið - 26.10.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.10.1994, Blaðsíða 4
Hmr GOLF IMiðurbrotinn - segir Úlfar Jónsson eftir að hann lék par þrjú holu á 11 höggum „Þetta var alveg ótrúlegt og hreint óskiljanlegt að maður skuli bregðast svona tæknilega," segir Úlfar Jónsson. ÚLFAR Jónsson komst ekki í gegnum fyrsta stigið á úrtöku- móti fyrir bandarísku mótaröð- ina í golfi sem lauk fyrir helgi. Úlfar setti vallarmet fyrsta dag- inn og átti góða möguleika á að komast áfram þar til á 12. holu á fjórða og síðasta degi, þar sló hann fjóra bolta í vatn- ið og lék á 11 höggum og þar með var draumurinn búinn. Þetta var alveg ótrúlegt og hreint óskiljanlegt að maður skuli bregðast svona tæknilega. Eg er búinn að vera það lengi í þessu og hef verið nokkur stöðugur spil- ari en það er greinilegt að maður verður að æfa meira og spila betur til að komast áfram. Það virðist sem ég eigi nokkuð langt í land,“ sagði Úlfar í samtali við Morgunblaðið. Úlfar lék frábærlega fyrsta dag- inn, kom inn á 65 höggum sem er vallarmet á Horse Shoe Bay vellin- um í Texas. Hann er 6.300 metra langur, par 72 og með 74 í erfiðleik- astuðul. „Þetta er hörkuvöllur þar sem maður verður að slá beint til að vera ekki í vandræðum. Fyrsti hringurinn minn var sá besti sem ég hef spilað sem atvinnumaður. Annan daginn lék ég á 75, sló sæmi- lega en það datt ekkert í púttunum. Þriðja daginn fór allt að ganga á afturfótunum, ég sló illa og þrípútt- aði auk þess fjórum sinnum og kom inn á 79 höggum. Ég átti samt möguleika á að komast áfram og eftir ellefu holur síðasta daginn var ég einu undir og alls tvö yfir pari. Þeir sem léku á fjórum yfir komust áfram þannig að ég átti góða möguleika, en þá kom þessi blessaða tólfta hola. Hún er par þrír, um 165 metra löng og flötin er eyja úti í vatni, ekkert pláss til að slá á nema á þessa litlu flöt. Það var mótvindur og því átti þetta að vera tiltölulega auðvelt, en annað kom á daginn hjá mér. Ég sló fjóra bolta í vatnið og fékk ellefu á hana og eftir það var þetta búið. Ég held ég hafi ekki fengið ellefu á eina holu síðan ég var að byija í golfi níu ára gam- all,“ sagði Úlfar. Mótið var eitt af níu úrtökumót- um á fyrsta stigi fyrir bandarísku mótaröðina. Þeir sem komust áfram leika síðan á einum af fimm völlum um aðra helgi og þeir sem komast í gegnum þau mót komast á loka- stigið sem leikið verður í Orlando í byijun desember. En hvað tekur nú við hjá Úlfari? „Ætli það sé ekki bara sálfræð- ingur,“ segir Úlfar og hlær. „Nei, í alvöru talað þá ætla ég að taka mér frí frá golfi í viku og reyna að jafna mig. Ég er gjörsamlega niðurbrotinn maður eftir þetta og hálf útbrunninn. Þetta voru svo gríðarleg vonbrigði þannig að manni veitir ekki af að hreinsa hugann af þessu áður en maður byijar að æfa aftur fyrir mótaröðina í Flórída en þangað ætlum við að flytja um áramótin. Það er þægi- legra og ódýrara fyrir okkur, en ég ætla að reyna aftur að ári.“ Hefur þú einhveija til að styðja ÍÞfémR FOLK ■ BAYERN Munchen tókst ekki að kaupa Dennis Bergkamp frá ít- alska liðinu Inter Mílanó í gær. Fram kom að Bayern hefði boðið sem sam- svarar um 516 millj. kr., en Inter vildi fá sem samsvarar um 800 millj. kr. Liðið greiddi Ajax um milljarð fyrir kappann fyrir tveimur árum. ■ TALSMAÐUR Inter sagði að Bergkamp yrði áfram hjá félaginu, „að minnsta kosti fyrst um sinn,“ eins og hann orðaði það. ■ PORTÚGALSKI landsliðsmið- heijinn Jorge Cadete leikur með Brescia á Italíu út keppnistímabilið. Sporting leigði hann fyrir sem sam- svarar um 6,6 millj. kr., en ítalska félagið á forkaupsrétt á miðheijanum og er kaupverðið tæplega 200 millj- ónir. ■ JACK Charlton vísar á bug orð- rómi þess efnis að hann sé að hætta sem landsliðsþjálfari írlands vegna ummæla sem eftir honum eru höfð í nýrri bók um liðið sem hann byggði upp. ■ BERTI Vogts, landsliðsþjálfari Þýskalands, áréttaði fyrri ummæli sín í gær þess efnis að Stefan Effenberg ætti ekki afturkvæmt í landsliðið. Effenberg var sendur heim frá HM í Bandaríkjunum vegna óprúðmannlegrar framkomu, leikur nú með með Gladbach. ■ TONY Woodcock, fyrrum landsliðsmaður Englands, er orðinn valtur í sessi sem þjálfari þýska 2. deildarliðsins VfB Leipzig. Ef liðið tapar næsta deildarleik á sunnudag- inn má búast við að hann verði rek- inn. Leipzig hefur aðeins fengið fimm stig úr tíu leikjunum. ■ ÍSHOKKÍMENN í NHL-deild- inni bandarísku hafa nú verið í 26 daga verkfalli. Á mánudag var fund- ur leikmanna með forráðamönnum félaganna og bar þar mikið í milli. Margir leikmenn úr NHL-deildinni eru þegar