Morgunblaðið - 13.11.1994, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.11.1994, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1994 B 17 þegar tilskipunin var sett, að ef þeir færðu út lögsöguna við eyjarnar í 200 sjómílur á grundvelli samnings- ins þá var óhjákvæmilegt að önnur samningsríki nytu góðs af slíkri út- færslu til jafns við þá sjálfa. Hér varð því að finna aðra laga- króka sem tryggt gætu Norðmönn- um einum yfírráð yfir hafínu utan 4 mílna landhelginnar við Sval- barða. Og lögfræðingum í utanríkis- ráðuneytinu norska varð ekki skota- skuld úr því. í desember árið áður, 1976, höfðu verið sett lög um 200 sjómílna efnahagslögsögu út frá ströndum Noregs. Nú var gripið til þess ráðs að fínna tilskipuninni um fískverndarsvæðið, mörg hundruð mílur í norðri, stoð í lögupi sem aðeins tóku til svæðisins við strend- ur heimalandsins. Og röksemdirnar voru m.a. þær að samkvæmt orð- anna hljóðan tæki Svalbarðasamn- ingurinn aðeins til 4 sjómílnannna en ekki 200, hann bæri að túlka þröngt og því gætu önnur samnings- ríki ekki átt neinn rétt samkvæmt honum á 200 sjómílna hafsvæðinu eða landgrunninu undir því. Hér var vitanlega aðeins um hug- kvæmna lagagjörð að ræða sem færa átti Norðmönnum nær milljón ferkílómetra fískimið á silfurfati um alla framtíð. Fjarri öllu lagi er að lögin um efnahagslögsögu við meginland Noregs geti verið lagastoð tilskipun- ar um fiskvemdarsvæði langt utan marka efnahagslögsögu heima- landsins. Tveir af kunnustu hafrétt- arsérsfræðingum samtímans, Geir Ulfstein lektor við Oslóarháskóla og Robin Churchill prófessor við há- skólann í Cardiff segja eftirfarandi um þessa rökfærslu Norðmanna í bók sinni „Marine management in disputed areas: The case of the Barent Sea:“ „Röksemdafærsla Norðmanna getur augljóslega ekki réttlætt ríkis- yfírráð Noregs á 200 sjómílna svæð- inu við Svalbarða þar sem Svalbarði er meir en 200 sjómílur frá megin- landi Noregs. 200 sjómílna svæðið umhverfís Svalbarða verður þess- vegna að byggjast á ríkisyfírráðum Noregs á Svalbarða og þarafleiðandi á Svalbarðasamningnum." Við þetta má síðan bæta, sem þeir félagar minna einnig á, að ekk- ert samningsríkja Svalbarðasamn- ingsins viðurkennir það sjónarmið Norðmanna að samningurinn gildi aðeins innan landhelginnar við Sval- barða. Þau hafa annaðhvort mót- mælt þessari lögskýringu eða gert fyrirvara við hana eins og höfund- arnir undirstrika. Þannig má fullyrða að þótt ekk- ert ríki, nema Rússland, hafí mót- mælt því að Noregur hefði heimiid til þess að stofna til fiskverndar- svæðisins þá hefur ekkert þeirra viðurkennt að slíkt sé heimilt á grundvelli norsku efnahagslögsögu- laganna, en í þeim felst heimild til þess að útiloka öll erlend skip frá veiðum á svæðinu svo sem kunnugt er. Það var auðvitað tilgangurinn með þessari sérkennilegu lagastoð og því hefur ekkert ríki viðurkennt lögmæti hennar. Jafnræðisreglan hlýtur að gilda Þá er komið að næsta kapitula þessa máls. Öll önnur ríki en Noreg- ur (að undanteknu Finnlandi) telja að ákvæði Svalbarðasamningsins hljóti að taka til hins nýja fiskvernd- arsvæðis. Af því leiðir að þar hlýtur því jafnræðisregla 2. gr. samnings- ins að gilda og Norðmönnum því óheimilt að setja reglur um veiðar á réttargrunni sinnar eigin efna- hagslögsögu og mismuna þannig ríkjum að eigin geðþótta. Þetta er Norðmönnum vitanlega vel ljóst og því hafa þeir gripið til þeirrar löggjafarleiðar sem hér var lýst, þ.e. að byggjaekki fískverndar- svæðið á réttargrundvelli Sval- barðasamningsins. Þessi lagatækni, ef svo má nefna hana, kemur