Morgunblaðið - 30.12.1994, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 30.12.1994, Qupperneq 4
KORFUKNATTLEIKUR Slagsmál og læti Uppúr sauð í Hveragerði og Englendingar gengu af velli er 24 sekúndur voru eftir SÍÐASTA „vináttuleik" íslend- inga og Englendinga, í þriggja landsleikja hrinu, lauk með ósköpum í Hveragerði í gær- kvöldi. Reyndar lauk leiknum ekki með vanalegum hætti; Englendingar gengu af velli er 24 sekúndur voru eftir og stað- an 105:101 íslendingum ívil. Formleg úrslit leiksins eru því 20:0, fyrir ísland. Það var ógurlegur hiti í leik- mönnum beggja liða frá byrj- un, hvort svo sem það var nálægð áramótanna eða „ hverahitanum í ISSor, Hveragerði að skrifar kenna. Bæði lið léku stífan varnarleik og það voru ekki liðnar nema tíu mín- útur er uppúr sauð. Guðmundur Bragason sá þá hvar Neville Austin lumbraði á Marel Guðlaugssyni, rann blóðið til skyldunnar og rauk í Englendinginn sem tók á móti og veltust þeir um völlinn er dómaram- ir urðu viðskipta þeirra varir. Leifur Garðarsson dómari, sem enn var í jólaskapi, tók þá ákvörðun að ræða við þjálfara liðanna í stað þess að reka leikmennina af velli og niður- staðan varð sú að Guðmundur og Austin vermdu bekkinn það sem eftir lifði af fyrri hálfleik. Þrátt fyrir þessa jólalegu ákvörð- un dómaranna vom leikmennimir áfram í stríðsskapi. Nokkmm sek- úndum síðar lenti Nökkva Má og Huggins saman án eftirmála, en þegar Nökkvi tók sig til og launaði Huggins lambið gráa nokkra síðar lauk jólunum hjá dómuranum og þeir sendu Nökkva í sturtu. Vamarleikur Englendinganna var miklu meira en grófur, og §ór- ir af leikmönnum þeirra voru komn- ir með ijórar villur í lok fyrri hálf- leiks. Síðari hálfleikur var ekki al- veg eins grófur og sá fyrri, og tíð- indalítið af vígstöðvunum framanaf. Leikurinn var hnífjafn þó fram- kvæðið væri oftast íslendinga. Morgunblaðið/Sverrir Guðmundur Bragason og félagar stóðu í ströngu gegn Englendlng- um I gær. Hér ð Guðmundur í höggi vlð Spencer Dunkley. Staðan var jöfn þegar ein og hálf mínúta var eftir, íslendingar kom- ust yfír og þegar 24 sekúndur vora eftir var brotið á Herbert Amarsyni og fékk hann tvö skot. Hann skor- aði úr því fyrra en fékk ekki tæki- færi til að spreyta sig á því síðara. Aðstoðarmaður Lazlo Nemeth þjálf- ara Englendinga var þá kominn nánast undir körfuna og ítrekaði kröfu þjálfarans um leikhlé, og fékk fyrir vikið brottvísun. Nemeth brast harkalega við þeirri ákvörðun, sagðist hafa beðið um leikhlé áður en Herbert tók vítið, en dómuranum var nóg boðið og vísuðu Nemeth einnig af léikvelli. Þetta var dropinn sem fyllti mælinn og gekk enska liðið á eftir þjálfara sínum til bún- ingsherbergja, en það íslenska fagnaði sigri. Sjálfur lelkurinn Um leikinn sjálfan er þetta að segja: Hann var spennandi frá byrj- un en slagsmálin og of hatrömm barátta liðanna setti leiðinlegan svip á leikinn. Englendingar höfðu undir- tökin til að byija með í fyrri hálf- leik, en góður