Morgunblaðið - 13.01.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.01.1995, Blaðsíða 3
2 C FOSTUDAGUR 13. JANUAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 1995 C 3 ÍÞRÓTTIR IÞROTTIR Rush Guðmundur Skrafað og skeggrætt um kaupin á Cole MARGIR efast um að Alex Ferguson, þjálfari enska knattspyrnuliðsins Manchester United hafi gert rétt í því að kaupa framherjann Andy Cole frá Newcastle á 7 milljónir punda. Blaðið Sun segir að Cole hafi mistekist hjá þremur félögum og hljóti því að bregð- ast því fjórða. Alan Hansen, fyrrum leikmaður Liv- erpool, sem nó starfar fyrir BBC sjón- varpsstöðina og þykir einn besti sér- fræðingur við knattspyrnulýsingar í Englandi, segir í Today að Ferguson hafi hugsanlega komið í veg fyrir að United yrði meistari þriðja árið í röð. Engu máli skipti hvað Cole væri góður leikmaður því það tæki tima að aðlag- ast á Old Trafford. Ver Guðmundur titilinn í Malmö? LANDSLIÐ íslands í borðtennis keppir á sterku alþjóðlegu móti, Kavlinge- leikunum, í Malmö í Svíþjóð 16. til 23. þessa mánaðar. Víkingurinn ungi, Guð- mundur E. Stephensen — borðtennis- maður ársins í fyrra og hitteðfyrra — reynir þar að veija titla þá sem hann vann í janúar í fyrra, en þá sigraði hann í flokki pilta 11 ára og yngri, í flokki drengja 14 ára og yngri og í flokki drengja 15 ára og yngri. Lands- liðið er skipað, auk Guðmundar, Birni Jónssyni, Evu Jósteinsdóttur, Ingólfi Ingólfssyni, Kristjáni Jónassyni, Jóni Inga Árnasyni og Lilju Rós Jóhannes- dóttur, sem öll eru ór Víkingi. Hópur- inn ætlar að leika maraþonborðtennis í TBR-hósinu, til að safna fé vegna ferðarinnar, á á morgun, laugardag, í TBR-hósinu og hefja leika kl. 15. Liverpool dróst gegn Palace LIVERPOOL, sem þykir sigurstrang- legast í ensku deildarbikarkeppninni í knattspyrnu, dróst gegn öðru órvals- deildarliði, Crystal Palace, í undanór- slitum keppninnar. Dregið var í gær. Leikið er heima og að heiman og verð- ur fyrri leikurinn í Liverpool. Swindon og Bolton, sem bæði leika í 1. deild, mætast í hinni undanórslitaviðureign- inni, fyrst á heimavelli Swindon. Liðin mætast fyrst í þriðju viku febróar og aftur viku síðar. Liverpool komst síðast í órslit deild- arbikarkeppninnar fyrir átta árum, en er nó talið lang sigurstranglegast af þeim liðum sem eftir eru. Líkurnar á sigri Liverpool eru skráðar 4/7 hjá veðmöngurum; leggi einhver sjö pund undir að liðið sigri í keppninni fær sá hinn sami aðeins fjögur pund til baka. Líkurnar á sigri Palace eru 7/2, Bolton 11/2 og Swindon 9/1. Styttist í marka- metið hjá Rush IAN Rush gerði sigurmark Liverpool gegn Arsenal í deildarbikarkeppninni í fyrrakvöld. Þetta var sjötta mark hans í keppninni í vetur, og hefur kapp- inn því alls gert 47 mörk í keppninni síðan hann kom til Liverpool, og vant- ar aðeins tvö í metið, sem Geoff Hurst, fyrrum landsliðsmiðherji Englands á. Hurst — sem skoraði þrívegis í órslita- leik HM gegn Vestur Þjóðverjum á Wembley 1966 — gerði 49 mörk á í deildarbikarkeppninni á sínum tíma. KORFUKNATTLEIKUR Njarðvíkingar áfram samkvæmt