Morgunblaðið - 24.11.1994, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1994 C 5
MYNDBÖND
Sæbjöm Valdimarsson
GLATAÐA
KYIMSLÓÐIN
DRAMA
Zelda ie -k
Leikstjóri Pat O’Connors. Hand-
rit Anthony Ivor og Benedict
Fitzgerald. Tónlist Patrick Will-
iams. Aðalleikendur Natasha
Richardson, Timothy Huttonm,
Viveca Lindfors. Bandarísk.
Turner Pictures 1993. SAM
myndbönd 1994.90 mín. Öllum
leyfð.
Tvær af aðalpersónum The Roar-
ing Twenties, hins makalausa,
þriðja áratugar, tíma „glötuðy kyn-
slóðarinnar", voru rithöfundurinn
F. Scott Fitzgerald og kona hans
Zelda. Böm síns tíma, lifðu hátt
og hratt. Saga Scotts er mörgum
kunn, meira mistur hefur hjúpað
minningu Zeldu. Flestir hafa þó
einhveija vitneskju um drykkjuskap
og geðræn vandamál.
Þessi oft ágætlega skrifaða,
leikna og gerða kapalmynd, sýnir
okkur manneskjuna Zeldu og hefst
er þau Scott kynnast á heimaslóðum
hennar í Alabama 1918. Hún
kvennablómi, fijáls einsog fuglinn,
lífsgleðin uppmáluð, villingur. Hann
nýbrautskráður úr hernum, byijað-
ur að skrifa greinar og fyrsta skáld-
sagan í burðarliðnum. Síðan er
fýlgst með stormasömu hjónabandi
þeirra mitt í hringiðu hins villta líf-
ernis „djassáranna", bæði heima í
Bandaríkjunum og í Frakklandi,
Þar voru þau samtíða ýmsum
heimskunnum listamönnum, sem
frægt er orðið og koma m.a. tals-
vert fyrir í Veislunni í farangrinum
eftir Hemingway. Zelda hélt ekki
sukkið út, andstætt við mann sinn
sem jafnan vaknaði einsog nýsk-
rúbbaður á hveijum morgni, klár í
slaginn. Hún lokaðist inní skel sinni,
þurfti meiri ást og umönnun en
hinn sjálfumglaði Scott gat veitt
henni, afleiðingin sú að hún var
sett á hæli og þar lýkur myndinni.
Einsog nafnið bendir til þá er Zelda
í aðalhlutverkinu og Natasha Rich-
ardson túlkar hana frábærlega vel.
Hún hefur hlotið leiklistarhæfileika
Redgraveanna óskerta. Natasha
þarf á arfinum að halda, hennar
Zelda er iðandi af lífi, til að byija
með ábyrgðar- og kærulaus hæfi-
leikakona sem ekki fékk að njóta
sín í skugga síns fræga eigin-
manns. Fékkst við málverk, skriftir
og dans. Ýjað að því að hann hafi
jafnað hnuplað ýmsu úr hennar
smiðju. í dansatriðunum minnir
LAUGARDAGUR 26/11
Natasha á frammistöðu sinnar
frægu móður, Vanessu Redgrave,
I Isadoru og vinnur yfir höfuð leik-
sigur í þessu tormelta hlutverki í
mynd sem stendur og fellur með
leikkonunni. Timothy Hutton, sem
seint verður talinn með hæfileika-
ríkari leikurum, á góðan dag sem
rithöfundurinn snjalli sem kunni sér
ekki hóf með vondum afleiðingum
fyrir sjálfan hann, Zeldu og hjóna-
bandið.
TIL ORRUSTU
VIÐ ÁRÁSAR-
VOPNIÐ
SPENNUMYND
Interceptor k k
Leikstjóri Michael Cohn. Handrit
John Brancato og Michael Ferr-
is. Aðalleikendur Andrew Dinoff,
Jurgen Prochnow, Elizabeth
Morehead. Bandarísk. Trimark
1992. SAM myndbönd 1994.96
mín. Bönnuð yngri en 16 ára.
Eitt nýjasta vopn Bandaríkja-
manna er Ste-
alth árásarflug-
vélin. sem m.a.
er þeim kostum
búin að sjást
ekki á ratsjám.