farnir til Evrópu til að leika þar. við bakið á þér þennan tíma? „Já, Coke, Austurbakki og Spari- sjóður Hafnarfjarðar ætla að styrkja mig fram á næsta haust þannig að ég get einbeitt mér að þessu fram að næsta úrtökumóti. Maður verður bara að taka þessu eins og hveiju öðru hundsbiti, en ég er ekki enn búinn að átta mig á hvað gerðist hjá mér. Þegar mað- ur hefur verið svona lengi í þessu á maður ekki að fara á taugum, en ég held að það hafi gerst hjá mér að þessu sinni," sagði Úlfar og var greinilega allt annað en ánægður með sjálfan sig. Sigurjón í atvinnumennsku Siguijón Arnarsson kylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur ætlar að gerast atvinnumaður í golfi um næstu áramót. „Ég ætla að fara til Portúgals með sveit Golfklúbbs Reykjavíkur í nóv- ember og síðan ætla ég að gerast at- vinnumaður,“ sagði Siguijón i samtali við Morgunblaðið. Hann er staddur í Bandaríkjunum þar sem hann er að ganga frá lausum endum sem þarf að hnýta áður en menn gerast atvinnumenn þar í landi. Slgurjón Arnarsson. „Þetta verður svipað og í fyixa hjá mér. Ég ætla að búa hér í Orlando og keppa á mótaröðunum hér. Ég held að ég eigi að geta þetta og ætla alla vega að reyna því maður hefur lagt svo mikið í golfið á undanförnum árum að ég vil láta reyna á hvort þetta gengur upp,“ sagði Siguijón en tók fram að það gengi illa að fá fjárhagslegan stuðning heima. „Ef þú veist um einhvern sem vantar að losna við peninga þá er ég tilbúinn að taka við slíku,“ sagði Siguijón. Geysileg aukning íevrópsku mótaröðinni. Verðlaunin hafa margfaldast Árið kostar spilarana 18 millj. Það getur verið dýrt að vera meðal þeirra bestu í golfinu. Svíinn Joakim Haeggman, sem var fyrstur Svía til að vera valinn í Ryder Cup lið Evrópu, segir að til að endar nái saman hjá sér verði hann að finna sér inn 18 milljónir króna. Það tekst honum á þessu ári og gott betur en það eru ekki allir jafn heppnir, eða góðir. Markmið Haeggmans er einfalt; spila golf meðal þeirra bestu í heim- inum. Það er hins vegar mun erfið- ara að ná þessu markmiði, og þegar því er náð þá er ef til vill enn erfíð- ara að halda sér í hópi þeirra bestu. Menn geta verið góðir kylfíngar en til að bera ekki fjárhagslegt tjón af þátttöku í íþróttinni þurfa menn að vinna til einhverra verðlauna. Verðalaunafé í hinni evrópsku Volvo mótaröð hefur margfaldast á síð- ustu árum. Fyrir 23 árum var verð- launafé aðeins tæpar 27 milljónir króna en í ár er það einn milljarður og 700 þúsund krónur. Á sama tíma hefur keppendum fjölgað og má sem dæmdi nefna að árið 1984 voru fímm sænskir kylfmgar með í móta- röðinni en í ár eru Svíamir 21 tals- ins. Helmfngurinn fer í kostnað Um mitt sumar var Joakim Ha- eggman tekjuhæstur Svía og hafði fengið tæpar 18 milljónir í verð- iaunafé og alls um 80 milljónir á þeim árum sem hann efur verið að keppa. Þegar sigurvegari móts tek- ur við sórri ávísun frá mótshaldara þá er ýmislegt sem gleymist. Ávis- unin hljóðar upp á tíu milljónir en af því fær sigurvegarinn aðeins helming, eða fimm milljónir. Hitt fer í alls konar kostnað. „Venjuleg vika kostar mig tæpar 200 þúsund krónur og ég keppi ekki allt árið þannig að ég þarf um 18 milljónir í vinnigsfé til að endar nái saman. Þetta er nokkuð mikið en til að vera meðal þeirra bestu þarf að ferðast víða og leika á mörgum völlum víðs vegar um heiminn. Skattayfírvöld í því landi þar sem keppnin er hveiju sinni fá um 25-30% af verðlaunafénu, sam- tökin okkar, PGA, tekur einnig hluta, kylfusveinninn fær vei\julega um 10% og síðan er það þjálfara- kostnaður og ráðgjöf sem ýmisst er ákveðin upphæð eða prósenta af verðlaunafé. Þannig að maður fær þetta ekki beint { vasann því svo kemur ferðakostnaður og gisting að auki og svo verður maður að nærast eitthvað,“ segir Haeggman. En það er fleira en að spila keppn- isgolf og æfa sem menn í fremstu röð verða að gera. Þeir eru vinsælir í auglýsingar og einnig eru þeir styrktir af fyrirtækjum og verða að koma til móts við eigendur þeirra. „Mér finnst gaman að starfa með auglýsingafólki því þetta er al- mennilegt fólk sem kann sitt fag og ég kynnist nýjum fleti á mörgum málim með því að vinna með því. Á hveiju ári fer ég í golf með eigend- um nokkurra fyrirtækja og það er líka ágætt, en ég get ekki notaða nema hálfan mánuð á ári í slíkt," segir Haeggman. Hann þykir raunar alls ekki dýr og fyrir að koma í pro-am mót, þar sem hann leikur með einhveijum áhugamanni tekur hann ekki nema tæpa milljón á meðan Nick Faldo tekur um 20 milljónir króan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.