Morgunblaðið - 13.01.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.01.1995, Blaðsíða 4
ÍÞRÚmR SMffrjpittliIafcft HANDKNATTLEIKUR / EM Guðjón Árnason bjartsýnn fyrir Evrópuleik FH gegn GOG Við förum í undanúrslit með toppleik ^jikarmeistarar FH í handknatt- leik hefja árið með Evrópuleik í Kaplakrika á morgun þegar þeir taka á móti danska liðinu GOG í átta liða úrslitum Evrópukeppni bikarhafa. „Með toppleik eigum við möguleika á að sigra með fjórum til sex mörkum sem á að nægja til að komast í undanúrslit," sagði Guðjón Arnason, fyrirliði FH, við Morgunblaðið i gær. Erum á uppleið FH-ingar hafa ekki leikið í tæp- an mánuð, gerðu jafntefli við Aft- ureldingu 17. desember sem er eina jafntefli þeirra í deildinni en þeir hafa sigrað í 10 leikjum og tapað fimm. „Það var þreyta í þessu hjá okkur fyrir jól, en æfing- arnar að undanförnu sýna að við erum á uppleið og við erum í fínu formi,“ sagði Guðmundur Karls- son, þjálfari FH. „Samt má segja að við séum að fara á blint stefnu- mót en danska liðið er léttleikandi og ég á von á að við fylgjum því eftir og spilum skemmtilega." 73. Evrópuleikurinn FH tók fyrst þátt í Evrópu- keppni fyrir 30 árum og verða leik- mennimir frá 1965 heiðursgestir á morgun. Fyrir 20 árum komst FH í átta liða úrslit og í undanúrslit fyrir 10 árum. Leikurinn á morgun verður 73. leikur félagsins í Evr- Haukar hefja sig til flugs LEIKMENN Hauka hefja sig til flugs i dag, þegar þeir halda til Portúgal til að leika gegn Braga í 8-liða úrslitum í Evrópukeppni félagsliða í hand- knattleik. Haukar fara til Portúgals með leiguvél, ásamt 150 manna stuðningsmannahópi. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Haukar fara með leigu- flugi í leik í Evrópukeppni. Leikmenn Hauka fóru með tveimur litlum leiguflugvélum til Færeyja 1980, þar sem þeir léku sína fyrstu Evrópuleiki — gegn Kyndil í Evrópukeppni bikarhafa, eða Europa cup fyri steypavinnarar, eins og Færeyingar segja. Þá unnu þeir báða leiki sína — fyrst 30:15 í Vági og síðan 23:19 í Nabba. Nú er stóra spurningin hvort þeim tekst að endurtaka leikinnn i Portúgal? ópukeppni og sá fyrsti gegn dönsku liði en eftir 31 sigurleik, sex jafntefli og 35 töp er markatal- an hagstæð, 1.597:1.596. „Við ætlum að bæta markatöluna í þess- ari umferð,“ sagði Guðjón en ljóst er að FH-ingar verða að hafa fyrir hlutunum. GOG er í efsta sæti dönsku deildarinnar og síðan 1989/90 hefur liðið ávallt komist í átta liða úrslit Evrópukeppni og í undanúrslit fyrir þremur árum. Með liðinu leika m.a. dönsku landsliðsmennirnir Nikolaj Jakobs- en, sem gerði sjö mörk gegn ís- landi á Alþjóða Reykjavíkurmótinu í nóvember, og Claus Jacob Jens- en, sem var með sex mörk í sama leik og fimm í viðureign þjóðanna á norræna mótinu í byrjun mánað- arins. Forsala á leikinn verður í Sjónar- hóli kl. 16 til 22 í dag og frá kl. 10 og fram að leik á morgun en viðureignin hefst kl. 16.30. GUNNAR Beinteinsson hornamaður, eini landsliðsmaður FH-inga um þessar mundir, verður í sviðsljðslnu þegar Hafnarfjarðarllðið tekur á móti dönsku bikarmeisturunum GOG á morgun. ■ ENZO Scifo, belgíski landsliðs- maðurinn í knattspyrnu hjá Mónakó, verður frá keppni næstu fimm vik- umar vegna sýkingar í ökkla. Belg- íska sjónvarpið greindi frá þessu í gær. Scifo lék með Mónakó á ný í frönsku bikarkeppninni í síðustu viku, eftir nokkurra mánaða fjar- veru, vegna ökklameiðsla. ■ ANTHONY Yeboah, framheij- inn snjalli frá Ghana, verður ekki með Leeds í ensku úrvalsdeildinni gegn Southampton um helgina eins og vonast hafði verið til. Leikmaður- inn, sem Leeds leigir frá þýska fé- laginu Eintracht Frankfurt, hefur ekki enn fengið atvinnuleyfi og því verður einhver bið á að hann geti leikið. ■ LAUFEY Sigvaldadóttir lék ekki með Stjörnunni gegn Armanni í 1. deild kvenna í fyrrakvöld. Lauf- ey hefur verið mikið frá vegna meiðsia í baki, sem virðast vera að taka sig upp aftur. ■ KR-stúlkur hafa misst fjóra leik- menn úr byijunarliðinu sínu í 1. deild handboltans. Því varð að fara í yngri flokkana og gegn FH í fyrrakvöld spiluðu fimm stúlkur úr 3. flokki og tvær úr 2. flokki. • MATTHEW Bullard, fyrrum leikmaður með Houston Roekets, hefur skrifað undir fimm mánaða samning við gríska liðið PAOK frá Saloníku. Bullard á að taka stöðu landa síns, Gerrod