Morgunblaðið - 26.10.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.10.1994, Blaðsíða 2
2 D MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1994 D 3 ÚRSLIT HANDKNATTLEIKUR HANDKNATTLEIKUR KA-KR 28:23 KA-heimilið, íslandsmótið í handknattleik, 1. deild karla — 8. umferð — þriðjudaginn 25. október 1994. Gangur leiksins: 1:0, 4:4, 9:4, 9:7, 11:8, 13:9, 15:10, 17:12, 18:16, 21:17, 23:19, 26:22, 28:23. Mörk KA: Patrekur Jóhannesson 13/2, Alfreð Gíslason 4, Valdimar Grímsson 3, Valur Arnarson 3, Jóhann G. Jóhannsson 2, Atli Þór Samúelsson 2, Helgi Arason 1. Varin skot: Björn Björnsson 15/1 (2 til mótheija). Utan vallar: 16 mín. Mörk KR: Hilmar Þórlindsson 8, Sigurpáll Árni Aðalsteinsson 4/2, Guðmundur Al- bertsson 3, Páll Beck 2, Einar B. Árnason 2, Jóhann Kárason 2, Magnús Magnússon 1, Þorsteinn Guðjónsson 1. Varin skot: Gísli Felix Bjarnason 7 (2 til mótherja). Utan vallar: 12 mín. Dómarar: Guðjón L. Sigurðsson og Hákori Siguijónsson. Misstu leikinn úr höndum sér. Áhorfendur: 620. Valur-FH 23:19 Hlíðarenda: Gangur leiksins: 1:0, 2:3, 7:6, 8:8, 11:8, 12:9, 12:12, 16:13, 19:15, 21:16, 21:18, 23:19. Mörk Vals: Júlíus Gunnarsson 7/1, D&gur Sigurðsson 6, Valgarð Thorodsen 4, Jón Kristjánsson 2, Geir Sveinsson 2, Sigfús Sigurðsson 1, Frosti Guðlaugsson 1. Varin skost: Guðmundur Hrafnkelson 19/4 (11/1 til mótheija). Utan vallar: 10 mínútur. Mörk FH: Stefán Kristjánsson 6/2, Hans Guðmundsson 4/1, Sigurður Sveinsson 3, Gunnar Beinteinsson 2, Guðjón Árnason 2/1, Hálfdán Þórðarson 1, Knútur Sigurðs- son 1. Varin skot: Magnús Árnason 13/1 (3 til mótheija). Utan vallar: 4 mínútur. Dómarar: Stefán Arnaldsson og Rögnvald Erlingsson. Dæmdu mjög vel en rauða spjaldið orkaði tvímælis. Haukar-ÍH 29:25 Strandgötu: Gangur leiksins:0:l, 1:1, 1:3, 5:3, 5:4, 8:4, 10:5, 12:7, 12:11, 14:11, 14:13, 15:13, 15:14, 16:15, 19:17, 20:19, 22:19, 23:21, 27:21, 29:23, 29:25. Mörk Hauka: Petr Baumruk 8/1, Gústaf Bjamason 5, Siguijón Sigurðsson 4/2, Jón Freyr Egilsson 3, Páll Olafsson 3, Aron Kristjánsson 2, Óskar Sigurðsson 2, Svein- berg Gíslason 2. Varin skot: Bjarni Frostason 13/1 (5 aftur til mótheija). Utan vallar: 4 mínútur. Mörk ÍH: Ólafur Magnússon 6, Sigurður Örn Árnason 4, Bragi Larsen 4, Gunnlaug- ur Grétarsson 3, Jóhann R. Ágústsson 2, Ásgeir Ólafsson 2, Jón Berg Torfason 2, Jón Þórðarson 2/2. Varin skot:Alexander Revine 10 (þaraf 2 aftur til mótheija), Guðmundur A. Jónsson 2 (þaraf 1 aftur til mótheija). Utan vallar: 8 mínútur. Jón Berg Torfason fékk rautt spald eftir þijár brottvísanir. Dómarar: Óli P. Ólsen og Gunnar Kjartans- son virkuðu kærulausir. Áhorfendur: Um 170 og voru stuðnings- menn ÍH mun atkvæðameiri. Stjarnan - UMFA 27:25 íþróttahúsið í Garðabæ, fslandsmótið í handknattleik — 1. deild karla, þriðjudaginn 25. október 1994. Gangur leiksins: 0:1, 1:3, 4:4, 5:5, 7:5, 9:9, 9:11, 12:11,13:13,15:15, 18:15, 18:18, 21:21, 23:22, 24:24, 26:24, 26:25, 27:25. Mörk Stjörnunnar: Dimitri Filippov 7/5, Magnús Sigurðsson 6, Sigurður Bjamason 5, Skúli Gunnsteinsson 4, Konráð Olavson 2, Hafsteinn Bragason 2, Einar Einarsson 1. Varin skot: Gunnar Erlingsson 6 (þaraf 1 til mótheija). Ingvar Ragnarsson 5/1 (þaraf .1 til mótheija). Utan vallar: 2 mín. Mörk Aftureldingar: Jason Ólafsson 5, Jóhann Samúelsson 4, Alexej Trúfan 4/1, Páll Þórólfsson 3, Þorkell Guðbrandsson 3, Róbert Sighvatsson 