Því eftirsóknar-
verð í augum
hryðjuverka-
manna. Philips
(Jurgen Proc-
hnow), for-
sprakki einna, slíkra samtaka, gríp-
ur tækifærið til að ræna tveimur
slíkum er þær eru fluttar yfir Atl-
antshafið, frá Tyrklandi til Banda-
ríkjanna.
Nokkuð spennandi og vel gerð
rútínumynd sem fram fer að miklu
leiti í háloftunum þó svo að barátt-
an dragist á langinn. Var sýnd í
kvikmyndahúsum vestan hafs,
sjálfsagt með lítt eftirsóknarverðum
árangri.
FLUGHETJUR í
FYRRA STRÍÐI
SPENNUMYND
Heiðursverðlaunin (The Blue
Max k k Vi
Leikstóri John Guillermin. Tón-
list Jerry Goldsmith. Aðalleik-
endur George Peppard, Ursula
Andress, James Mason, Jeremy
Kemp, Karl Michael Vogler.
Bandarísk. 20th Century Fox
1966.156 min. Aldurstakmark
16 ára.
Nafn sitt dregur myndin af æðstu
heiðursorðu þýska keisaradæmisins
á tímum fyrri heimsstyijaldarinnar.
Söguhetjan er þýskur orrustuflug-
maður (George Peppard), metnað-
arfullur ofurhugi og hrokagikkur
sem leggur allt í sölurnar til að
svala framagimd sinni. í óþökk
aðalborinna sveitarfélaga en eigin-
kona (Ursula Andress) yfirmanss
flugsveitarinnar (James Mason),
fellur fyrir kappanum sem geldur
þess.
Þótti yfirburðamynd á sínum
tíma, í dag stendur fátt uppúr
myndinni annað en kvikmyndatök-
urnar í lofti og áhættuflugsenurn-
ar. Þær eru með því besta sem
gert gefur verið fyrr og síðar, enda
snillingurinn Douglas Slocombe við
stjórnina. Þær einar þess virði að
sjá myndina, og ekki skemmir fyrir
Ursula Andress á Evuklæðum ein-
um saman.
BÍÓMYNDBÖND
Sæbjörn Valdimarsson
Saga frá Bronx (A Bronx Tale)
* * * 'A
Þessi af-
bragðsmynd er
frumraun Ro-
berts De Niro á
leikstjórnarsvið-
inu og ekki ann-
að sagt en hann
standist prófið
með láði. Hún
sýnir hinar sí-
gildu
vondu/góðu hlið-
ar mannlífsins í Bronx á sjöunda
áratugnum þar sem saga drengsins
Calogero (Francis Capra) er þunga-
miðjan. Níu ára gamall verður hann
vitni að því er Guðfaðir hverfisins,
mafíósinn Sonny (Chazz Palmint-
eri) verður mannsbani, og hylmir
yfír honum. Síðan er fylgst með
ferli piltsins næsta áratuginn. Hann
verður handgenginn Sonny þvert á
vilja föður hans (De Niro), sem er
algjör andstæða mafíósans, heiðar-
legur daglaunamaður sem ekur
strætisvagninum 7 daga vikunnar.
Bronx er sannkallaður suðupott-
ur og De Niro tekst einkar vel við
að endurskapa liðinn tíma þegar
sakleysið var á hröðu undanhaldi
fyrir harðara mannlífi. Togstreitan
milli góðs og ills liggur íloftinu,
þung undiralda lífsbaráttunnar
skellur á áhorfandanum og myndin
er frábærlega útlítandi, allt niður í
fínustu smáatriði. Efnið er áhuga-
vert og góð söguskoðun á þessum
miklu breytingartímum og leikurinn
eftirminnilegur. Capra lýsir vel
þeim átökum sem eiga sér stað
innra með honum, De Niro aldeilis
pottþéttur að vanda í hlutverki hins
heiðvirða, mædda heimilisföðurs en
enginn þó betri en Palminteri sem
hinn yfirborðsfágaði og ísmeygilegi
mafíósó. Alltof fáir sáu þessa gæða
mynd í bíö, nú er tækifærið að
bæta sér skaðann.
