Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA *KgMJIfi$faÍb 1995 FIMMTUDAGUR 19.JANÚAR BLAÐ c Pétur ráðinn til Víkings PÉTUR Péturssori, fyrr- «m landsiiðsmaður f knatíspymu, var ráðinn þjálfari2.deildariið8Vík- ings í gærkvöldi. Pétur þjálfaði Kefiavíkurliðið með góðum árangri al. keppnistlraabiJ, eftir að hann tók við af lan Koss. Jóhann Albert Sævarsson, forraaður Knattspyrou- deildar Víkings, segír að Víkingar bindi mikíar von- ir við að Petur geti náð því markmiði aðtryggja Víkingum eæti í 1. deiida á ný. I GOLF Góður árangur hjá Margeiri MARGEIR Vilhjálmsson, 22 ára Suðumesja- maður, lauk í nóvember námi i golfvallarum- hirðu frá Elmwood College í Skotlandi, virt- asta skóla Bretlandseyja í þessu fagi og stóð sig mjög vel. Hann var útnefndur fulltrúi skólans í keppni bestu nýliðanna í umhirðu golfvalla og hafnaði í öðru sæti i þeirri keppni. Viðurkenningin fyrir þann árangur er meðal annars að fara á ráðstefnu um mótaröð atvinnukylfinga í Evrópu, vinna í eitt á á Gleneagles völlunum í Skotlandi og að vinna við framkvæmd tveggja móta í PG A mótaröðinni í sumar. Margeir vinnur nú á Gleneagles völlum í Skotlandi og hefur áhuga á að fara í frekara nám eða jafnvel að taka að sér umsjón einhvers vallar í Bretlandi en hann hefur fengið mörg tilboð um slíkt. Einnig kemur til greina hjá honum að koma heim, bjóðist honum starf hér. Margelr Vilhjálmsson á mllli Skotanna Tom Baln til vinstri og prófessors Don- ald Mackay tll hægri. TENNIS Fyrsta áfall Hingis HIN barnunga og upprennandi tennisstjarna frá Sviss, Martina Hingis sem er aðeins 14 ára gömul, varð í gær fyrir fyrsta áfalli sínu á nýbýquðum ferli meðal þeirra bestu. Hingis tapaði þá fyrir Kyoko Nagatsuku frá Japan í annari umferð Opna ástralska tenn- ismótinu. Dally Randriantefy, 17 ára stúlka frá Madagaskar, komast liins vegar áfram, en hún er fyrsta stúllkan frá Madagaskar sem kemst þetta langt í tennis. Hingis sagði að ef til vill ætlaðist fólk til of mikils af sér svona í upphafi ferilsins. „Ég geri mér ekki vonir um að vinna eins mikið núna þegar ég er bara 14 ára og ég ætla að gera þegar ég verð aðeins eldri," sagði hún. Naoko Sawamatsu frá Japan ætlar að halda áfram keppni þrátt fyrir að jarð- skjálftínn í Japan hafi eyðilagt heimili henn- ar og hugsanlega hafi einhverjir vinir henn- ar farist. „Ég talaði við frænku mína í Tókíó og hún sagði mér að halda áfram að keppa, og vinna, því það væru bestu fréttir sem fjölskylda mín gætu fengið, og ég ætla að halda áfram," sagði hún. SKIÐI ÁSTA Halldórsdóttlr er komln á fulla ferð 09 hefur bætt sig mjög í svigl í vetur og viröist einnlg vera í góöri æfingu í stórsvlgi. Ásta bætir sig í stórsvigi í Duved ÁSTA S. Halldórsdóttir, skíðakona frá ísafirði, keppti ítveimur alþjóðlegum stórsvigsmótum í Duved íSvíþjóð í gær og á þriðjudag ásamt systrunum f rá Akur- eyri, Hildi og Brynju Þorsteinsdætrum. Ásta varð í sjöunda sæti á þriðjudag og í sjötta sæti í gær og bætti punktastöðu sína í stórsvigi all verulega eins og þær gerðu reyndar allar. Sigurvegari í stórsviginu á þriðjudag var Ingi-id Helander frá Svíþjóð og hlaut hún 15,66 alþjóðleg styrkstig (FIS stig) fyrir árang- ur sinn. Ásta varð í sjöunda sæti og hlaut 32,33 stig, sem er besti árangur hennar í stórsvigi hingað til, en hún hefur náð mun betri árangri í svigi, sem hefur verið hennar sérgrein. Brynja varð í 32. sæti með 58,30 stig og Hildur í 35. sæti með 59,05 stig og er það besti árangur systranna til þessa. I mótinu í gær sigraði Kristina Anderson frá Svíþjóð, sem hefur náð góðum árangri í heims- bikarnum í vetur, komist m.a. tvívegis á verð- launapall þar.Anderson hlaut 17,37 stig fyrir fyrsta sætið. Ásta varð í sjötta sæti með 33,82 stig. Brynja hafnaði í 23. sæti með 64,41 stig og Hildur í 35. sæti með 85,59 stig. Ásta var með 41,56 stig í stórsvigi fyrir mótið og lækkar sig því all verulega og er styrk- stig hennar f stórsvigi nú 33,07 stig. Hildur var með 121,48 stig fyrir tímabilið en með þessum árangri er hún nú með 72,32 stig. Brynja bætti sig heldur meira því hún var með 149,31 stig fyrir tímabilið en er nú með 61,35 stig í stórsvigi. Allt að koma hjá mér DANÍEL Jakobsson keppti í tveimur skíðagöngum á héraðs- móti í Sveg f Svíþjóð um síðustu helgi. Hann hafnaði í sjötta sæti í 10 km göngu með frjálsri aðferð á laugardaginn og í 8. sæti á sunnudaginn, en þá var keppt í 2 x 7,5 km göngu með svokölluðu veiðistarti. Fyrri 7,5 km náði hann 11. besta tíman- um. I síðari sprettinum er ræst út eftir tímum úr fyrri göngunni. Hann vann sig upp um þrjú sæti í síðari göngunni og náði þá þriðja besta tímanum á sprettinum og hafnaði í 8. sæti samanlagt. Daníel sagði að B-landslið Svía hafi verið með f mótunum um helgina. Hann sagðist ánægður með ár- angurinn. „Þetta er vonandi allt að koma hjá mér. Ég var óhepp- inn að veikjast þegar ég kom út til Svíþjóðar eftir jólin og er rétt að ná mér aftur núna," sagðiDanfel. LÉTT HJÁ VALSMÖNNUM OG FRAMSTÚLKUM í BIKARNUM / C3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.