Morgunblaðið - 31.01.1995, Qupperneq 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA
1995
ÞRIDJUDAGUR 31. JANÚAR
BLAD
B
KORFUKNATTLEIKUR
Tolfára bið
áenda
GUÐMUNDUR Bragason, fyrir-
liði Grindvíkinga, hafði ríka
ástæðu til að fagna ógurlega á
laugardaginn, en þá leiddi hann
lið sitt til sigurs í bikarkeppninni
í körfuknattleik. Grindvíkingar
lögðu Njarðvíkinga 105:93 í leik
þar sem Grindvíkingar höfðu und-
irtökin allan tímann. Þetta var
fyrsti úrslitaleikur Grindvíkinga,
en lið þeirra hefur verið í fremstu
röð undanfarin ár, án þess að
takast að krækja sér í titil.
FRJALSAR
Enneitt
stórhlaup
hjá Mörthu
MARTHA Emstdóttir úr ÍR varð í
sjötta sæti í alþjóðlegu víðavangs-
hlaupi, sem fram fór í borginni San
Sebastian á Spáni á sunnudag.
Hlaupið var 5,6 kílómetra langt og
liður í stigakeppni Alþjóðafijáls-
íþróttasambandsins í víðavangs-
hlaupum. Martha var mest alla leið-
ina meðal fremstu og í baráttu um
verðlaunasæti en tapaði tveimur til
þremur stúlkum frá sér á síðustu
metrunum.
Góður árangur Mörthu á alþjóða-
vettvangi er farinn að vekja at-
j, hygli og var tekið við hana sjónvarð-
y.sviðtal á Spáni eftir hlaupið.
Þær sem komu fyrstar í mark, voru:
1. Elena Fidatov, Rúmenía.19.50
2. Zahara Ouaziz, Marokkó.20.00
3. Claudia Lokar, Þýskalandi.20.06
4. Conceicao Ferreira, Portúgal...20.08
5. Helen Kimaiyo, Kenýu..20.11
C6. Martha Emstdóttir, ÍR.20.12
• Martha hefur nú tekið þátt í að-
|eins þremur af níu stigahlaupum í
vetur en er samt í sjöunda sæti
stigakeppninnar. Varð hún 5. í
' sterku hlaupi í Belfast í byijun jan-
úar, í 8. sæti um fyrri helgi í Portúg-
al og nú í sjötta.
Efst að stigum er Rose Cheruiy-
ot, Kenýu, með 97 stig, önnur Cat-
herina McKieman, írlandi, með 88,
í þriðja til fjórða sæti eru Fidatov
og Catherine Kirui, Kenýu, með 58
og fimmta Kimaiyo með 50 stig.
Martha hefur hlotið 45 stig.
Stigakeppninni lýkur á heims-
meistaramótinu í víðavangshlaup-
um sem fram fer í Durham í Eng-
Iandi í mars. Tólf stigahæstu stúlk-
urnar hljóta peningaverðlaun.
Morgunblaðið/Bjarni
KNATTSPYRNA
Hlynurtil Örebro
HLYNUR Birgisson, varnarmaðurinn sterki úr
Þór, er farinn til Svíþjóðar til að ræða við forráða-
menn Örebro og æfa með liðinu í viku tima. „Það
var haft samband við mig á laugardaginn og ég
beðinn að koma út. Það kom mér á óvart, því að
ég hafði lesið um það að Örebro hefði gert Guðna
Bergssyni tilboð,“ sagði Hlynur, sem mun hitta
fyrir tvo félaga sína í landsliðinu, þá Arnór Guðjo-
hnsen og Hlyn Stefánsson, þegar hann byrjar að
æfa með Örebro. „Ég er tilbúinn að taka tilboði
frá Örebro, en ég geri mér grein fyrir því að
Guðni er enn inni í myndinni hjá liðinu, en Totten-
ham er þröskuldurinn fyrir þvi að Guðni hefur
ekki getað samið við sænska liðið. Það má því
segja að ég sé varamaður fyrir Guðna — og er
tilbúinn í slaginn," sagði Hlynur Birgisson.
Manchester United
sigurstranglegast
VEÐBANKAR i Englandi telja Manchester Un-
ited sigurstranglegast i bikarkeppninni eftir 5:2
sigur liðsins gegn Wrexham í 4. umferð um helg-
ina. Möguleikar United eru taldir vera 5-2, New-
castle kemur næst (9-2), svo Liverpool (11-2),
Tottenham (7-1), Leeds og QPR (12-1), Chelsea,
Manchester City og Sheffield Wednesday (14-1)
og Crystal Palace og Everton (16-1).