kafli undir lok hans skilaði Islendingum tveggja stiga forskoti í leikhléi. Síðari hálfleikur var betri en sá fyrri hjá íslenska lið- inu, vörnin mun sterkari og vel stig- ið út sem vantaði heldur í fyrri hálf- leik. Guðmundur Bragason átti stór- kostlegan leik í vörn og sókn, Her- bert Amarson lék vel sem og Valur Ingimundarson. Ungu piltamir Hin- rik og Brynjar Karl voru óragir þeg- ar þeir fengu að spreyta sig og Magnús Matthíasson hélt liðinu á floti á erfiðu tímabili í fyrri hálfleik. Um enska liðið er fátt að segja, það lék allt að því frantalegan körfu- knattleik, sem á stundum minnti helst á ruðning eða hnefaleika, er verst lét. íslenska liðið féll því miður stundum niður á plan þeirra ensku. Kollega undirritaðs varð á orði er leikurinn stóð sem hæst að punkt- arnir sem hann tók minntu fremur á lögregluskýrslu en umfjöllun um vináttulandsleik. Dapurt frá byrjun -sagði Lazslo Nemeth sem boðaropinbera afsökun ef ísland kemst áfram í EM en England ekki etta var dapurt frá byijun,“ sagði Lazslo Nemeth landsl- iðsþjálfari Englendinga þegar hann var inntur eftir hinum dapur- legu endalokum leiksins. Um dóm- gæsluna sagði hann: „Það segir auðvitað mikið að fjórir af okkar stóru mönnum voru komnir með Qórar villur strax í fyrri hálfleik. A þremur mikilvægum augnablik- um undir lok leiksins dæmdu dóm- aramir okkur í óhag.“ Nemeth var augljóslega ósáttur við þessi endalok og vildi lítið tjá sig, en sagði þó að lokum. „Við skulum sjá hvemig þessum liðum gengur í undankeppni Evrópu- mótsins í vor. Ef íslendingar kom- ast áfram en Englendingar ekki skal ég biðjast opinberlega afsök- unar á því sem hér gerðist. Ef þið íslendingar komist ekki áfram, þá verðið þið að taka afleiðingunum." „Ég hef séð þjálfara hóta því að ganga af velli en aldrei séð það ger- ast fyrr,“ sagði Torfí Magnússon þjálfari íslenska landsliðsins eftir leikinn. „Ef dómaramir hefðu dæmt samkvæmt venjulegum leikreglum hefðu Englendingamir verið mun færri undir lok leiksins en þeir þó voru. Hann [Nemeth] getur því ekki kvartað yfir dómgæslunni.“ Um leikinn sagði Torfi: „Ég er mjög ánægður með sigurinn, við spiluðum betur en í leiknum í gær [í Kópavogi] í sókn og vöm. Mínir menn voru duglegir í fráköstunum og í sókninni gekk boltinn vel. Ég er ánægður með útkomuna úr þess- um leikjum. Við spiluðum á móti liði sem er svipað að getu og við mætum í undankeppni EM í vor, sem á eftir að nýtast okkur vel. Ég skal þó fall- ast á að það hefði verið skemmti- legra að hafa minna af slagsmálum." ■ EKKI er ljóst hvort og þá hvaða þýðingu framkoma Englendinga mun hafa. Körfuknattleikssamband- ið mun tilkynna um framkomu þeirra til alþjóðasambandsins sem taka mun ákvörðun um framhaldið. Samkvæmt alþjóðlegum reglum era úrslit leiks- ins 20:0 fyrir Island. ■ LEIKURINN var vináttuleikur og því ekki ijóst hvort alþjóðasam- bandið mun taka alvarlega á málinu. Ef um alvöra leik hefði verið að ræða hefði þessi uppákoma öragg- lega