Morgunblaðið - 24.11.1994, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 24.11.1994, Qupperneq 3
2 D FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT Stjarnan - Valur 23:22 Ásgarði, Islandsmótið í handknattleik, 1. deild, 11. umferð, miðvikudaginn 23. nóv- ember 1994. Gangur leiksins: 0:2, 2:2, 5:5, 5:7, 7:7, 11:11, 15:15, 17:15, 21:18, 22:20, 23:20, 23:22. Mörk Stjörnunnar: Dmitri Filippov 7/1, Sigurður Bjamason 6/1, Magnús Sigurðs- 'son 5, Konráð Olavson 3, Skúli Gunnsteins- son 1, Hafsteinn Bragason 1. Varin skot: Ingvar Ragnarsson 8/1 (þaraf 2 til mótheija), Gunnar Erlingsson 4 (þaraf 3 til mótheija). Utan valiar: 8 mínútur. Mörk Vals: Júlíus Gunnarsson 8, Valgarð Thorodsen 5, Geir Sveinsson 3, Ingi Rafn Jónsson 3, Erlingur Kristjánsson 3/2. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 5 (þaraf 2 til mótheija), Axel Stefánsson 4 (eitt til mótheija). Utan vallar: 4 minútur. Dómarar: Gunnar Viðarsson og Sigurgeir Sveinsson. Dæmdu vel. Áhorfendur: Fékkst ekki uppgefið en hafa trúlega verið um 600. ÍH-Selfoss 17:21 íþróttahúsið Strandgötu: Gangur leiksins: 1:0, 2:3, 6:4, 7:9, 8:9, 8:10, 8:12, 13:14, 14:20, 15:21, 17:21. Mörk ÍH: Jón Þórðarson 5, Ólafur Magnús- son 3, Jóhann R. Ágústsson 3, Sigurður Ö. Árnason 2, Guðjón Steingrímsson 2, Ásgeir Ólafsson 1, Gunnlaugur Grétarsson 1. Varin skot: Ásgeir Einarsson 4 (þaraf 1 aftur til mótheija), Alexander Revine 4, Guðmundur A. Jónsson 1. Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Selfoss: Hjörtur Pétursson 5, Björg- vin Rúnarsson 4, Einar Guðmundsson 3, Nenad Radosavljevic 2, Sigurður Þórðarson 2, Grímur Hergeirsson 2/1, Erling Klemens- son 1, Sturla Egilsson 1, Sverrir Einarsson !• . v- Varin skot: Hállgrímur Jónasson 14/1 (þar- af 1 aftur til mótheija). Utan vallar: 10 mínútur. Dómarar: Jóhannes Felixsson og Lárus H. Lárusson voru jafn slakir og leikmenn. Áhorfendur: Um 40 í upphafi en tíndust uppí 80. FH-ÍR 23:21 Kaplakríki: Gangur leiksins: 1:0, 2:2, 4:4, 6:6, 8:8, 11:8, 12:11, 12:16, 14:19, 18:20, 23:20, 23:21. s Mörk FH: Hans Guðmundsson 5, Guð- mundur Petersen 4/4, Stefán Kristjánsson 3, Gunnar Beinteinsson 3, Sigurður Sveins- son 3, Halfdán Þórðarson 3, Guðjón Áma- son 2. Varin skot: Rósmundur Magnússon 6 (þar af 1 til mótheija). Jónas Stefánsson 7 (þar- af 2 til mótheija). Utan vallar: 2 mín. Mörk |R: Magnús Már Þórðarson 5, Daði Hafþórsson 5, Jóhann Ásgeirsson 3, Njörð- ur Árnason 3, Branislav Dimitrivich 3, Rób- ert Þór Rafnsson 1, Guðfinnur Kristmanns- son 1. Varin skot: Magnús Sigmundsson 13/1. Sævar Ríkharðsson 1/1. Utan vallar: 2 mín. Áhorfendur 250. Dómarar: Bræðurnir Egill Már og Örn Markússynir. KR-HK 22:21 Laugardalshöll: Gangur ieiksins: 1:3, 3:3, 5:5, 9:9, 10:11, 10:13, 12:16, 15:17, 19:19, 21:20, 21:21, 22:21. Mörk KR: Sigurpáll Aðalsteinsson 7/2, Páll Beck 5/3, Magnús Magnússon 3, Einar B. Ámason 2, Guðmundur Albertsson 2, Hilmar Þórlindsson 2, Björgvin Barðdal 1. Varin skot: Gisli Felix Bjarnason 7/1, (þar- af 1 til mótheija). Siguijón Þráinsson 2. Utan vallar: 6 mínútur, þar af fékk Björgvin Barðdai útilokun fyrir gróft brot. Mörk HK: Róbert Haraldsson 7, Jón Ell- ingsen 4, Hjálmar Vilhjálmsson 