Manchester United á heimaleik gegn Leeds i
fimmtu umferð en þá mætast einnig Newcastle
- Manchester City, Sheffield Wednesday/Wolves
(0:0 i gærkvöldi) - Leicester, QPR - Millw-
alI/Chelsea, Burnley/Liverpool - Wimbledon,
Watford - Crystal Palace, Tottenham - Lu-
ton/Southampton og Everton - Co-
ventry/Norwich. Leikirnir eiga að fara fram 18.
eða 19. febrúar.
Stjörnumenn víxla
blakliðum
FORS V ARSMENN 1. deildarliðs Stjörnunnar í
blaki karla sendu inn þátttökutilkynningar um
tvö lið í bikarkeppni BLÍ, a og b-lið. í síðustu
viku sendi félagið síðan inn nafnalista til móta-
nefndar BLÍ þar sem segir hvort liðið sé a- og
hvort b-lið en samkvæmt bikardrættinum á a-lið
félagsins að mæta KA á Akureyri í kvöld 18-liða
úrslitum. Forsvarsmenn félagsins vilja með
nafnalistanum láta b-lið félagsins sem leikur í
2. deild mæta KA fyrir norðan en ekki 1. deild-
arliðið sem samkvæmt skilningi og túlkun móta-
nefndar á að leika fyrir norðan. í lögum um
bikarkeppnina kveður ekkert á um skilgreiningu
á a- og b-liðum en formaður mótanefndar BLÍ,
Jón Arnason telur „engir fyrirvarar voru gerðir
hjá Stjörnunni áður en dregið var og því er það
túlkun mótanefndar að fyrstu deildarlið Stjörn-
unnar, a-liðið hafi dregist á móti KA en ekki
annarrar deildarliðið.“ Það kemur í ljós í kvöld
hvort liðið mætir í leikinn fyrir norðan en öllum
ætti að vera ljóst að hvorki Stjörnumenn né
aðrir geta ekki valið sér andstæðingana eftir
að bikardráttur hefur farið fram enda hefðu
önnur félög væntanlega sent inn b-lið til þátt-
töku ef það gilti.
*
Ahorfandi stunginn til bana við knattspyrnuvöll í Genúa
Piltur handtekinn í Mflanó
Búið að aflýsa öllum íþróttaviðburðum á Italíu á sunnudaginn kemur
LÖGREGLAN í Genúa handtók
mann í gær sem er grunaður um
að hafa stungið 24 ára gamlan
áhorfanda til bana fyrir utan leik-
vang Genúa á sunnudag áður en
leikur heimamanna og AC Milan í
ítölsku deildinni hófst. Lögreglan
sagði að myndir hefðu leitt til hand-
töku mannsins, en hann var hand-
tekinn fyrir utan heimili sitt í Mílanó
og færður til Genúa. Það er nítján
ára garðyrkjunemi. Sex til viðbótar
voru í haldi vegna óláta sem brutust
út þegar fyrir lá hvað gerst hafði
en 27 áhorfendur og lögreglumenn
meiddust. Illa gekk að tæma leik-
vanginn eftir að leikurinn var flaut-
aður af í hálfleik og var stuðnings-
mönnum gestanna sagt að bíða.
Atta tímum síðar var þeim komið í
rútur og fóru þeir í lögreglufylgd til
Mílanó.
Markalaust var í hálfleik en
ákveðið var að flauta leikinn af í
virðingu við hinn látna stuðnings-
mann Genúa. „Þetta getur ekki hald-
ið svona áfram og það var ekki
hægt að ljúka leiknum við þessar
kringumstæður," sagði Maurizio
Casasco, framkvæmdastjóri Genúa.
„iþróttir eru eitt og ofbeldi annað,“
bætti hann við.
Mikið hefur borið á ólátum í
tengslum við ítölsku knattspyrnuna
á tímabilinu og eru menn ekki _á eitt
sáttir um hvað eigi að erera. í gær
kom saman Ólympíunefnd Ítalíu og
einnig forráðamenn knattspyrnu-
sambands Ítalíu og deildarkeppninn-
ar þar. í kjölfarið var ákveðið að
enginn íþróttaviðburður fari fram á
Ítalíu á sunnudaginn kemur.
Lögreglan sendi frá sér yfirlýs-
ingu þar sem þess var krafíst að
hver sá sem tæki þátt í ólátum í
tengslum við knattspyrnuleik yrði
útilokaður frá knattspyrnuvöllum til
lífstíðar.
BANDARÍSKIFÓTBOLTINIM: STEVE YOUNG SETTIMET OG LOKS BESTUR / B4