Morgunblaðið - 22.01.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.01.1995, Blaðsíða 1
/ KIA SPORTAGE SMAJEPPINN REYNSLUEKINN - FJORÐI HVER SELDUR BÍLL TOYOTA - SAMDRÁ TTUR í SÖLUÁ SPORTBÍLUM- VERÐMUNURÁ JEEP CHEROKEE Toyota Corolla 1.199.000 Corolla Hatchback, 3ja dyra. Nú geturðu eignastToyota Corolla áverðifrá 1.199.000 kr. ® TOYOTA Tákn um gceöi JHwjpstiÞIflftife 4» SUNNUDAGUR 22. JANUAR 1995 BLAÐ c M ¦>-sr f>r tr #¦¦ SJOVAÖÍírrALMENNAR Krínglunni 5 - sími 569-2500 17% minni bíla- sala f yrstu tvær vikurnar í janúar HÁTT í 17% samdráttur varð í bílasölu fyrstu tvær vikurnar í janúar miðað við sama tíma í fyrra. Samkvæmt tölum frá Bíl- greinasambandinu voru seldir 114 fólksbílar frá 1.-13. janúar síðastliðinn en frá 1.-14. janúar 1994 voru seldir 138 bflar. Útlit fyrir samdrátt í janúar Samkvæmt þessu er útlit fyrir að heildarsalan í mánuðinum verði 250 bflar, að sögn Jónasar Þórs Steinarssonar, fram- kvæmdastjóra Bflgreinasam- bandsins. I janúar í fyrra seldust 354 fólksbflar. Bílasala_fer yfirleitt hægt af stað í byrjun árs en þó var annað uppi á tenirignum í janúar í fyrra en eins og fyrr segir seldust þá 354 bílar. Jónas Þór segir að þessum sölutölum nú í byrjun árs beri að taka með fyrirvara, litl- ar sveiflur geti breytt heildar- myndinni svo um munar. í janúar 1994 var mikil aukning á sölu fólksbfla miðað við sama mánuð 1993, eða 46%. Samt voru fleiri bílar fluttir inn 1993 en 1994 en á milli þessara ára fækkaði bílum í landinu um 0,20%. ¦ APTURLJÓSIN ná langt upp á þak bílsins og gefa honum sín sérkenni. Ford boðar komu gerbreytts Escorts STRATUS er væntanlegur til landsins um mánaðamótin mars- apríl. Dodge Stratus val- inn bíll ársins í Bandaríkjunum CHRYSLER hreppti í ár hin eftir- sóttu verðlaun í Bandaríkjunum „Bíll ársins 1995". Bílagagnrýnend- ur völdu Chrysler Cirrus sem einnig er framleiddur sem Dodge Stratus sem bíl ársins og eru það 49 bíla- gagnrýnendur virtustu bílablaða og tímarita í Bandaríkjunum sem standa að þessu vali, s.s. Automo- tive News, Motor Trend, Car and Driver, Fortune, Road & Track, Newsweek, USA Today og fleiri. Cirrus/Stratus þótti skara fram úr í útliti, eÍQstaklega góðu innan- rými, öryggisþáttum og góðum en sportlegum aksturseiginleikum. Dodge Stratus verður fáanlegur hér á landi og reiknar umboðsaðili Chrysler á íslandi, Jöfur hf., með fyrstu bflunum um mánaðamótin mars-aprfl næstkomandi. Hann verður boðinn með 2 lítra, 16 ventla, 132 hestafla vél, beinskiptur og 2,4 lítra, V6, 164 hestafla vél. Verð á Dodge Stratus liggur ekki endan- lega fyrir. FORD boðar byltingu á nýjum Escort sem á að koma á markað innan þriggja ára. Bíllinn gengur undir dulnefn- inu CW170 og með hon- um vonast stjórnendur Ford til að skapa verksmiðj- unum á ný orð fyrir að vera ráðandi f útlitshönnun bíla. Bíllinn verður smíðaður sem þriggja og fjögurra hurða hlaðbakur, fjögurra hurða stallbakur og tveggja hurða blæjubfll. Einnig verður hann boðinn með mörgum vélargerðum. Greint var frá þessu í breska bílablaðinu Car. Allar útfærslur bílsins koma á markað 1998. Vélarstærðirnar verða allt frá 1,2 lítra, fjögurra strokka vél til tveggja lítra V6 vél. Minnstu vélarnar kallast Zetec, 1,2 lítra, 16 ventla og 60 hestafla og 1,4 lítra, 75 hestafla. Zetec 1,6 lítra, 16 ventla vélin er 90 hestöfl en 1,8 lítra 115 hestöfl og 2,0 lítra vélin 140 hest- öfl. Þá verðurl boði 2,0 lítra V6 vél frá Mazda, 24 ventla sem skilar 165 hestöflum og ný díselvélarlína sem kallast Puma. Þær eru 2,2 lítra, 75 hestafla, 2,2 lítra túrbó sem skilar 90 hestöflum og 2,4 lítra túrbó sem skilar 115 hestöflum. Helmsbíll CW170 verður með sín sérkenni, eins og afturljós sem liggja lóðrétt upp á þakið og að framan er um hreina útlitsbyltingu að ræða. Bíll- inn heldur þó sporöskjulaga grillinu "en framlugtirnar sex liggja hátt uppi á bílnum. Fyrir utan nýstárlegt útlit og margar útfærslur verður bíllinn með óvenjumiklu innanrými þannig að höfuð- og fótarými verð- ur vel fyrir ofan meðallag í þessum stærðarflokki bíla. CW170 verður heimsbíll eins og allir aðrir bílar verksmiðjanna en það þýðir í raun ekki annað en að bíllinn verður seldur og framleiddur út um allan heim. í Bandaríkjunum verður hann smíð- aður og seldur undir merkjum Ford og Mercury og samtals er gert ráð ,fyrir að framleiddir verði 900 þús- und bílar á ári í Bandaríkjunum og Evrópu. Mazda, sem er að einum fjórða hluta í eigu Ford, hefur haf- ið hönnun á sinni eigin útfærslu af bílnum í hönnunarmiðstöð sinni í Frankfurt og ráðgert er að um alda- mótin leysi hún af hólmi 323 sem nýlega kom á markað í breyttri mynd. ¦ NÝR Ford Escort sem kemur á markað 1998 verður næstum óþekkjanlegur frá fyrirrennaranum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.