Morgunblaðið - 13.11.1994, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.11.1994, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1994 B 5 honum samt nákomnari. Því einangraðra sem ísland var, því auðveldara var að gefa Noregi dýrðina af fræjunum, þótt ekki væri af blómum og ávöxtum. Og svo mætti lengi telja. En undir þessu öllu saman býr samt annað og meira en hreppapólitík eða jafnvel þjóðrækni. Hér er meira í húfi, ekki aðeins fyrir gildi sagnanna, heldur þá þekkingu vora á eðli og andlegri menningu hins mikla germanska kynstofns, sem vér vildum ógjarnan án vera. Hér má sérstaklega minna á ummæli W.P. Kers, sem tilfærð eru í fyrra bindi." Svo skemmtilegar sem íslenzkar fornsögur geta verið og svo margt sem þær hafa sér til ágætis sem góðar frásögur, er því ekki að neita, að þær verða meira virði sem hin „þriðja ritning Norðurálfu"18 en einungis sem frumlegar bókmenntir í almennri merkingu. Og það hlýtur jafnan að vera germönskum þjóðum saknaðarefni, að hinir fornu forfeður þeirra frá þjóðflutningatímum skuli einungis vera kunnir af annarra frásögum, en skuli ekki hafa látið eftir sig heimildir, þar sem vér heyrum þá tala með eigin orðum og eigin rómi. En — þeir lærðu ekki að skrifa, fyrr en um leið og þeir tóku kristni, og þegar þeir fara að rita, er það ekki lengur þeirra eigin rómur og sjaldnast þeirra eigin tunga. Hin veraldarsögulega spuming um íslenzkar formenntir, ef svo má að orði kveða, er þá framar öllu þessi. Um tunguna þarf að vísu ekki að efast, jafnvel ekki um stil og smekk, sem er furðu sjálfstæður og ólíkur latneskum stíl og viðhorfi miðalda. íslendingar hafa líka varðveitt nokkuð af skáldskap, sem er eldri en kristnitaka og ætti þá að miklu leyti að vera óháður Róm og kristnum dómi. En hvað um sögurnar, sem eru ritaðar 200-300 árum eftir kristnitöku og af klerklærðum mönnum, hvort sem vígðir voru eða ekki? Nær nokkurri átt að leggja þær til jafns við það, sem Germanar hefðu getað skrifað og átt að skrifa á þjóðflutningatímum? Hér er komið að þeim andstæðum, sem kenna má við heiðni og kristni, þótt þau orð lýsi hvergi nærri til hlítar því, sem um er að ræða. Arnold Toynbee hefur kveðið svo að orði,19 að hvergi hafi kristnitakan orðið til svo mikils andlegs niðurdreps sem á íslandi, því að þar hafi áður skandínavísk menning náð hæsta blóma sínum og sú menning hafi í öllum meginatriðum borið af þeirri miðaldamenningu, sem Norðurálfan hafi annars búið að. Þetta er skoðun, sem Toynbee hefur varla úr neinu af þeim ritum, sem hann styðst við, þótt hún hins vegar sé reist á þeirri forsendu, að sögurnar séu raunverulega myndaðar, meðan síðasta kynslóðin, sem alin var upp í heiðni, var enn á dögum. En hún er samt ekki ný fyrir íslendinga, eins og vikið er að í fyrra bindi.20 Hún kemur fram í harðskeyttustu mynd sinni í Örlögum guðanna eftir Þorstein Erlingsson, sbr. lika ritgerðir Helga Pjeturss i Skírni 1906 og 1912. í rauninni mun mörgum virðast sem íslendingar hafi til loka sögualdar átt höfuðstól, sem þeir hafí smám saman verið að eyða og hafi verið til þurrðar genginn um 1300, og þann andlega höfuðstól megi kenna við heiðinn dóm. Hins vegar þarf unnendum kristni og kirkju ekki að verða svarafátt við slíkum ásökunum, enda er það ekki fátítt, að einmitt hinar klassisku fornmenntir, fremur en hinar guðrækilegu bókmenntir, séu taldar menntum þeim, sem kirkjan færði íslendingum, til gildis, og jafnvel hinni kaþólsku kirkju. Hvað hefði orðið af hinum forna arfi, hvort sem hann var nú meiri eða minni, ef kirkjan hefði ekki flutt þjóðinni ritlist og bókagerð og verið nógu fijálslynd til þess að leyfa klerkum sínum að rita veraldlegar sögur og ekki einungis guðsorð? En