Morgunblaðið - 29.01.1995, Síða 4

Morgunblaðið - 29.01.1995, Síða 4
4 C SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ NEON er nokkuð sérstakur bíll í útliti og litaval er Iíka nokkuð frábrugðið því sem menn hafa átt að veiyast. Nýjungagjarn og kraft- mikill Neon frá Chrysler AÐ innan er Neon ekki síður skemmtilegur, ágætlega rúmgóður og mælaborðshillan er breið og mikil enda langt fram í framrúðu. FARANGURSRYMI er kannski fullþröngt þegar margir ferðast í Neon. VÉLIN er spræk og dugleg, tveggja lítra og 133 hestöfl. NEON frá Chrysler er ein nýjungin sem fram kom frá þessum banda- ríska bílarisa á síðasta ári og nú hefur honum skolað á land hérlend- is hjá umboðinu, Jöfri í Kópavogi en Evrópufrumsýning á Neon fór fram á bílasýningunni í Genf fyrir bráðum ári. Neon er áhugaverður bíll, skemmtilegur í útliti og að innan, hann er framdrifinn, fimm manna, með tveggja lítra 133 hest- afla vél, líknarbelgjum og ýmsum góðum búnaði og kostar sjálfskipt- ur 1.955 þúsund krónur. Neon virk- ar þröngur að innan við fyrstu kynni og er allur heldur seinn í við- kynningu, ökumaður þarf dálítinn tíma til að fínnast hann vera vel heima í öllum hlutum en býður af sér góðan þokka þegar þessi þrö- skuldur hefur verið yfírstiginn. Allt við hann er þó traustlegt og við kynnum okkur þennan áhugaverða bfl, Chrysler Neon, nánar hér á eftir. Chrysler Neon er skemmtilega hannaður bíll, allur lágur og breið- leitur, mikill Halli á fram- og aftur- rúðum og hvergi hvassar brúnir, rennilegur og allt í ávölu og mjúku línunni. Framendinn er lágur og breiður og síðan er línan rísandi aftur eftir bílnum og skottið stutt og nokkuð hátt. Aðalluktir eru ögn sporöskulagaðar og fremur litlar, stuðari fínlegur og vatnskassahlíf einnig - eiginlega bara mjó ræma - og rúður stórar. Hjólin eru stað- sett mjög framarlega og aftarlega á bílnum en með þessu hafa hönn- uðir reynt að ná sem stærstu far- þegarými og verður þá farangurs- rýmið heldur þrengra fyrir vikið. AA skera sig úr Við undirbúning á Neon fóru forráðamenn Chrysler að ýmsu leyti nýjar leiðir, réðu sérstakt lið til verksins og létu því nokkuð lausan tauminn og frömdu bæði hefðbundnar og óhefðbundnar markaðskannanir til að fá fram viðhorf manna til minni bíla. Var teyminu síðan falið að vinna undir kjörorðunum: „að þora að vera öðruvísi" eða að skera sig úr og marka þannig nýja stefnu með Neon, að framleiða bíl af minni gerðinni, með góða aksturseigin- leika, frumlegan í útliti, með góð- um öryggisbúnaði og umhverfís- vænan. Forráðamenn Chrysler ákváðu að ráðast í verkið án sam- starfs við erlenda aðila sem talið var hálf dauðadæmt fyrirfram en þykir nú hafa sannast að tókst vel og var rétt ákvörðun. Undirbúning- ur kostaði sem svarar um 70 millj- örðum íslenskra króna. Chrysler Neon er ekki síður skemmtilegur að innan. Hann virk- ar nokkuð þröngur til hliðanna og fínnst ökumanni hann ekki hafa alltof mikið olnbogarými. Veldur því m.a. þykkt hurðar og má ímynda sér að hurðaspjöldin hefðu getað verið þynnri. Sætin eru þokkaleg en veita þó alls ekki nægilega góðan hliðarstuðning en fóta- og höfuðrými er ágætt. Mæla- borðshillan er fremur stór og nær langt fram vegna mikils halla á framrúðu. Uppröðun mæla er hefð- bundin en ágætur svipur er á mælaborðshillunni með ávölum og bogadregnum línum. Útsýni er ágætt úr bílnum