3, Óskar Elvar Óskarsson 3, Gunnleifur Gunnlaugs- son 2/1, Bjöm Hólmþórsson 1, Óliver Páimason 1. Varin skot: Hlynur Jóhannsson 16, (þaraf 5 til mótheija). Utan vallar: 14 mínútur. Óliver Pálmason var þrívegis vikið af velli og fékk því rautt spjald. Dómarar: Einar Sveinsson og Kristján Sveinsson. Gerðu mistök eins og leikmenn liðanna. Áhorfendur: Um 200. Víkfngur - Haukar 25:28 Víkin: Gangur leiksins: 0:3, 1:3, 1:6, 4:8, 4:11, 7:11, 10:15, 11:15, 14:19, 16:19, 16:20, 19:20, 20:21, 21:22, 21:24, 22:24, 24:26, 25:28. Mörk Víkings: Sigurður Sveinsson 8/1, Birgir Sigurðsson 6, Bjarki Sigurðsson 4, Rúnar Sigtryggsson 4, Gunnar Gunnarsson 2, Hjörtur Örn Arnarson 1. Varin skot: Reynir Þór Reynisson 8 (þar af 4 til mótheija), Magnús Ingi Stefánsson 3. Utan vailar: 8 mlnútur. Mörk Hauka: Páll Ólafsson 7, Gústaf Bjarnason 7, Siguijón Sigurðsson 5/2, Ósk- ar Sigurðsson 3, Aron Kristjánsson 2, Svein- berg Gíslason 2, Petr Baumruk 2. Varin skot: Bjarni Frostason 14/1 (þar af 4 til mótheija),Þorlákur Kjartansson 3 (þar af eitt til mótheija). Utan vallar: 14 mínútur. Dómarar: Gunnar Kjartansson og Óli P. Ólsen. Áhorfendur: Um 400. Afturelding - KA 18:21 íþróttahúsið að Varmá Gangur leiksins: 0:1, 1:3, 3:10, 7:11, 7:13, 9:15, 12:15, 12:18, 13:20, 18:21. Mörk Aftureldingar: Róbert Sighvatsson 6, Ingimundur Helgason 5/4, Jason K. Ólafsson 3, Gunnar Andrésson 2, Alexei Trúfan 1, Þorkell Guðbrandsson 1. Varin skot: Bersveinn Bergsveinsson 23/1, (þaraf 12/1 til mótheija). Utan vaiiar: 4 mi'nútur. Mörk KA: Patrekur Jóhannesson 10/4, Alfreð Gíslason 4, Jóhann G. Jóhannsson 3, Erlingur Kristjánsson 2, Einvarður Jó- hannsson 1, Leó Örn Þorleifsson 1. Varin skot: Sigmar Þröstur Óskarsson 21 (þar af 8 til mótherja). Utan vallar: 8 mínútur. Dómarar: Guðjón L. Sigurðsson og Hákon Siguijónsson, vom mistækir. Áhorfendur: 450. Fj. leikja U J T Mörk Stig VALUR 11 8 1 2 262: 230 17 STJARNAN 11 8 0 3 276: 255 16 VÍKINGUR 11 6 3 2 279: 263 15 AFTURELD. 11 7 0 4 276: 242 14 KA 11 6 2 3 280: 254 14 FH 11 6 0 5 278: 264 12 HAUKAR 11 6 0 5 294: 294 12 SELFOSS 11 5 2 4 240: 257 12 ÍR 11 5 0 6 255: 264 10 KR 11 4 0 7 239: 249 8 HK 11 1 0 10 243: 268 2 ÍH 11 0 0 11 212: 294 0 2. DEILD KARLA BREIÐABL. - FRAM ... 25: 30 Fj. leikja u J T Mörk Stig FRAM 6 4 2 0 155: 130 10 BREIÐABLIK 8 5 0 3 220: 197 10 FYLKIR 7 4 0 3 167: 155 8 ÞÓR 5 3 1 1 125: 106 7 ÍBV 7 3 1 3 177: 177 7 GRÓTTA 6 3 0 3 147: 140 6 FJÖLNIR 5 2 0 3 102: 112 4 KEFLAVÍK 6 1 0 5 136: 161 2 BÍ 6 1 0 5 130: 181 2 Knattspyrna Meistarakeppni Evrópu A-RIÐILL Gautaborg: IFK Gautaborg - Man. United.......3:1 Jesper Blomqvist (10.), Magnus Erlingmark (65.), Pontus Kamark (71. - vsp) - Mark Hughes (64.). 36.350. Istanbul, Tyrklandi: Galatasaray - Barcelona..i........2:1 Hakan Sukur (72. - vsp), Arif Erdem (88.) - Romario (15.). 30.000. B-RIÐILL Miinchen, Þýskalandi: Bayern Miinchen - P.S.G...........0:1 - George Weah (81.). 35.000. Moskva, Rússlandi: Spartak Moskva - Dynamo Kiev......1:0 Muksim Mukhamadiyev (52.). 40.000. C-RIÐILL Búdapest, Rúmeníu: Steaua Búkarest - Anderlecht......1:1 Anton Dobos (52.) - Johnny Bosman (43.). 