Morgunblaðið - 24.11.1994, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 24.11.1994, Qupperneq 2
2 C FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYIMDIR VIKUNIMAR Sjónvarpið FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER VI QO 1 C ►Leynivopnið (Secret 1*1. 44. 19 Weapon) Banda- rísk/áströlsk sakamálamynd. ísraelsk- ur vísindamaður, sem býr yfir þekk- ingu um kjarnorkuáætlun ísraela, flýr til Ástralíu og Mossad, ísraelsku leyni- þjónustunni, er falið að ná honum til baka. LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER Kl. 21.35 og aurar ey Talks) Bresk bíómynd frá 1990 byggð á sögu eftir Graham Greene um hjón sem eyða hveitibrauðsdögun- um í Monte Carlo. Eiginmaðurinn reynir fyrir sér í spilavíti og stefnir hjónabandinu í voða. VI 00 nc ►Vegferðin (Voyager) III. 4u.Ull Þýsk/frönsk/gnsk bíómynd frá 1991 byggð á skáldsög- unni Homo Faber eftir Max Frisch. Hér segir frá kynnum bandarísks verkfræðings af ungri konu og minn- ingum sem vakna með honum um óútkljáð mál úr fortíðinni. SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER VI 00 J[n ►Skuggar í paradís III. 44.4U (Varjoja paratiisissa) Finnsk kvikmynd eftir Aki Kaurismáki um ástir öskubílstjóra. FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER Kl. 21.20^1,,,, feðranna Hrafns Gunnlaugssonar frá 1980. Eftir andlát föður sfns ákveður Helgi að halda á eftir bróður sínum Stefáni til Reykja- víkur í framhaldsnám. Hvorugur bræðranna hefur áhuga á búskap og þeir ákveða að telja móður sína á að bregða búi. Stöð tvö FÖSTUDAGUR 25. NOVEMBER MOO 0(1 ►Fram í sviðsljósið ■ LL.lU (Being There) Ein- feldningur sem hefur alla tíð unnið við garðyrkjustörf í algjörri einangrun og ekki kynnst umheiminum nema í gegnum sjónvarp, lendir dag einn í hringiðu mannlífsins með stórfurðu- legum afleiðingum. n QC ►Dýragrafreiturinn 2 U.UU (Pet Semetary 2) Sjálfstætt framhald fyrri myndarinnar sem var gerð eftir sögu Stephens King. Feðgarnir Chase og Jeff flytjast til smábæjarins Ludlow eftir að hafa orð- Kl. STÖÐ tvö ið fyrir miklu áfalli í Los Angeles. Jeff er lagður í einelti af skólafantin- um Clyde en eignast nýjan vin sem heitir Drew. Stjúpfaðir Drews er hrottafenginn náungi sem drepur hundinn hans og drengirnir ákveða að grafa hvutta í hinum illræmda dýragrafreit. En þeir vita ekki hvaða hörmungar það getur haft í för með sér. VI Q |l|►Hart á móti hörðu III. L.IU (Marked for Death) Harðjaxlinn Steven Seagal er í hlut- verki fíkniefnalöggunnar Johns Hatcher sem snýr heim til Bandaríkj- anna eftir að hafa starfað á erlendri grundu. Hann kemst að því sér til mikillar skelfingar að dópsalinn Screwface heldur gamla hverfinu hans í heljargreipum og sér að við svo búið má ekki standa. LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER VI 04 CC ►Hinir vægðarlausu III. L I.UU (Unforgiven) Stór- mynd sem hlaut fern Öskarsverðlaun árið 1992 og var meðal annars kjörin besta mynd ársins. Hér greinir frá Bill Munny sem var alræmdur byssu- bófí en dró sig í hlé fyrir ellefu árum og hokrar nú við þröngan kost ásamt bömum sínum. Dag einn ríður The Schofield Kid í hlað og biður Munny að hjálpa sér að hafa uppi á eftirlýst- um kúrekum en fé hefur verið lagt til höfuðs þeim. Munny fellst á þetta enda er hann í miklum Ijárhagskrögg- um. Stranglega bönnuð börnum. VI II |n►Klárir í slaginn 3 III. U. I U (Grand Slam 3) Vinir okkar Hardball og Gomez eru mættir til leiks þriðja sinni og við fylgjumst með þeim vinna að tveimur ólíkum málum sem reyna mjög á taugamar. Hardball hefur verið sektaður um 12.000 dali fyrir að tuska til vand- ræðagemling nokkum en er fljótur að gleyma því þegar þeir félagar fá nýtt og krefjandi mál í hendur. Bönnuð börnum. VI 1 y|C ►Konunglega ótuktin