tölfræðinni AIK í jámum hjá UMFG og Keflavík Undanúrslitaleikir bikarkeppni karla í körfuknattleik fara fram á sunnudaginn og ef tölfræðin ej; skoðuð er nokkuð ljóst að Njarð- víkingar eiga að komast áfram, en þeir mæta Haukum í Hafnarfírðin- um kl. 16. Leikur dagsins er án efa viðureign Grindvíkinga og bikar- meistara Keflvíkinga og samkvæmt tölfræðinni úr leikjum vetrarins er ómögulegt að segja hvort liðið er sigurstranglegra. Leikur liðanna hefst í Grindavík kl. 20 en kl. 17.30 er annar stórleikur því þá leika stúlkumar í Grindavík við KR í undanúrslitum kvenna. Leikir lið- anna hafa verið spennandi í vetur, Grindvíkingar léku til úrslita í fyrra og ætla sér örugglega aftur í Laug- ardalshöllina. Njarðvíkingar jafnari, reyndari og með meiri breidd Njarðvíkingar hafa leikið liða best í vetur og eru raunar með ein- stakan árangur. Liðið hefur aðeins tapað einum leik í deildinni og hef- ur sigrað í síðustu 13 leikjum, þar af tveimur í bikarnum. Leikmenn liðsins eru sjóaðir og vita um hvað málið snýst þannig að það þarf trú- lega eitthvað mikið að gerast við Strandgötuna á sunnudaginn ætli hið unga lið Hauka að slá þá út úr keppninni. Njarðvíkingar hafa notað 13 leik- menn en Haukar 15, Haukar hafa skorað 1.768 stig á móti 2.170 stig- um UMFN. Mótheijar Hauka hafa gert hjá þeim 1.887 stig en Njarð- víkingar hafa fengið á sig 1.749 stig. Njarðvíkingar hafa að meðal- tali unnið leiki sína með 19 stiga mun, en Haukar tapað með sex. Leikmenn Njarðvíkur em sterk- ari á öllum sviðum. Sé til dæmis tekin vítanýting þeirra leikmanna sem tekið hafa talsvert af vítaskot- um eru þrír Haukar með 63% nýt- ingu eða meira en sjö Njarðvíking- Guðjón Skúlason Jón Kr. Gíslason HANDKNATTLEIKUR leiðin að HM- gullinu í maí? HVERJIR eru möguleikar íslend- inga í heimsmeistarakeppninni í handknattleik, sem hefst á íslandi 7. maí? Þessu hafa menn velt fyrir sér, en það er ljóst að til að ná sem lengt verður íslenska liðið helst að hafna í fyrsta sæti í A-riðlinum, þannig að það losni við að leika gegn þremur sterkustu þjóðunum í B-riðli, Rússlandi, Króatíu og Slóv- eníu í 16-liða úrslitum. Fjórar efstu þjóðirnar úr hveijum riðli komast áfram í 16-liða úrslit og ef íslenska liðið verður í efsta sæti í A-riðli, mætir það að öllum líkindum liði Tékklands í 16-liða úrslitum. Hér á kortinu á síðunni, til hægri, er spá um hvaða þjóðir skipa fjögur efstu sætin í hveijum riðli og hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum, ef sú spá gengur eftir. Liðin geta hæglega skipt um sæti í riðlakeppninni. Ef spáin gengur eftir þá verður Tékkland mótherji íslands og ef ísland legði Tékkland að velli léki íslenska liðið gegn sig- urvegaranum úr leik C2 og D3, liði Danmerkur eða Hvíta-Rússlands, skv. þessari spá, í 8-liða úrslitum og sigurvegari í þeirri viðureign myndi að öllum líkindum leika gegn heimsmeisturum Rússa í undanúr- slitum. Það er endalaust hægt að velta fyrir sér möguleikum, en á kortinu er aðeins einn möguleiki, sem bygg- ist á að liðin raði sér í þau sæti, eins þau eru sett