12.000. Líssabon, Portúgal: Benfica - Hajduk Split............2:1 Isaias Soares (33.), Joao Pinto (76.) - Stjep- an Andrijasevic (72.). 45.000. D-RIÐILL Tríeste, Ítalíu: AC Milan - Ajax...................0:2 - Jari Litmanen (2.), Franco Baresi (65. - sjálfsm.). 30.000. Aþena, Gríkklandi: AEK Aþenu - Austria Salzburg......1:3 Michalis Vlachos (29.) - Heimo Pfeifenber- ger (6. og 8.), Ralph Hasenhuttl (76.). 20.000. Staðan A-RIÐILL IFK Gautaborg.........5 4 0 1 9:6 8 Barcelona.............5 2 12 10:7 5 Man. United..........5 1 2 2 7:11 4 Galatasaray...........5 113 3:5 3 ■Leikirnir sem eftir eru:7. des. - Manchest- er United - Galatasary, Barcelona - IFK Gautaborg. B-RIÐILL P.S.G.................5 5 0 0 8:2 10 Spartak Moskva........5 1 2 2 7:8 4 Bayern Munchen........5 1 2 2 4:6 4 DynamoKiev............5 1 0 4 4:7 2 ■Leikirnir sem eftir eru:7. des. - Dynamo Kiev - Bayem Múnchen, Paris St Germain - Spartak Moskva. C-RIÐILL Benfica.................ö 3 2 0 8:4 8 Hajduk Split............5 2 2 1 4:3 6 Steaua Búkarest.........5 0 3 2 3:5 3 Anderlecht..............5 0 3 2 3:6 3 ■Leikirnir sem eftir eru:7. des. - Hajduk Split - Steaua Búkarest, Anderlecht - Benfica. D-RIÐILL Ajax....................5 3 2 0 7:2 8 Austria Salzburg........5 1 3 1 4:5 5 ACMilan.................5 2 1 2 5:5 3 AEKAþenu................5 0 2 3 3:7 2 ■Leikirnir sem eftir eru:7. des. - Remaining matches:Dec 7 - Austria Salzburg - AC Milan, Ajax - AEK Aþena. ■Tvö stig voru dregin af AC Milan eftir 3:0 sigurinn á Austria Salzburg. ■Tvö efstu liðin í hveijum riðli komast áfram í 8-liða úrslit og verður leikið heima og heiman 1. og 15. mars á næsta ári. Undanúrslitaleikirnir fara fram 5. og 19. aprfl og síðan verður úrslitaleikurinn 24. maí. England Úrvalsdeild: Leicester - Arsenal.................2:1 (Ormondroyd 16., Lowe 28.) - (Wright 19. - vsp). 20.774. Tottenham - Chelsea.................0:0 27.037. 1. deild: Swindon — Bumley 1:1 Wolves — Bolton 3:1 Akstursíþróttir Breska Konunglega rallið Mótið var það síðasta í röðinni sem gefur stig til heimsmeistaratitils. Úrslit klst. 1. Colin McRae (Bretl.) Subam Impreza 5:17.25 2. Juha Kankkunen (Finnl.) Toyota Celica ...............................5:20:58 3. Bruno Thiry (Belgíu) Ford Escort 5:27:37 4. Stig Blomqvist (Svíþjóð) Ford Escort 5:30:13 5. Ari Vatanen (Finnl.) Ford Escort ........................,.....5:34:25 6. Didier Auriol (Frakkl.) Toyota Celica 5:47:57 Lokastaðan í heimsmeistarakeppni rall- ökumanna: Stig .116 2. Carlos Sainz Subaru Impreza ...99 ...93 ...49 ...44 6. Miki Biasion (Ítalíu) Ford Escort... ...42 7. A. Schwarz (Þýskal.) Lancer 31 8. F. Delecour (Frakkl.) Ford Escort 3 9. Vatanen ...28 Lokastaðan í keppni bílaframleiðenda: 1. Toyota.........................151 2. Subaru..........................140 3. Ford............................116 NBA-deildin Atlanta - Philadelphia..........102:99 •Stacey Augmon gerði 23 stig fyrir Atl- anta, þar af síðustu körfuna er 10 sek. vom eftir. Steve Smith skoraði úr tveimur vítum er 45 sek. voru eftir og staðan jöfn, 98:98 og gerði alls 15 stig, en sex Atlanta leikmenn náðu tveggja stafa tölu í stigum. Boston - Milwaukee..............94:116 •Vin Baker gerði 20 stig fyrir