3, Ingimundur Helga- son 3/2. Varin skot: Bergsveinn Bergsveinsson 13 (þaraf 4 til mótheija). Utan vallar: 4 min. Dómarar: Sigurgeir Sveinsson og Gunnar Viðarsson. Áhorfendur: Um 500. HK-Víkingur 23:24 íþróttahúsið Digranesi: Gangur leiksins: 0:2, 2:5, 6:6, 7:10, 9:11, 9:13, 11:13, 13:16, 16:18, 18:18, 21:21, 23:22, 23:24. Mörk HK: Már Þórarinsson 7, Jón B. Ell- ingsen 3, Hjálmar Vilhjálmsson 3, Gunnleif- ur Gunnleifsson 3/2, Óskar E. Óskarsson 2, Alexander Amarsson 2, Oliver Pálmason 2, Róbert Haraldsson 1. Varin skot: Hlynur Jóhannesson 12/2 (þar af 3 sem fóru aftur til mótheija). Utan vallar: 12 mínútur. Mörk Víkings: Birgir Sigurðsson 6, Sigurð- ur V. Sveinsson 5/2, Bjarki Sigurðsson 4/1, Friðleifur Friðleifsson 3, Kristján Ág- ústsson 2, Árni Friðleifsson 2/1, Rúnar Sig- tryggsson 1, Þröstur Helgason 1/1. Varin skot: Magnús I. Stefánsson 9 (þar af 2, sem fóru aftur til mótheija), Reypir Þ. Reynisson 8 (þar af 5 sem fóru aftur til mótheija). Utan vallar: 2 mínútur. Dómarar: Gísli Jóhannesson og Hafsteinn Ingibergsson. Áhorfendur: 280. ÍR - Selfoss 23:22 Seljaskóli: Gangur leiksins: 3:0, 6:3, 8:7, 10:8, 10:10, 12:12, 14:15, 17:17, 20:19, 21:22, 23:22. Mörk ÍR: Jóhann Örn Ásgeirsson 10/6, Guðfinnur Kristmannsson 5, Branislaw Dimitrijevic 3, Njörður Árnason 3, Björgvin Þór Þorgeirsson 1, Róbert Þór Rafnsson 1. Varin skot: Magnús Sigmundsson 15 (þar- af 5 til mótheija), Hrafn Margeirsson 1/1 (þaraf 1/1 til mótheija). Utan vallar: 6 mínútur, þar af eitt rautt spjald. Mörk Selfoss: N. Radosavljevic 6, Einar G. Sigurðsson 5, Siguijón Bjarnason 4, Sig- urður Þórðarson 3, Einar Guðmundsson 2, Grímur Hergeirss. 1/1, Sævar Gíslason 1. Varin skot: Ólafur Einarsson 7 (þaraf 2 til mótheija), Hallgrímur Jónasson 6 (þaraf 3 til mótheija). Utan vallar: 8 mínútur. Dómarar: Egill Már Markússon og Örn Markússon, voru þeir i hærri gæðaflokki en leikmenn liðanna. Áhorfendur: 250. Fj. leikja U J T Mörk Stig VALUR 8 8 0 0 192: 157 16 VÍKINGUR 8 5 2 1 205: 187 12 STJARNAN 8 6 0 2 206: 190 12 AFTURELD. 8 5 0 3 206: 177 10 HAUKAR 8 5 0 3 219: 207 10 KA 8 3 2 3 203: 190 8 FH 8 4 0 4 197: 191 8 SELFOSS 8 3 2 3 176: 190 8 ÍR 8 3 0 5 186: 201 6 KR 8 2 0 6 176: 192 4 HK 8 1 0 7 178: 194 2 ÍH 8 0 0 8 148: 216 0 Körfuknattleikur Keflavík - UIVIFN 116:51 íþróttahúsið í Keflavík, 1. deild kvenna í körfuknattleik í gærkvöldi. Staðan í hálfleik var 43:23. • Stigahæst hjá Keflavík var Erla Reynis- dóttir með 19 og þijár gerðu 16 stig, þær Anna María Sigurðardóttir, Anna María Sveinsdóttir og Björg Hafsteinsdóttir. Pál- ína Gunnarsdóttir gerði 15 stig fyrir lið Njarðvíkinga, Auður Jónsdóttir gerði 9 og Harpa Magnúsdóttir 8. • Sigur Keflavíkur var mjög auðveldur, eins og tölurnar bera augljóslega með sér, en þess ber að geta að fjóra leikmenn vant- aði í hópinn hjá Njarðvíkingum vegna veik- inda. Keila íslandsmótið 1. deild karla, 4. umferð: KR B - Sveitin....................2:6 (583:684, 659:772, 707:685 - 1949:2141). KRA-PLS...........................8:0 (799:633, 704:695, 735:633 - 2238:1971). Lærlingarnar - Stormsveitin.......6:2 (688:757, 722:683, 820:771 - 2230:2211). Keilulandsveitin - Keiluvinir.....8:0 (795:701, 695:673, 809:715 - 2299:2089). Egilsliðið - Þröstur..............0:8 (662:762, 726:772, 657:678 - 2045:2212). ■Staða efstu liða: Lærlingarnir eru með 30 stig, Stormsveitin 24, Keilulandsveitin 