orðið Englendingum dýrkeypt. ■ MAGNÚS Matthíasson lék fyrsta landsleik sinn síðan sumarið 1993, og stóð sig vel á erfiðum kafla í fyrri hálfleik. Hann er í námi í Bandaríkjunum og er í jólafríi hér heima. Hann leikur ekki körfuknatt- leik úti og hefur því aðeins æft af krafti nú í fríinu. ■ JÓN Kr. Gíslason lék ekki með . landsliðinu í gær vegna veikinda í fjölskyldunni. Magnús Matthíasson kom inn í hópinn í hans stað. Teitur Örlygsson er enn meiddur og var því ekki með. ■ MAKEL Guðlaugsson og Ingvar Ormarsson vora í hópnum í gær- kvöldi í stað Pétur Ingvarssonar og Sigfúsar Gizurarsonar. Marel lék með stutta stund en Ingvar sat á bekknum allan tímann. ■ GUÐJÓN Skúlason átti ekki góðan dag í gærkvöldi, gerði að minnsta kosti íjórar tilraunir til að skjóta á körfuna fyrir utan þriggja stiga línuna, en hitti aldrei. ■ HEIÐURSGESTUR körfuknatt- leikssambandsins á leiknum var Ein- ar Mathiesen bæjarstjóri í Hvera- gerði, og heilsaði hann upp leikmenn liðanna fyrir leikinn, ásamt eigin- konu sinni og Kolbeini Pálssyni formanni KKI. ■ GUÐMUNDUR Bragason var öraggur í uppköstunum að vanda; hirti knöttinn af risanum Ian White í byijun fyrri hálfleiks, og tók tröllið Roger Huggins í nefíð í þeim síðari. ísland - England 105:101 íþróttahúsið Hveragerði, vináttulandsleikur f körfuknattleik, fimmtudaginn 29. desem- ber 1994. Gangur ieiksins: 2:0, 8:12, 24:19, 24:27, 34:34, 41:44, 47:50, 55:53, 65:60, 80:77, 93:87,, 97:94, 99:99, 103:99, 105:101. Stig íslands: Guðmundur Bragason 24, Herbert Amarson 21, Valur Ingimundarson 15, Falur J. Harðarson 13, Magnús Matthf- asson 11, Brynjar Karl Sigurðsson 6, Hin- rik Gunnarsson 6, Jón Arnar Ingvarsson 5, Marel Guðlaugsson 2, Nökkvi Már Jóns- son 2. Fráköst: 13 f sókn - 18 í vöm Stig Englands: Ronald Baker 21, Roger Huggins 20, Neville Austin 11, Plouto Vor- ulatis 8, Ian White 8, Peter Scantlebury 8, Karl Brown 8, Spencer Dunkley 5, Steve Nelson 5, Tony Simms 4, Mark Harvay.2, Michael Payne 1. Fráköst: 15 í sókn - 26 í vörn. Dómarar: Leifur Sigfinnur Garðarsson og Einar Einarsson, fengu eitt erfiðasta verk- efnið á ferlinum er líklega óhætt að full- yrða, en stóðu sig alls ekki illa eins og álykta mætti út frá framkomu ýmissa aðila. Villur: ísland 30 - England 40 Áhorfendur: 3Ó0. ■Samkvæmt körfuknattleiksreglum lauk leiknum 20:0 fyrir fsland þar sem Englend- ingar gengu af leikvelli áður en leiktíminn var runnin út. Norðurlandamót pilta ísland - Eistland ....71:85 ■Stigahæstir urðu Páll Vilbergsson með 22 stig og Halldór Karlsson 11. íslan d- Svíþjóð 65:88 ■Páll gerði 28 stig og Pétur Már Sig- urðsson gerði 10 stig. NBA-deildin Boston - Chicago Cleveland - Washington ....97:105 91:75 New York - Detroit ....101:93 ....117:95 Seattle - Philadelphia ..121:102 Knattspyrna Æfingamót 16 ára liða f ísrael: ísland - Frakkland...., 0:2 2:0 Tyrkland - Malta Svíþjóð - Tyrkland 4:0 2:0 ísrael - Malta 1:0

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.