Morgunblaðið - 04.01.1995, Síða 4

Morgunblaðið - 04.01.1995, Síða 4
4 D MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Pappírsmunstur Núna er tækifærið til að búa til skemmtilegar myndir eða munstur úr pappír, þegar allur lit- ríki jólapappírinn er kominn utan af jólapökkunum. ÞÚ ÞARFT: skæri og pappír og góðan skammt af hugmynda- flugi. SVONA A AÐ GERA: ef þú brýtur pappírsörk nokkrum sinn- um saman - byijar að brjóta hom í hom og síðan að bijóta aftur og aftur til helminga - getur þú klippt inn í brotin á ýmsa vegu til að gera skemmtileg munstur. ÚTKOMAN: það skemmtileg- asta er að þú veist aldrei alveg, hvemig munstrið kemur út fyrr en þú sléttir úr pappírsörkinni. Hvað margar kúlur? ÆT Iþríhyrndum kúlupíramída eru 9 kúlur meðfram öllum 6 hliðum. Getur þú reiknað út hve margar kúlur eru alls í píramídanum? (Lausn í næsta blaði.) HL jÓto j>£TTfJ Gorkúlustelpan Sannarlega skemmtileg mynd sem hún Helga Rebekka send- ir af sjálfri sér í spéspegli. - Hafið þið gengið um speglasal í Tívolí, krakkar, þar sem þið verðið annaðhvort ofsalega löng og mjó eða ótrúlega stutt og feit? Það er svo gott og gaman að geta hlegið að sjálfum sér! Alsterkur inni í skóginum Alsterkur fór langt inn í skóg að leita að drasli. (Þið vitið, krakkar, að sumir eru svo hræðilegir sóðar að þeir henda bréfi utan af sæl- gæti og litlum fernum undan kókómjólk og ávaxtasafa.) Aumingja Alsterkur fór kannski fulllangt inn í skóg, því að allt í einu fór hann að heyra einkennileg hljóð og varð hálfhræddur. - Getið þið fundið út, hvaða dýr gefur þessi hljóð frá sér? Stöfunum í nafni dýrsins er ruglað sam- an. (Lausn í næsta blaði.)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.