23, Þröstur 22, KR A 21 og PLS 18. Knattspyrna England Deildarbikarinn, 3. umferð: Liverpool - Stoke.................2:1 ■lan Rush gerði bæði mörk Liverpool og var seinna markið 100. bikarmark hans. Liverpool var þó í mesta basli með Þorvald Örlygsson og félaga. Rush kom Liverpool yfir í fyrri hálfleik en kanadíski leikmaður- inn Paul Peschisolido jafnaði fyrir Stoke fjórum mínútum fyrir hlé. Rush gerði síðan sigurmarkið á 56. mínútu. Mannsfield - Millwall.............0:2 ■Mannsfield, sem sló Leeds út í 2. um- ferð, átti aldrei möguleika gegn Millwall. Q.P.R. - Man. City................3:4 ■Mörk City gerðu Nicky Summerbee, Keith Curle, Peter Beagrie og Steve Lomas. Sheffield United - Bolton.........1:2 ■Andy Scott gerði sjálfsmark í framleng- ingu og það réð úrslitum. Wimbledon - Crystal Palace........0:1 ■Chris Armstrong gerði sigurmarkið fyrir Palace á 72. mínútu. Þetta var fjórði tapleik- ur Wimbledon í röð. Þýskaland Þýska bikarkeppnin, 3. umferð: Gladbach - FSV Mainz 05............6:4 Saarbrúcken - St Pauli.............1:4 Köln - Dynamo Dresden..............2:1 í kvöld Handknattleikur 1. deild kvenna Austurberg: Fylkir - Haukar ,...kl. 20 Garðabær: Stjarnan - Fram.kl. 20 Kaplakriki: FH-Valur......kl. 20 Höllin: KR-Ánnann.........kl. 20 Vestm’eyjar: ÍBV - Víkingur....kl. 20 FELAGSLIF Árshátíð Hauka Árshátíð Hauka verður haldin laugardaginn 29. október í Hraunholti við Dalshraun númer 15. Húsið opnar kl. 19 og miðar eru seldir í Haukahúsinu og íþróttahúsinu við Strandgötu. Stígandi hjá Stjömunni GÓÐUR stígandi hefur verið í leik Stjörnunnar að undanförnu og í gærkvöldi sigraði liðið Aft- ureldingu í æsispennandi leik í Garðabæ, 27:25. Stjarnan er þar með komin ítoppbaráttuna með 12 stig en Afturelding hefur 10 stig. Leikurinn var nokkuð vel spilað- ur og síðustu mínúturnar voru æsispennandi. Þegar fjórar mínút- ur voru til leiksloka var staðan ■■■■■■ jöfn 24:24. Valur B. Philippov kom Jónatansson Stjörnunni yfir sknfar 25:24 úr vítakasti sem Hafsteinn Bragson fiskaði. Afturelding misnotaði næstu sókn og Sigurður Bjarnason þakkaði fyrir með því að gera 26. mark Stjörnunnar þegar rúmlega tvær minútur voru eftir. Jóhann Samú- elsson minnkaði muninn í eitt mark, 26:25, þegar ein mín. var eftir. Einar Einarsson klúðraði sendingu inná línuna til Skúla og Afturelding fékk _ tækifæri á að jafna, en Jason Olafsson kastaði boltan beint útaf er 10 sekúndur voru eftir. Hafsteinn gulltryggði sigurinn með marki á síðustu sek- úndunni. Það er greinilegt að Viggó Sig- urðsson er á góðri leið með Stjönu- liðið. Hann hefur komið inn mikilli baráttu hjá Garðbæingum, sem hefur oft háð liðinu í gegnum tíð- ina. Rússin Philippov var mjög góð- ur í fyrri hálfleik, en var tekinn úr umferð allan síðari hálfleik. Við það riðlaðist sóknarleikurinn en hann small saman þegar á leið. Sigurður Bjarnason spilaði mjög vel fyrir lið- ið, gerði 5 mörk, fiskaði tvö víti og átti tvær línusendingar sem gáfu mörk. Magnús og Skúli voru einnig sprækir og Hafsteinn korast vel frá sínum fyrsta leik í vetur. Afturelding lék ágætlega og baráttan er alltaf til staðar, en herslumuninn vantaði í þessum leik og eigin klaufaskapur í lokin kom í veg fyrir að liðið næði öðru stig- inu. Róbert var besti leikmaður liðsins og Jason og átti ágæta spretti. „Þetta var erfið fæðing en hún tókst. Afturelding er alltaf erfið