Morgunblaðið - 25.11.1994, Page 4

Morgunblaðið - 25.11.1994, Page 4
IÞROfítR KORFUKNATTLEIKUR / 16 LIÐA URSLIT BIKARKEPPNINNAR Skagamenn stöðvuðuÍR ÓVÆNTUSTU úrslit 16 liða bikarkeppni karla í körfuknattleik urðu aAkranesi þar sem Skagamenn sigruðu ÍR-inga í gær- kvöldi. Þórsarar höfðu betur gegn KR fyrir norðan, Keflavbík átti í mestu erfiðleikum með Snæfell í Stykkishólmi og Tindastóll slapp með skrekkinn gegn ísfirðingum. Gunnlaugur Jónsson skrifar Skagamenn fögnuðu langþráð- um sigri í gærkvöldi eftir sjö tapleiki í röð. Þeir fengu ÍR-inga í heimsókn og um sannkallaðan bikar- slag var að ræða. ÍR-ingar höfðu sigr- að í síðustu sex leikjum, en nú urðu kaflaskipti og ÍA vann 99:90. í byijun leit út fyrir að ÍR-ingar ætluðu að klára leikinn mjög örugg- lega því þeir mættu mun ákveðnari en heimamenn. Þegar sex mínútur voru eftir af fyrri hálfleik og staðan 31:24 fyrir ÍR meiddist Skagamað- urinn Elvar Þórólfsson illa og varð að yfirgefa völlinn. Við þetta tví- efldust leikmenn jafnt sem áhorf- endur heimamanna og Skagamenn náðu að jafna og komast yfir undir lokin, 45:44. í síðari hálfleik héldu Skagamenn áfram sömu baráttunni og gáfu ekki eftir sinn hlut, héldu foryst- unni og ekki skemmdi fyrir að John Rhodes þurfti að yfirgefa völlinn með fimm villur þegar níu mínútur voru eftir. Í lokin var mikill hraði og mikil spenna og ÍR-ingar reyndu pressuvörn. Þeir náðu að minnka muninn í þijú stig en heimamenn voru sterkari og sigruðu sann- gjarnt, 99:90. Bandaríski leikmaðurinn B.J. Thompson lék þriðja leik sinn með Skagamönnum og er óðum að kom- ast inn í leik liðsins. í gærkvöldi gerði hann 31 stig en á meira inni því hann var ansi óheppinn með skot. Brynjar Karl Sigurðsson var baráttuglaður að vanda og spilaði frábæra vörn gegn Herberti Amar- syni. Ailt Skagaliðið á hrós skilið fyrir baráttu og einnig áhorfendur sem vöknuðu af Þyrnirósarsvefni og studdu sína menn hetjulega. Herbert og Eiríkur Önundarson voru atkvæðamestir í liði ÍR og Björn Steffensen, fyrrum þjálfari Skagamanna, átti góðan leik og gerði 20 stig. Þórsarar mörðu KR Lokamínúturnar í leik Þórs og KR voru æsispennandi. Eftir að Þórsarar höfðu haft góða forystu lengst af tókst KR- ingum að jafna með pressuvörn og mik- illi baráttu og skjót- ast fram úr á síðustu mínútunni. Örlagarík sóknarvilla á Fal Harðarson færði Þórsurum bolt- ann og sigurinn í kjölfarið. Lokatöl- urnar 74:72. Þórsarar eru þar með komnir í FELAGSLIF Aðalfundur Fram Aðalfundur knattspyrnudeildar Fram verð- ur í Framheimilinu við Safamýri í kvöld og hefst kl. 20.30. Stefán Þór Sæmundsson skrifar frá Akureyri . 