III. 1.40 (Graffíti Bridge) Prince tekur upp þráðinn þar sem frá var horfið í Purple Rain og leiðir okk- ur um dularheima næturlífsins þar sem trúin, tónlistin og ástin eru alls- ráðandi. Mq 1 C ►Hildarleikur (Salute ■ U.lll 0f the Jugger) Spenn- andi og óhugnanleg mynd með Rutger Hauer í aðalhlutverki. Hér segir af þeim sem lifa af kjarnorkustyijöld og heyja harða baráttu fyrir lífi sínu. Söguhetjumar ná mikilli leikni í frum- legum en hættulegum leik og nota það sér til framdráttar. SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER VI 0 4 níl ►Aðkomumaðurinn III. L I.UU (A Perfect Stranger) Hjónin Raphaella Phillips og John Henry hafa lengi verið hamingjusöm í hjónabandi. Hann er 40 árum eldri en hún og þegar hann veikist og ligg- ur banaleguna hlúir hún að honum og helgar honum alla sína krafta. Um þær mundir kynnist hún myndarlegum og aðlaðandi manni að nafni Alex Hale og hann veitir henni huggun í raunum hennar. VI QQ qn ►Ferðin til Vestur- III. 4u.uU heims (Far and Away) Joseph Donelly er eignalaus leiguliði á írlandi sem gerir uppreisn gegn ofríki landeigandans Daniels Christie en fellur flatur fyrir dóttur hans, Shannon, og saman ákveða þau að láta drauma sína rætast í Vestur- heimi. MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER VI II 4n ►Hundaheppni (Pure III. U. IU Luck) Dóttir milljóna- mæringsins George Hammersmiths hverfur sporlaust á ferðalagi í Mexíkó og faðirinn veit að aðeins sá sem er jafn seinheppinn og dóttirin getur fundið hana. Hann ræður því Eugene til að leita vandræðabarnið uppi og sendir með honum harðsnúinn einka- spæjara. ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER VI oq Jin ► Á hálum ís (Cutting III. 4Ú.4U Edge) Rómantísk gamanmynd um tvo gjörólíka og þijóska íþróttamenn, karl og konu, sem stefna að því að fá gullverðlaun fyrir listhlaup á skautum á Ólympíu-. leikunum. MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER VI Oq nc ►Kennarinn (To Sir III. LU.Ull With Love) Jjidney Poitier leikur kennara sem tekur að sér kennslu í skóla í London. Orðspor- ið, sem fer af skólanum, er fjarri því að vera gott eins og hann fær að kynnast en með óvenjulegum aðferð- um ávinnur hann sér traust og virð- ingu krakkanna. FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER VI qq yan ► Banvæn kynni (Fat- Ul. 44.4U a/ Love) Alison Gertz hefur ekki getað jafnað sig af flensu og fer í rannsókn á sjúkrahúsi í New York. Niðurstöðurnar eru reiðarslag fyrir hana, foreldra hennar og unn- usta: Hún er með alnæmi. BÍÓIN í BORGINNI Arnaldur Indriðason/Sæbjörn Valdimarsson BIÓBORGIN Sérfræðingurinn -k'h Afleit dramatík og ástarleikir í andar- slitrunum í flottum umbúðum. Leik- stjórinn, Stallone og Stone hefðu mátt stúdera Síðasta tangó í París fyrir tökurnar. Örfá góð átakaatriði bjarga myndinni frá núllinu. / biíðu og stríðu k -k Áfengisböl húsmóðurinnar Meg Ryan setur heimilislífið á annan endann. Meiningin er góð en útkoman sætsúpa með örfáum piparkornum. Fæddir morðingjar k * * Áhrifamikil háðsádeila Olivers Stones á ofbeldisdýrkun og fjölmiðlafár í Bandaríkjunum byggist á stöðugu áreiti í frábærlega hugvitsamlegrí myndgerð. Ofbeldis- og öfgafull, djörf og mjög vel leikin. BÍÓHÖLLIN Sérfræðingurinn (sjá Bíóborgina) Risaeðlurnar k k Heldur tilþrifalítil teiknimynd frá Spielberg um uppáhalds gæludýrin hans. Einungis fyrir smáfólkið. Leifturhraði k * k'/i Æsispennandi frá upphafi til enda, fyndin og ótrúlega vel gerð. Hasar- mynd eins og þær gerast bestar. Sannar lygar * * k'/z Leikstjórinn, James Cameron, slær öll fyrri met í brellugerð og Arnold Schwarzenegger endurheimtir nafn- bótina konungur hasarmyndanna í bæði spennandi og skemmtilegri topp- afþreyingarmynd sem líður eilítið fyrir