Milwaukee, þar af átta í þriðja leikfjórðungi, þar sem segja má að úrslitin hafi ráðist. Todd Day gerði 23 stig fyrir liðið. ■ Cleveland - Minnesota...........112:79 •Mark Price gerði sjö af fyrstu níu stigum Cleveland, sem komst i 9:0, og gerði 17 alls. Tony Campbell gerði 16 stig og þeir Bobby Phills og Chris Mills 15 hvor. Sjö leikmenn liðsins náðu tveggja stafa tölu í stigaskori. Charlotte - Golden State........102:98 •Hersey Hawkins gerði 18 stig fyrir Charl- otte, þar af tvö úr vítum, sem gulltryggðu sigurinn er 20,4 sekúndur vom eftir. Al- onzo Mourning gerði 21 stig og hitti t.d. úr öllum niu vítaskotum sínum í leiknum. Hjá Golden State var Latrell Sprewell stiga- hæstur, sjötta leikinn í röð. Gerði 30 stig að þessu sinni. Houston - Portland..............94:102 •Þetta var fyrsta tap meistara Houston Rockets i vetur eftir að liðið sigraði í fyrstu niu leikjunum. Hakeem Olajuwon gerði 27 stig fyrir meistarana og Vernon Maxwell 20. Clyde Drexler, Clifford Robinson og Tracy Murray léku allir sérlega vel fyrir gestina og gerðu í sameiningu 21 af 30 stigum Portland í fjórða leikhluta. Seattle - New Jersey............104:97 •Gary Payton var stigahæstur hjá heimal- iðinu með 26 stig. New Jersey, sem hefur ekki sigrað í Seattle síðan 1989, hefur nú tapað sex fyrstu útileikjum sínum í vetur. Derrick Coleman var atkvæðamestur af leikmönnum Nets með 19 stig, en hitti þó aðeins úr fimm skotum af 19 utan af velli. LA Clippers - Chicago...........93:105 •Chicago tryggði sér sigur í síðasta leik- hluta með því að gera 18 stig í röð. Ron Harper og B.J. Armstronggerðu báðir fimm stig á þeim leikkafla. Leikmenn Clippers hafa byijað afar illa í vetur; hafa tapað öllum tíu leikjunum. Ikvöld Körf uknattleikur Bikarkeppni karla, 16-liða úrslit: Akranes: IA-ÍR.............kl. 20 Stykkish.: Snæfell - Keflavík....kl. 20 Akureyri: Þór-KR...........kl. 20 Strandgata: Haukar - Reynir ...kl. 20 Sauðárkrókur: Tindastóll - KFÍkl. 20 1.. .deild. kvenna:........ Smári: Breiðab. - Grindav....kl. 19.30 Handknattleikur 2. deild karla: Fjölnishús: Fjölnir-Grótta..kl. 20.30 FELAGSLIF Víkingur Framhaldsaðalfundur knattspymudeildar Víkings fyrir árið 1992 og aðalfundur fyrir árið 1993 verða haldnir í kvöld, fimmtudags- kvöld, í Víkinni. Venjuleg aðalfundastörf. Sigmar og vöm KA voru frábær „ÞETTA var frábær sigur. Við komum ákveðnir til leiks og keyrðum yfir þá í byrjun með sterkri vörn og mjög góðri markvörslu," sagði Patrekur Jóhannesson, besti maður KA, að loknum sigurleik gegn Aft- ureldingu að Varmá í gær- kvöldi. Lokatölur urðu 18:21, eftir að norðanmenri höfðu leitt íleikhléi, 7:13. Ivar Benediktsson skrifar Eins og Patrekur sagði þá komu leikmenn KA grimmir til leiks og óhætt er að segja að þeir gerðu __________út um leikinn á fyrstu fimmtán mínútunum, en þá skoruðu þeir tíu mörk gegn þremur mörkum heimamanna. Fjölmennt stuðningslið Aftureldingar, jafnt sem leikmenn sjálfir, vissi vart hvaðan á það stóð veðrið. Sóknar- leikur Aftureldingar var ráðleysis- legur gegn hinum hávöxnu og sterku varnarmönnum KA. Þau skot sem rötuðu framhjá vörninni varði Sigmar Þröstur í marki KA. í sóknarleik KA blómstraði Patrek- ur