og auðvelt að láta fara vel um sig og hafa það gott hvort sem maðurinn er farþegi eða bílstjóri. Gott vlðbragð Vélin er tveggja lítra, fjögurra strokka, 16 ventla og hún er 133 hestöfl með rafstýrðri fjölinnsp- rautun og hún fer létt með að gefa þessum 1.160 kg þunga bíl hörku- viðbragð og góða vinnslu. Sjálf- skiptingin lætur ekki sitt eftir liggja og er fljót að skipta niður í lægstu gíra þegar um er beðið og þótt hún sé ekki búin fjölbreyttu vali spyrnu- eða spamaðarstillinga dugar hún alveg til að þjóna til- gangi sínum. Neon er ágætlega lipur og með- færilegur á allan hátt. Eins og fyrr segir þarf að taka nokkurn tíma til að kynnast bílnum í upphafí en þegar búið er að fara gegnum þann kafla er hægt að taka hann í góða sátt. Helst þarf þar að yfirvinna þrengslatilfinningu sem gerir eink- anlega vart við sig í framsætum en einnig það að menn sitja nokkuð lágt enda bíllinn ekki háreistur held- ur miklu fremur með sportlegu út- liti. Fóta- og höfuðrými er hins veg- ar ágætt og gildir það bæði um fram- og aftursætin. í raun tókst ekki að reyna Neon til hlítar á þjóðvegi en það litla sem farið var út fyrir höfuðborgina gef- ur til kynna að fjöðrun og rásfesta séu í meira lagi góð og ljóst að Neon býður eigendum sínum ágæta eiginleika ferðabíls. Helsta hindmn fyrir langferð í fullskipuðum bíl er kannski farangursrýmið sem hægt væri að hugsa sér stærra. Það má þó drýgja með því að leggja niður bak aftursætis séu farþegar með færra móti. í þéttbýlinu er Neon eins og fyrr segir ágætlega lipur og auðveldur viðfangs í þrengslum og bílastæðahúsum og ágætt að umgangast hann að öllu leyti. Þá er hann sérlega duglegur i snjónum og þæfíngnum sem verið hefur á höfuðborgarsvæðinu að undan- fömu. Vekur athygll Verðið á Neon frá Chrysler er kr. 1.955.000 með sjálfskiptingu en 1.895.000 þúsund krónur ef Viðbragð Ríkulegur öryggis- búnaður Útlit Bakstuðn- ingur í framsætum hann er tekinn með fimm gíra handskiptingu. Þetta er nokkur fjárfesting en hér er líka á ferðinni bíll með ríkulegum staðalbúnaði, þ. e. margháttuðum þægindum, góðum öryggisbúnaði og sprækri vél og ekki síst skemmtilegur í útliti. Neon blandar sér í harða samkeppni á nokkuð þröngum markaði bíla hérlendis sem kosta 1.800 þúsund krónur og uppí um tvær milljónir króna þannig að hann verður ekki fjöldasölubíll. Hugsanlegt er þó að lækka verðið nokkuð með því að taka úr honum hraðafestingu og önnur álíka þæg- indi og jafnvel líknarbelgi en það eru þó atriði sem menn gætu séð illilega eftir ef aðstæður krefjast þess að gripið sé til þeirra. En hvort sem verðið á Neon breytist eða ekki má fullyrða að hann býr yfir skemmtilegum aksturseigin- leikum og er nokkuð frábrugðinn hefðbundinni línu í útliti og ekki síður í litum og er því ekki síst kjörinn fyrir þá sem kjósa að vekja dálitla athygli. ■ Jóhannes Tómasson Chrysler IMeon í hnotskurn Vél: 2,0 lítrar, 4 strokkar, 16 ventlar, 133 hestöfl. Framdrifinn - fimm manna. Vökvastýri - veltistýri. Sjálfskipting. Líknarbelgir fyrir framsætin. Hæðarstilling öryggisbelta. Hraðafesting. Samlæsingar. Rafstiilanlegir hliðarspeglar. Rafmagnsrúður. Lengd: 4,36 m. Breidd: 1,72 m. Hæð: 1,39 m. Hjólhaf: 2,64 m. Þyngd: 1.160 kg. Bensíntankur: Farangursrými: Staðgreiðsluverð kr.: 1.955.000. Umboð: Jöfur hf., Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.