skýrt fram í greinargerð sem norski þjóð- réttarfræðingurinn og lagaprófess- orinn Carl August Fleischer tók saman á síðastliðnu sumri að beiðni utanríkisráðherra Noregs um rétt- arstöðu verndarsvæðisins. Birtist hún orðrétt i Morgunblaðinu 26. júní síðastliðinn og er fróðlegt að sjá hvaða rökum hann beitir í þessu máli. Þegar hann ræðir um það álita- efni hvort jafnrétti allra aðildarríkja samningsins til veiða samkvæmt 2. gr. skuli einnig gilda innan 200 sjó- mílna fískveiðilögsögunnar segjr hann eftirfarandi orðrétt: „Meginsjónarmiðið hlýtur að vera eftirfarandi: Jafnræðisregla samn- ingsins um veiðar gildir aðeins innan landhelginnar, það er að segja að- eins innan 12 sjómílnanna mest. Það er ekkert í samningnum frá 1920 sem gefur tilefni til sérstakrar máls- meðferðar hvað varðar veiðar í hinni nýju 200 sjómílna fískveiðilögsögu. Þetta er í samræmi við meginá- kvæði 1. greinar hans um norsk yfírráð og við þau markmið að ný álitamál af þessu tagi komi til kasta norskra yfírvalda og norskra laga.“ Og skömmu síðar segir Fleischer: „Annarri grein Svalbarðasamn- ingsins um rétt aðildarríkja til veiða er því ekki hægt að beita utan land- helginnar. Norsk stjórnvöld hafa því fullan þjóðréttarlegan rétt til að taka hagsmuni norskra sjómanna fram yfír hagsmuni annarra á Sval- barðasvæðinu á sama hátt og innan efnahagslögsögunnar við Noreg.“ Þessi lögskýring hefur ekki hlotið stuðning neinna aðildarríkjanna né fræðimanna sem um þessi efni hafa ritað. Henni er m.a. mótmælt með ítarlegum rökum í riti þeirra Geirs Ulfstein og Robins Churchills, (bls. 44-51). Að þeirri forsendu gefinni að heimildir Norðmanna til haf- svæðanna utan Svalbarða hljóti að byggjast á Svalbarðasamningnum en ekki lögunum um norsku efna- hagslögsöguna, er hér þá megin úrlausnarefnið hvort réttindi aðild- arríkjanna takmarkist við landhelg- ina eina, eins og Fleischer heldur fram, eða nái til alls vemdarsvæðis- ins í samræmi við þróun þjóðréttar síðustu áratugina. Rök gegn framferði Norðmanna Þau rök sem styðja seinni niður- stöðuna og ganga gegn skoðun Fleischers eru fyrst og fremst þessi: Alþjóðadómstóllinn í Haag hefur í fleiri en einu máli komist að þeirri niðurstöðu að réttindi ríkja til haf- svæða undan ströndum þeirra bygg- ist á yfírráðaréttindum yfir landinu sbr. dóminn í máli Breta gegn Norð- mönnum 1951. En jafnhliða því að ríki nýta sér þann rétt að taka sér völd yfír víðuáttumeiri hafsvæðum í samræmi við þróun þjóðréttarins verða þau einnig að viðurkenna þær skyldur sem í þessum nýja rétti fei- ast. Ríki geta hér, með öðmm orð- um, ekki valið og hafnað að eigin vild, heldur verða þau að virða hags- muni annarra ríkja á hinum nýju lögsögusvæðum sem einnig hljóta að njóta góðs af hinni nýju þróun hafréttarins. Þessi lögskýring kom m.a. skýrt fram í dómi Alþjóðdómstólsins í hinu svonefnda Eyjahafsmáli 1978. í því máli hafði Grikkland viðurkennt lög- sögu dómstólsins 1928 en undan- skilið deilur sem tóku til landsvæðis Grikklands á þeim tíma. í málinu hélt Grikkland þessvegna því fram að dómstóllinn gæti ekki fjallað um deilur um landgmnnið milli Grikk- lands og Tyrklands vegna þess að landsgrunnshugtakið hefði verið óþekkt á þeim tíma. Dómstóllinn neitaði að fallast á þessa röksemd og sagði orðrétt: „Túlka verður deil- ur varðandi landsvæði Grikklands í samræmi við reglur alþjóðalaga eins og þær eru í dag.