TÓNLISTARKROSSGÁTAN NR.42
LAUSNIR SENDIST TIL: BROSSINS
HAFNARGÖTU 15 - 230 KEFLAVÍK
MERKT: TÓNLISTARKROSSGÁTAN
Veiðimaður
Samlandar
Weppers eru
ekki jaf n
ánægðir og
hafa smellt
reglulega í góm
vegna sögu-
sagna
FRITZ Wepper, 52 ára, eða öllu
heldur Harry litli Klein aðstoðar-
maður Derricks, hefur ríka ástæðu
til þess að brosa þessa dagana enda
á hann nýja vinkonu sem er 26 ára
og heitir Sidonie von Grote. Sam-
landar hans eru ekki jafn ánægðir
og hafa smellt reglulega í góm
vegna sögusagna af gosatilburðum
út og suður að undanförnu.
Frú Wepper, Angela 53 ára, læt-
ur sér fátt um hliðarsporin finnast
og heldur því fram að Sidonie elti
mann hennar á röndum og ofsæki
símleiðis. Það var fröken
von Grote ekki alls kostar
ánægð með og lýsti yfir í
vikuritinu Frau im Spiegel
að Wepper væri alvaran
uppmáluð hvað hana varð-
aði og til dæmis hafí hann
heimsótt foreldra hennar
allmörgum sinnum! Til að
renna frekari stoðum und-
ir fullyrðingar um heiðar-
legar fyrirætlanir Weppers
leyfði fröken Grote að
meðfylgjandi mynd úr
einkasafni yrði birt í blað-
inu. Fritz hefur lítið lagt
til málanna sjálfur enda á
ijúpnaveiðum í Noregi.
UTVARP
RÁS 1
FM 92,4/93,5
■ 6.45 Veðurfregnir.
6.50 Bæn: Gunnlaugur Garðars-
son flytur. Snemma á.laugar-
dagsmorgni Þulur velur og
kynnir tónlist. 7.30 Veðurfregn-
ir. 8.07 Snemma á laugardags-
morgni heldur áfram.
9.03 Þingmál. Umsjðn: Atli Rún-
ar Halldórsson og Valgerður
Jóhannsdóttir.
9.25 Með mexíkósku morgun-
kaffi
- Jarabe tapatio, La raspa, E1
eascabel, La bamba. El negrito
José, E1 querreque og fleiri lög
frá Mexíkó. Mariachisveitin
Mexíkð, Tríó Azteca og fleiri
leika og syngja.
10.03 Evrópa fyrr og nú. Umsjón:
Ágúst Þór Árnason.
10.45 Veðurfregnir.
11.00 í vikulokin. Umsjón: Páll
Heiðar Jónsson.
12.00 Útvarpsdagbókin og dag-
skrá laugardagsins
12.45 Veðurfregnir og augiýsing-
ar.
13.00 Fréttaauki á laugardegi.
14.00 Hringiðan. Menningarmá! á
liðandi stund. Umsjón: Halldóra
Friðiónsdóttir.
16.05 Islenskt mál. Umsjón: Gunn-
laugur Ingólfsson. (Endurflutt
nk. miðvikudagskvöld kl. 21.50)
16.30 Veðurfregnir.
16.35 Ný tónlistarhljóðrit Ríkisút-
varpsins. Drengjakór Laugar-
neskirkju syngur undir stjórn
Rolands Turners. Síðari hluti.
Umsjón: Dr. Guðmundur Emils-
son.
17.10 Króníka. Þáttur úr sögu
mannkyns. Umsjón: Halldóra
Thoroddsen og Rikarður Örn
Pálsson. (Endurfluttur á mið-
vikudagskvöldum kl.
18.00 Djassþáttur Jóns Múla
Árnasonar. (Einnig útvarpað á
þriðjudagskvöld kl. 23.15.)
18.48 Dánarfregnir og auglýsing-
ar.
19.30 Auglýsingar og veðurfregn-
ir.
19.35 Óperukvöld Útvarpsins. Frá
sýningu á óperuhátíðinni í Bay-
reuth í sumar. Sigurður Fáfnis-
bani eftir Richard Wagner. Með
helstu hlutverk fara: Wolfgang
Schmidt, Manfred Jung, John
Tomlinson og Deborah Polaski.
Kór og hljómsveit Bayreuth óp-
erunnar ; James Levine. stjórn-
ar. Kynnir: Ingveldur G. Olafs-
dóttir.