upp riðlakeppn- inni. Lesendur Morgunblaðsins geta skipað landsliðunum í önnur sæti í riðlunum og fengið út aðra niður- stöðu í útsláttarkeppninni. Kortið er aðeins sett upp til þess að menn geta áttað sig á hvemig leiðin að gullinu liggur í HM-keppninni, sem hefst eftir tæpa fjóra mánuði. Valur Ingi- mundarson Jon Arnar Ingvarsson ar. Bestu nýtingu hefur Kristinn Einarsson í Njarðvík, 40 skot og 34 niður eða 84%. Sigfús Gizurar- son í Haukum er líka með athyglis- verða nýtingu, 107 skot og 88 nið- ur, eða 82% nýtingu. Sömu sögu er að segja af þriggja stiga nýtingu. Af þeim sem taka svolítið af þannig skotum eru Njarð- víkingar með fimm leikmenn sem hafa 33% nýtingu eða meira en Pétur Ingvarsson er einn með 33% nýtingu hjá Haukum. Valur Ingi- mundarson hefur skotið 72 sinnum og hitt í 32 skotum og er með 44% nýtingu. Þannig mætti halda áfram og telja skot innan teigs og utan, alls staðar hafa Njarðvíkingar vinning- inn og í heildarnýtingu eru þeir einnig sterkari. Grindavík og Keflavík virðast vera með mjög áþekk lið Lið Grindavíkur og Keflavíkur eru mjög áþekk ef marka má tölu- legar upplýsingar frá leikjum vetr- arins. Bæði lið hafa notað 14 leik- menn í vetur, Keflvíkingar hafa skorað 2.151 stig en Grindvíkingar 2.171. 1.961 stig hefur verið gert hjá Keflvíkingum en 1.801 hjá Grindvíkingum þannig að þeir virð- ast heldur hafa vinninginn í vörn- inni. Keflvíkingar hafa gert 98 stig að meðaltali í leik en Grindvíkingar 99 og fengið á sig 82 stig en Kefl- víkingar 89. Vítahittni liðanna er mjög svipuð en af þeim leikmönnum sem tekið hafa hvað flest vítin hafa'Grindvík- ingar heldur vinninginn. Þeir eru með 8 leikmenn sem hafa 73% nýt- ingu eða betri en Keflvíkingar sjö. Bergur Hinriksson úr Grindavík hefur skorað úr 13 af 14 vítaksotum sínum og er því með 93% nýtingu. Nökkvi Már Jónsson hefur 34/28 og 82% nýtingu en Sverrir Þ. Sverr- isson hefur bestu nýtingu Keflvík- inga, 26/21 og 81%. Keflvíkingar virðast hafa heldur fleiri leikmenn sem hitta örlítið bet- ur úr þriggja stiga skotum. Sex hafa hitt úr 37% skota sinna eða meira, en í Grindavíkurliðinu eru það aðeins tveir en þrír koma rétt á eftir. Guðjón Skúlason hefur skot- ið 138 sinnum utan þriggja stiga línu og hitt í 71 skoti, eða 51% og hjá Kelfavík hefur Lenear Bums hitt úr 13 af 19 skotum og er með 68% nýtingu. Grindvíkingar hafa heldur vinn- inginn í skotum innan teigs og sömu sögu er að segja af skotum utan teigs, en munurinn er svo sáralítill að það tekur því varla að hafa orð á honum. Hvað heildarnýtingu snertir þá eru hún mjög áþekk. Af framansögðu er ljóst að leikur helgarinnar er leikur Grindvíkinga og Keflvíkinga á sunnudgaskvöldið. . Flestir leikir í röð AC Green, sem leikur nú með Phoenix, komst í fyrrinótt upp að hlið Harrys Gallatin, yfir leikmenn sem hafa tekið þátt í flestum leikjum samfleytt í NBA-deildinni. Hann hefur nú verið með í 682 án þess að missa úr leik. Leikir Leikmaður 906 Randy Smith 844 JohnnyKerr 706 Dolph Schayes 685 Bill Laimbeer 682 A.C.GREEN 682 Harry Gallatin 609 