því það er mikii barátta í liðinu og það gefst aldrei upp,“ sagði Viggó Sigurðsson, þjálfari Stjöm- unnar. „Eg er ánægður með strák- ana og það er góður stígandi i lið- inu. Sigurinn var verðskuldaður,“ sagði þjálfarinn. Patrekur skaut KR á bólakaf Stórkostlegur leikur Patreks Jó- hannessonar og góð mar- kvarsla Björns Björnssonar tryggðu KA-mönnum sigur í Stefán Þór mikilvægum leik Sæmundsson gegn KR. Staða lið- skrifarfrá anna í deildinni var Akureyri svipuð fyrir leikinn en heimamenn voru talsvert betri og aðeins Hilmar Þórlindsson sem streittist verulega á móti. Lokatölur urðu 28:23, KA í vil. Leikurinn einkenndist af miklum mistökum; hraðaupphlaup fóru út um þúfur á báða bóga og oft komu langir kaflar þar sem hreinlega ekkert gekk upp. Jafnt var á fyrstu tölum en síðan voru KA-menn með 2-5 marka forystu í fyrri hálfleik. Staðan í leikhléinu var 13:9. Í seinni hálfleik krydduðu dómar- arnir farsann með skrautlegum til- þrifum og sendu leikmenn óspart út af. Munurinn á liðunum óx og minnkaði á víxl eftir því hve marg- ir voru inni á vellinum í hvoru liði. Þannig breyttu KR-ingar stöðunni úr 18:13 i 18:16 þegar þeir voru tveimur fleiri en nær komust þeir ekki og sigur KA var öruggur í þessum fjöruga en fálmkennda leik. Sem fyrr segir voru Patrekur og Björn í aðalhlutverki hjá KA. Patrekur skoraði 13 mörk úr jafn- mörgum tilraunum og lét áverka á augabrún ekkert á sig fá. Þá var Alfreð mjög sterkur. Hilmar var langbestur KR-inga og Guðmund- ur þokkalegur. Annars er varla hægt að dæma liðin af þessum undarlega leik sem oft minnti á fjölleikahús. Víkingar voru slakir Víkingar geta vart verið ánægðir með eigin frammistöðu eftir leik gegn HK í Digranesi í gærkvöldi. ^^^1 Samt sem áður sigr- Stefán UðU, .þ6Ío f‘"U Eiríksson marki, 23:24, en leku skrifar ákaflega kæruleysis- lega og virkuðu áhugalausir. HK-menn náðu ekki að nýta sér slakan leik Víkinga fyrr en í síðari hálfleik, og áttu þá góða möguleika á því að sigra, en reynslan skilaði Víkingum sigri undir lokin. Fyrri hálfleikur var ákaflega dapur og illa leikinn. Sóknarnýting heima- manna var afleit, níu sóknir af tíu fyrstu fóru forgörðum, og gestirnir voru litlu skárri — sigu þó fram úr á ný og leiddu í hálfleik 9:13. HK-menn mættu baráttuglaðir til leiks í síðari hálfleik og léku af krafti í vörninni sérstaklega. Þeir gáfu Vík- ingum lítinn tíma til að byggja upp spil, sem fór ótrúlega mikið í taugam- ar á gestunum og misstu þeir knött- inn hvað eftir annað. Það segir meira en mörg orð að markahæsti maður HK, Már Þórarinsson, gerði sex af sjö mörkum sínum í leiknum í síðari hálfleik, og öll úr hraðaupphlaupum. Heimamenn náðu að jafna um miðjan síðari hálfleik og komust yfir í fyrsta skipti þegar tæpar fimm mínútur voru eftir. Þeir höfðu hins vegar ekki taugar til að halda það út og tvö síð- ustu mörk leiksins voru Víkinga og þar með sigurinn. Lykilmenn Víkinga skiluðu hlut- verki sínu illa, og þá sérstaklega Bjarki Sigurðsson og Rúnar Sig- tryggsson í sókninni. Þeir gerðu fjöl- mörg mistök en samt sem áður sá þjálfarinn ekki ástæðu til að gera breytingar á liðinu. Hann keyrði lengst af á sama mannskap í síðari hálfleik, Kristján Ágústsson sýndi ágæt tilþrif þegar hann fékk að spreyta sig í fyrri hálfleik en kom ekki við sögu í þeim síðari þrátt fyr- ir að inn á ætti hann augljóst er- indi. Áhuga- og kæruleysi flestra