rómantískan millikafla. Forrest Gump kirk'/i Tom Hanks fer á kostum í frábærri mynd um einfelding sem ferðast um sögu Bandaríkjanna síðustu þijá ára- tugina og lendir í ýmsu. Ljúfsár, skemmtileg, fyndin, gerð með ríkri saknaðarkennd og einstaka sinnum ber fyrir sönnum kvikmyndalegum töfrum. HÁSKÓLABÍÓ / loft upp * k Það er flest alit uppíloft í hálf misiukk- aðri spennumynd þar sem ekkert stendur uppúr annað en góðar brellur og magnaðar sprengingar. Jeff Bridges tekur hlutverkið of alvarlega miðað við innihald myndarinnar. Hvítur kkk Blár var góð, Hvítur enn betri í þrennu Kieslovskis um undirstöðuatriði lýð- ræðis. Meinfyndin söguskoðun um ástandið í Póllandi en fyrst og fremst snýst hún um mannlegar tilfínningar. Bein ógnun k k k Harrison Ford í essinu sínu i mjög góðri spennumynd um ólöglegar leyni- aðgerðir gegn kókaínbarónum Kól- umbíu. Ford má ekki vamm sitt vita og lendir upp á kant við sjálfan forset- ann. Fínasta mál. Forrest Gump * * *'A Tom Hanks fer á kostum í frábærri mynd um einfelding sem ferðast 'um sögu Bandaríkjanna síðustu þijá ára- tugina og lendir í ýmsu. Ljúfsár, skemmtileg, fyndin, gerð með ríkri saknaðarkennd og einstaka sinnum ber fyrir sönnum kvikmyndalegum töfrum. Næturvörðurinn kkk Verulega góður danskur tryllir sem gerist í líkhúsi. Ekta spenna og óhugn- aður í bland við danskan húmor gerir myndina að hinni bestu skemmtun. Fjögur brúðkaup og jarðarför kkk Mjög góð rómantísk gamanmynd um alít það sem getur gerst við fjögur brúðkaup og eina jarðarför. Hugh Grant fer á kostum. LAUGARÁSBÍÓ Gríman * k'A Skemmtileg og fjörug mynd í hasar- blaðastíl um mannleysu sem verður ofurmenni þegar hann finnur dular- fulla grímu. Jim Carrey fer með titil- hlutverkið og er ekkert að spara sig. Dauðaleikur k * Ice T er mennsk bráð sem á fótum sínum og ráðsnilld fjör að launa undan forríkum, hálfóðum veiðimönnum. Fyrirsjáanleg og kraftlítil. REGNBOGINN Reyfari ***'/% Frábær verðlaunamynd eftir Tarant- ino um líf og örlög bófa í Los Angeles. Einkar safaríkt leikaralið fer á kostum í vel mótuðum og skrifuðum hlutverk- um og hér endurfæðist John Travolta. Tarantino er maður framtíðarinnar. Lilli er týndur k k Brandaramynd um þijá þjófa og raun- irnar sem þeir lenda í þegar þeir ræna níu mánaða milljónaerfingja. Virkar eins og leikin teiknimynd. Allir heimsins morgnar kkk Listræn frönsk stórmynd sem er seint á ferð og slitin en hvalreki fyrir unn- endur góðra mynda engu að síður og fjallar um lífið andspænis listinni. SAGABÍÓ / loft upp * * Það er flest allt uppí- loft í hálf mislukkaðri spennumynd þar sem ekkert stendur uppúr annað en góðar brellur og magnaðar spreng- ingar. Jeff Bridges tekur hlutverkið of alvarlega miðað við innihald mynd- arinnar. Villtar stelpur *'A Reynt að hressa upp á vestraklisjur með því að hafa kvenfólk í aðalhlut- verki. Það gengur ekki upp frekar en annað. STJÖRNUBÍÓ „Threesome“ **'A Rómantísk gamanmynd úr ameríska háskólalífinu þar sem tveir strákar og ein stelpa mynda skondinn þríhyrning. Margt skemmtilegt og klúrt en mynd- in ristir grunnt. Það gæti hent þig * *'h Lottóvinningur setur lífið úr skorðum hjá þremur persónum. Ágæt gaman- mynd sem á sína góðu spretti en dal- ar heldur er á líður. Nicolas Cage og Rosie Perez í toppformi. Úlfur *** Úlfmaðurinn endurvakinn og settur í fyrsta flokks umbúðir Hollywoodsnill- inga. Sjálfsagt stendur varúlfsgoð- sögnin í mörgum, þar fyrir utan er Úlfur afar vönduð í alla staði og Nich- olson í toppformi. Bíódagar **'/% Friðriki Þór tekst frábærlega að end- urskapa horfinn tíma sjöunda áratug- arins í sveit og borg en myndin líður fyrir stefnuleysi í síðasta hlutanum. Góður leikur, sérstaklega þeirra í sveitinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.