JackTwyman 586 James Donaldsson 574 TerryTyler 542 OtisThorpe Tímabil 18. feb. 1972 31. okt. 1954 17. feb. 1952 15. nóv. 1981 19. nóv. 1986 27. nóv. 1948 15. nóv. 1955 6.feb. 1981 18. okt.1978 4. jan. 1986 -13. mars 1983 -4. nóvember1965 - 26. desember1961 - 27. janúar 1989 þar til nú -12. mars 1958 - 29. október 1963 - 8. apríl 1988 -14. apríl 1985 -19. apríl 1992 • AC Green gæti komist upp fyrir Bill Laimber í leiknum gegn Portland 19. jan. og síðan upp fyrir Dolph Schayes 3. mars er Phoenix tekur á móti Seattle, og þar með komst í þriðja sæti listans — ef hann sleppur við meiðsli. • Ron Boone var með í 1.041 leik í röð í ABA og NBA-deildinni frá 1968 til 1981. Boone tók þátt í 662 leikjum í röð í ABA og síðan 379 í NBA. Artis Gilmoer var svo með í 670 leikjum í röð í sömu deildum; fyrst 420 í ABA og síðan 250 í röð í NBA, frá 1971 til 1979. u . ... Heimild: NBA News Tveir með 2.700 NBA leiki TVEIR þjálfarar í NBA-deildinni ■ hafa fagnað þeim áfanga í vetur að taka þátt í 2.700. leik sín- um í NBA sem leikmenn og þjálfar- ar, eru þá taldir leikir bæði í deild- inni sjálfri og úrslitakeppninni. Þetta eru þeir Don Nelson, þjálfari Golden State og Lenny Wilkens, þjálfari Atlanta, sem hefur einmitt verið mikið í sviðsljósinu upp á síð- kastið — en hann stýrði liði til sig- urs í 939. skipti fyrir stuttu, og bætti þar með met Reds Auerbach, hins kunna þjálfara Boston Celtics á árum áður. Tvö þúsund og sjöhundruðasti leikur Nelsons, sem á árum áður lék lengst af með Boston Celtics, var viðureign Golden State gegn Charlotte 22. nóvember og Wilkens náði þessum áfanga 30. desember er Atlanta tapaði í Cleveland. Wilkens átti þarna að baki 786 leiki í deildarkeppninni sem leik- maður, 291 eftir að hann varð bæði þjálfari og leikmaður, 1.438 sem þjálfari, 64 leiki í úrslitakeppni sem leikmaður og 121 í úrslita- keppni sem þjálfari. Wilkens lék fyrst í NBA 22. október 1960 með St. Louis Hawks gegn LA Lakers og fyrsti leikur hans sem þjálfari var 14. október 1969 með Seattle gegn New York. Reuter ANFERIUEE Hardaway skorar fyrlr Orlando Magic gegn Detrolt án þess að Joe Dumars fði stöðvað hann. Hardaway lék vel og gerði 20 stig. Orlando er með bestan árangur allra liða í deildlnni í vetur. Riðlakeppni 7.-14. maí: Fjórar efstu þjóðirnar i liverjum riðli komast í 16-iiða úrslit. Leiðin að verðlaunum á HM A-riðill, í Reykjavík 1. ísland 2. Sviss 3. Ungverjaland 4. Suður Kórea Túnis, Bandarikin Sæti í riðium: 16-liða úrslit 16. maí: Spá til að sýna hvaða möguleikar eru fyrir hendi, undirstrikuð eru lið sem spáð er sigri Reykjavik: B-riðill, í Hafnarfirði 1. Rússland 2. Króatía 3. Slóvenía 4. Tékkland Kúba, Marokkó C-riðill, í Kópavogi 1. Frakkland 2. Danmörk 3. Þýskaland 4. Rúmenía Alsír, japan' (DA1-B4: Ísland-Tékkland /C\ Reykjavik: 2 A2-B3: Sviss-Slóvenía _ Kópavogur: 'S/B1-A4: Rússland-S-Kórea f'X\ D0 A0 Reykjavík: vi/ B2-A3: Króatía-Ungverjaland 8-liða úrslit 17. maí: JAL Reykjavík: [1T?6) Ísland-H-Rússland “- (eða Danmörk) — Reykjavik: (3j-(8) Rússland-Spánn Undanúrslit Kópavogur: •: Frakkland-Egyptaland ©C1-D4 /C\ Kópavogur: xí/ C2-D3: Danmörk-H-Rússland M Kópavogur: Króatía-Svíþjóð 19. maí: S-® Reykjavik: Ísland-Rússland Úrslit 21. maí: o Reykjavik: C - D Svíþjóð-Frakkland D-riðill, á Akureyri 1. Svíþjóð 2. Spánn 3. Hvíta-Rússland 4. Egyptaland Brasilía, Kúveit ®Akureyri: D1-C4: Svíþjóð-Rúmenía /r~\ Akureyri: 8) D2-C3: Spánn-Þýskaland _i P L Hafnarfjörður: (2Slóvenía-Frakkland Sjö þjóðir tryggja sér farseðil á Ólympíuleikana í Atlanta 1996, allar átta ef ein af sjö elstu verður Evrópumeistari 1996 Tapiiðin í undanúrslitum leika um þriðja sætið í Reykjavík 21. maí % Heimsmeistaramótið í handknattleik a íslandi 7.-21. maí 1995 Orlando Magic aftur komið á sigurbrautina Shaq og félagar eru einir taplausir heima ORLANDO Magic hefur náð bestum árangri allra liða í NBA-deildinni í vetur; hefur sigrað í 27 leikjum og töpin eru einungis sjö. Liðið steinlá í Chicago á þriðju- dag en var aftur komið á heimavöll- inn í fyrrinótt. Leikmenn Orlando hafa verið óviðráðanlegir á heima- velli í vetur — hafa sigrað í öllum 16 leikjunum þar og getur ekkert annað lið í deildinni státað af slíkum árangri. í fyrrinótt sigruðu leik- menn Orlando gestina frá Detroit 124:107 í leik þar sem Shaquille O’Neal gerði 37 stig og Anfernee Hardaway gerði 20. Orlando lék geysilega vel, náði mest 22 stiga forystu og hleypti gestunum aldrei nær en tíu stigum. „Það er gott að ná sér svona á strik aftur, eftir að hafa leikið illa í gærkvöldi," sagði Brian Hill yfír- þjálfari Orlando. „Við lékum af miklu meiri krafti og áhuga í kvöld. Ég var mjög ánægður með frammi- stöðuna." Joe Dumars gerði 21 stig fyrir Detroit og Eric Leckner gerði 16. Liðið hefur tapað níu af síðustu 10 leikjum. Hornacek „heitur“ Karl Malone gerði 22 stig fyrir heimamenn í Utah og Jeff Hornac- ek jafnaði deildarmetið í 3ja stiga skotum, er Jazz burstaði Denver Nuggets 114:88. Þetta var 12. sig- ur Utah i 14 leikjum og náði liðið mest 34 stiga forystu. Hornacek gerði þriðju 3ja stiga körfu sína í þriðja leikhluta, og hafði þá skorað úr ellefu slíkum skotum í þremur leikjum — jafnaði þar með met Scott Wedmans, sem hann setti FELAGSLIF Stuðningsmenn hita upp í Keflavík Stuðningsmenn körfuknattleiksliðs Keflavíkur koma saman í kvöld kl. 20.30 á Glóðinni í Keflavík til að ræða málin og hita upp fyrir undan- úrslitaleik Keflavíkur og Grindavík- ur í bikarkeppni karla, sem fer fram í Grindavík á sunnudagskvöldið kl. 20. Leikmenn Keflavíkurliðsins ætla að mæta á staðinn í kvöld og rabba við stuðningsmenn liðsins. Keflvíkingar eru núverandi bikar- meistarar og eiga því titil að verja. veturinn 1984-85. Hornacek hitti ekki úr næsta skoti, en í fjórða leik- hluta bætti hann um betur og jafn- aði þar með metið. Fyrr í vetur jafn- aði Homacek annað NBA-met er hann skoraði úr átta 3ja stig skotum í röð í einum og sama leiknum. Charles Barkley gerði 24 stig og Danny Manning 20 fyrir Phoenix í 118:108 sigri gegn LA Lakers í Los Angeles. Þetta var fimmti sigur Úrslit í NBA Leikir á miðvikudagskvöld: Boston - Indiana ..100:97 Charlotte - Minnesota.... ..100:91 Orlando - Detroit 124:107 Philadelphia - Chicago.... ..77:115 Dallas - LA Clippers ....98:93 Houston- Miami ..108:97 Milwaukee - Sacramento ....97:88 Utah - Denver ..114:88 Portland - Golden State.. ..104:92 LA Lakers - Phoenix 108:118 Phoenix í röð og sá 15. í 17 leikj- um; liðið náði þarna að hefna fyrir tap gegn Lakers á heimavelli 30. desember, en þá batt liðið frá Englaborginni enda á 25 leikja sig- urgöngu Phoenix á heimavelli. Nick Van Exel jafnaði besta árangur sinn með þvi að gera 35 stig fyrir Lakers í leiknum — hitti m.a. úr sjö af ellefu 3ja stiga skot- um. þreföld tvenna Larry Johnson náði þrefaldri tvennu í fjórða sinn á ferlinum er Charlotte Hornets sigraði Minne- sota 100:91 — gerði 23 stig, tók 10 fráköst og átti 10 stoðsending- ar. Þetta var sjöundi sigur Charl- otte í röð, sem er lengsta sigur- ganga í sögu félagsins. Þá var þetta 10. heimasigur liðsins í röð. Christ- ian Laettner var atkvæðamestur hjá Minnesota með 20 stig, en þetta var sjöunda tap liðsins í röð. Houston sigraði Miami í ellefta skipti í jafn mörgum leikjum, nú 108:97 á heimavelli. Kenny Smith gerði 25 stig fyrir meistarana, Hakeem Olajuwon 24, Vernon Maxwell 23 og Robert Horry 21. Sigurinn hékk í raun á bláþræði, eftir að Miami gerði 19 stig gegn 7 í fjórða leikhluta og minnkaði mun- inn í 100:96 er 1,26 mín. var eftir. Miami hefur tapað í fímm leikjum af síðustu sex og átta í röð á úti- velli, en gengi liðsins er verst allra á útivelli í vetur; 2 sigrar og 15 töp. Houston gerði átta 3ja stiga körf- ur í fyrsta leikhluta (sem lauk 38:24) og jafnaði þar með NBA- metið yfir 3ja stiga körfur í einum leikhluta. Dee Brown gerði 25 stig í Boston er heimamenn sigruðu Indiana Pac- ers 100:97. Dominique Wilkins gerði 20 stig fyrir Boston, en Reggie Miller gerði 23 stig fyrir Indiana og Rik Smits 22. Chicago sótti lið Philadelphiu heim og sigraði stórt, 115:77. Lið Philadelphiu gerði aðeins átta stig í þriðja leikhluta, sem er metjöfnun í NBA-deildinni. Scottie Pippen gerði 21 stig fyrir Chicago og B.J. Armstrong 15. Liðið virðist á mik- illi siglingu þessa dagana, og hefur sigrað í tveimur síðustu leikjum með samanlagt 70 stiga mun, eftir að hafa burstaði Orlando á þriðju- dag. MEIÐSLI Kafla vantaði í frétt um slysamóttöku Kafli datt út úr frétt um sameigin- lega slysamóttöku fyrir íþróttafólk í gær. Hann átti að vera: ...móttak- an verður opin alla virka daga frá kl. 16 og verða þá eftirtaldir lækn- ar með viðtalstíma: Stefán Carlsson á mánudögum, Ágúst Kárason á þriðjudögum, Siguijón Sigurðsson á miðvikudögum, Brynjólfur Jóns- son á fímmtudögum og Sigurður Kristinsson á föstudögum. Tíma- pantanir eru í síma 5689915. íslandsmótið í blaki ABM deild korio. Föstud. 13. janúar. KA-heimilið 19.30 KA-Þróttur R. Neskaupstaður 21.30 Þróttur N.-HK laugard. 14. janúar. Asgarður 15.30 Stjarnan-ÍS ABM deild kvennn: Föstud. 13. janúar. KA-heimilið 21.00 KA-Víkingur Neskaupstaður 20.00 Þróttur N.-HK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.