leikmanna var áberandi, en mark- verðirnir Magnús og Reynir stóðu sig þó vel. Vöm Valsmanna er fímasterk ísland féll niður um átla sæti Island er í 45. sæti á styrkleikalista Alþjóða knatt- spyrnusambandsins, FIFA, sem var sendur út í gær, var í 37. sæti í september. Lítil breyting varð á meðal efstu liða frá því í september, en Sviss, næsti mótherji Islands í Evrópukeppninni, færðist upp um fjögur sæti eftir 4:2 sigurinn gegn Svíþjóð fyrr í mánuðinum og er í 7. sæti. Tyrkland færðist upp um fimm sæti og er í 34. sæti. Svíþjóð er áfram í 3. sæti á eftir heimsmeisturum Brasilíu og Ítalíu í 2. sæti. Þýskaland er í fjórða sæti sem fyrr og Holland og Spánn koma næst á eftir eins og áður. Rússland fór úr 17. í 14. sæti og Skotland úr 31. í 28. sæti. Uzbekistan er nýtt innan FIFA og fer beint í 77. sæti í kjölfar sjö leikja og sjö sigra, m.a. gegn HM liðum Saudi Arabíu og Suður-Kóreu, en liðið sigraði á Asíuleikunum. Saudi Arabía fer úr 29. í 27. sæti og Suður-Kórea úr 38. í 35. sæti, en Kúveit, sem ísland mætir á laugardag, fór úr 78. í 47. sæti. FH-ingar léku ágæta vörn þó svo Valsmenn ættu yfirleitt auðveldara með að skora hjá þeim en þeir hjá Val. Sóknarleikurinn er hins vegar nokkuð einfaldur og á stundum-hálf vandræðalegur, sérstaklega þegar Guðjóns nýtur ekki við. Stefán átti ágætan dag og Magnús varði vel í marki liðsins, en þá er það líka upptal- ið. Burðarásar liðsins, Hans, Gunnar og Sigurður náðu sér ekki á strik. „ÞAÐ eru alltaf erfiðir leikir gegn FH og þessi var engin undan- tekning á því,“ sagði Þorbjörn Jensson þjálfari Vals eftir að lið hans hafði sigrað Hafnfirðinga 23:19 að Hiíðarenda. Valurer eina liðið sem ekki hefur tapað leik, en átta umferðum er nú lokið. Valur sigraði að þessu sinni, eins og svo oft áður, með góðum varnarleik. „Þetta vannst fyrst og fremst á vörninni. SkúliUnnar ^yí færri mörk sem Sveinsson Þu færð a Þ'g> ÞV1 skrífar færri mörk þarftu að ger^ og því er auð- veldara að vinna. Þetta er einföld „lógíg“ en sönn,“ sagði Þorbjörn. Jafnt var á öllum tölum upp í 8:8 og skömmu eftir að Valsmenn gera níunda markið var Guðjóni Árnasyni sýnt rauða spjaldið og við það riðlað- ist sóknarleikur FH talsvert og Vals- menn náðu þriggja marka forystu fyrir hlé, 12:9. FH-ingar komu tvíefldir til leiks á nýjan leik eftir hlé og gerðu þijú fyrstu mörkin en Valsmenn misnot- uðu fyrstu fimm sóknir sínar. FH breytti um vörn, tók Dag úr umferð og við það kom dálítð hik á heima- menn. „Það vill oft verða þegar einn er tekinn úr umferð að hinir í liðinu fara að flýta sér í stað það að vera skynsamir. Það gerðist um tíma hjá okkur en svo náðum við okkur aftur á strik,“ sagði Þorbjörn þjálfari Vals. FH reyndi síðan að taka Jón líka úr umferð en það breytti ekki gangi leiksins. Dagur var bestur Valsmanna, Júl- íus skoraði mikið og Valgarð var sprækur í síðari hálfleik. Vörn Vals er gríðarlega sterk og Guðmundur stóð sig ágætlega og varði meðal annars fjögur vítaköst. Varþaðrautt? Rögnvald Erlingsson annar dómarinn á leik Vals og FH í gærkvöldi rak Guðjón Ámason fyrirliða FH-inga útaf þegar 5 mínútur og 19 sekúndur vour eftir af fyrri hálfleik. FH-ingar voru allt annað en ánægðir með þann dóm en sem endranær tjáir ekki að deila við dómarann. Máls- atvik voru þau að Valur var í sókn, tapaði boltanum og FH- ingar ætluðu að bruna fram völl- inn en Jón Kristjánsson