8-liða úrslit í bikarkeppninni en það gekk ekki þrautalaust hjá þeim að fagna sigri á móti KR. Leikurinn fór afskaplega illa af stað. Eftir 9 mínútna leik var staðan 11:11 og áhorfendur sáu fram á sérlega slak- an leik og lítið skor. Áður en hálf- leiknum lauk tók Kristinn Friðriks- son við sér og skoraði m.a. fjórar 3ja stiga körfur og skaut þannig heimamönnum vel fram úr. Þór hafði fjórtán stiga forystu í leik- hléi, 43:29. í leikhléinu báru tímaverðir og blaðamenn saman bækur sínar en háværar raddir voru uppi um það að 1 stig hefði verið tekið af Þór. Stöðunni var þó ekki breytt og eflaust grunaði fáa að þetta eina stig hefði getað ráðið úrslitum í lokin. KR-ingar náðu nefnilega skínandi góðum kafla í seinni hálf- leik; pressuðu og hittu vel. Þeir breyttu stöðunni úr 63:46 í 63:60 og jöfnuðu síðan 65:65 þegar þijár mínútur voru eftir. Skyndilega var þessi fálm- og sveiflukenndi leikur orðinn æsispennandi. Þegar 40 sek. voru eftir var stað- an 71:72, KR í vil. Sandy Anderson jafnaði úr vítaskoti. Falur Harðar- son trítlaði léttstígur upp völlinn en gerðist sekur um að ýta varnar- manni Þórs frá sér. Sóknarvilla dæmd og Þórsarar héldu boltanum síðustu sekúndurnar og skoruðu sigurkörfuna við mikinn fögnuð áhorfenda. Kristinn Friðriksson var bestur Þórsara og skoraði 30 stig. Birgir Örn var líka mjög sterkur og Sandy að vanda grimmur í fráköstunum. Léttfetarnir Falur, Ingvar og síðan Ólafur undir lokin voru drýgstir KR-inga en það reyndist liðinu dýr- keypt hvað Casanave voru mislagð- ar hendur í leiknum. Burns bjargaði Keflvíkingum Jón Kr. Gíslason reyndist sann- spár í sjónvarpinu á laugardag er hann sagði að lið Snæfells væri sýnd veiði en ekki gefin. Keflvíkingar voru í miklum vand- ræðum og aðeins stórleikur Lenears María Guðnadóttir skrifar Jón Kr. Gíslason sagði fyrir leik ÍBK og Snæfells að Snæfell væri sýnd velði en ekki gefin og hann hafði rétt fyrir sér; svigrúm- ið var ekki miklð. Burns kom í veg fyrir að bikar- meistararnir féllu úr keppni. Ray Hardin átti stórleik í liði Snæfells, skoraði 25 stig og tók 26 fráköst eða einu frákasti meira en allt Keflavíkurliðið. Hólmarar skoruðu fyrstu stigin en Burns svaraði strax með þriggja stiga körfu og leikurinn varð strax" nokkuð hraður. Snæfellingar stjórnuðu samt ferðinni og leiddu mest allan fyrri hálfleik, höfðu mest níu stiga forystu og munaði þar mestu að Hjörleifur Sigurþórs- son var mjög atkvæðamikill en hann skoraði 17 stig. Seinni hálfleikur byijaði ekki eins vel fyrir Snæfell- inga. Burns skoraði tvær körfur og þriggja stiga karfa frá Jóni Kr. kom Keflavík yfir. Liðinu tókst samt ekki að hrista Snæfellinga af sér en eftir miðjan seinni hálfleik kom slæmur kafli hjá Snæfelli, sem Kefl- víkingar nýttu sér vel og þeir tryggðu sér sigurinn. Eins og áður sagði var Burns yfirburðarmaður hjá Keflvíkingum. Sverrir Sverrisson og Kristján Guð- laugsson áttu ágæta spretti. Davíð Grissom skoraði