Morgunblaðið - 31.01.1995, Side 3

Morgunblaðið - 31.01.1995, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1995 B 3 Sindri Bergmann Eiösson skrifar menn voru fyrri til að hrista af sér slenið og fór Sigurður Bjamason fyrir sóknarleiknum. Þá varði Ing- var Ragnarsson vel í markinu. Lítil ógnum kom af vinstri væng Aftur- eldingar, en Jason og Róbert héldu heimamönnum inni í leiknum. Baráttan var mikil í heimamönn- um í síðari hálfleik einkum í vörn- inni þar sem gekk betur að stöðva Sigurð Bjarnason og Dimitri Filippov. Ásmundur Einarsson varði vel, sérstaklega á lokakaflanum og reið það eflaust baggamuninn. „Við slökuðum of mikið á í síð- ari hálfleik og því fór sem fór. Einn- ig er ég mjög óánægður með dóm- gæsluna í leiknum," sagði Kristján Halldórsson, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar að leikslokum. Óvæntur sigur KR KR sigraði KA í Laugardalshöll- inni með einu marki 23:22, eftir að KA-menn höfðu haft yfir- höndina mest allan leikinn. „Þetta var langþráður sigur,“ sagði Gisli Felix Bjarnason kátur að leik loknum. „Við náðum að beija okkur saman eftir 16 marka tap í seinasta leik, og ég er mjög sáttur við karakterinn í liðinu. Þeir [KA- mennirnir] voru líka kannski þreytt- ir og með hugann á bikarúrslita- leiknum um næstu heigi. En þetta var sanngjarn sigur.“ KR-ingar höfðu forystu framan af en um miðjan fyrri hálfleik náðu KA-menn að komast yfir og voru tveimur mörkum yfir í leikhléi. KR-ingar voru fljótir að vinna upp það forskot og með mikilli baráttu og sigurvilja náðu þeir að hrifsa sigurinn af KA mönnum. Bestir KR-inga voru Sigurpáll Árni Aðal- steinsson og Páll Beck sem og Gísli Felix. KA-menn voru ósannfærandi og verða að gera mun betur um næstu helgi ef þeir eiga að eiga möguleika á bikamum. , ÍR-ingar í stuðl IR-ingar voru í stuði á Selfossi á sunnudagskvöld, náðu' taki á Selfyssingum i upphafi leiks og tókst að halda þrátt fyrir góðan sprett heimamanna í síðari hálfleik. ÍR vann 22:27. Branislav Dimitrivic stjórnaði leik ÍR af hörku og var besti maður liðsins. Selfyss- ingar vom of hikandi i fyrri hálf- leiknum og náðu ekki að ljúka sókn- arlotum sínum með marki. í byijun siðari hálfleiks komu Selfyssingar andstæðingum sínum á óvart og gerðu hvert markið á fætur öðru og Hallgrímur, besti maður Selfyssinga, varði vel. Sel- foss minnkaði muninn í eitt mark en ÍR-ingum tókst að veijast og náðu yfirhöndinni smám saman upp úr miðjum hálfleiknum. í lokin tóku Selfyssingar áhættu og léku hratt en tókst ekki að vinna upp þann mun sem var orðinn. Vonir HK úti Vonir HK um að halda sæti sínu í fyrstu deild urðu að engu á sunnudaginn með 36:28 tapi gegn Víkingum í Víkinni. Víkingar skutust í annað sætið með sigrinum. Mikil læti voru í fyrri hálfleik þegar leikmenn sprettu úr spori fram i sóknina og gerðu samtals 46 mörk. Kópavogsmenn áttu í fullu tré við Víkinga fyrir hlé og sýndu skemmtilega takta. í síðari hálfleik náðu Víkingar hægt og sígandi ör- uggri forystu en með góðri þriggja marka syrpu þegar 5 mínútur voru til leiksloka tókst gestunum að minnka forskotið niður í tvö mörk. BLAK Stefán Stefánsson skrifar Þá varð vendipunktur þegar HK hafði boltann og í stað þess að skora úr góðu færi og minnka forskotið niður í eitt mark, náðu Víkingar boltanum og brunuðu upp í hraða- upphlaup. Þriggja marka munur dró allan mátt úr gestunum og 2. deild blasti við þeim. Leikur markvarðanna arkverðimir stálu senunni þegar Hafnarfjarðarliðin ÍH og Haukar mættust á sunnudags- kvöldið. Haukar unnu stórsigúr 17:32. Bjami Frostason stóð í Haukamarkinu all- an tímann og varði vel eins og markverðir ÍH, þeir Alexander Re- vine, sem stóð í markinu í 40 mínút- ur, og Guðmundur A. Jónsson sem varði markið í 20 mínútur. Leiksins verður ekki minnst fyrir góðan handknattleik. ÍH, sem er fyrir löngu fallið í aðra deild, náði að halda í við Hauka fyrstu 20 mínút- umar en í stöðunni 9:9 gerðu Hauk- ar sex mörk í röð og geta ÍH-menn