náði að „stela" knettinum á miðjum vall- arhelmingi FH og hljóp að lín- unni og stökk inn í teiginn. Þar kom Guðjón og virtist sem liann reyndi að ná til boltans en skot- hendi Jóns lenti í hendi Guðjóns og sá fyrrnefndi skall harkalega í gólfíð. Stefán dómari Amaldsson var innri dómari þegar þetta gerði en Rögnvald úti. Hann hafði hlaupið af stað í átt að marki Vals þegar FH-ingar ætluðu í hraðaupp- hlaupið og var því langt úti á velli þegar Jón stökk inn í vítateig- inn hinum megin. Stefán setti strax tvo fingur á loft og ætlaði að reka Guðjón útaf í tvær mínút- ur en Rögnvald kom hlaupandi frá miðju með rauða spjaldið á lofti. Mikið var rætt um dóm þennan í leikhléi og eftir leik og sýndist sitt hveijum. Einn benti þó á að brotið hefði litið illa út þó svo það hafi kanski ekki verið gróft og þetta kenndi mönnum ef til vill að láta menn í friði þegar þeir væru komnir einir inn í vítateig því það gæti verið hættulegt að fara í menn þegar þeir em komn- ir í loftið. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Valsmenn voru sterkari í uppgjörinu viö FH-inga að Hlíð- arenda í gærkvöldi. Á stóru myndinni reyna FH-ingarnir, Gunnar Beinteinsson og Hálfdán Þórðarson, að stöðva Jón Kristjánsson. Guðjón Árnason fyrirliði FH-inga fékk að líta rauða spjaldið þegar rúmlega 5 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik og mátti FH liðið illa við því. Sveinbjörn Sigurðs- son, sjúkraþjálfari, reynir að róa Guðjón um leið og hann fylgir honum af leikvelli. Stefán Stefánsson skrifar Lang- þreyttir Haukar Oðagot i sóknarleik eftir hlé, sem lýsir reynsluleysi, gerði að engu drauma ÍH-pilta um jafntefli og jafnvel sigur á Haukum í gær- kvöldi. Slakur 7 mín- útna kafli seint í leikn- um gerði útslagið og langþreyttir Haukar, sem hafa staðið í stöngu að undan- fömu, unnu 29:25. Öflugur vamarleikur ÍH sló Haukana útaf laginu í byijun, sem síðan náðu forystunni. Á 20. mínútu small lið nýlið- anna saman þegar þeir gera 4 mörk i röð og skildi þá að eitt mark en með smá heppni og sanngjamari dómgæslu hefði ÍH getað jafnað og komist yfir. Eftir hlé vom Haukar alltaf yfir þó ÍH fengi nokkur tækifæri til að ná forskot- inu. Slæmur kafli þegar 12 mínútur vom eftir og ÍH missti þijá menn útaf og Haukar gera fjögur mörk í röð á meðan ÍH klúðraði öllum sínum fæmm, gerði síðan út um leikinn. „Við þurftum að hafa fyrir þessu þó sigur væri alltaf öraggur en þetta var ekta vinnusigur. Þeir höfðu allt að vinna og engu að tapa og ekki var verra að spila við Hauka. Síðustu leikir hafa tek- ið mikið á og hléið framundan er kær- komið til að hvfla,“ sagði Jóhann Ingi Gunnarsson, sem var á bekknum hjá Haukum. Þreytan skein í gegnum allt liðið. IH-menn léku sinn besta leik í vetur. Alexander Revine varði oft úr opnum færam, Ásgeir Ólafsson byijaði frábær- lega en hrapaði síðan niður og Bragi Larsen ásamt Ólafi Magnússyni sýndi skemmtilega takta. Styrkleika- listinn 175 þjóðir eru á styrkl- keikalista FIFA og er röð þeirra efstu eftirfarandi — innan sviga í hvaða sætum þjóðirnar voru í septem- ber: 1. ( 1) Brasilía 2. ( 2) Ítalía 3. ( 3) Svíþjóð 4- ( 4) Þýskaland 5. ( 5) Holland 6. ( 6) Spánn 7. (11) Sviss 8. ( 7) Rúmenía 9. ( 9) Argentína 10. ( 8) Noregur 11- (12) Irland 12. (10) Nígería 13. (13) Danmörk 14- (17) Rússland 15. (15) Kólumbía 16. (14) Búlgaría 17. (18) England 18. (16) Mexíkó 19. (20) Frakkland 20. (21) Zambía 21- (19) Belgía 22. (23) Fílabeinsstr. 