á upphafsmínútunum og skoraði sjö fyrstu mörk gestanna án veru- legrar mótspyrnu frá varnarmönn- um Aftureldingar. Mosfellingar geta þakkað markverði sínum, Bergsveini Bergsveinssyni, að hafa ekki verið „nema“ sex mörkum undir þegar gengið var til leikhlés. Hann varði fjórtán skot í fyrri hálfleik. Leikur heimamanna var mun skárri í síðari hálfleik og tókst þeim að minnka forskot KA niður í 12:15, þegar liðnar voru þrettán mínútur. En nær komust þeir ekki. Þá kom sama ráðleysið í sóknar- leikinn og í fyrri hálfleik. Sigmar Þröstur fór á kostum í marki KA og svo virtist sem leikmenn Aftur- eldingar væru orðnir hræddir við að skjóta á markið. KA menn juku forskot sitt að nýju og náðu mest sjö marka forskoti, 13:20. Þeir siökuðu verulega á klónni undir lokin og heimamönnum tókst að klóra í bakkann, en of seint. „Sóknarleikur okkar var langt frá því að vera eins og ég var búinn að leggja upp með, og þvi fór sem fór,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Aftureld- ingar vonsvikinn að leiksiokum. Bergsveinn Bergsveinsson var bestur í liði Aftureldingar ásamt Róbert Sighvatssyni, sem gafst aldrei upp. Þá lék Trúfan vel í vörn; Sóknin var mestan part leiks- ins úti á þekju og mun slakari en oftast nær. KA vörnin með Alfreð, Erling og Patrek í broddi fylkingar ásamt frábærri markvörslu Sigmars Þrastar skópu þennan áttunda sig- ur KA í röð. Allt liðið kom með réttu hugarfari til leiks og uppskar að launum verskuldaðan sigur. Myrkrið slökkti á Víkingum Þegar Víkingar hlupi inná völlinn var slökkt á ljósunum í Vík- inni og þulur kynnti leikmenn með tilþrifum eins og um Steinþór úrslitaleik væri að Guóbjartsson ræða, þó fjöldi skrifar áhorfenda gæfi það ekki til kynna. Síðan var kveikt, en svo var sem heima- menn áttuðu sig ekki á því fyrr en fimm mörkum undir í háifieik, 15:10. Þeir mættu tvíefldir til seinni hálfleiks og náðu að minnka mun- inn í eitt mark um miðjan hálfleik- inn en nær Haukum komust þeir ekki. Hafnfirðingamir fylgdu sigr- unum í Evrópukeppninni um helg- ina eftir og unnu 28:25 eftir að hafa náð mest sjö marka forskoti í fyrri hálfleik. Haukar með Pál Ólafsson í fararbroddi komu mjög ákveðnir til leiks og eftir aðeins rúmlega átta mínútna leik voru þeir komnir með mjög væna stöðu, 6:1. Víking- ar vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið, en náðu að klóra aðeins í bakkann áður en flautað var til hlés. Hins vegar var allt annað að sjá til þeirra í seinni hálfleik, en það var of seint, því Haukar slepptu ekki takinu, þó litlu mun- aði um tíma. Víkingar náðu sér ekki á strik að þessu sinni. Sóknarleikurinn gekk illa gegn sterkri vörn Hauka og segja aeins tvö mörk fyrir utan sína sögu en auk þess gerðu leik- mennirnir allt of mörg mistök. En sumt gerðu þeir líka vel og sérstak- lega var glæsilegt þegar Bjarki Sigurðsson sveif inn í teiginn rétt áður en Sigurður Sveinsson sendi á hann og minnkaði muninn í 20:19 — sannkallað sirkusmark. Eins átti Reynir Þór Reynisson góðan kafla í markinu í seinni hálfleik, Birgir Sigurðsson barðist vel og var öruggur á línunni og Rúnar Sigtryggsson gaf ekkert eftir. Þá var Sigurður Sveinsson nokkuð öruggur í vítaskotunum en