“ Með lögjöfnun má því álykta að jafnvel þótt Svalbarðasamningurinn hafí 1920 aðeins tekið til landhelg- innar séu löglíkur á því að alþjóða- dómstóll teldi víðnæmi hans hafa aukist í beinu samræmi við þróun yfirráða ríkja á hafinu frá þeim tíma. { stuttu máli mætti taka þessi sjónarmið saman á eftirfarandi hátt: 1. Réttur Norðmanna til þess að stofna fiskverndarsvæðið bygg- ist á stöðu þeirra sem strandríki. 2. Sú staða markast af því að Norð- menn fara með ríkisyfirráð yfir Svalbarða. 3..Þau ríkisyfirráð byggjast á samningnum frá 1920. 4. Af því leiðir að Noregur getur ekki haldið fram réttindum sem byggjast á Svalbarðasamningn- um en neitað skyldum sínum (og réttindum annarra ríkja) sem stafa frá þessum sama samningi. Með öðrum orðum: Þróun hafrétt- arins hefur heimilað Noregi að færa verndarlögsöguna út í 200 sjómílur á grundvelli samningsins en á sama hátt hafa réttindi annarra samn- ingsaðila færst í sama mæli út á svæðinu. í öðru lagi má benda á að beiting 2. og 3. gr. samningsins utan land- helginnar við Svalbarða er studd þeim rökum að gagnstæð lpgskýr- ing myndi leiða til mjög sérkenni- legrar niðurstöðu. Ef samningsaðil- ar hefðu engan rétt til að nýta auð- lindir landgrunnsins og veiða á 200 sjómílna svæðinu, en full réttindi til slíkra athafna innan landhelginnar, myndi það leiða til niðurstöðu, sem er andstæð almennum reglum ha- fréttarins, sem sé þeirra að erlend ríki njóta almennt miklum mun meiri veiðiréttinda innan efnahags- lögsögunnar en innan landhelgi eða á landsvæði hins erlenda ríkis. í þriðja lagi telja þeir Ulfstein og Churchill að í ljósi þess að Sval- barðasamningurinn var upphaflega gerður til þess að viðhalda efna- hagslegum réttindum ríkjanna þar, verði að líta svo á að með lögjöfnun beri að beita ákvæðum 2. og 3. greinar samningsins um landgrunn- ið og verndarsvæðið út að 200 sjó- mílunum. Þær takmarkanir sem samningurinn leggur á ríkisyfirráð Norðmanna á landi, þ.e. jafn- ræðiskrafan, eigi jafnt að gilda á hafinu. (bls. 48-49.) Og loks hefur verið á það bent að eitt meginmarkmið samningsins, sem fram kemur í inngangi hans, sér friðsamleg nýting eyjaklasans. Framferði Norðmanna með stofnun verndarsvæðisins sem enginn samn- ingsaðila utan einn viðurkennir og miklum deilum hefur valdið geti varla talist vera í samræmi við þenn- an yfirlýsta tilgang samningsins. Tvískinnungur í málflutningi Þegar litið er á öll þessi atriði sem hér hafa verið rakin hljóta þau að vega nokkuð þungt sem mótvægi gegn hinni norsku lögskýringu að Svalbarðasamningurinn gildi aðeins innan landhelginnar og samningsað- ilar, svo sem ísland, hafí engin rétt- indi á verndarsvæðinu. Þegar betur er að gáð virðist sem Norðmönnum sjálfum sé ljóst að lögskýringar þeirra eru nokkuð hæpnar hvað þessi atriði varðar. í greinargerð Fleischers segir hann að norsk stjórnvöld hafi „fullan rétt til að taka hagsmuni norskra sjómanna fram yfír hagsmuni ann- arra á Svalbarðasvæðinu á sama hátt og innan efnahagslögsögu Nor- egs“. En síðan heldur Fleischer áfram eftir að hafa sagt þetta og segir orðrétt: „Norsk stjórnvöld hafa samt sem áður ekki beitt fyrir sig þessum skilningi á lögunum og enn hefur -ekki verið tekist á um hana í yfir- standandi deilum Norðmanna og íslendinga. Þegar ákveðið var að framfylgja lögunum um norsku efnahagslögsöguna var jafnframt ákveðið að fara hægar í sakimar við Svalbarða. Fyrir því vom tvær ástæður ... Sú síðari var óskin um að forðast hugsanlegar deilur við önnur ríki um hvernig túlka bæri jafnræðisreglu Svalbarðasamnings- ins. Það er að segja hvort hún ætti einnig að ná til 200 mílnanna." Og Fleischer heldur áfram á þess- ari braut og segir: „Fiskveiðilögsaga þar sem jafn- ræðis er gætt, eins og áfram mun verða, er einnig