23. (22) Bandaríkin 24. (25) Egyptaland 25. (24) Portúgal 26. (26) Ghana 27. (29) Saudi Arabía 28. (31) Skotland 29. (28) Kamerún 30. (27) Túnis 31. (32) Grikkland 32. (35) Tékkland 33. (30) Morokkó 34. (39) Tyrkland 35. (38) Suður-Kórea 36. (33) Pólland 37. (41) Japan 38. (36) Uruguay 39. (45) Norður-frland 40. (34) Wales 41. (40) Austurríki 42. (42) Slóvakía 43. (62) Kína 44. (44) Bólivía 45. (37) ísland 46. (43) Chile 47. (78) Kuveit 48. (47) Finnland 49. (49) Malí 50. (52) Ástralía Heilladísim- armedÍR Ivar Benediktsson skrifar IR-ingar sigruðu í sínum þriðja leik í röð í gærkvöldi þegar þeir mættu Selfyssingum í Seljaskóla. Heilladís- irnar vora þeim hlið- hollar við að innbyrða þennan sigur. Loka- tölur, 23:22. Loka- mínútan í leiknum í gærkvöldi var æsispennandi. Selfyss- ingar fengu vítakast þegar 40 sek- úndur vora eftir, en Hrafn Margeirs- son varði. Selfyssingar náðu frákast- inu og hófu sókn en mislukkuð send- ing Einars Guðmundssonar hafnaði í fangi Njarðar Árnasonar sem róaði leikinn niður. ÍR hófu sókn þegar 20 sekúndur lifðu af leiknum. Þeirri sókn lauk með því að Hallgrímur varði frá Róberti Rafnssyni í opnu færi þegar átta sekúndur voru eftir. Sá tími var of skammur fyrir Selfyssinga og ÍR- ingar fögnuðu gríðarlega í leikslok. Eins og hingað til stillti þjálfari Selfoss ekki upp sterkasta liði sínu í upphafí leiks. Það nýttu ÍR-ingar sér og náðu forystu. Þeir leiddu, 6:3, eftir fimmtán mínútur. Þá breytti þjálfari Selfoss liði sínu og Einar Gunnar, Einar Guðmundsson og Sig- uijón Bjarnason inn á. Við þessar skiptingar tókst Selfyssingum að jafna og í leikhléi stóð leikar, 10:10. Seinni hálfleikur var í járnum, liðin skiptust á um að leiða. Leikurinn var slakur og illa leikinn af beggja hálfu. Mikið var um mistök í vörn og sókn. Sóknarleikurinn var þófkenndur og liðin geta leikið mun betur. Magnús Sigmundsson var bestur ÍR-inga, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þá var Jóhann lipur í hornin, en mætti gera meira af því að klippa úr horninu inn á línuna. Þá var hann öruggur í vítaköstunum. Selfossliðið var jafnt í leiknum og enginn skar sig sérstaklega út úr hópnum. Fram leika í Slóveníu Haukar og FH hafa ekki náð samkomulagi um sína leiki Framstúlkur leika báða leiki sína í Evrópukeppni borgarliða gegn Dusla Sala í Slóveníu 18. og 19. nóv- ember. Karlalið FH og Hauka hafa ekki náð samkomulagi við mótheija sína frá Tékklandi og Slóveníu. Haukar, sem leika gegn SKP Brat- islava í Evrópukeppni félagsliða, voru búnir að ná samkomulagi við forráða- menn slóvenska liðsins, að liðið iéki báða leiki sína í Hafnarfirði 19. og 20. nóvember. Haukar stöðvuðu samningaviðræðurnar þegar Slóven- arnir kröfðust alltaf meira og meira. Haukar hafa gefið SKP Bratislava ákveðið tilboð og bíða þeir eftir svari. FH-ingar era ákveðnir að leika heimaleik sinn í Hafnarfirði, en þeir voru búnir að að bjóða mótheijum sínum Novesta Zlín, sem hét áður Gottwaldov — hefur tvisvar leikið hér á landi, að leika báða leikina í Hafnar- firði. FH-ingar buðust til að borga ferðir liðsins til íslands frá Vín. Tékk- arnir sýndu áhuga á því, en í gær kom símbréf frá þeim og voru samn ingaviðræðurnar komnar aftur á byrjunarreit. FH-ingar svöruðu að þeir myndu leika heimaleik sinn 13. nóvember og fyrra boð þeirra