átti erfiðara um vik með langskotin. Vörn Hauka var mjög sterk, en Bjarni Frostason í markinu sá um skotin sem komust framhjá. Dóm- aramir sendu hann á bekkinn þeg- ar tæplega 10 mínútur voru til leiksloka og staðan 24:22, en Þor- lákur Kjartansson var öryggið upp- málað og stóð sig vel i markinu það sem eftir var. Sóknarleikurinn var fjölbreyttur og ógnandi og léku Páll Ólafsson, Gústaf Bjarnason og Siguijón Sigurðsson við hvem sinn fíngur, en annars stóðu allir sig vel. Veittust að dómaranum Teir leikmenn HK veittust að Einari Sveinssyni dómara eftir leik KR og HK í 1. deildinni í handknattleik. Leikurinn hafði mikla þýðingu fyrir bæði lið í botnbaráttunni og taugar leikmanna spennt- ar. Alexander Arnarson taldi sig eiga óuppgerðar sakir við dómarann. Hann gerði sig reyndar líklegan til að þakka Einari fyrir dómgæsluna í leiksiok, en að sögn Einars tók hann í hönd hans, kreisti og reyndi síðan að ryðja honum um koll með brjóstkassanum. Annar leikmanna HK, Hjálmar Vilhjálmsson gerði síðan tilraun til að rífa af honum gulu og rauðu spjöldin. Kristján Sveinsson dæmdi leikinn með Einari og hugðust þeir skrifa greinargerð til aganefndar vegna þessara atvika. Þá fékk Björgvin Barðdal, leikmaður KR rauða spjaldið fyrir að fleygja sér á einn leik- manna HK á lokamínútu, leiksins. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1994 D 3 1. DEILDIN í HANDKNATTLEIK Morgunblaðið/RAX VARNARMÚR KA var leikmönnum Aftureldingar erfiður í gærkvöldi. Hér reynir Gunnar Andrésson að hoppa upp fyrir vörn KA, en Alfreð er til varnar og línumennirnir Jason Ólafsson og Róbert Sighvatsson eru í strangri gæslu Erlings Kristjánssonar og Patreks Jóhannessonar. Fyrirlidinn óhress GEIR Sveinsson kallar á annan dómarann og Kristinn Ijósmyndari festi það örugglega á filmu en myndin er tekin í gegnum klofið á dómaranum. KR-sigur í miklum baráttuleik Einar B. Árnason gerði sigurmark KR Einar B. Árnason, leikstjórnandi KR tryggði liði sínu sigur 22:21 á HK í æsispennandi leik. Einar skoraði sigur- markið þegar fimmtán sekúndur voru til leiksloka og Reykjavíkurliðið styrkti stöðu sína til muna í botn- baráttu deildarinnar. Gífurleg barátta var hjá leikmönnum beggja liða og var hún oft á kostnað hand- boltans. í fyrri hálfleiknum var jafnt á nær öllum tölum en í þeim síðari náði HK undirtökunum og virtist líklegt til að ná í sinn annan sigur á íslandsmótinu. Liðið náði mest fjögurra marka forskoti 12:16, en KR náði að jafna 20:20 þegar þtjár mínútur voru til leiksloka og komast yfír 21:20 þégar ein og liálf mínúta var eftir. Róbert Haraldsson sem átti mjög góðan leik í vinstra hominu jafnaði síðan 21:21 en Einar átti síðasta orðið. „Við áttum góðan leik á Selfossi og ætluðum að fylgja því eftir. Það tókst ekki. HK-liðið kom virkilega ákveðið til leiks, við gáfum of mikið eftir en náðum upp baráttunni í síðari hálfeiknum,“ sagði Einar B. Árnason fyrirliði KR eftir leik- inn. Sigurpáll Aðalsteinsson var besti leikmaður KR. Það bar oft ekki mikið á honum en hann nýtti færi sín í horninu einstaklega vel og hélt liði sínu inni í leiknum. HK-ingar hafa öruggléga í hugum margra áhorfenda verið betur að sigri komið heldur en