í meginatriðum í samræmi við þá hugsun að jafnræð- isreglan í 2. grein Svalbarðasamn- ingsins skuli útfærð þannig að hún taki til hinnar nýju lögsögu." Með þessum ummælum viður- kennir Fleischer, sem er víðsýnn fræðimaður, í raun, að jafnræðis- regluna beri að leggja til grundvall- ar við auðlindanýtingu á svæðinu þegar allt kemur til alls. Og síðan spyr hann: „Yfír hveiju hafa íslendingar að kvarta þegar Norðmenn gæta þess einmitt að mismuna engum, að hygla ekki eigin sjómönnum heldur aðeins að stjórna veiðunum í sam- ræmi við strangt vísindalegt mat?“ En því miður reynist stuðningur Fleischers við jafnræðisregluna á ákaflega veikum grunni byggður því nokkru síðar segir hann: „Mis- miklir kvótar til einstakra landa eru því ein af forsendunum fyrir skyn- samlegri nýtingu og strandríkjum ber í raun skylda til að standa þann- ig að málum.“ Þegar upp er staðið er þvi ljóst að allt tal norskra stjórnvalda um að þau muni fýlgja jafnræðisregl- unni í framkvæmd á vemdarsvæð- inu er marklaust. Það sýnir sú stað- reynd að á þessu ári ákvað norsk- rússneska fískveiðinefndin að í hlut þriðju ríkja vegna þorskveiða á Sval- barðasvæðinu kæmu 28.000. tonn eða um 4% heildarkvótans í Barents- hafi. 96% kvótans var skipt milli Noregs og Rússlands! Þannig er nú jafnræði norskra stjórnvalda í fram- kvæmd á Svalbarðasvæðinu. Við þetta má bæta að nú í haust tilkynntu norsk stjórnvöld að þau myndu veita Evrópubandalagsríkj- unum, Grænlandi, Færeyjum og Póllandi veiðiheimildir í Barents- hafí. Aðeins ein fískveiðiþjóð við Norður-Atlantshaf var þar skilin eftir án kvóta, ísland. Þessi ákvörð- un Norðmanna er athyglisverð í ljósi þess að þeir hafa jafnan rökstutt beiðnir um kvóta á þann hátt að veiðireynsla, sem er annað orð yfir sögulegan rétt, verði að liggja þar að baki. Þegar aflatöjur eru skoðað- ar frá Fiskifélagi íslands kemur nefnilega í ljós að íslendingar hafa af og til stundað veiðar í Barents- hafi frá árinu 1930 og var heildar- afli íslenskra skipa þar um 160.000 tonn þar til veiðar hófust aftur í fyrra. Dómur í Haag Ég hefí hér lýst í stórum dráttum réttarstöðunni á Barentshafi eins og hún horfir við í dag. Eitt mikils- vert atriði hefur þó ekki verið hér rætt. Það er sú spurning hvernig deila Norðmanna og Islendinga um veiðiréttindi þar verði leyst. Við þeirri spurningu er ekki til neitt ein- falt svar. En þó er ljóst að fyrst og fremst eru þar tvær leiðir sem þar koma til greina. Sú fyrri er samningaleiðin. Hana er nú verið að reyna til þrautar. Því miður er ekki ástæða til bjartsýni um að hún leiði til skjótrar niður- stöðu. Sú síðari er að skjóta deilunni til Alþjóðadómstólsins í Haag. Miðað við þann veika réttargrundvöll sem sjálftaka Norðmanna á Svalbarða- svæðinu hvílir á gæti það reynst skynsamlegasta leiðin. Höfundur er prófessor í þjóðarétti og forseti lagadeildar Háskóla fslands. AIR TITANIUM glerougnaumgjarðir eru fyrir alla sem vilja létt og þægileg gleraugu, hvort sem er við vinnu, formleg tækifæri eða íþróttaiðkun. AIR TITANIUM er góð lausn fyrir þá, sem hingað til hafa ekki getað með góðu móti þolað hefðbundnar gleraugnaumgjarðir vegna þyngsla á nefi eða hafa nikkelofnæmi. Við val á þessum heimsins léttustu gleraugnaumgjörðum getur viðskiptavinurinn valið úr fjölda lita og haft lögún glerja að eigin vild. Glerougnoverslun í Mjódd Glerougnoverslun Keflovíkur sími 872123 sími 92-13811 AIR TITANIUM var valin besta gleraugnaumgjörðin fyrir hönnun og tækni á alþjóðlegu gleraugnasýningunni SILMO '94 í París.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.