mikilvægar körfur þó hann gengi ekki heill til skógar. Ray Hardin átti mjög góðan leik eins og flestir í liði Snæfells. UMFT slapp með skrekkinn Tindastóll fékk mótspyrnu Björn Björnsson skrifar eflaust meiri en leikmennirnir áttu von á þegar ísfirðingar komu í heimsókn í gær- kvöldi. Gestirnir börðust eins og ljón og má segja að heimamenn hafí sloppið með skrekkinn en þeir unnu 86:80 eftir að staðan hafði verið 53:41 í hálfleik. Bandaríkjamaðurinn Sean Gib- son hjá ísfirðingum var frábær og á heima í úrvalsdeildinni. Hann var óstöðvandi, gerði 51 stig af 80 stig- um liðsins. Hann tók 20 vítaskot og skoraði úr 19 fyrstu en ekki því síðasta. Náði samt frákastinu og skoraði þá. Heimamenn náðu mest 17 stiga forystu í fyrri hálfleik, en munurinn minnkaði stöðugt eftir hlé og það var aðeins stórleik Páls Kolbeins- sonar í seinni hálfleik að þakka að Tindastóll hafði betur. URSLIT Þór-KR 74:72 íþróttahöllin á Akureyri, bikarkeppni karla í körfuknattleik - 16-liða úrslit, fimmtudag- inn 24. nóvember 1994. Gangur leiksins: 0:4, 7:9, 11:11, 21:21, 30:25, 34:27, 43:29, 50:35, 59:43, 63:46, 63:60, 65:65, 70:70, 71:72, 74:72. Stig Þórs: Kristinn Friðriksson 30, Birgir Örn Birgisson 14, Sar.dy Anderson 12, Ein- ar Valbergsson 11, Konráð Óskarsson 4, Hafsteinn Lúðvíksson 3. Stig KR: Falur Harðarson 18, Ólafur Orms- son 13, Ingvar Ormarsson 11, Donovan Casanave 9, Hermann Hauksson 7, Atli Einarsson 4, Birgir Mikaelsson 4, Þórhallur Flosason 4, Sandy Anderson 2 (sjálfskarfa). Dómarar: Kristinn Albertsson og Þorgeir Jón Júlíusson. Áhorfendur: Um 300. Snæfell - Keflavík 84:96 Stykkishólmur: Gangur leiksins: 2:0, 12:12, 26:21, 36:27, 41:37, 48:45, 48:47, 55:57, 61:72, 71:81, 75:94, 84:96. Stig Snæfells: Ray Hardin 25, Hjörleifur Sigurþórsson 20, Karl Jónsson 16, Atli Sig- urþórsson 11, Eysteinn Skarphéðinsson 8, Daði Sigurþórsson 4. Stig Keflavíkur: Lenear Bums 31, Sigurð- ur Ingimundarson 15, Jón Kr. Gíslason 13, Davíð Grissom 10, Sverrir Þór Sverrisson 10, Gunnar Einarsson 6, Albert Óskarsson 5, Kristján Guðlaugsson 4, Birgir Guðfinns- son 2. Dómarar: Einar Einarsson og Leifur Garð- arsson voru góðir og öryggið uppmálað. Áhorfendur: 116. ÍA-ÍR 99:90 Akranes: Gangur leiksins: 0:4, 7:17, 18:24, 31:31, 45:44, 53:47, 57:55, 69:63, 71:71, 85:80, 91:85, 99:90. Stig IA: B.J. Thompson 31, Brynjar Karl Sigurðsson 19, Haraldur Leifsson 16, Jón Þór Þórðarson 14, Dagur Þórisson 11, fvar Ásgrimsson 6, Hörður Birgisson 2. Stig ÍR: Eiríkur Önundarson 23, Herbert Amarson 23, Bjöm Steffensen 20, Eggert Garðarsson 10, John Rhodes 8, Jón Órn Guðmundsson 6. Dómarar: Helgi Bragason og Kristinn Ósk- arsson. Áhorfendur: 335. Tindastóli - KFÍ 86:80 Sauðárkrókur: Stig Tindastóls: John Torrey 26, Amar Kárason 14, Páll Kolbeinsson 14, Hinrik Gunnarsson 9, Sigmar Pálsson 8, Ómar Sigmarsson 7, Óli Bardal 6, Atli Björn Þor- björnsson 2. Stig KFÍ: Sean Gibson 51, Róbert O. Jóns- son 8, Friðrik Stefánsson 7, Hrafn Krist- jánsson 4, Baldur Jónsson 4, Unnar Her- mannsson 4, Magnús Gíslason 2. 