KR. Kópavogsliðið barð- ist vel allan leikinn en úrræðalaus sókn- arleikur í lokin varð þeim að falli. Hlynur Jóhannsson varði mjög vel í markinu og Róbert Haraldsson lék vel í horninu. Að öðru leyti var liðið jafnt. Frosti Eiðsson skrifar Grídarlega mikilvægt - sagði Viggó Sigurðsson þjálfari Stjömunnar eftir sigurinn gegn Val STJARNAN skaust íannað sæti 1. deildar karla íhand- knattleik í gærkvöldi er liðið sigraði Val 23:22 í Ásgarði. Garðbæingar eru aðeins einu stigi á eftir Val sem er sem fyrr í fyrsta sæti. etta voru gríðarlega mikilvæg stig og nú erum við komnir í toppbaráttuna. Ég segi að þetta lið getur orðið íslands- meistari. Við sýnd- Skuli Unnar . ., J Sveinsson um að vlð erum 1 skrifar mjög góðri æfingu,“ sagði Viggó Sig- urðsson þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn. „Eg er aldrei ánægður með að tapa og við lékum ekki vel í kvöld. Það minnkar auðvitað breiddina að hafa Dag ekki en Ingi Rafn stóð sig ágætlega,“ sagði Þorbjörn Jensson þjálfari Vals eftir leikinn. Valsmenn hafa aðeins fengið eitt stig úr síðustu þremur leikjum, er það eitthvað til að hafa áhyggjur yfir? „Nei, nei, ég hef ekki áhyggj- ur af því. Við vissum að þetta yrðu erfiðir leikir og það var fínt að hafa góða forystu áður en við fórum í þá. Þrátt fyrir að hafa aðeins feng- ið eitt stig úr þessum erfiðu leikjum erum við enn á toppnum,“ sagði Þorbjörn. Leikurinn var spennandi, eins og leikir toppliðanna eiga að vera. Varnirnar voru sterkar og sóknar- leikurinn oftast varfærnislegur þannig að sóknirnar urðu langar, en samt ekki leiðinlegar. Vaismenn byijuðu betur og gerðu fyrstu tvö mörkin. Heimamenn jöfnuðu og síð- an var jafnt á svo til öllum tölum allt þar til staðan var 15:15 um miðjan síðari liálfleik. Þá gerði Stjarnan tvö mörk í röð og hélt þeim mun þar til undir lokin að Valsmenn gerðu tvö síðustu mörkin. Stjörnumenn léku lengstum með einn fyrir framan í vörninni og gætti sá Jóns Kristjánssonar sér- staklega og klipptu Garðbæingar þannig oft ágætlega á spil Vals- mannna. Einar Einarsson lék gríð- arlega vel í gær. Hann var eins og klettur í vörninni og gætti Geirs Sveinssonar mjög vel. Einar var tvívegis rekinn af leikvelli áður en 20 mínútur voru liðnar af leiknum. Hann hélt samt áfram en fékk þriðju brottvísun þegar rúmar tvær mín. voru eftir af leiknum. „Þetta er bara póker. Ég vildi ekki breyta vorninni og lét hann því halda áfram,“ sagði Viggó. Annars léku Stjörnustrákarnir allir vel í gær. Filippov var sterkur, sérstaklega á lokakaflanum og sömu sögu er að segja um Sigurð Bjarnason. Magnús var með 100% nýtingu en mætti að ósekju gera meira af því að ógna og skjóta. Konráð var góður og Hafsteinn ógnandi eftir að hann kom inná í hægra hornið. Hjá Val var Júlíus atkvæðamest- ur í sókninni, skoraði átta mörk en var stundum full bráður enda skaut hann 18 sinnum að marki. Valgarð var sprækur í horninu og vörnin var ágæt. Alvörumönnum fatast flugið Stuðningsmannaklúbbur Vals, Alvörumenn, studdu vel við bakið á sínum mönnum í gær en fataðist flugið einu sinni. Einar Einarsson Stjörnumaður skall þá harkalega í gólfinu og virtist hafa meitt sig alvarlega en Alvörumenn töldu nið- ur frá 10 