sjálfum sér um kennt því á þessu tímabili misstu þeir tvo menn útaf fyrir klaufabrot. Eftir þetta var aðeins spurning um hve stór sigur- inn yrði. Hörður Magnússon skrifar Sigurður Jónsson skrifar frá Selfossi Annað tap Þróttar Guðmundur H. Þorsteinsson skrifar Stúdentar mættu Þrótti R. öðru sinni í vikunni á laugardaginn og höfðu sigur í fimm hrinu baráttu- leik og var þetta annað tap Þróttar í 1. deild karla. Sveiflurnar vom miklar og það var ekki fyrr en í æsispennandi fjórðu hrinu að Stúdentar gáfu tóninn að framhaldinu. ÍS leiddi 13:9 og virt- ist vera að klára hrinuna þegar leik- menn Þróttar tóku hamskiptum og komust yfir 14:13, en heilladísirnar voru á bandi Stúdenta í lok hrinunn- ar sem endaði 16:14. Leikmenn Þróttar náðu sér ekki á strik í úr- slitahrinunni. Þróttarar frá Neskaupstað lögðu lið Stjörnunnar öðru sinni í vetur er liðin mættust fyrir austan, 3:1 í 105 mín. leik, sem einkenndist af mikilli baráttu. Stjörnumenn virk- uðu frekar ragir í sókninni á meðan kantskellar Þróttara skelltu grimmt. HK hefur verið í miklu stuði undanfarið og lagði KA á Akureyri um helgina. Rússinn Alexander Korneev lék með KA í fyrsta sinn en setti ekki mark sitt á leikinn, en KA náði þó að klípa eina hrinu af meisturunum. KA stúlkur komu grimmar til leiks gegn HK á Akureyri og unnu í fyrstu hrinu en náðu ekki að fylgja eftir góðri byijun. Leikurinn var í miklu jafnvægi en kantskellur HK þær Elva Rut Helgadóttir og Ragn hildur Einarsdóttir, áttu báðar góða kvöldstund og skoruðu grimmt. Særún Jóhannsdóttir þjálfari HK kom inn á og lék með liðinu og virkaði vel á meðspilarana. Línur famar að skýrast Valsmenn heppnir að fá stig gegn FH í Kaplakrika LÍNURNAR í 1. deildinni í hand- knattleik eru nú farnar að skýr- ast enda aðeins þrjár umferðir eftir auk tveggja frestaðra leikja. Ljóst er að nýliðarnir í deildinni, HK og ÍH, fara aftur niður í aðra deild og nokkuð er Ijóst hvaða lið komast í úr- slitakeppnina þó svo Selfyss- ingar eigi enn möguleika að skjótast upp fyrir IR eða Hauka. Valsmenn gátu hrósað happi yfír að ná öðru stiginu úr viður- eigninni við FH í Kaplakrika á sunnudagskvöld. FH-ingar voru með Eðsson leikinn í hendi sér, skrifar höfðu knöttinn og þriggja marka for- skot 19:16 þegar fimm mínútur voru til loka leiks. Dagur Sigurðs- son skoraði síðan þijú síðustu mörk- in og tryggði þeim rauðklæddu 19:19 jafntefli. „Þetta var áttundi leikurinn í röð án taps í deildinni og það sýnir að við erum á réttri leið. Mér fannst við eiga að fá víta- köst í tvígang á lokamínútum sem dómaramir horfðu framhjá," sagði Guðmundur Karlsson þjálfari FH. Líklega voru þó úrslitin meira und- ir FH-ingum komin en dómurunum en þeir gerðu sig seka um klaufaleg mistök í lokin auk þess sem Guð- mundur Hrafnkelsson varði víta- kast í stöðunni 19:18. Ekkert benti til annars en að viðureign liðanna yrði markaleikur en á fyrsta stundarfjórðungnum voru skoruð fjórtán mörk eða nærri því mark á mínútu. Mjög dró úr markaskorun þegar leið á leikinn og Valsmenn skoruðu til að mynda aðeins fímm mörk á 26 mínútum í síðari hálfleiknum. Það er erfítt að taka einhvern útúr Valsliðinu en frammistaða Dags og Guðmundar í markinu veg- ur þó þyngst. Nokkurt ráðleysi var í sóknarleiknum í síðari hálfleiknum og illa gekk að virkja þá Júlíus og Valgarð á hægri vængnum. Bræðumir Guðjón og Magnús Árnasynir voru bestu leikmenn FH. Guðjón, sem gerði m.a. 5 síðustu mörk FH, virtist stundum sá eini sem fann glufur á Valsvörninni. Magnús varði vel, sérstaklega í fyrri hálfleiknum. Vamarleikurinn var góður í síðari hálfleiknum en í sókn- inni fóru menn oft illa að ráði sínu og engu líkara en að Guðmundur markvörður vissi upp á hár hvert mörg skotanna fæm. „Eg er ekki sáttur við okkar leik, sóknarleikurinn var slakur og þessi leikur er ekki ósvipaður leiknum gegn KA,“ sagði Dagur Sigurðsson. „Það var lítið annað hægt að gera en að taka „sjensa". það var svo skammt eftir,“ sagði Dagur um þátt