Moustaf, sem verður frá vegna meiðsla út þetta keppnistíambil. Hann spilar fyrsta leik sinn í Grikklandi um næstu helgi. ■ OSAKA, þriðja stærsta borg Jap- ans, sækist eftir að fá að halda Ólympíuleikana árið 2008. Sumar- leikar voru síðast haldnir í Japan árið 1964, þá í Tókíó. ■ ALAN Smith, framhetji hjá enska knattspyrnuliðinu Arsenal er meiddur á hné og verður ekki með næstu sex vikurnar. ■ ALAN Evans, sem var aðstoð- armaður Brians Little hjá Leicest- er, var í gær ráðinn aðstoðarmaður þessa sama Littles hjá Aston Villa. Little hætti hjá Leicester fyrir skömmu og réði sig fljótlega til úr- valsdeildarliðsins. Þess má geta að þeir Evans og Little léku saman í liði Aston Villa á sínum tíma. ■ STEVE McCalI hefur verið ráð- inn yfirþjálfari enska 2. deildarliðsins Plymouth í stað Peters Shiltons, sem sagði upp. McCall tók fyrst við til bráðabirgða eftir að Shilton var leystur frá störfum, tímabundið, í síðustu viku. ÞOLFIMI Samvinna Fimleika- sambandsins og IAF Að undanförnu hafa Fimleika- sambandið og umboðsmaður Alþjóða þolfimisambandsins á ís- landi kannað möguleika á sam- eiginlegu mótshaldi í þolfimi en eins og kom fram í blaðinu í gær náðist ekki samkomulag um það að þessu sinni. Hins vegar er það stefnan í framtíðinni og af því til- efni sendu Guðmundur Haralds- son, formaður Fimleikasambands íslands, og Bjöm Kr. Leifsson, umboðsmaður Alþjóða þolfimisam- bandsins, IAF, á íslandi Morgun- blaðinu eftirfarandi yfirlýsingu: „í ljósi þess að IAF alþjóða þol- fimisambandið og Alþjóða fim- leikasambandið hafa ritað undir viljayfirlýsingu um samvinnu í framtíðinni er það ásetningur FSÍ og IAF á íslandi að vinna í samein- ingu að uppbyggingu þolfimiíþrótt- arinnar á komandi árum. Árið 1997 er stefnt að því að bæði al- þjóðasamböndin hafi sameiginleg- ar reglur til að dæma eftir sem gera mun alla samvinnu mun auð- veldari. í framhaldi af viðræðum milli FSÍ og IAF á íslandi hafa þessir aðilar komist að samkomulagi um að stuðla að sameiginlegri upp- byggingu þolfimiíþróttarinnar hér á landi. Þessir aðilar munu, líkt og alþjóðasamböndin, virða sjálf- stæði og rétt hvors annars og mun Fimleikasambandið halda sitt mót þann 14. janúar n.k. eins og fyrir- hugað var, en IAF á íslandi mun flytja sitt mót til mars n.k., en þannig geta keppendur átt mögu- leika á því að keppa á báðum mótunum." GETRAUNIR ENGLAND Spá sænskra fjölmiðla Spá Morgunbl. Nr. Leikur 1 X 2 1 X 2 1 Blackburn - Nott, Forest 10 0 0 1 X 2 Arsenal - Everton 7 3 0 1 3 West Ham - Tottenham 0 0 10 2 4 Chelsea - Sheff. Wedn. 3 5 2 1 X 2 5 Norwich - Wimbledon 7 2 1 1 X 6 Aston Villa - QPR 7 3 0 1 X 2 7 Man. City - Coventry 10 0 0 X 8 Cr. Palace - Leicester 9 1 0 1 9 Charlton - Derby 6 3 1 1 10 Watford - Bolton 5 5 0 X 2 11 Oldham - Sunderland 10 0 0 1 12 Notts County - Burnley 3 4 3 1 13 Barnsley - Luton 8 2 0 1 X Blackbum - l\Iott. Forest BLACKBURN er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Liðið hefur aðeins tapað einum leik á heimavelli í vetur, og þeir félagar í framlínunni Alan Shearer og Chris Sutton gert samtals 41 mark á keppnistímabilinu. Sjónvarpsleik- ur RUV á morgun verður því efiaust erfiður fyrir and- stæðingana, en þess er þó skemmst að minnast að leik- menn Forest eru einu gestirnir sem sigrað hafa Manc- hester United á Old Trafford í vetur. ÍTALÍA Spá sænskra fjölmiðla Spá Morgunbl. Nr. Leikur 1 X 2 1 X 2 1 Fiorentina - Parma 3 6 1 X 2 2 Juventus - Roma 9 1 0 1 X 2 3 Inter - Sampdoria 4 5 1 1 X 2 4 Lazio - Foggia 10 0 0 1 5 Napoli - Cagliari 8 2 0 1 6 Reggiana - Torino 0 10 0 1 X 7 Genúa - Padova 10 0 0 1 8 Cremonese - Brescia 10 0 0 1 9 Verona - Piacenza 1 7 2 1 10 Lucchese - Salernitan 5 5 0 1 X 11 Ancona - Cesena 8 2 0 X 2 12 Venezia - Fid. Andria 6 3 1 X 13 Atalanta - Cosenza 6 4 0 1 Juventus - Roma GAMLA stórveldið Juventus er á toppi ítölsku 1. deild- arinnar á ný, hefur leikið stórvel og virðist jafnvel lík- legt til að endurheimta meistaratitilinn á keppnistímabil- inu. Juve mætir öðru gömlu stórveldi, AS Roma, í sjón- varpsleik Stöðvar 2 á sunnudaginn og verður eflaust um hörkuviðureign að ræða. Roma er í þriðja sæti deiidarinn- ar, fimm stigum á eftir Juve og má ekki tapa ef liðið ætlar sér að eiga möguleika á titlinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.