og niður í einn og öskruðu svo: ÚTAF! Þetta er alls ekki viðeig- andi þó svo um mótheija sé að ræða. Enda- sleppt hjálR ÍR-INGAR voru miklir klaufar og geta nagað sig í handarbök- in að hafa glatað niður unnum leik gegn FH í Kaplakrika. FH sigraði 23:21 eftir að ÍR hafði verið með tveggja marka for- skot er aðeins fimm mínútur voru til leiksloka. Leikurinn var mjög jafn í fyrri hálfleik og var jafnt á öllum tölum upp í 8:8. Þá skoraði FH þijú mörk í röð, en IR Qmar náði að minnka mun- Jóhannsson inu niður ' eitt mark skrifar fyrir leikhlé, 12:11. ÍR-ingar komu ákveðnir til síðari hálfleiks og skor- uðu fimm fyrstu mörkin og staðan orðin 12:16 og allt stefndi í öruggan sigur þeirra. Hvorki gekk né rak hjá FH-ingum á þessum tíma og sakn- aði liðið Guðjóns Árnasonar, leik- * stjórnanda, illilega en hann þurfti að yfirgefa leikvöllinn eftir aðeins fimm mínútna leik vegna meiðsla. Þegar staðan var 14:18 ÍR í vil og 10 mín. eftir kom Guðjón aftur inná og í markið kom Jónas Stefánsson, ungur og efnilegur markvörður, sem af öðrum FH-ingum ólöstuðum lagði grunninn að sigri FH með góðri markvörslu. FH-ingar hrukku í gang á meðan IR-ingar klúðruðu hverri sókninni á fætur annarri og þegar fimm mínútur voru til leiksloka var _ staðan 18:20 Breiðhyltingum í vil, en heimamenn gerðu fimm mörk í röð og breyttu stöðunni í 23:20 og sigurinn í höfn. „Þetta var virkilega gaman. Ég fann mig mjög vel og við náðum að rífa okkur upp í lokin. Það var ekki nógu góð stemmning í þessu hjá okkur til að byija með en þetta lag- aðist í lokin og sigurinn er fyrir öllu,“ sagði Jónas Stefánsson hetja FH- 'inga í þessum leik. Meðalmennskan var allsráðandi hjá FH og liðið getur illa án Guðjóns Árnasonar verið. ÍR-ingar gleyma áreiðanlega seint síðustu mínútum leiksins og spyrja sig sennilega enn hvernig þetta megi vera. Þeir léku ágætlega í 55 mínútur en þá fór allt í baklás og leikur sem átti að gefa tvö stig gaf ekkerfy Magnús Sigmundsson var bestur ÍR-inga og Magnús Már stóð sig vel á línunni. Gamla kempan Guðmundur Þórðarson stjórnaði vörninni eins og herforingi. Stefán Stefánsson skrifar Afar slakt Varla hefur farið fram slakari leikur í 1. deild karla en leikur ÍH og Selfoss í gærkvöldi. Selfyss- ingar unnu sér inn mikilvæg stig með 17:21 sigri. Þótt vörn gest- anna tæki harkalega á sóknarmönnum Hafnfirðinga, var hún lek og ef ekki hefði verið fyrir góða markvörslu Hallgríms Jónas- sonar hefðu úrsiit auðveldlega getað fafið á annan veg. Það var ekki fyrr en Einar Guðmundsson og Björgvin Rúnarsson komu inná að eitthvað gerðist í sóknarieiknum. Nýliðar ÍH hafa verið að sækja í sig veðrið síðustu leiki en náðu þeir sér ekki á strik nú. „Þar fór gullið tækifæri til að ná í stig, gegn væng- brotnu liði Selfoss," sagði Elías Jón- asson þjálfari eftir leikinn. Jón Þórð- arson var bestur hjá IH. „Þetta voru dýrmæt stig enda kominn tími til að vinna en við áttum í basli í sókninni. Svona leikur dugar á móti liði eins og ÍH en ekki gegn öðrum liðum,“ sagði Hallgrímur markvörður, sem var eini leikmaður- inn sem hélt haus allan leikinn. Hjörtur Pétursson og Rúnar voru þokkalegir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.