sinn í lokin. UMFA sklptl um gír í síðari hálfleik Ulitið var ekki bjart hjá Aftur- eldingu í leikhléi gegn Stjörn- unni. Þeir vom fjórum mörk- um undir, 10:14 og Stjömumenn virtust á beinu brautinni. Mosfell- ingar skiptu um gír í síðari hálfleik. Varnarleikurinn batnaði og Stjömupiltar gáfu eftir. Leikmenn Aftureldingar söxuðu smátt og smátt á forskot gestanna og síðustu tíu mínúturnar vom æsispennandi, þar höfðu heima- menn betur og þegar upp var stað- ið skildu tvö mörk; Afturelding 25, Stjaman 23. Nokkur taugaveiklun virtist með- al leikmanna í upphafi. Stjörnu- tvar Benediktsson skrifar Morgunblaðið/Bjami Eiríksson GUÐJÓN Árnason tll vlnstrl var bestur Hafnfirðlnga og gerðl flmm síðustu mörk FH í lelknum. Hlns vegar áttl Dagur Slgurðsson þrjú síðustu mörk lelksins og tryggðl Val Jafntefll. HANDKNATTLEIKUR KORFUBOLTI NBA-deildin Stockton nálgast metið John Stockton var með 14 stoð- sendingar þegar Utah Jazz vann New Jersey Nets 111:94 í NBA-deildinni um helgina. Hann er þar með kominn með 9.897 stoð- sendingar á ferlinum og þarf 24 til viðbótar til að slá met Magic John- sons. „Ég er ánægður með að þess- um áfanga er náð og verð kátur þegar næsta hindmn verður úr vegi svo við getum haldið áfam að ein- beita okkur að leikjunum," sagði Stockton sem gerði 20 stig í leikn- um. Þetta var 12. sigur Utah í röð og hefur liðið sigrað í síðustu 15 útileikjum. LA Lakers á metið en liðið sigraði í 16 útileikjum í röð tímabilið 1971 til 1972. Á sunnudaginn var stórleikur í New York þegar Knicks tók á móti Phoenix og vann 107:88. Patrick Ewing gerði 35 stig fyrir heima- menn og tók auk þess 15 fráköst og John Starks gerði 22 stig en Barkley var stigahæstur gestanna með 20 stig. Leikmenn Phoenix reyndu 39 sinnum að skora með þriggja stiga skotum og er það nýtt met í NBA deildinni. Þeir vom hins vegar hálf kaldir og nýtingin var ekki góð. Los Angeles Lakers gerði góða ferð til Seattle og vann 128:121 eftir framlengingu. Þegar tvær mínútur vom eftir af venjulegum leiktíma vom heimamenn með átta stiga forystu, 111:103, en gestimir gáfust ekki upp og Nick Van Exel tryggði þeim framlengingu með því að gera átta síðustu stigin. Hann gerði alls 19 stig en Elden Camp- bell var með 27 stig og varði auk þess fímm skot. Detlef Schrempf var með 26 stig og 10 fráköst fyrir Seattle. Byron Scott tók þriggja stiga skot og hitti þegar 1/10 úr sekúndu var eftir af framlengingu í leik Indi- ana og Philadelphia. Indiana vann 106:103 en tæpara mátti það ekki standa. „Við urðum að sigra,“ sagði Scott, „og það var ánægjulegt að eiga síðasta orðið.“ Shaquille O’Neal lék ekki með Orlando vegna meiðsla en liðið hélt áfram á sigurbraut heima og vann Milwaukee 107:103, 21. heimasig- urinn á tímabilinu. Dennis Scott setti persónulegt met í vetur með því að gera 27 stig, en Vin Baker var með 27 stig fyrir Bucks. Detroit vann Miami 89:85. Billy Owens gerði 26 stig og tók 10 frá- köst fyrir Detroit sem tryggði sigur- inn á síðustu stundu. Dallas tapaði sjöunda leiknum í röð eftir að hafa náð 15 stiga for- ystu í öðmm leikhluta gegn Sacra- mento sem vann 87:84. Brian Grant skoraði 23 stig fyrir gestina, Spud Webb 15 og Walt Williams 13 stig, en Jamal Mashbum gerði 21 stig fyrir Dallas. San Antonio átti ekki í erfiðleik- um með Denver og vann 103:77. Sean Elliott var stigahæstur með 31 stig en Robert Pack var fremst- ur Denvermanna með 12 stig. Hakeem Olajuwon gerði 25 stig í 114:93 sigri Houston gegn Minne- sota. Scottie Pippen var settur í eins leiks bann í síðustu viku fyrir að sparka full hressilega í stól sem varð á vegi hans. Um helgina sagði Pippen að hann sæi mest eftir að stóllinn skyldi ekki fara í Joe Craw- ford dómara. Talið er að þessi um- mæli geti haft í för með sér frek- ara bann fyrir Pippen, en hann hefur átt í erfiðleikum í vetur og tvívegis verið rekinn af velli auk þess sem hann hefur fengið 12 tæknivillur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.