er þessi forni arfur ekki þar að auki ýktur og ofmetinn og jafnvel ekki svo ríkur þáttur í sögunum sjálfum sem almennt er talið? Það getur ekki dulizt, að hér er um flókið vandamál að ræða. Þótt annars vegar sé viðurkennt, að íslendingar hafi fyrir, um og rétt eftir kristnitöku búið yfir merkri og frumlegri menningu, eins og skáldskapur þeirra ber órækt vitni um, — og hins vegar, að blómaskeiði íslenzkrar söguritunar sé lokið um 1300, um það bil sem kirkjan hefur ekki einungis brotizt undan valdi leikmanna, heldur er að eflast verulega að auði og völdum, og bókmenntir 14. aldar standi hinum fyrri mjög að baki, en 15. öldin sé því nær ófijó o.s.frv., — þá er sagan ekki öll sögð með því. Það er ekki nein sagnfræði að draga eina línu milli þessara tveggja punkta fremur en það er unnt í vegagerð að fylgja fluglínu. Sjónhending er eitt, hin farna leið annað. Og sérstaklega verður að spyija, hvernig á því standi, að bókmenntir 13. aldar skuli ekki einungis vera fullkomnari, heldur þjóðlegri og ,heiðnari’ en bókmenntir 12. aldar. Toynbee hefur orðið illa á í messunni, þar sem hann bendir á Hauksbók sem átakanlegt dæmi um andlega örbirgð og villu íslenzkrar mennta á 14. öld.21 Textinn, lýsing Hauksbókar, er að vísu frá W.P. Ker, en útleggingin er Toynbees. Sannleikurinn er sá, að mikið af efni Hauksbókar, bæði hið erlenda og innlenda, er eldra en hin klassíska sagnaritun, svo að það, sem helzt mætti af safninu ráða, er það, sem vér annars vitum, að smekkur 12. og 14. aldar var að ýmsu leyti furðu líkur. Það er líka athyglisvert, að W.P. Ker, sem hefur kveðið svo fast að orði um sjálfstæði íslenzkra fornmennta sem áður var sagt, hefur engu síður lagt manna skýrasta áherzlu á erlenda menntun Islendinga.22 Að vísu eru þessi tvenn ummæli rituð með nærfellt tíu ára millibili, en benda samt varla til skoðanaskipta, heldur einungis áhezlumunar á tvær hliðar sömu mennta. W.P. Ker var fyrst og fremst góður lesandi góðra bókmennta, las með opnum, berum og skyggnum augum, sá andstæður, þar sem þær voru, án þess að hirða um að velja milli þeirra eða skýra þær sögulega. Þess vegna standa rit hans enn í svo góðu gildi, þótt margt hafi orðið ljósara eftir hans dag. Hann lýsti því, sem hann sá og fann, og hætti sér ekki lengra, — var fús að kalla andstæðurnar kraftaverk, þar sem hann sá enga skýringu hrökkva til, og láta þar við sitja. ANNAN ERLENDAN bók- 6menntafræðing má hér nefna til sögu, þótt hann hafi miklu minna lagt til máianna en W.P. Ker. En hann hefur það sameiginlegt við Ker að sjá hið tvíþætta í sögunum án þess að loka augunum fyrir öðrum þættinum. Þetta er sænski bókmenntafræðingurinn Henrik Schúck. Kafli hans um íslenzkar fornsögur í öðru bindi hinnar almennu bókmenntasögu23 er að mörgu leyti ágætur, og er sumt í honum þess virði að tilfæra það með hans eigin orðum, ekki sízt vegna samanburðar hans við þær bókmenntir miðalda, þar sem hugsýni og raunsæi fóru hvort hvort sína leið, og við Shakespeare, þar sem hvort tveggja var sameinað — eins og Schúck telur vega í sögunum. Þarna er maður, sem kann að lesa og kann að sjá sögurnar í bókmenntalegu perspektívi, þótt hann fari ekki út í að skýra, hvernig stendur á þessari sérstöðu sagnanna. Annar ágætur norrænn fræðimaður, Axel Olrik, reyndi nokkurs konar tvískiptingu fornsagnanna, eftir afstöðunni til efnisins, og gerir greinarmun á íslendinga sögum og ritum hinna .lærðu’ íslendinga, en til síðari flokksins telur hann ekki einungis rit hinna fróðu manna, heldur líka konungasögur Snorra o.s.frv. Nú er það að vísu hveiju orði sannara, að til eru íslenzk fornrit, sem eru lærdómsrit í þeim skilningi sem Olrik leggur í það orð, og önnur, sem eru