um að báðir leikirnir færu fram í Hafnar- fírði stæði þeim enn til boða. Þeir bíða eftir svari frá Tékklandi. KNATTSPYRNA &RÚHK FOLK ■ SIGMAR Þröstur Óskarsson, aðalmarkvörður KA, var meiddur á móti KR í gær. Það kom ekki að sök því Björn Björnsson hrökk í gang og átti skínandi leik. Sérstaka athygli vakti frammistaða hans á móti hornamönnunum og fór hann frekar illa með Sigurpál Árna Aðal- steinsson. ■ HAFSTEINN Bragason lék í fyrsta sinn með Stjörnunni á þessu keppnistímabili gegn Aftureldingu í gærkvöldi. Hann kom í fyrsta sinn inná í síðari hálfleik og átti góðan leik, gerði tvö mörk og fiskaði eitt uítp l/-q qf ■ JÓHANN INGI Gunnarsson fyrrum þjálfari Hauka stjórnaði lið- inu af hliðarlínunni í fjarveru Gauta Grétarssonar sem er erlendis á námskeiði. Jóhann var einnig á lín- unni í bikarleiknum um helgina en segir að hann verði aðeins þessa tvo leiki. ■ FRIÐRIK Oddsson, einn skel- eggasti stuðningsmaður íþróttafé- laganna í Hafnarfirði, hvatti sína menn, sem að þessu sinni voru hjá ÍH„ til dáða en hann lék í marki b-liðs ÍH í bikarkeppninni um helg- ina. Friðrik sagði að leikmenn IH hefðu þurft nokkrar „markatöflur“ í síðari hálfleiknum gegn Haukum til að vinna. ■ BJÖRGVIN Rúnarsson, Sel- fyssingur, lék ekki með gegn IR í gærkvöldi. Hann sleit vöðva í læri í bikarleiknum um helgina og verður frá í tvær til þijár vikur. H EINAR Páll Tómasson, fyrrum landsliðsmaður úr Val, hefur ákveð- ið að ganga á ný til liðs við Vals- menn eftir að hafa leikið eitt keppn- istímabil með Breiðablik. ■ EINAR Páll kom til Breiða- bliks frá Svíþjóð, þar sem hann lék með Degerfors. ■ HÉÐINN Gilsson, landsliðs- maður í handknattleik, kemur til landsins á föstudaginn og verður með landsliðshópnum, sem tekur þátt í alþjóða Reykjavíkurmótinu, sem hefst í næstu viku. Héðinn, sem á við meiðsli að stríða í ökkla, leikur ekki með, en notar tækifærið til að fara í skoðun hjá læknum ladsliðsins. ■ LANDSLIÐSHÓPURINN kemur saman í dag og hefst þá undirbúningur fyrir Reykjavíkur- mótið. Það eru liðnir nær níu mán- uðir síðan landsliðið lék síðast Iands- leik á Islandi — gegn Finnum í janúar. ■ JÚLÍUS Jónasson, sem leikur með Gummersbach, kemur til landsins á mánudaginn — og fer með landsliðshópnum til Hvera- gerðis, þar sem það hefur samastað á meðan mótið stendur yfir. Liðið mun dveljast á Hótel Örk og æfa í Þorlákshöfn. ■ GLASGOW Rangers keypti skorska landsliðsmanninn Alan McLaren frá Hearts á tvær millj. punda í gærkvöldi. ■ RANGERS borgSLÖi Hearts 1,25 millj. punda í peningum og lét landsl- iðsmanninn Davie McPherson í skiptum. ■ SKOSKA meistaraliðið keypti fyrir keppnistímabilið Frakkann Basile Boli og danska landsliðs- manninn Brian Laudrup, þannig að félagið hefur keypt leikmenn fyr- ir sjö millj. punda í vetur. ■ JEAN Tigana þjálfari franska liðsins Lyon hefur sett markvörð ljðsins, Pascal Olmeta út úr liðinu. Ástæðan er að þjálfarinn hafði bann- að leikmönnum að þiggja boð um að fylgjast með úrslitaleiknum á tennismóti á sunnudeginum, degi eftir að liðið tapaði 4:0 fyrir Lens. Olmeta fór samt og var settur í bann í kjölfarið. ■ ÞETTA er alveg út í högg. Ég bið ekki um leyfi til að fara út að borða og ekki heldur hvenær ég horfi á tennis, ekki fimm dögum fyrir leik,“ sagði Olmeta og var hinn reiðasti. „Ég er ekkert barn,“ sagði hann. »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.