0.40 Dustað af dansskónum.
1.00 Næturútvarp á samtengdum
rásum til morguns. Fréllir ó RÁS I
Rós I kl. 13.00. Fréttmaiiki
ó laugardegi.
og RÁS 2 kl. 7, 8, 9, 10, 12.20, 16,
19, 22 og 24.
RÁS 2
FM 90,1/99,9
8.05 Endurtekið barnaefni Rásar
1. (Frá mánudegi til fimmtudags.)
9.03 Laugardagslíf. Umsjón:
Hrafnhildur Halldórsdóttir. 12.45
Helgarútgáfan. Umsjón: Lisa Páls.
16.05 Heimsendir. Margrét Kristín
Blöndal og Siguijón Kjartansson.
17.00 Með grátt í vöngum. Gestur
Einar Jónasson. 19.30 Veðurfrétt-
ir. 19.32 Vinsældalisti götunnar.
Umsjón: Ólafur Páll Gunnarsson.
20.30 Úr hljóðstofu BBC. Umsjón:
Andrea Jónsdóttir. 22.10 Nætur-
vakt Rásar 2. Umsjón: Guðni Már
Henningsson.
NÆTURÚTVARPIÐ
1.30 Veðurfregnir. Næturvakt.
2.00Fréttir. 2.05 Rokkþáttur
Andreu Jónsdóttur. 3.00 Næturlög
4.30 Veðurfréttir. 4.40 Næturlög
halda áfram. 5.00 Fréttir. 5.05
Stund með Marianne Faithful. 6.00
Fréttir, veður færð og flugsam-
göngur. 6.03 Ég man þá tíð. Her-
mann Ragnar Stefánsson. (Veður-
fregnir kl. 6.45 og 7.30). Morgun-
tónar.
AÐALSTÖÐIN
90,9 / 103,2
9.00 Sigvaldi Búi. 13.00 Á mjúku
nótunum með Völu Matt. 16.00
Jenný Jóhannsdóttir. 19.00 Magn-
ús Þórsson. 21.00 Nætui-vakt Aðal-
stöðvarinnar.
BYLGJAN
FM 98,9
7.00 Morguntónar. 9.00 Morgunút-
varp með Eiríki Jónssyni. 12.10 í
jólaskapi. Valdís Gunnarsdóttir og
Jón Axel Ólafsson verða alla laug-
ardaga fram til jóla. 16.00 tslenski
listinn. Umsjón: Jón Axel Ólafsson.
19.00 Gullmolar. 20.00 Laugar-
dagskvöld á Bylgjunni. Umsjón:
Halldór Backman. 23.00 Hafþór
Freyr Sigmundsson. 3.00 Nætur-
vaktin.
Fréllir kl. 10, 12, 15, 17 og 19.30.
BYLGJAN, ÍSAFIRDI
FM 97,9
9.00 Samtengt Bylgjunni FM 98,9.
20.00 Tveir tæpir. Víðir Arnarson
og Rúnar Rafnsson. 23.00 Gunnar
Atli með næturvakt. Síminn í hljóð-
stofu 93-5211. 2.00 Samtengt
Bylgjunni FM 98.9.
BROSID
FM 96,7
10.00 Lára Yngvadóttir. 12.00
Ókynnt tónlist. 13.00 Böðvar Jóns-
son og Ellert Grétarsson. 17.00
Ókynnt tónlist. 22.00 Næturvaktin.
3.00 Næturtónar.
FM 957
FM 95,7
9.00 Steinar Viktorsson. 11.00
Sportpakkinn. Hafþór Sveinjóns-
son og Jóhann Jóhannsson. 13.00
Sigvaldi Kaldalóns og Haraldur
Daði. 17.00 American top 40. 21.00
Ásgeir Kolbeinsson. 23.00 Á lífinu.
TOP-BYLGJAN
FM 100,9
7.00 Sjá dagskrá Bylgjunnar FM
98,9. 10.00 Svæðisútvarp TOP-
Bylgjan. 11.00 Samtengt Bylgjunni
FM 98,9.
X-ID
FM 97,7
10.00 Örvar Geir og Þórður Örn.
12.00 Ragnar Blöndal. 14.00 X-
Dómínöslistinn. 17.00 Þossi. 19.00
Party Zone. 22.00 Nætur-
vakt.03.00 Næturdagskrá.