eintómur skáldskapur. En — hvar eru takmörkin? Þau liggja ekki milli einstakra rita nema í fáeinum tilfellum, heldur í ritunum, og það með þeim hætti, að aldrei verður sagt með vissu: hér endar lærdómurinn, og hér byijar skáldskapurinn, — og á þetta greinilega við rit Snorra. Loks tel eg hér þess virði að nefna kaflann um íslenzka sagnaritun í Bók minni um Snorra Sturluson, sem var upphaflega ritaður 1911, en ekki birtur fyrr en 1920, sama ár sem annað bindi bókmenntasögu Schúcks. Meginatriði hans eru þessi: að íslenzk sagnaritun byrji sem vísindi og endi sem skáldskapur, að hún sé eigi að síður ein heild, sem réttmætt sé að nefna sagnaritun, því að höfundarnir hafi viljað láta líta svo á allar sögur, vísindi og list togist hér á frá upphafi og veiti ýmsum betur, en hámarki jafnvægis nái þessar stefnúr í ritum Snorra. — Ýmislegt þykist eg nú vita betur en þá, einkum um íslendinga sögur og þróun þeirra, hin erlendu áhrif o.s.frv. En í tveimur meginatriðum er eg enn sjálfum mér sammála: að íslenzk sagnaritun sé ein þroskaheild og þar séu tvær stefnur að verki og valdi þær þeirri spennu, sem er að verki í sköpun, þroska og hnignun sagnanna. Eins og allir geta séð, er það í rauninni mikið til hið sama sem eg á við með vísindum og list sem Schúck með realisma og ídealisma. Eg hygg líka, að þessi skoðun á þroskaferli sagnanna endist talsvert í áttina til þess að brúa andstæðurnar milli sanninda og skáldskapar, einangrunar og erlendra áhrifa, sagnagerðar og lærdóms. Hins vegar varla milli sagnfestu og bókfestu. En — hvað um hið germanska og rómversk-kristilega, heiðni og kristni? Um það, sem hér að framan var talið iangmestu máli skipta og nefnt veraldarsöguleg spurning? Til þess að átta oss á því vandamáli verður að draga langa nót og segja brot af veraldarsögu, þótt fljótt verði yfir sögu að fara, enda staðreyndir flestar kunnar, og jafnvel að endurtaka sumt af því, sem þegar er sagt í fyrra bindi. 10. sept. 1958. HEIMILDIR: 1 Islenzkar fornsögur III, Kh. 1883, xxvii-xxviii. 2 Islandsk saga, Oslo 1958. 3 J.C. Hauch: Afhanðlinger og æsthetiske Betragtninger, Kbh. 1855, 411-67. 4 Sybels Historische Zeitschrift XXVIII, 61-100. 5 Sbr. R. Heinzel: Beschreibung der islandischen Saga, Wien 1880. 6 Den islandske sagalitteratur i nutiden. Smaa kritiske breve, Kbh. 1936, 26-33. 7 Þótt svo sé hér að orði kveðið, má hvorki gleyma þeirri vantrú á sögur og sögusagnir, sem kemur fram á 12.-14. öld (Ari, orðið „lygisaga", tilraunir höfunda fornaldarsagna að veija sannindi þeirra), né vægðarlausri kritík Árna Magnússonar á sumum fslendinga sögum, t.d. Njálu, en höfundi hennar neitar Árni jafnvel um góða „skynsemd." 8 Snorre Sturlassöns Historieskrivning, Kbh. 1873. 9 Die Strengleikar, Halle 1902. 10 Upphavet til den islendske ættesaga, Oslo 1929. 11 A. Heusler: Die Anfánge der islándischen Saga, Berlin 1914. 12 Litt. hist. II, 206-07. 13 Ævisaga Finns Jónssonar, 157. 14 Fyrra bindi, 96. 15 Norges historie 1.1, 155. 16 Sbr. líka Nordisk kultur 1.1, 71 og víðar. 17 Bls. 195. 18 Sbr. fyrra bindi, 196. 19 Study of History II, 355. 20 Bls. 201. 21 Study of History II, 358-59. 22 The Dark Ages, 312-16. 23 Illustrerad almán litteraturhistoria II, Sth. 1920. LIKArK ámskei til aukinna ökuréttinda eru að hefjast Fimmtudaginn 17. nóvember hefst nýtt námskeið til aukinna ökuréttinda hjá Ökuskólanum í Mjódd. Námskeiðið kostar kr . 92.000 stgr Afborgunarkjör . Námskeiðið hefst kl 18 firnmtudag 17. nóv Innritun virka daga.eftir kl 13 í síma 670300 eftir kl. 15.30 ' ÖKUSKÓLINN arabakka3, Mjóddinni, sími 670300 SKOVERSLUN KOPAVOGS og E töskur Full búð af nýjum vörum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.