1. deild kvenna Breiðablik - Grindavík 80:71 Stig Breiðabliks: Penni Peppas 37, Hanna Kjartansdóttir 16, Elísa Vilbergsdóttir 9, Erla Hendriksdóttir 8, Hildur Óiafsdóttir 7, Olga Færseth 4. Stig Grindavíkur: Anna Dís Sveinbjörns- dóttir 30, Sigríður Jónsdóttir 13, Svanhildur Káradóttir 12, Hafdís Ægisdóttir 8, Sandra Guðlaugsdóttir 5, Aníta Sveinsdóttir 2, Stef- anía Ásmundsdóttir 2. ■Grindvíkingar vom betri fyrstu 10 mfnút- umar og náðu átta stiga forystu, en Breiða- blik gerði sfðan 16 stig gegn tveimur. Penni Peppas kom í veg fyrir að Grindavík jafnaði í seinni hálfleik og var hún best í leiknum ásamt Önnu Dfs Sveinbjömsdóttur hjá UMFG. Handknattleikur 2. deild karla Fjölnir - Grótta...............17:31 Knattspyrna Evrópukeppni félagsliða Fyrri leikir í 3. umferð. Vín, Austurriki: Admlra Wacker - Juventus (ftalíu).1:3 Michael Binder (56.) - Antonio Conte (9.), Roberto Baggio (16., 42.). 8.000. Nantes, Frakklandi: Nantes - Sion (Sviss).............4:0 Patrice Loko (15.), Jean-Michel Ferri (33.), Japhet N’Doram (51.), Claude Makelele (78.). 34.210. BADMINTON Broddi og Bima stóðu sig best Broddi Kristjánsson og Birna Petersen stóðu sig best ís- lensku keppendanna á opna skoska meistaramótinu á fyrsta keppnis- degi í Glasgow. Broddi sigraði Skota í fyrsta leik sínum í einliða- leik 15:10, 15:3, Þá vann hann Bandaríkjamann 15:11 og 15:5 og í 3. umferð vann hann Patrice Ritc- hie frá Kanada 18:15, 18:13. Bima vann Graham frá Skotlandi í fyrstu umferð í einliðaleik, 11:0 og 11:2. Þá sigraði hún Hermitega frá Kanada 11:7, 3:11 og 12:11. Guðrún Júlíusdóttir tapaði í fýrstu umferð fyrir Whiteford frá Skotlandi 6:11 og 6:11. Vigdís Ás- geirsdóttir tapaði fyrir Greves frá Englandi 2:11 og 1:11. Ámi Þór Hallgrímsson tapaði í fyrstu umferð fyrir Biggart frá Skotlandi, 7:15, 15:4 og 8:15. Guðmundur Ádolfs- son sigraði Kinnard frá Skotlandi í fyrstu umferð 15:8,15:10 og síðan Tollen frá Skotlandi 15:1 og 15:0. Loks tapaði hann fyrir Anthony Bush frá Englandi, 4:15 og 9:15. Broddi og Birna unnu skoskt par í fyrstu umferð í tvenndarleik, 15:2 og 15:9 en töpuðu síðan í 2. um- ferð fyrir Hodd og Whitsford frá Skotlandi 7:15 og 11:15. Guðmund- ur og Vigdís unnu skoskt par í fyrstu umferð 15:1 og 15:8 en töp- uðu fyrir Gott og McEwan frá Skot- landi 6:15 og 6:15. Vigdís og Vek- usheva frá Rússlandi unnu skoskar dömur í fyrstu umferð 15:1 og 15:3, en töpuðu næsta leik gegn liði frá Kanada, 17:16 og 11:15.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.